Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudfagur 26. maí 1960 MORCUNBLAÐ1Ð 13 Strákarnir í 3. bekk of menntaðir til FYRIR gest og gangandi vekur það nokkra furðu, þeg- ar komið er inn í anddyri hraðfrystihúss Haraldar Böðvarssonar & Co. á Akra- nesi ,að sjá málverk á veggj- unum. Það mun sennilega einsdæmi að anddyri hrað- frystihúss sé prýtt á þennan hátt. Eftir að hafa glápt á Veturliða og rýnt í nokkra fransmenn, skálmum við upp á loft og hittum fyrir Stur- laug Böðvarsson á skrifstofu Fiskpakkarnir tilbúnír til frystingar. sinni. Erindið er að skoða fisk og spjalla um fisk. Efst í huganum eru þær miklu umræður, sem að undan- förnu hafa farið fram um bátafiskinn og þá fyrst og fremst netafisk. Þegar ég kom til Akraness lá flutningaskip þar við bryggju og var að lesta refa- og minka- fóður, sem sent er út hraðfryst frá fyrirtæki Haraldar Böðvars- sonar & Co. Ég byrja því á því að spyrja Sturlaug ofurlítið um þessa framleiðslu fyrirtækisins. Nýting úrgangsins — Það fer að sjálfsögðu nokk- uð eftir verkunaraðferðum á hverjum tíma, hve mikill úr gangur er úr fiskinum, segir Sturlaugur. Einnig er mismun andi slóg í honum eftir þvi hvort hann er í loðnu eða ekki Getur þetta breytzt frá 12% upp í 20% af heildarmagni fisksins. Það er algengt að á loðnutím- anum, þ. e. a. s. þegar fiskurinn liggur í smásíld, er slóg mun meira en venjulega og þarf því að henda miklu af því, sem nýt- ist ekki. Þegar fiskur er verk- aður í salt, er úrgangurinn, bein og slóg, 25—30%, en þegar fisk- urinn er hraðfrystur er úrgang- urinn allt upp í 70—75%. Gefur því auga leið, að þegar nýta skal úrganginn, sem er svona stór hluti af fiskmagninu, verður að hugleiða, hvaða möguleikar eru á sölu hans. Yfirleitt er úrgang- urinn unninn í fiskimjöl og þeg- ar fiskurinn er tekinn til flök- unar, verða % þess aflamagns, sem á land berst, unnið sem fiskimjöl. Nú er svo komið, að fiskimjöl hefur mjög fallið í verði á heimsmarkaðnum. Þess vegna hefir útgerð Haraldar Böðvarssonar & Co. dregið úr hraðfrystingu en beint vinnsl- unni meira yfir í saltfiskverkun og skreiðarverkun. Með þessu vinnst ekki einasta það að fiski- mjölsframleiðslan minnkar, held ur skapast möguleikar fyrir frystihúsið til hraðfrystingar úr- gangsins, en þannig er hann nú í hærra verði á heimsmarkaði, sem refa og minkafóður, heldur en í formi fiskimjöls. Þegar fiskúrgangurinn er notaður í fiskimjöl má vera í honum sem svarar 15% af slógi, en sé það meira verður mjölið of feitt. Aftur á móti þegar fiskúrgang- urinn er hraðfrystur sem refa- og minkafóður, má ekkert slóg vera í honum, aðeins beinin og það sem þeim fylgir. Notkun úrgangs til manneldis Talið berst nú að notkun fisk- úrgangsins til manneldis. Stur- vmna firði hafa í félagi unnið að til- raunum með gerð þessa efnis. Þeir telja sig nú hafa leyst vandann. Unnið hefir verið að tilraununum í 10 ár samfleytt bæði norður á Siglufirði og eins hér á Akranesi. Ef vel tekst til með vinnslu þessa efnis mun verðmæti framleiðslu þess ár- lega nema nokkrum milljónum króna. Næst tökum við okkur göngu- ferð um fiskiðjuverið. Komum við niður í fiskmóttökuna og er þar unnið að flokkun fisksins og rögun, eins og sjómennirnir nefna það. Skammt frá fiskhaugunum er heljarmikil hakkavél í gangi óg við hana vinna nokkrir menn. Það er einmitt hér, sem refa- fóðrið er framleitt. Beinin og úr- gangurinn er hökkuð saman og síðan er kássan tekin og sett í pönnur ,sem síðan er rennt inn í frysti og þar verður kássan að harðfrosinni hellu, sem síðan er flutt út í kæliskipi. Litið inn í hraðfrystihús Haraldar Böðvarssonar & Co. á Akranesi laugur segir, að í Kanada sé hveiti oft blandað sem svarar 10—15% af fiskimjöli. Þetta er gert til þess að bæta eggjahvítu- efnum í hveitið. Þá eru bæði svil og gall nýtt í verðmæta framleiðslu. Má þar nefna, að fyrir fáum árum var úr gallinu framleitt gigtarmeðal, sem selt var háu verði. Þá má ekki gleyma þvi, að þorskhrognin eru notuð til framleiðslu á kavíar í Svíþjóð. Öllum er okkur ljóst, hve kinnfiskur og gellur eru ljúfur og gómsætur matur. Nú er í at- hugun, hvort ekki má nýta þetta hvort tveggja betur en gert hef- ur verið til þessa, en gífurlegt magn hefur farið í súginn með því. Perlur úr síldarhreistri Á borðinu fyrir framan Stur- laug Böðvarsson stendur lítið glas með silfurlituðum vökva. Vökvi þessi er unninn úr sild- ar hreistri og er notaður til perlugerðar. Þetta efni er mjög verðmætt og fást 5—600 krónur fyrir hvert kg. þess. Þeir Stur- laugur og Aage Schiöth á Siglu- „Svaka gaman" Við íshúsið eru 13 eða 14 strák- ar og vinna að því að ferma bíla með refafóðri ,en einmitt þenn- an dag er verið að taka það til útflutnings. Strákarnir eru að sjá um fermingu. Þeir hafa feng- ið frí í skólanum til þess að vinna sér inn ofurlitla vasa- peninga og leysa jafnframt af hendi einkar þarft verk, því verkamenn voru engir ttiltækir til þess að vinna að útskipun. — Já þetta er svaka gaman, maður. Helmingi meira gaman en vera í skólanum. Við erum í 1. bekk C, segja strákarnir er við leggjum fyrir þá nokkrar spurn ingar. Strákarnir hafa frétt að vinna eigi fram á kvöldið, því upp- skipun verði ekki lokið á venju legum hættutíma. — Sturlaugur, fáum við ekki vinnu líka í kvöld?, kalla þeir á eftir framkvæmdarstjóranum. — Ha, er það ekki Sturlaug- ur? — Jú, jú, strákar mínir, anzar Sturlaugur Böðvarsson brosandi. — Þeir hafa ekki á móti því að fá eftirvinnu. Annars eru ekki Tekið á móti saltfiskpökkum niðri i lest. allir strákarnir í gagnfræðaskól- anum jafn gírugir í vinnu. Þeir eru orðnir svo miklir skólamenn, þegar þeir eru komnir upp í 3. bekk, að þeir nenna því ekki. Annars má geta þess að strák- arnir fá gott kaup. 16 ára fá þeir fullt kaup kr. 20,67, 15 ára 18,58, 14 ára 16,15 og er það sama kaup og kvenfólkið hefir, 13 ára 14,19 og 12 ára 11,64. — Strákar um fermingu eru því ekki lengi að vinna sér fyrir bókarskruddu eða bíómiða. Við höldum áfram út í annað fiskmóttökuhús þar sem unnið er að aðgerð og aflinn tekinn til verkunar í salt og skreið. Við hittum Sigurð Gíslason yfir- verkstjóra úti við og Sturlaugur segir honum að strákarnir séu ólmir í að fá eftirvinnu. Sigurð- ur segir að stærðin á skreiðar- fiskinum sé um 70 cm. frá haus, sem sagt stærri en málfiskur var að gömlu máli, en hann var 18 tommur eða um 45 cm. In case of any complaint .. Eftir hádegið fer ég með leið- sögn verkstjórans í frystihúsinu, Rafns Péturssonar, um fiskflök- unarsalina, því nú fýsir mig að kynnast fráganginum á hinum margumrædda freðfiski okkar. Við komum fyrst inn í sal þar sem stúlkur vinna í röðum við að hreinsa og pakka flökin. Tryggvi Björnsson hefir eftirlit með því starfi. Hann skoðar nákvæmlega um 3% af framleiðslunni, gerir „stikkprufur", sem kallað er. Skýrsla er svo gerð um þessa skoðun og athugasemdir bornar fram við þær stúlkur, sem ekki hafa vandað verkið nógu vel. Það er sem sé númer á hverju vinnuborði, sem sett er í pakk- ana og því hægt að rekja óvönd- uð vinnubrögð beint til þess, sem verkið hefir unnið. Skýrsl- an sýnir hvað skoðað er. Það Skólastrákar i vinnit: — Helmingi meira gaman að vinna en vera í skólanum. er lykt, los í fiski, litur, snyrt- ing, utanaðkomandi óhreinindi, bein, ormar, stærð flaka, röng pökkun. Ég tók eitt dæmi upp úr skýrslunni, sem sýndi að 1 4 pökkum, sem teknir höfðu ver- ið til skoðunar var eitt bein og tveir ormar. Ég skoða einn miða sem látinn er í pakkana. Á hon- um stendur: I case of any complaint please quote these serial letters and number: S. H. Plant 12 og neðst í horninu stendur talan 9. Þetta er því kvörtunarmiði fyrir kaupand- ann. Frystihúsnúmerið er 12 og borðið þar sem pökkunin hefir farið fram er nr. 9. Fyrirkomulag þetta var tekið upp fyrir einu ári. Það skapar vissulega aukna vinnu, en jafn- framt aðhald fyrir frystihúsið og gefur einkar fróðlegar upp- lýsingar. Það er mismunandi hve miklir gallar mega finnast í pakkningunni og fer það eftir því hvernig hún er. Skemmd flök Ég bið um að fá að sjá greini- lega gölluð flök, sem sýna t .d. að fiskurinn hafi verið dauður í netunum, eða ekki blóðgaður nógu snemma eftir að hann kom í bátinn. Það er sent niður í fiskmóttökuna og sóttir þangað tveir fiskar í úrkastið og þeir flakaðir. Annar sýnir greinilega að fiskurinn hefir verið dauður í netinu. Það er komið los í flak- ið við magann og það er rautt á litinn og sézt það vel við gegn- umlýsingu. Hitt flakið er stinn- ara, ekkert los í því, og sýnir aðeins að fiskurinn hefir verið blóðgaður of seint eftir að hann kom upp í bátinn. Að sjálfsögðu getur líka verið að fiskurinn hafi verið nýdauður er hann var dreginn. Loks fæ ég svo að skoða gallalaust flak og er þar mikill munur á. Við að sjá þetta hlýtur öllum að vera ljós hve gífurleg- ur munur getur verið á því hvernig fiskurinn er með farinn í bátunum og hvaða veiðiaðferð er notuð við öflun hans. Bafn sýnir mér nú hvernig unnið er að því að flokka fisk- inn, sem fara á til frystingar. I hrúgunni, sem kastað hefir verið úr, sjáum við margan fisk- inn kraminn, uggar eru rauðir, ennfremur kinnar og rauður lit- ur sést hér og hvar undir roði. Þessi fiskur er allur ónothæfur til flókunar. Hann er því tek- inn til annarar verkunar, mis- munandi eftir því í hve góðu standi hann er. Allur fiskur, sem tvísýnn þykir er tekin frá, því reynist hann ónothæfur, eftir að búið er að flaka hann, er ekk- ert hægt að gera við hann ann- að en hakka hann í refafóður. Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.