Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. júlí 1960
MORCUIVBLAÐIÐ
19
Stjórn kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík og Hraunprýði í Hafn-
arfirði sýndu eiginkonum norrænu fulltrúanna Reykjavík. —
Myndin er tekin af þeim í Alþingishúsgarðinum.
Björgunarráðstefnu
slitið að Þingvöllum
í FYRRADAG hófst hér í Reykja
vík björgunarráðstefna slysa-
varnafélaganna á Norðurlönd-
um. Var hún haldin i hinu nýja
húsi Slysavarnarfélags íslands á
Grandagarði.
. Gunnar Friðriksson, forseti S.
V.F.Í., setti ráðstefriuna, en fund
arstjóri var séra Oskar J. Þor-
láksson, formaður Ingólfs. — Til
ráðstefnunnar komiu fulltrúar
frá öllum Norðurlöndunum nema
Finnlandi, en hann forfallaðist á
seinustu stundu.
Ýmiss mál rædd.
Mörg mál voru tekin til um-
ræðu á ráðstefnunni, m. a. hafði
fulltrúinn frá Svíþjóð, Kapten
Hans Hansson, framsögu um nýj
Niðursuðu■
iðnaður
Framh. af bls. 3
grundvallarskilyrði fyrir vel-
gengni í þessari atvinnugrein.
Viðskiptavinurinn verður að geta
treyst vörunni. Gæðaeftirlit það,
sem þegar hefur verið sett á lagg
irnar og hefur haft mikilvæg
áhrif á niðursuðuiðnaðinn, verð-
ur að þróast áfram og smám
saman þarf framleiðslan til
neyzlu innanlands einnig að
verða háð gæðaeftirliti.
Hörð samkeppni
Á heimsmarkaðnum rfkir
hörð samkeppni í niðursuðuiðn-
aðinum og ekki má vænta þess
að útflutningurinn aukist án
markaðsrannsókna og virkrar
sölustarfsemi. Mér virðist sem
lítið hafi verið að unnið hingað
til af íslands hálfu á þessu sviði.
Það er ekki nóg að framleiða
vöru, sem manni sjálfum líkar,
heldur verður að framleiða vöru,
sem viðskiptavinurinn hefur
velþóknun á.
Samstarf nauðsynlegt
Verksmiðjurnar hafa mörg
sameiginleg vandamál við að
stríða, bæði varðandi framleiðslu
og sölu. Samstarf innan þessarar
atvinnugreinar er því mjög
mikilvægt og á þann hátt er
hægt að leysa úr vanda, sem
ekki er á færi einstakra fyrir-
tækja.
Jöfn þróun heillavænlegust
Sundt Hansen tók fram að lok-
um, áð að sínu áliti væri ekki
rétt að byggja margar stórar
verksmiðjur í einu, heldur leysa
þessi mál með jafnri og öruggri
þróun. Mikilsvert væri að senda
enga vöru á markað fyrr en hún
væri fullreynd og gæði hennar
ótvíræð. Þess skal getið að lok-
um, að Iðnaðarmálastofnun Is-
lands hafði nána samvinnu við
Sigurð Pétursson, gerlafræðing,
og Atvinnudeild Háskólans við
undirbúning og framkvæmd
þessa máls.
ustu neyðarsenditæki og alheims
samræmingu á útbúnaði þeirra
og notkun, og norski fulltrúinn,
Kapten Hans Holter hafði fram-
sögu um óveðursaðvaranir, heppi
legasta gerð björgunartækja og
Gunnar Friðriksson,
forseti SVFÍ.
útbúnað björgunarskipa. Henry
Hálfdánarson, skrifstofustjóri
hafði framsögu um björgunar-
starfsemi og neyðarþjónustu á
Norður-Atlantshafi og séra Ósk-
ar J. Þorláksson um verksvið
íslenzkra slysavarna.
Ráðstefnunni siitið
að Þingvöllum.
Fulltrúar skoðuðu varðskipið
Óðin, Hrafnistu, dvalarheimili
aldraðra sjómanna og hraðfrysti
hús Bæjarútgepðarinnar í Hafn-
arfirði. Einnig þágu þeir heim-
boð forseta íslands að Bessa-
stöðum og ýmissa annarra aðila.
Ráðstefnunni var slitið í gær-
kvöldi í skilnaðarveizlu, sem
sjávarútvegsmálaráðuneytið hélt
fulltrúunum að Þingvöllum.
Fullt samkomulag á Kýpur
NÍKÓSÍA á Kýpur, 1. júlí.
(Reuter). — Fullt samkoniu-
lag tókst í kvöld milli Kýpur-
búa og Breta um deiluatriði
þau sem hafa komið í veg fyrir
að samningurinn um sjálf-
stæði Kýpur kæmi til fram-
kvæmda. Var sameiginleg til-
kynning gefin út um þetta
seint í kvöld og verður sam-
komuiagið undirritað á morg-
un, laugardag.
Samkomulagið er árangur
langra og þreytandi viðræðna.
Julian Amery aðstoðar-ný-
lendumálaráðherra heiur dval
izt um skeið á Kýpur til við-
ræðna við Makarios erki-
biskup og aðra leiðtoga eyjar
skeggja. Fyrir nokkrum dög-
um náðu þeir samkomulagi
um það hve mikið landssvæði
Bretar skyldu fá undir flug
og flotabækistöðvar sinar á
eynni eða 243 ferkílómetra.
Með því var erfiðasti þröskuld
urinn úr vegi en síðustu daga
hefur aðallega verið deilt um
það hve mikil árleg efnahags-
aðstoð Breta við Kýpur skyidi
vera.
Bretar buðu 10 milljón
pund á ári en Makarics biskup
krafðist 14,5 milljóna. Náðist
samkomulag um að aðstoðin
skyldi verða 12 millj. pund.
Deilurnar hafa valdið þvi
að dregizt hefur í fimm mán-
uði að veita Kýpur sjálfstæði.
Nú er búizt við að sjálfstæði
Iandsins verði lýst yfir 14. eða
21. ágúst.
Reytingsafli fyr-
ir Austfjörðum
Nokkur skip fengu síld á Vestursvœðinu
í GÆR var mestur hluti síld-
arflotans út af Austfjörðum,
á svæðinu frá Digranesflaki
suður undir Tangaflak. Fann
Ægir síld um 57 mílur austur
af Norðfjarðarhorni og var
töluvert kastað þar, en síldar-
torfurnar reyndust þunnar.
Einn og einn bátur fékk þó
sæmilegt kast.
Frá því kl. 7 í gærmorgun
höfðu þessir bátar tilkynnt eftir-
farandi afla, að því er blaðinu
var tjáð á Raufarhöfn í gær-
kvöldi:
Jón Kjartansson 600 mál, Pétur
Jónsson 700, Hávarður 650, Sæ-
borg 680, Andri 850, Gullfaxi 700,
Stefán Árnason 650, Garðar 400,
Sjöfn 400, Höfrungur 600, Einar
Hálfdáns 350, Hilmir KE 050,
Stígandi VE 350, Nonni 600, Ól-
afur Magnússon 700, Gullver 900,
Hafbjörg 650, Magnús Marteins-
son 650. Síld þessi hafði sumpart
veiðzt í fyrradag, en mest veidd-
ist hún á svæðinu frá Digranes-
flaki til Tangaflaks eins og áður
segir.
Þá kastaði einn bátur, Tjaldur
um 50 sjómílur NA af Hraunhafn
artanga nú í kvöld, en ekki er
vitað um afla.
Söltun hefur enn ekki verið
leyfð hér á Raufarhöfn, en
- SAS
Framh af bls 1
Fríverzlunarsvæðistns og Ev-
rópumarkaðsins.
Blaðið Politiken tekur und-
ir það og segir, að Airunion
flugmálabandalag Evrópu-
markaðslandanna standi eins
og skuggi á bak þvingunarað-
gerðanna gegn Dönum. Þetta
mál eigi að verða prófsteinn-
inn á styrkleika Airunion. Tel
ur Politiken að nú eigi að
þvinga SAS inn i Airunion og
að SAS megi nú vænta mót-
spyrnu frá Bandarikjunum,
sem séu hlynnt Evrópumark-
aðnum á kostnað Friverzlun-
arsvæðisins.
bræðsla er í fullum gangi og
losnar löndunarrúm fyrir um 2
þús. mál á tólf tímum. Að jafn-
aði bíður um sólarhringslöndun
í höfninni.
Þá fékk Hafnarey 650 mál út
af Siglufirði í gær og Eldborg 500
mál. —
Frá Siglufirði var eftirfar-
andi símað laUst eftir hádegið
í gær: — Vitað er um tvo báta,
sem fengu síld á Vestursvæð-
inu í gærkvöldi, um tveggja
tíma siglingu frá Siglufirði.
Vörður frá Grenivík fékk 800
mál í einu kasti og Atli VE
fékk 500 mála kast. í morgun
fékk Valafell frá Ólafsvík 700
mál í einu kasti.
Síldin var ekki góð til sölt-
unar, horuð og misstór. Tvær
söltunarstöðvar tóku síld í kass-
ana en hættu fljótlega. Hér virð-
ist um allt aðra síldartegund að
ræða en þá sem veiddist við
Kölbeinsey fyrir viku, en þessi
veiði gefur vonir um meiri veiði
á Vestursvæðinu.
Margir bátar hafa komið með
síld að austan. Vildu þeir heldúr
sigla hingað til losunar en bíða
löndunar þar. Einn bátur
sprengdi nótina djúpt út af Skaga
og töldu þeir sig hafa kastað á
ufsatorfu'. — Guðjón.
Neskaupstað, 1. júlí: — Þrær
verksmiðjunnar hér eru fullar
og verður væntanlega byrjað
að bræða á miðnætti í nótt. Þrá-
inn landaði 650 málum hjá litlu
verksmiðjunni hér í daig, en þessi
skip bíða löndunar: Ófeigur III
VE 350 mál, Ásbjöm AK 600,
Hafrún NK 650 og Stefán Ben
NK 900.
Hér hefir verið yndislegt veð-
ur og sólskin í dag.
Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu á gullbrúð-
kaupsdegi okkar, 28. júní sl.
Ingibjörg og Helgi K. Jónsson frá Vatnsenda
Skrifstofa vor verður
lokuð i dag
laugardag vegna jarðarfarar.
Sútunarverksmiðjan h.f.
Vinnufatagerð íslands h.f.
Friðrik á biðskák
FIMMTA umferð stórmótsins í
Buenos Aires var tefld í fyrra-
dag. Friðrik Ólafsson tefldi þá
við Carios Guimard frá Argen-
tinu og fór skákin í bið eftir 41
leik.
I efstu tveim sætunum eru
Larry Evans frá Bandaríkjunum
og Wolfgang Unzicker frá Vestur
Þýzkalandi. Evans gerði jafntefli
við Rússlandsmeistarann Victor
Korohnoi, en Unzicker vann Arg-
entínumanninn Osvaldo Bazan.
Fimmta umferð
Skákirnar í fimmtu umferð
vann Uhlmann, Taimanov vann
Wade, Unzicker vann Bazan.
Jafntefli varð hjá: Paohmann og
Szabo, Wexler og Foguelman,
(Sikileyjarvörn 23 leikir),
Reshevsky og Gligoric, (Ind-
versk kóngsvörn 23 leikir), Evans
og Korohnoi, (Gruenfeld vörn 42
leikir). Biðskákir urðu hjá: Ivkov
og Rossetto, (Drottningarbragð
eftir 40 leiki), Eliskases og Fisch
er, (Nimzowitsch vörn eftir 40
leiki), Friðrik Ölafsson og Guim-
fóru annars sem hér segir: Benkó iard, (Hollensk vörn eítir 41 ieik).
DANÍEL ÖGMUNDSSON
skipstjóri,
andaðist á heimili sínu Þórustíg 20, Ytri Njarðvík
föstudaginn 1. jísií.
Jenný Magnúsdóttir og börn.
Maðurinn minn
STEINDÓR NIKULÁSSON
vélstjóri, Bræðraborgarstíg 4
andaðist að morgni 1. júlí
Fyrir hönd barna:
Margrét Guðmundsdóttir
LOVISA J. JÓNSDÓTTIR
Brekkustíg 6,
sem andaöist 22. júní á Elliheimilinu Grund, verður jarð-
sungin frá Aðventkirkjunni mánudaginn 4. júlí kl. 3 síðd.
Systkini hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda vinsemd og samúð við
andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og
tengdamóður,
SIGURLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Bjarnastöðum.
Gunnar Oddsson, börn og tengdabörn