Morgunblaðið - 14.05.1960, Side 16

Morgunblaðið - 14.05.1960, Side 16
16 MORGUIXBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1960 <Shiplrotóin enn EFTIR W. W. JACOBS — Fer að? svaraði ungfrú Mudge og sneri sér snart að hon- um. — Ég fer engan veginn að því. í>að er mér meðskapað. — Vitanlega, flýtti hann sér að segja. — Ég meinti það ekki þann ig. Ég á aðeins við, að margar fín ar dömur myndu vilja selja úr sér sálina fyrir hörundslitinn yð- ar. — Það efast ég ekkert um, en hann væri bara alls ekki falur fyrir það verð. En væri hann það, kæmust að minnsta kosti sumar þeirra að góðum kaupum. En, vel á minnzt, haldið þér, að nokkuð sé á milli húsmóður minnar og hr. Castairs? — Ha? sagði brytinn. — Nokk uð milli .... Nei, varla gæti ég hugsað mér það. En hvernig í dauðanum dettur yður það í hug? — O, mér bara datt það svona í hug. Ég geng nú ekki um allt með lokuð augu, skiljið þér. — Húsbóndi minn er ekki nógu fínn fyrir greifafrúna, sagði Markham og hristi höfuðið, — enda þótt hann sé engu að síð- ur ágætis maður. Eftir að hafa verið hjá allmörgum fjölskyld- um, er ég stundum hissa á því sjálfur, hvað mér líkar prýði- lega við hann. En, þér skiljið, hann hefur setið í 20 ár á stól í banka, og getur ekki almennilega losað sig frá því. — Já, ég gæti hugsað, að slíkt setti sitt mark á hvern mann, sagði ungfrú Mudge og ahdvarp- aði við. — Það fer aldrei hjá því. — í raun og veru er hann ekki annað en miðlungslauna-maður, sagði Markham með spekingssvip og þá skeður það ekki í einu ,/et- fangi, að fá á sig þrjátíu þúsund punda stíl. — Ekki skyldi það taka mig langan tíma, sagði ungfrú Mudge, og andvarpaði nú enn meira en áður. — Nei, en við höfum sætt illri meðferð alla okkar daga, ef svo mætti segja, sagði Markham. — Ég vildi, að einhver vildi arfleiða mig að auðæfum, þá skyldi ég ekki verða í vandræðum með, hvað ég ætti að gera. Röddin var svo angurblíð, að ungfrú Markham tók upp á því, í sjálfsvörn, að fara að horfa á breiðu af brenninetlum, sem þau voru einmitt að ganga fram hjá. — Ég skyldi að minnsta kosti ekki eyða aurunum í frú Minc- hir gömlu, hélt Markham áfram og gaut augum til lagskonu sinn- ar. — Og það minnir mig aftur á það, sem þér voruð að segja, rétt áðan. Allt af síðan frú Pen- rose nefndi við hann þessa gömlu konu, hefur hann ekki þótzt geta gert nóg fyrir hana. Hann er alltaf að fara með port- vínsflösku til hennar, við gigt- inni í henni. Og það er nú ekki neitt dóna-portvín, heldur bezta tegundin, sem til er í kjallaran- um. Ungfrú Mudge varð hálf-von- svikin yfir þessari snöggu breyt- ingu á umræðuefninu og tók að tauta eitthvað um „hr. Carstairs og æskuástardrauma". — Þetta kemur hjá okkur öll- um, fyrr eða síðar, sagði brytinn, — og enginn getur sloppið við það. — Nema ég, sagði ungfrú Mudge. — Ég hef aldrei getað skilið, að fólk skuli geta orðið skotið hvert í öðru. Þetta er eitt- hvað svo bjánalegt og barnalegt. Hr. Biggs sagði við mig, núna bara fyrir fáum dögum.... — Biggs! greip Markham fram í og snuggaði og hleypti brúnum um leið. — Það er náungi, sem ég get ekki þolað. Hvort það er vegna olíulyktarinnar eða vegna þess, hvað hann gengur druslu- lega til fara, veit ég ekki. Hafið þér nokkurn tima séð hann með klessu af koppafeiti á nefinu, og blett af skítugri olíu á kinninni? — Aldrei. Hann er aldrei öðru vísi en uppstrokinn og pen, þeg ar ég sé hann. Ég myndi segja, að hann kynni að klæða sig. Og svo er hann þessi ágætis bílstjóri. Ég sat við hliðina á honum um daginn, þegar hr. Carstairs fór með okkur þar»a til Wimbush, og hann útskýrði fyrir mér allt, se mfróðlegt er að vita um bíla. Hann segir, að það sé af því að hann hefur meðfætt vit á vélum. Og svo sagði hann um mig, að ég væri alveg sérstaklega skiln- ingsgóð. — Sagði hann fleira? — Auðvitað sagði hann hina og þessa vitleysu, sagði ungfrú Mudge og hnykkti til höfðinu. — En það gera karlmenn nú alltaf. Hann er sosum ekki verri en all- ir hinir. — Ég efast ekki um, að hann sé fyrirmyndarmaður, sagði Markham hátíðlega. — En gall- inn er bara sá, að hann er alls ekki fínn máður. Látum hann fara í samfesting og gefum hon- um flyksu af olíutvisti í hend- ina, þá æskir hann einskis frek- ar í þessu lífi. — En hvað þetta var skritið, sagði stúlkan og flissaði. — Al- veg eins og hugsanalestur. Markham leit á hana spurnar- augum. — Samfesting og olíutvistur, sagði ungfrú Mudge og hélt áfram að flissa. — Og hann sagði: „Brúkuð kjólföt og serví- etta“. Og svo sagði hann eitthvað um að villast á vasaklútum og servíettum, sem ég kæri mig ekki um að hafa eftir. —• Hann hefur ómerkilegan hugsunarhátt, sagði brytinn bál- reiður og hvæsti. — Ef hann ekki varar sig, er ég hræddur um, að hann fái högg á þetta gáfaða höf uð sitt, einn góðan veðurdag. Hann stikaði nú áfram í myrku skapi og þögull, þar til þau komu inn í þorpið, en þar átti ungfrú Mudge erindi í vefnaðarvöru- deildina í kaupfélaginu og kvaddi hann því. Hann hafði orðið snort- inn, svo að segja við fyrstu sýn, en sá nú, sér til hugarangurs, nð hann var þar alls ekki einn um hituna, en þó hafði hann ekki lát ið sér detta í hug fyrr en nú, að Biggs væri einn keppinauturinn meðal margra. Á leiðinni heim var hann að hugsa um ungfrú Mudge, en með an því fór fram sátu þeir félagar, Carstairs og Pope við gluggann í setustofu Popes og voru einmitt að tala um húsmóður ungfrúar- innar. Upptök þess viðtals höfðu verið hjá Pope, sem nú var, eins og hver annar ráðsmaður, ráðu- nautur og vinur, að útskýra það fyrir hinum, hversu erfitt það væri að elta héra og ríða á eftir veiðihundum. — Ég ætla nú að reyna það samt. Hver veit nema ég ávinni mér þakklæti beggja. Pope hristi höfuðið. — Þú þekk ir skoðanir frú Penrose? — Sumar þeirra að minnsta kosti, játaði Carstairs. — Og samt læturðu þig hafa það að bjóða þessum ungu mönn um hingað í eina eða tvær vikur. — Þú kemur hingað í nágrennið, bláókunnugur, og áður en varir ertu farinn að móðga nágrann- ana. Þú sagðist vel geta þolað Talwyn. — Já, all-sæmilega. — Ég verð víst að slíta samtalinu, það er einhver á línunni! — — Hans lífsdraumur er að fá ungfrú Blake fyrir konu, og draumur frú Jardine er, að það megi takast, hélt Pope áfram. — Vitanlega vill gamla konan sjá frænku sinni sem bezt borgið. Og hann hefur sex þúsund pund á ári og aðalstign, en svo kemur þú og ætlar að ráðstafa henni til Peplows í staðinn. — Já, en mannfjandinn er hálf sextugur og það á ekki vel við tvítuga stúlku. Ef hann lifir, mun hann þakka mér fyrir mínar að- gerðir — ef hann þá nokkurn tima fréttir af þeim. Ég hélt þér væri vel til strákanna? — Vitanlega, en það er ekki næg ástæða til þess að fara að sletta fér í svona málefni. Ég kann líka vel við Talwyn. En ég vil sjá réttlætinu framgengt. — Þessi vinur hans, Tolhurst höf- uðsmaður, sagði að hann hefði aldrei séð annan eins áhuga hjá Talwyn á allri ævi hans. Sagði, að það hefði yngt hann upp um mörg ár. — Hann ber nú með sér hálf sextugsaldurinn, engu að síður, sagði Carstairs. — Nei, þetta má aldrei ske. Það væri blátt áfram dauðasynd að láta það viðgang- ast. Með eigin skynsemi og góðri aðstoð ráðsmannsins míns, ætla ég að spilla því. Auk þess bauð ég nú alls ekki strákunum hingað — það gerði frænka mín. — Gott að eiga slíka frænku, tautaði Pope. — Þeir þurfa nátt- úrlega að anda að sér dálitlu sveitalofti, heilsunar vegna? Mjólk og ný egg, fíflar og sóleyj- ar, ha? Nei, þeir viðra sig upp við þig og frænku þína í ein- skæru eiginhagsmunaskyni. — Það er þá ekki nema eðli- legt, sagði Carstairs innilega. — Hver gerir ekki slíkt hið sama? Og hér eru ekki um neina undir- ferli að ræða. Mér finnst Knight ekki tala um það eim og neitt launungarmál. Strákarnir eru ágætir og æskan leikur bezt við æskuna, Pope sæll. Auk þess.... — Auk þess hvað? — .. held ég, að frú Penrose sé hálfgerður harðstjóri. Hún byrjaði á því að niðra Knight, og vill ekki viðurkenna villu sína. Ég ætla nú að sýna henni fram á þessa villu hennar og hafa ánægju af! Peningarnir eru alveg að fara með þig, Carstairs, sagði Pope og hristi höfuðið. — í bankanum þekkti ég ekki rólegri mann en þig. í þá daga varstu maður, sem ekki gat sagt „svei þér“ við hund, en nú.. .. — Nú ætla ég að segja það við frú Penrose. Áttirðu ekki við það? Satt að segja ætla ég að hafa mikla skemmtun af því að mótmæla henni. Hún er aðlað- andi kona, en henni finnst það bara alltaf sjálfsagður hlutur, að allir eigi að beygja sig fyrir henn ar skoðunum. Hagar sér eins og hún væri drottning, Pope, og þess hrista það saman í nokkra mán- vegna langar mig alltaf hálfgert til að vera keisari. — Þú yrðir víst heldur betur kefsaralegur, þegar hún kemst að því. Nei, vinur, þann daginn vildi ég ekki vera í buxunum þínum. — Það verðurðu nú að vissu leyti samt, ef eitthvað fer illa, sagði Carstairs með illgirnislegu brosi. — Auðvitað kenni ég ráðs- manninum mínum um allt sam- a .. í raun og veru ber þú ábyrgð á Knight, hvort sem er. Ef þú hefðir ekki dottið ofan á hann, hefði ég aldrei kynnzt honum. Ef þig langar til að afla þér kunn- ingja í veitingahúsum, verðurðu líka að taka afleiðingunum. WHAT'S THE /WATTER, MARK? ♦ l’LL BE RIGHT BACK, JAN f QUICK, MRS. BLITZ ... I NEEP THAT TAPE RECORPER/ Markús, þú mátt ekki yfirgefa I Finn. Elgurinn gæti komizt inn I Ég kem strax aftur, Jóna. I Mig vantar segulbandstækið 1 milli klettanna og drepið hann! * Hvað er að Markús? * strax frú Blitz! MARK, YOU CAN’T LEAVE FHIL...THE ELK MAY GET THROUGH THE OPENING ANP KILL HIM / — Ég vil ekkert hafa með þetta að gera, sagði Pope, tepru- lega. — Ég blanda mér aldrei inn í annarra manna málefni. Og Talwyn sagði sagði mér um dag- inn, að ungfrú Seacombe missi allan arfinn sinn, ef hún giftist gegn vilja frú Penrose. Vissirðu það? Carstairs kinkaði kolli. — Ég þekki frú Fenrose, sagði hann íbygginn. — Hún er einhver hjartabezta manneskja, sem ég þekki. Hún gæti ef til vill notað vald sitt sem hótun, en henni dytti aldrei í hug að nota það í framkvæmd. Hún er prýði kyns síns, án þess að vita af því sjálf, og engill í dýrum og velsniðnum kjólum. O-o —. — Haltu áfram, sagði Pope. — Ég held, að hún hafi dálitið gaman af mér, og sýni mér um- burðalyndi og það leiðist mér auðvitað hálfgert — en þú veizt, hvað ég var góður bókhaldari hér áður fyrr.. — Ég er nú hættur að fylgja þér eftir, svaraði Pope. — Hvað kemur þetta bókhaldi við? — Það, að ég ætla mér nú að jafna reikingana og hjálpa drengj unum um leið. Vitanlega verður að fara laglega að því, en þar kemur til þinna kasta. Þegar ég er í vafa, leita ég ráða hjá þér, og geri ég einhverja vitleysuna, kenni ég þér um allt saman. — Jæja, þá eru það fyrst ráðlegg- ingarnar. Hvað leggur þú til? — Rændu þéim frúnum, Pen- rose og Jardine, og komdu þeim fyrir í báti hérna úti á vatninu, auðvitað með nægilegum matar- forða, sagði Pope með biturri mælsku. — Sendu svo Biggs með hvort tveggja brúðhjónin cil giftinga-járnsmiðsins í Gretna Green. — Hann er hættur störfum fyrir mörgum árum, sagði Carsta irs. — Þú verður að finna upp á einhverju öðru betra. Pope yppti öxlum, kveikti sér í vindlingi, hægt og vandlega, sat síðan púandi og horfði út um gluggann. — Sem betur fer, hefur frú Penrose fengið þá hugmynd að ég sé meinlaus og gagnslaus per- sóna, sagði Carstairs hugsi. Hún myndi aldrei trúa mér til neinna vélabragða og það er mesta bót. .1 hennar augum er óg ekki ann- að en hreinskilnin og sakleysið. — Hvenær koma strákarnir? spurði Pope. — Á miðvikudaginn í næstu viku, og garðveizlan er á föstu- daginn eftir. Ef þeir hafa hátt- vísi í sér til þess að láta sem minnst á sér bera í tvo daga,. þarf enginn að vita, að þeir séu hérna, og þá þurfa aðrir vinir okkar ekki að draga sig í hlé í skyndingi og fyrirvaralaust á síðustu stundu. Ég verð hins veg ar að fá þá hingað svo sem tveim dögum fyrr, svo að þetta líti ekki út eins og það væri fyrirfram undirbúið. — O, þú dugar ekki mikið til slíkra hluta. Frú Penrose verð- ur ekki lengi að gagnskoða þig. — Þeir koma hingað sem vin- ir frænku minnar. Jafnvel þótt hún væri grunuð um einhverja græsku, er engin ástæða til að gruna mig um neitt slíkt. Og til- viljanir geta alltaf komið fyrir. Að minnsta kosti getur þá unga fólkið átt ánægjustund saman, ailltvarpiö 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) 14.00 Laugardagslögin. (16.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. 18.15 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Leikrit: ,,A valdi óttans" eftir Joseph Hayes. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikendur: Ævar R. Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Ind riði Waage, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Þorsteinn O. Stephensen, Bryn dís Pétursdóttir, Gísli Halldórs- son, Baldvin Halldórsson, Rúrik Haraldsson o. fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. . 22.10 Danslög. • 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.