Morgunblaðið - 02.06.1960, Page 5

Morgunblaðið - 02.06.1960, Page 5
Fimmtudagur 2. júní 1960 MOHCUTSLLAÐIÐ 5 Sendiráðsstarfsmaður nokkur danskur, átti að halda ræðu í veizlu í Rómaborg. Hann var þekktur fyrir að vera mikill mála maður, en byrjaði ræðu sína á ítölsku á þessa leið: Ég mun nú leitast við að tala til ykkar á máli, sem ekki er mitt eigið og þegar ég hef lokið máli mínu munið þið segja að það sé heldur ekki ykkar tunga. ★ Knud Rasmussen hinn frægi landkönnuður og heimskautafari var af vinum o-g kunningjum í Evrópu talinn með afbrigðum fallegur og myndarlegur maður — en Grænlendingarnir vinir hans, sem hafa stór nef og eru skarpleitir voru ekki aldeilis sam mála. Þeir töluðu oft um þau hræðilegu örlög Knuds að vera svona hræðilega ljótur. ★ — Eg er alveg óforbetranlegur | MENN 06 ! j= AMi£FN/=\ Maglster Kurt Juuranto hefur verið útnefndur ræð ismaður Islands í Finn- landi. Fullu nafni heitir hann Kurt Paul Erik Juuranto og er sem mönnum mun kunnugt sonur Eriks Juur antos aðalræðismanns í Helsingfors. Er K. Juur- anto fæddur þar í borg 21. júní 1927. Hann varð stú- dent 1948 og magister í hagfræði árið 1953. Hefur hann víða ferðazt, bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um, farið námsferðir og viðskiptaferðir, en hann hefur unnið á sviði utan- ríkisverzlunar síðan 1953. Þá hefur Kurt Juuranto verið gjaldkeri félagsins Islandia síðan það var stofnað 1927. bjartsýnsmaður, — ég held allt- af að hægt sé að fremja afbrot þannig að það borgi sig. ★ Til hamingju ungi maður, sagði læknirinn, þér eruð faðir tvíbura. — Tvíbura, stundi sá ungi, drengir — eða stúlkur? — Ja, annað er drengur og hitt stúlka — læknirinn hikaði ofur- lítið — eða öfugt. ★ Nýtt svefnmeðal fyrir þá sem eiga erfitt um svefn — rúmdýnur vættar í klóróformi. Pennavinir Patrick O’Brien-Hitching, P.O. Box 3569, Salisbury, Southern Bhodesia. — Er 21 árs að aldri og kveðst hafa féng- ið mikinn áhuga á Islandi er hann tíu ára gamall las bók Jules Vernes „Journey to the Centre of the Earth“. Fæddur í Finnlandi, en fluttist til Sví- þjóðar 1944 og var þar í fimmtán ár. Nú býr hann í Afríku. Segist hann hafa mestan áhuga á tónlist en sé viðbúinn að skrifa um allt milli him- ins og jarðar. Hann skrifar ensku, dönsku og sænsku. Frank Japel (16 ára) Zittau i/SA, Graf-Yorkstr. 8, DDR, Germany. Hans Fitz (15 ára) Zittau i/SA, Graf- Yorkstr. 4 DDR-Germany. Sjkrifa báðir ensku og væntanlega þýzku líka. Heilbrigðismálaráðuneytið hefur hinn 16. maí 1960 gefið út leyfisbréf handa cand. med. & chir. Sverri Jó- hannssyni til þess að mega stunda almennar lækningar hér á landi. ★ Barbro Hult heitir ung sænsk stúlka, sem eftir stúdentspróf hefur í hyggju að nema norræn mál. Hún hefur ritað Norræna félaginu og sagt frá löngun sinni til að komast til Is- lands 1 sumar. En þar sem hún hefur ekki fjárráð til að dveljast hér án þess að vinna óskar hún eftir ein- hvers konar vinnu á Islandi frá 15. júní til 20. ágúst. Hún vill vinna hvað sem býðst. Faðir Barbro er bóndi og væri reiðubúinn til að taka við Islendingi til vinnu. Barbro mundi einnig gjarna vilja vinna í sveit. Þeir, sem vilja sinna þessari málaleitan Barbro Hult, vinsamleg- ast hafi samband við Norræna félag- ið í Reykjavík. Tvítugur franskur stúdent, Jean Mar ie Becket, 4. Rue Bellanger, Neuilly (Seine) France hefur skrifað blaðinu og segir að hann hafi hug á að koma til Islands til að læra málið ef hann geti fengið hér vinnu á Islandi í 1—2 mánuði. Ef einhverjir vildu liðsinna þessum manni þá er heimilisfang hans hér að ofan. Þá hafa einnig þrír ítalskir stúdent- ar tilkynnt óskir sínar um að komast til Islands og vinna til að kynnast siðum, háttum og máli landsins. Hafa þeir mikinn áhuga á upplýsingum um atvinnumöguleika og kostnað við að dveljast í nokkra mánuði. Ef ein- hver hefur áhuga á að liðsinna þess- um piltum er heimilisfang þeirra: Angelo Maria CAVALGA, Via Enrico Nöe 7, Milano, Italía. um Eyransund munu ef- laust kannast við sænska vitaskipið Svindbádan, sem liggrur milli Kullen og Hálsingborg. Nú hefur „teleskop“ viti leyst skipið af hólmi og sézt hér hvar verið er að koma vitanum fyrir en hann hvílir á þrjú þúsund tonna sökkli. Er. þetta annar slíkur viti, sem Svíar taka í notkun en þeir eiga aðra tvo í smíðum. Er nú sem óðast unnið að því að unnt verði að leysa vita- skipin af hólmi með sjálf- virkum tækjum. Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: — Katla er á leið til Svíþjóðar. Askja fer til Borgarness í kvöld. H.f. Jöklar: — Drangajökull kemur til Rvíkur í kvöld. Langjökull er á leið til A-Þýzkalands. Vatnajökull er í Leningrad. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í R- vík. Esja er á Akureyri. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald breið er á Isafirði á suðurleið. Þyrill er í ferð til Akureyrar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Rvíkur. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Ventspils. Arnarfell er á leið til Rvík- ur. Jökulfell er í Hamborg. Dísarfell er á leið til Rostock. Litlafell er í R- vík. Helgafell er í Leningrad. Hamra- fell er á leið til Islands. Eimskipafélag íslands hf.: — Detti- foss er á leið til Hamborgar. Fjallfoss er á Akureyri. Gdðafoss er 1 Gauta- borg. Gullfoss kemur til Rvík í nótt. Upp að bryggju kl. 8,30 í fyrramálið. Lagarfoss er í New York. Reykjafoss er á leið til Rostock. Selfoss er 1 Rvík, Tröllafoss fer til Akraness í kvöld. Tungufoss er á Akranesi. Flugfélag Islands hf.: — Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í dag. Kemur aftur til Rvíkur kl. 22.30 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og K- hafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja, Þórshafn- ar. A morgun til Akureyrar, Egilsstaða Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavík ur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkju- bæjarklausturs, Vestmannaeyja, Þing- eyrar. Loftleiðir hf.: — Edda ©f væntanleg kl. 9 frá New York. Fer til Oslo, K- hafnar og Hamborgar kl. 10.30. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 23 frá Luxemburg og Amsterdam. Fer til New York kl. 00:30. Yfir landið rökkur-ró rennur eins og móða Sofnar fugla-fjöldi í mó; fölnar loftið rjóða. Bundin er ég í báða skó. Byrgir þokan hljóða alla götuslóða. útsýnið um allan sjó, Blunda væna barn í ró, — blundaðu, elskan góða. (Jakob Jóh. Smári: Vögguvísa). ÁHEIT og GJAFIR Hallgrímskirkja .í Saurbæ, afhent Mbl: — Sigurbjörg 50,00. Lamaði íþróttamaðurinn: S.Þ. 100; K. H. 30. Hallgrímskirkja í Saurbæ: Omerkt kr. 5,00. Lítið einbýlis, t.d. raðhús í smíðum í Rvik, óskast. Til boð, er greini hússtærð verð og hugsanl. skilmála, sendist Mbl., merkt: „Hús í smíðum — 3582“. Til leigu 2 herb. og eldhús í nýtízku húsi, nálægt Mið- bæ, gegn daglegri húshjálp. Engin leiga. Uppl. í síma 14557, til kl. 6. Pússningasandur 1. fl. til sölu, aðeins 16,00 kr. tunnan. Símar 33790 og 10-B, Vogum. — Geymið auglýsinguna. Mótorhjól Ungverskt mótorhjól til sölu, Csepel 250cc. Uppl. í síma 10982 eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld. 2 herbergi og eldhús með húsgögnum og aðg. að síma, til leigu, til 1. okt. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Hitaveita — 3977“. Vil kaupa efri hæð í tvílyftu húsi, 4-5 herb., helzt á hitaveitusv. Tilb. greini verð og skilmála sendist Mbl., sem fyrst — merkt: „Tvílyft — 3583“. Halló! Gylltur, slaufumyndaður eyrnalokkur með steini, tapaðist s.l. föstud.kv., við Tjörnina. Uppl. að Miklu- braut 15 eða í síma 13112. Góð fundarlaun. Olíukynditæki Sjálfvirkt olíukynditæki og miðstöðvardæla óskast til kaups. Uppl. í síma 23297. Keflavík Til leigu 2 samliggjandi stofur, eldhús, bað, þvotta- hús, sími. — Upplýsingar í síma 1433. Gott herbergi með svölum og innbyggð- um skápum, til leigu. Upp- lýsingar í síma 35963. Buick til sölu ’48 model. Upplýsingar í síma 50341, eftir kl. 7 á kvöldin. — Stúlka óskar eftir herbergi strax. Uppl. í síma 35950. 12 ára telpa óskast til að gæta barna. — Uppl. í síma 19978. Góður bamavagn óskast. — Upplýsingar í síma 33749. — 2ja—4ra herb. íbúð óskast á leigu. rÞennt í heimili. — Upplýsingar í síma 50348. Sveit! — Óska eftir 6—10 ára krakka til sumar dvalar. Engin sveitastörf. Vinsaml. komið tilb. á afgr. Mbl. merkt: „Skóli — 3974“. — Skipstjórar! Vanur kven-kokl:ur óskar eftir plássi á góðum síldar- bát, í sumar. Upplýsingar í síma 19339. Kjötvinnslur Til sölu er 40—50 lítra kjöt fars-vél (Hurtighakker). Uppl. í síma 50334, eftir kl. 7 á kvöldin. Barnavagn Silver-Cross barnavagn til sölu og burðarrúm. Einnig drengjafrakki á 8 ára. Sími 22854. — Snittivél — Til sölu ónotuð Rigid-snittivél. Enn fremur rörasnitti. Upplýs- ingar í síma 15693, eftir kl. 5 á kvöldin. Kjallari óskast Óska eftir að kaupa stóran fokh. kjallara. Mikil útb. Tilb. merkt: „Kjallari — 3973“, sendist Mbl., fyrir 10. þessa mán. Aukavinna Ungur maður óskar eftir aukavinnu eftir kl. 5. Van- ur akstri. Margt kemur tilí greina. Tilb. sendist Mbl* fyrir mánudkv. merkt: —* „Aukavinna — 3577“. Trillubátur til sölu 1% tonn með 10 ha. Albin- vél. — Upplýsingar í síma 1718, Keflavík. Suðurstofa með svölum til leigu við Miðbæinn. ~ Óskast leigð miðaldra karl* manni. Tilb. sendist fyrir sunnudag, merkt: ,SuðUJ> stofa — 3971“. Dragnótaspil og af-dráttarvél óskastí keypt. — Upplýsingar k, síma 24505. Stúlka óskast vegna sumarleyfa. — SÆLA CAFÉ Brautarholti 22. Keflavík 2ja herb. íbúð til leigu. — Uppl. í síma 1346-B. Skellinaðra N.S.U- til sölu og sýnis eftir kl. 8 að Otrateig 54. — Stúlka óskast strax hálfan eða allan daginn. Þvottahúsið ÆGIR. Sólríkt forstofuherbergi til leigu á góðum stað, i bænum, til 1. okt. — Sími 12787. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.