Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 1
24 síður vt&mMtifoifo 47. árgangur 119. tbl. — Fimmtudagur 26. maí 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Milljdn manna misstu heimili Jarðskjálftar, flóðbylgjur og nú eldgos Santiago, Chile, 25. maí. TALIÐ er, að á f jórða þúsund manns hafi farizt í Chile í jarð- skjálftunum og flóðunum og yfir milljón manna mun hafa misst heimili sín. Og ekki bætir það úr ástandinu, að f.jöl- mörg eldfjöll í sunnanverðum Andesfjöllum hafa nú byrjað að gjósa — og spúa eldi og eimyrju yfir stór héruð landsins. Hefur miklu felmtri slegið á alla landsmenn. Jarðhræringar halda áfram, þó mun vægari en í upphafi, og upplausnar- ástand ríkir um gervallt landið. Fólk á flótta undan hraunstraumnum Fjögur stór eldfjöll á fyrr- greindu svæði hafa byrjað að gjósa nú, auk þess mörg smærri. Þúsundir manna hafa lagt á flótta undan glóandi hrauninu, sem æðir niður dal- ina og eru mörg þorp þegar í hættu. Talið er, að aska muni nú leggjast á 23.000 fermílna landsvæði. Fjölmennar sveitir björgunar- liða vinna að því að flytja fólk úr bæjum og þorpum, sem eru í hvað mestri hættu. Einn gíg- urinn opnaðist í sveit þar sem 500 manns höfðu drukknað í flóðunum og 60 menn að auki týndu lífinu í aurskriðum, sem hlupu fram við jarðskjálftana. Beðið um hjálp Flugvélar og þyrilvængjur frá Perú, Argentínu, Bandaríkjun- um auk Ohile hafa í allan dag flutt vistir og hjúkrunargögn til þeirra héraða þar sem þörfin hef ur verið mest — og Chilestjórn Atkvæða- greiðslu frestað? — New York, 25. maí ATKVÆÐAGREIÐSLU um álykt unartillögu Rússa um vítur á Bandaríkin vegna U-2 njósna- flugsins dróst á langinn í Ör yggisráðinu í kvöld, þar eð Gromyko sagðist þurfa frest til að undirbúa svarræðu sína við ræðu Cabot Lodge. Menn gera sér í hugarlund, að Gromyko vilji heyra ræðu Esenhowers um „topp fundinn" í kvöld, áður en hann gengur frá ræðu sinni. Banda- ríkjastjórn hefur eindregið' farið þess á leit við Rússa, að rússneska útvarpssendingin á ræðu forset- ans verði ekki trufluð. hefur beðið allar þjóðir, sem af- lögufærar eru, að veita aðstoð. Einnig hefur alþjóða rauði kross- inn verið beðinn ásjár og víða um lönd mun nú hefjast söfnun fyrir lyfjum, matvælum og klæð um fyrir hina bágstöddu. Saratoga í árekstri WASHINGTON, 25. maí. — Yfir- stjórn bandaríska sjóhersins til- kynnti hér í dag að bandaríska flugvélamóðurskipið S A R A - TOGA hafi orðið fyrir miklum skemmdum, er það í fyrrinótt lenti í árekstri við 6.135 tonna vestur þýzkt kaupfar. Arekstur- inn átti sér stað um 200 sjómílur austur af Henryhöfða í Virginíu- ríki í Bandaríkjunum og var móðurskipið á 34 bnúta s^glingar hraða, er það gerðist. í tiikynn- ingunni var ekki getið um hvort mannskaði hafi orðið. Þýzka skipið Bernd Leonhardt skemmdist einnig mikið, en gat haldið til Baltimore fyrir eigin vélaafli. Við áreksturnn kom eldur upp í bandaríska flugvélamóðurskip- inu, sem er stærsta skip sinnar gerðar í heiminum, og getur m a. flutt 100 orrustuþotur. — Vinstri brúarvængur þýzka skipsins og íbúðarverur skemmdust einnig mikið og afturmastur skipsins fór í sjóinn. ÍMÖRGUM hefur orðið star-1< sýnt á þessa sérkennilegu < byggingu, sem veriff er að 7 reisa á svokölluðum Borgum, \ yzt á Digraneshálsi. Hvaða hús er þetta? Þetta er guðs- hús Kópavogsbúa. Kirkjustæðið er eitthvert hið fegursta á íslandi. Um- hverfis kirkjuna er autt svæði og þaðan er útsýni yfir Faxa- flóa á Snæfellsnes, austur um Hellisheiði og suður á Reykja nes, og segja má, að hún blasi við helmingi þjóðarinnar. — Þetta er jafnarma krosskirkja með tvöföldum bogum og verður gler á milli boganna, og myndar hún þannig nokk- urs konar ljóskross, því hún verður upplýst, þegar dimmir. Grunnurinn að kirkjunni var lagður í fyrra og er 18Vix 18^4 fermetri, og er gert ráð fyrir, að hún taki 280 manns í sæti. 1 kirkjusalnum verða svalir og 4 hliðarherbergi, skrúðhús og fleira. Kirkjan er 12 m að hæð, en útbyggingin .'{' 2 m. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvort sérstakur klukkuturn verður reistur siðar við kirkjuna, en klukk- urnar verða til bráðabirgða í vesturstafni kirkjunnar, yfir innganginum. — Húsameistari ríkisins, Hörður Bjarnason, hefur gert teikninguna að kirkjunni, og er kostnaður við byggingu hennar áætlaður 3 milljónir kr. Hættan lidin hjá en björgunarstarfið er geysierfitt TOKYÓ, 25. maí: — Björgunar- sveitir voru önnum kafnar i dag ?ið að koma heimilislausum und- ir þak, veita nauðsynlega hjúkr- un og leita líka á úthafsströndum Japanseyja. Enn hafa ekki fund- ist nema um 100 lík, en óttazt er að mun fleiri hafi látið lífið er flóðöldurnar skullu á strendurn- ar hver af annarri eftir jarð- skjálftana miklu i Chile. Margir bæir einangraðir Talið er, að útsogið hafi tekið marga með sér og því munu all- ir þeir, sem lífinu týndu í þessum Trufla Rússar? — Washington, 25. maí. BANDARÍKJASTJÓRN lagði aftur í dag ríka áherzlu á það, að stjórnin vænti þess að rússnesk yfirvöld hindruöu ekki rússneska alþýðu i að hlýða á ræðu Eisen- howers forseta um „Toppfund- inn" og ástandið, sem endalok hans hafa skapað. í þessu sam- bandi hefir dagskrá „Voice of America" verið send á bylgju- lengdum, sem miðað verður á Rússland og f jölmörg önnur lönd, því ræðunni verður útvarpað á mörgum tungumálum. Flugsfjórinn fékk ranga veðurlýsingu GREVESMUEHLEN, 25. maí: — Bandaríska herflugvélin, sem Slaufur og hanastél í haust London, 25. maí. (Reuter) A TÍZKUSÝNINGU, sem haldin var í dag á vegum heildsölufyrirtækis Christi- an Diors í London, kom það fram að hausttízkan mundi fyrst og fremst einkennast af slaufum. — Konur skulu skrýða dragtir, kápur, hana stélskjóla, kvöldkjóla og jafnvel morgunkjóla slauf- um í bak og fyrir, slaufur í hálsmál, á ermar, mitti, belti og pils. Aðallitir á fatnaði, sem sýndur var á sýningunni, voru grár, svartur, brúnn, flöskugrænn, fagurrauðir litir og bláir. Þá er svo að sjá, sem kon- ur skuli hafa mittið á rétt- um stað og engar breyting- ar eru boðaðar í pilsasídd. rússneskar orrustuþotur neyddu til að lenda í A.-Þýzkalandi á föstudaginn, flaug. til Wiesbaden í kvöld. Flugstjórinn kvaddi rússnesku og austur-þýzku her- mennina brosandi og 30 austur- þýzkir slökkviliðsmenn komu á vettvang við flugtakið. Hafði flugmaðurinn verið var- aður við að reyna flugtak, því akurinn, sem flugvélin hafði lent á, var gljúpur og korngrasið á honum var orðið tveggja feta hátt. Flugstjórinn skellti skolla- eyrum við aðvörununum og far- þegarnir fjórir sömuleiðis. Allt gekk að óskum og komst vélin á loft er hún hafði runnið akurinn nær á enda. Fréttamönnum var meinað að tala við flugstjórann og aðra, sem í vélinni voru. Var sagt, að þeir mundu segja sögu sína, er þeir kæmu til Wiesbaden. Fréttamað- ur Reuters ber flugstjórann þó fyrir því, að hann hafi fengið rangar upplýsingar um vinda, er hann fór frá Kaupmannahöfn á föstudaginn áleiðis til Hamborg- ar. Hafði hann því tekið ranga stefnu og farið inn yfir A.-Þýzka- land óafvitandi — og vaknaði hann við vondan draum er rússneskar orrustuþotur birtust skyndilega og skutu aðvörunar- skotum. hamförum, vart finnast. Lögregl- an tilkynnti í kvöld, að yfir 850 manns hefðu slasazt meira og minna. Þó eru öll kurl hvergi nærri komin til grafar því mörg byggðarlög eru enn einangruð og þangað hefur ekki tekizt að senda lækna og lyf, enda þótt mikill fjöldi þyrilvængja hafi í dag ver- ið á þönum með hjúkrunargögn. Geysilegt tjón Neyðarástandi hefur verið lýst í 15 borgum, 15 bæjum og tveimur þorpum, þar sem yfio: 150 þús. manns eru heimilislaus- ir eftir þessar hamfarir náttúr- unnar. En það er ekki einungis mann- tjón, sem hér hefur orðið, því flóðbylgjurnar hafa valdið geysi miklu tjóni á mannvirkjum þeim, sem gegna þýðingarmiklu hlut- verki við ýmiskonar framleiðslu- störf. Landbúnaður og sjávarút- vegur munu hafa beðið tjón, sem metið er á 13.440.000 dollara. Perluveiðar, sem er mikill og öflugur atvinnuvegur, hafa orð- ið fyrir skakkaföllum, er nema um 14.560.000 dollurum og tjón á opinberum byggingum er met- ið á 2.750.000 dollara. Samgönguleiðir ófærar I dag var hættan á að fleiri flóðöldur skyllu á ströndina tal- in úti svo að fólk, sem flúið hafði til fjalla, flykktist aftur niður í bæ og borgir. Samgöngueiðir og símakerfi er í molum á stórum svæðum og verður unnið dag og nótt að því að lagfæra það. Her- menn og brunaliðsmenn unnu að því að hreinsa þjóðvegi og gera brýr akfærar á ný, en langur timi mun líða þar til allt verður komið í samt lag þótt vel verði unnið. Pasternak hrakar MOSKVU, 25. maí. — Líðan skáldsins Boris Pasternaks hrak- aði mjög í dag. Hann fékk snert af hjartaslagi í apríl sl. og síðar lungnabólgu og heilsu hans hefir farið síhrakandi. Nú a'lra síðast hefir hann einnig fengið mikla magablæðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.