Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. júlí 1960 — Drangajökull Frh. af bls. 1 Venjan er að raða þeim líka upp á lúgurnar — og svo var að þessu sinni. Ég var í koju — Ég var í koju, þegar skipíð tók að hallast, sagði Finnbogi — og ég fór strax upp. Það var ekkert hægt að gera. Skipið seig sífellt lengra út í bakborðshlið- ina — og mér er ekki kunnugt um að sjór hafi verið kominn í það. Ég varð ekki var við neina hræðslu um borð, allir voru hinir rólegustu, en þegar sýnt var að engu yrði bjargað voru gúmmí- bátarnir tveir settir út. — Sem betur fer var þetta að kveldlagi, enginn sofandi og allir komu upp án þess að kailað væri. Skipið seig stöðugt á bakborða — og þegar við yfirgáfum það var farið að flæða inn í reykháfinn. Halhnn var orðinn meiri en 90 gráður, við gengum eftir hliðinni og renndum okkur niður í bátana, við kjölinn. Allflestir voru fá- klæddir. Ég var aðeins í þremur flíkum, kom beint úr rúminu. Það höfðu ekki liðið nema 20—25 mínútur frá því skipið tók að hallast þar til við vorum í bát- unum. ■— Svo fór skipið alveg yfir um, kjölurinn snéri upp. Við sáum í botninn. Kallaði á hjálp Loftskeytamaðurinn, Bjarni Sig urðsson, sagðist hafa verið niðri í matsal, þegar hann veitti þvi athygli, að skipið tók að hallast óvenjumikið. — Við tókum allir eftir þessu, ég hljóp upp í loftskeytaklefa og um tveimur mínútum síðar kall- aði ég á hjálp. Ég hef ekkert annað að segja, ég veit ekkert hvað gerðist. En veðrið var gott, hlýlegt, gola og lítill straumur. Við höfðum mætt nokkrum skip- um þarna í Pentlinum. Ég vissi af þessum togara í nánd — og það var eina skipið, sem við sáum, þegar í gúmmibátana var komið. Það gekk allt eins og í sögu, háv- aðalaust að mestu — alveg eins og skipshöfnin hefði verið sam- æfð. Fjórir fóru i sjóinn, en það sakaði ekki, því um 20 mínút- um síðar kom togarinn og tók okkur upp. Skipið hvarf í djúpiff — Stuttri stundu síðar sáum við hvar afturhluti Drangajökuls seig í djúpið. Hann var þá á hvolfi. Svo var eins og hann snerist við í djúpinu. Stefnið hvarf ekki, en Iyftist svo hægt. Þá virtist skipið vera komið á réttan kjöl. Andartaki síðar hvarf stefnið. Við sáum ekki meira af skipinu okkar. — Okkur var mjög vel tekið um borð í togaranum. Við fórum öii aftur í eldhús. Þeir sem blotnuðu fengu þurr föt. Aðrir fengu hlýjan fatnað eftir vild. Við fengum te og smurt brauð. Síðar steikti matsveinninn fisk fyrir okkur. Skipsmenn gengu úr kojum fyrir okkur, en nokkrir vildu þó heldur láta fyrir berast £ eldhúsinu um nóttina. Mat- sveinninn á togaranum stóð uppi nær allan tímann og gerði allt fyrir okkur sem hugsazt gat. — Allir voru rólegir, aðeins dálítið hissa. Annað var það ekki. i Annars vil ég sem minnst um þetta tala, ég er sennilega bú-. ixm að segja miklu meira en ég hefði átt að gera, sagði loft- skeytamaðurinn. Voru að spila niðri. Karl Jónsson, smyrjari, var líka meðal þeirra, sem komu í gærkvöldi: — Við vorum að spila niðri, þegar skipið fór að hallast. Eng- um kom til hugar að neitt al- varlegt væri á ferðinni. Við héldum áfram að spila hinir ró- legustu þó erfitt gerðist að sitja við borðið. Það var ekki fyrr en kýraugað var komið í kaf og spilin runnu jafnóðum út af borð inu, þegar þau voru gefin, að „Ég veit ekkert hvað gerðist", sagði Bjarni, loftskcy tamaður. við fórum upp. Síðan gekk það allt svo fljótt fyrir sig. Og þar fór allt, sem maður keypti í út- landinu. Ég er rakari, fór þessa einu ferð til að gera innkaup — og var svo á endanum alveg peningalaus í Glasgow. Varð að láta mér nægja að fara í bíó En ég má ekki segja frá neinu af þessu. Þú skilur það. Skiljum ekki hvað kom fyrir Mbl. náði í gærkvöldi tali af Sveinbirni Erlingssyni, II vél- stjóra á Drangjökli. — Við skilj- um ekkert í hvað olli því að skip- ið sökk, sagði hann, er við spurð- um hann um tildrög slyssins. — Það var ágætis veður. Við vor- um búnir að vera í miklu verra veðri skömmu áður, 8 vindstigum og miklum sjó, án þess að nokk- uð kæmi fyrir. Við urðum varir við að skipið var að byrja að sökkva, þegar klukkuna vantaði 20 mín. í níu. En við vorum lengi að átta okkur á því hvað var að gerast. Það kemur svo oft fyrir að skip ruggi og rétti sig svq af, en þegar það hélt áfram að síga, var ekki nein- um blöðum um það að fletta. Og kl. 10 mínútur yfir níu var það sokkið. — Og þið hafið ekki hugmynd um hvað kom fyrir. Ingólfur Möller var með tilgátu um að farmurinn mundi hafa kastazt til Haldið þið að það sé rétt? Flestir fatalausir — Nei, ég held ekki að það standist. Eftir að skipið hafði snú- izt í sjónum í hálfhring, rétti það sig sjálft við og var á réttum kili, þegar það sökk. — En gætu straumar og veður hafa valdið slysinu? — Nei, það held ég ekki. Ekki Meta Framsóknarmenn meir vináffuna v/ð kommúnista en somstöðu meó lýðræðisríkjunum ? I ÞJÓÐVILJANUM í gær er rætt um, að þrjú íslenzk dag- blöð styðji Atlantshafsbanda- lagið og er Tíminn þar ekki meðtalinn. Nú vita menn að vísu, að Þjóðvilijinn er ekki sérlega ábyggileg heimild, en kynlegt verður þó að telja, er kommúnistar skyndilega hætta að telja Framsóknar- menn til stuðningsmanna Atl- antshafsbandalagsins. Það er raunar alkunna, að Framsókn- arflokkurinn hefir aldrei stutt varnarbandalag lýðræðisþjóð- anna heilshugar, en hingað til hefir Þjóðviljinn þó nefnt hann „hernámsflokk“._ Sú ályktun Þjóðviljans, að Framsókn styðji ekki lengur Atlantshafsbandalagið, vekiur athyglj af tveimur ástæðum: Fyrst og fremst vegna þess að nú má heita alveg innangengt milli kommúnista og Fram- sóknarmanna, enda gengur ekki hnífurinn á milli þeirra. Þess vegna ættu Þjóðvilja- menn að vita, hvað rétt er i þessu efni. En í öðru lagi hef- ir Tíminn að undanförnu birt ýmsar greinar, sem benda til þess að Framsóknarmenn meti vináttuna við kommúnista meira en svo, að þeir vilji stofna henni í hættu vegna stuðnings við varnarbandalag lýðræðisþjóðanna. Orð Þjóðviljans, sem. rætt er um hér að framan, eru í rit- stjórnargrein og hljóða svo: „Natóblöðin íslenzku, Morg- unblaðið, Vísir og Alþýðublað- ið, gera því skóna .. .“ o. s. frv. Þarna er sem sagt tæmandi talning á þeim dagblöðum, er sögð eru styðja NATO, og er Tímans þar ekki getið. En fleira er til marks um vel- þóknun kommúnista á afstöðu Tímans til Atlantshafsbanda- lagsins og varnarliðsins. Þann- ig segir Þjóðviljinn t.d. 22. júní sl., er blaðið ræðir um „Keflavíkurgönguna“ svo nefndu: „Tíminn hefir heiðar- legastar fréttir af göngunni...“ Auk hinna „heiðarlegu“ frétta Tímans af göngunni, eru ýmis tákn önnur um, að hæp- inn sé stuðningur blaðsins við Atlantshafsbandalagið, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Þannig birtir blaðið sl. fimmtudag ritstjórnargrein, þar sem það ræðst á Bandarík in fyrir það að segja ekki Bret um stríð á hendur vegna at- burðanna á Grímseyjar-sundi á þriðjudaginn, er brezkt her- skip beitti varðskipsmenn valdi. Orðrétt segir blaðið úm varnarliðið: „Hvað er það að gera hér, ef það getur ekki komið í veg fyrir slíkan ófögn- uð?“ Þarf vart að eyða að því orð- um, hverjum slíkt óráðshjal þjónar, og því miður er ekki hægt að gera því skóna, að ritstjóri Tímans, sem telur sig sérstakan sérfræðing í utan- ríkismálum, geri sér ekki grein fyrir þjónustuseminni. I gær birti Tíminn síðan grein eftir Vigfús Guðmunds- son, sem nefnd er „Herlaust land“. Þar segir m.a. að okkur stafi „stórhætta“ af vörnum landsins þó að allir heilskyggn ir menn viti, að varnarkerfi vestrænu þjóðanna eitt hafi megnað að hindra heimsstyrj- öld. I grein þessari segir einnig: „Enn fremur hafa þessir svo- kölluðu" „vinir“ og nágrann- ar sýnt oss íslendingum síð- ustu árin meira ránsklær sín- ar . . . .“ Og loks segir um varnirnar: „Þótt margt sé vont við þetta, þá eru þó verstar þær stórvax- andi hættur af hinum erlendu hervörnum, sem íslenzkri þjóð stafar af sívaxandi voði“. Enn má í þessu sambandi benda á, að í ályktunum ungra Framsókharmanna er afstaðan til Atlantshafsbandalagsins mjög loðin, enda er það hvergi nefnt á nafn, er rætt er um utanríkismál. Af öllu þessu samanlögðu, og svo anda þeim, sem verið hefir í Tímagreinum að und- anförnu, verður ekki hjá því komizt að skora á blaðið að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum málum. Annars verð- ur að álykta sem svo, að Fram sóknarmenn meti svo mikils hið nána samstarf við komm- únista, að þeir vilji fórna fyrir það samstöðu okkar með lýð- ræðisríkjunum og styrkja með því ógnarvald hins kommún- istíska einræðis. var það að sjá á sjólaginu. Það var bezta veður, og við urðum ekki varið við strauma, eftir að við komum í bátana. Það eina, sem maður getur látið sér detta í hug, er að leki hafi komið að skipinu. — Var hægt að komast niður til að athuga það? — Nei, það var emginn tími til þess. Menn komust upp, flest- ir fatalausir. Og allir komust í gúmbátana tvo, sumir syntu að þeim. — Annars eins og ég segi, þá skiljum við þetta ekki, sagði Sveinbjörn að lokum. Ég er búinn að vera á Drangajökli í þrjú ár, og oft í miklu verra veðri, bæði á honum hlöðnum LOGNMOLLA var í gær um land allt, eins og að undan- förnu. Eins og kortið sýnir var 17 stiga hiti á Akureyri, jafnt og í Lundúnum og að- eins einu stigi kaldara en í París, en kaldara var í Skandi navíu. Einnig voru 17 stig á Síðumúla og á Egilsstöðum, en aðeins 7 stig á Dalatanga, enda var þar þoka. — Á síld- s armiðunum var hægviðri og i þokuloft, en vafalaust gott • veiðiveður. S Veðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi: | Allt landið og öll miðin: s Hægviðri, þokuloft, einkum S að næturlagi, en úrkomulaust > að mestu. s og tómum, og aldrei hefur neitt komið fyrir. Langþreytt á blaðamönnum Blaðamaður hringdi heim til frú Halldóru, konu Hauks Guð- mundssonar, skipstjóra, í gær- kvöldi, en þau hjónin og Gunnar litli, sonur þeirra, voru meðal þeirra skipverja af Drangajökli, sem komu heim í fyrrakvöld. Vildi hún lítið segja, kvaðst vera orðin langþreytt á blaða- mönnum, sem ekki höfðu látið þau í friði nokkra stund úti í Skotlandi, og haft eftir þeim alls konar vitleysu. Þau hjónin væru líka rétt að koma heim og þreytt eftir þetta allt og í fyrramálið væri sjópróf. Þó sagðist hún hafa verið uppi í brú með Gunnar litla, þegar skipið sökk. Þau hefðu verið al- klædd og það væri orðum aukið að hún hafi rétt getað vafið hol- lenzka fánanum utan um dreng- inn. Hún hefði bara eitthvað vilj- að taka til bragðs og því litið í kringum sig hvort ekki væri eitt- hvað sem hún gæti bundið utan um drenginn, sem hún gæti svo haft betra tak á ef á þyrfti að halda. Hún hefði séð fánann og notað hann til þess. — Björguðust þið naumlega? — Nei, það var nógur timi. Maður áttaði sig bara ekki strax á því að skipið væri í rauninni að sökkva. Menn hentu sér í bát- ana. Sumir komust í þá strax, en aðrir urðu að synda. Togarinn, sem bjargaði okkur var að mæta okkur, og því ekki langt undan. — Það hefur verið bót í máli að vita það, var það ekki? — Fyrir þá sem vissu það. Annars var okkur sagt að við hefðum ekki verið nema 1—2 tíma að reka að landi, þó togar- inn hefði ekki verið þarna, en ég veit ekkert um það. Hafði áhyggjur af skónum — Blotnuðu þið ekki? Varð nokkrum meint af þessu? — Maður blotnaði auðvitað. Bæði var vatn í bátnum og svo gefur á þá, þegar margir kasta sér í þá. En við fengum skínandi aðhlynningu í togaranum, þegar þangað kom. — En drengurinn? Varð hann hræddur? — Hann er svo lítill. Hann hafði mestar áhyggjur af skónum sínum, sem hann týndi, þegar pabbi hans var að ná honum út úr brúnni. Honum fannst alveg ómögulegt að vera á einum skó. Það var nú það eina, sem hann hafði áhyggjur af sem betur fer. Við báðum frúna afsökunar á ónæðinu og kvöddum. — Krúsjeff Frh. af bls. 1 Hotel Imperial, en flutti út af hótelinu klukkustund áður en Krúsjeff kom þangað, vegna þess „að mig langar ekki til að búa undir sama þaki og Krúsjeff“, sagði hann. Síðdegis fór Krúsjeff til stórr- ar vörubílaverksmiðju í nágrenni Vínarborgar, sem selur hluta framleiðslunnar til Rússlands. Flutti Krúsjeff ávarp til 1200 verkamanna, sem var túlkað jafn óðum. Hann var í mjög góðu skapi og sagði meðal annars: „Ef Austurríki vildi kaupa jafnmikið frá okkur eins og við kaupum frá því, þá gætum við, satt að segja, keypt allt Austurríki. — Pakkið því inn og ég skal taka það með mér“. Hann bætti við: „Ég er kominn hingað eins og ríkur bissness- maður, sem heimsækir vörusýn- ingu og er með peningana í vas- anum. Eina skilyrði okkar er, að þið kaupið eitthvað af okkur í staðinn".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.