Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður WC& 47 árgangur 114. tbl. — Föstudagur 20. maí 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Mý afbrot Olíufélagsins upplýst með aðstoð rannsöknardeildar bandaríska flughersins Fé af leynireikningum notað í verðbréfabraski Innstæður fluttar til Sviss, er rannsókn málsins hófst ENN eru að koma í Ijós nýir þættir hins alræmda olíu- máls. £r nú komiö á daginn, að fé af leynireikningi Olíu- félagsins hefur verið notað í kauphallarviðskiptum í Nevv York árin 1954—1956. Einnig er upplýst, að fé hefur verið yfirfært til Sviss frá Banda- ríkjunum, þegar rannsókn olíumálsins hófst. Nemur sú upphæð rúmum 3 millj. kr. Mbl. átti í gær viðtal við Guðmund Ingva Sigurðsson, rannsóknardómara í olíumál- inu og staðfesti hann, að Hauk- ur Hvannberg hefði játað að hafa látið verðbréfafyrirtæki í New York kaupa og selja verð- bréf í ágóðaskyni fyrir háar upp- hæðir. Ennfremur að hafa flutt Frönsk 4-þrepa eldflaug PARÍS, 19. maí (Reuter) — Franska landvarnaráðuneyt ið upplýsti í dag, að hinn 5. maí sl. hefði verið skotið á loft fjögurra þrepa eld- flaug frá tilraunastöð flot- ans á eyjunni Ile du Levant í Miðjaröarrafi. í tilkynningunní segir, að ÖU þrep eldflaugarinnar hafi starfað eins og til var ætlazt og tilraunin tekizt vel í einu og öllu. Fjórða þrepið náði 8000 km hraða á klst. í 25 km hæð og komst upp í 150 km hæð, áður en það tók að falla á ný. fé til Sviss, er rannsókn olíu- málsins hófst. Verðbréfafyrir- tækið nefnist BUTTDER, HERR- ICK & MARSHALL, en banki sá, sem skipt var við í Sviss er Union Bank of Switzerland. Mbl. spurði, hvort Haukur Hvannberg hefði rekið viðskipti þessi í ábataskyni fyrir sjálfan sig. — Það vil ég ekki segja, svar- aði rannsóknardómarinn, og bætti því við, að þeir Gunnar Helgason fjölluðu nú um málið sem rannsóknardómarar, sem síðar kynnu að þurfa að daema í málinu og yrðu þeir því að varast að mynda sér ákveðna Framh. a bis. 2. Ekki búizf við stórtíbind- um f Berlín Stórveldaleiðtogarnir heldu frá París i gœr í GÆR héldu leiðtogar stór- veldanna, sem sóttu topp- fundinn, burt frá París, hver í sína áttina — Krúsjeff til Austur-Berlínar, Eisenhower til Lissabon, þar seni hann staldrar við einn dag, og Macmillan heim til Lundúna. Krúsjeff endurtók árásir sínar á Bandaríkin, bæði áð- ur en hann fór frá París og eins við komuna til Austur- Berlinar, þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Þótti hann þar þó heldur mildari í máli en hann hefir verið undanfarna daga. ^r ÞRENGJUM MEGINGJARÐIR í Lissabon sagði Eisen- hower m. a., að menn skyldu ekki láta hugfallast vegna upplausnar leiðtogafundar- íns. Nú verðum við, sagði hann, að „þrengja megin- gjarðirnar og bera höfuðið hátt — og hver og einn verð- ur að leggja dálítið harðar að sér en áður til þess að vinna hinum mikla málstað friðarins, réttlætisins og frelsisins". Við komuna til Lundúna sagði Macmillan m. a., að nú yrðu Vesturlönd að vera við- búin alvarlegu ástandi — og þau mundu vissulega ekki láta neinn bilbug á sér finna. Þó bæri að vona, að hér yrði aðeins um tímabundna erfið- leika að ræða, en ekki varan- lega breytingu heimsástands- ins til hins verra. • EISENHOWER ÞREYTTCR Fréttaritarar tóku til þess, hve Eisenhower var þreyttur við komuna til Lissabon í dag. Þó virtist létta nokkuð yfir honum við hinar hjartanlegu móttökur, sem hann fékk hjá Portúgölum, en talið er, að um hálf milljón manna hafi fagnað honum — og skotið var 21 fallbyssuskoti hon- um til heiðurs, er hann steig út Framh. á bis. 23. Matthías Johannessen lýsir blaðamannafundi Krúsjeffs: eiddur hnef i og bros til skiptís WALTER Ulbricht, foringi austur-þýzkra kommúnista, fagnar Krúsjeff með virkt- um. Myndin var tekin siðla árs 1958, er Krúsjeff kom til Berlínar. Þá þinguðu þeir um að gera skyldi Vestur- Berlín að sjálfstæðu borg- riki — og var haft í hótwn- um við Vesturveldin, ef þau ekki féllust á þá lausn mál- anna. í gær föðmuðust þeir „félagarnir" enn hjartan- lega á sama stað — og einn- ig nú mun Vestur-Berlín vera ofarlega á dagskrá hjá þeim .... i París, 19. tnaí. — Einkaskeyti frá Matthíasi Jóhannessen. U M 2000—3000 blaðamenn hlustuðu á Krúsjeff lýsa þvi yfir á blaðamannafundi í Palais de. Chaillot að Rússar mundu halda áfram friðsam- legri sambúð við aðrar þjóð- ir þrátt fyrir atburði undan- farandi daga. Hann bætti því við að Rússar mundu standa vörð um sjálfstæði sitt, og í inngangsræðu hans sem ann- ars staðar var sterkur rúss- neskur þjóðernisandi. Enn- fremur lýsti hann því yfir að hann héldi við stefnu sína um að gera Berlín að fríríki, og að Rússar mundu gera sér- stakan friðarsamning við Þjóðverja. í yfirlýsingu sinni í fundarbyrjun sagði Krús- jeff meðan annars að banda- rísku heimsveldissinnarmr væru eins og gömlu rúss- nesku kaupmennirnir. — Þá rakti hann nákvæmlega mál bandarísku njósnaflugvélar- innar U-2, sem skotin var nið- ur yfir Rússlandi hinn 1. maí siðastl. —* Krúsjeff talaði mikið um „okk- at volduga ríki" og „heiður okk- ar" o. s. frv. og réðist persónu- lega á Eisenhower, sem hann eagði að bæri ábyrgðina á flug- inu, en í lok fundarins sagði hann að Pentagon og afturhaldið hefðu náð völdum í Bandaríkjunum. Hann lagði áherzlu á að njósna- flugið væri alvarlegt innanríkis- mál í Rússlandi, „því hvað segði íólkið ef við tækjum njósnavél- um Ikes opnum örmum?" spurði haniv /uglióst er að málið er Frh. á bls. 11. Rússar kœra PARÍS, 19. maí (Reuter) — f gærkvöldi sendi Andrei Gromy- ko, utanrikisráðherra Sovétríkj- anna, simskeyti til Claude Cor- ea, forseta Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, þar sem liann krafðist þess, að ráðið yrði kvatt saman þegar í stað „til þess að binda endi á hinar óheyrilegu ögrunarræður Bandaríkja- manna". — Búizt er við, að ráð- ið komi saman nk. mánudag til þess að ræða máliið. — • — Gromyko mun halda vestur um haf á morgun til þess að sitja fundinn. Er hann kvaddi Krú- sjeff, sem hélt til Berlínar í dag, skók Sovétleiðtoginn fingur að utanríkisráðherranum og bað hann að „gæta sín á neimsvalda- sinnunum" í New York. „Gættu þess að snúa ekki að þeim bak- inu", sagði Krúsjeff. — • ¦ — Herter utanríkisráðherra Banda ríkjanna, heldur einnig vestur um haf á morgun til þess að sitja umræddan fund — og sömuleiðís er gert ráð fyrir, að utanríkis- ráðherrar Bretlands og Frakk- lands verði mættir þar — þeir Selwyn Lloyd og Oouvp 4e Mur- ville.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.