Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. júlí 1960 M O n C TITS Tt T 4 Ð 1 Ð II Viðskipti Austur- Þróun þeirra íslands við Evrdpuríkin og framtíðarhorfur Hamrafell við olíustöð í Reykjavik. VERUL.EGUR hluti utanrí'kis- verzlunar íslenzku þjóðarinnar hefur um alllangt skeið verið á svonefndum jafnkeypisgrund- velli. Vegna mikilvægis þessara viðskipta og hinna nýju við- skiptahátta, sem nú hafa verið teknir upp, þykir Morgunblað- inu rétt að gera nokkra grein fyru; þessum viðskiptum og fram tíðarhorfum þeirra. Vöruskipta- löndin, sem svo eru nefnd, hafa aðallega verið: Rússland, A- Þýzkaland, Tékkóslóvakía, Pól- land, Ungverjaland, Finnland, Spánn, Brazilía og Israel, Og sum árin hefur verið verzlað við fleiri lönd á jafnkeypisgrund- velli. Lítil viðskipti hafa oftast ver- ið við Ungverjaland. Vöruskipta samningur Islands og Finnlands rann út hinn 1. febr. sl. og var ekki endurnýjaður_ Viðskipti milli landanna munu því í fram- tíðinni fara fram í frjálsum gjald eyri. Spánn varð aðili að Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu 1. égúst 1959 og féll þar með úr tölu vöruskiptalanda. Viðskipti við Brazilíu og ísrael eru ekki veru- lega mikil. Jafnkeypisviðskiptin eru því að langmestu leyti við fyrstnefndu löndin fjögur og verður hér á eftir fyrst og fremst rætt um þau viðskipti. Heildarviðskiptin við Rússland, A-Þýzkaland, Tékkóslóvakíu .og Pólland námu samtals 35% af útflutningi og 32% af innflutn- ingi okkar á árinu 1958 og höfðu aldrei verið meiri. Árið 1959 nam útflutningurinn til þessara landa 33,5% af heildarútflutningnum og innflutningurinn frá þeim var 30,5% af öllum innflutningi til landsins. Ef sleppt er viðskiptunum við Rússland fyrst eftir lok heims- styrjaldarinnar síðari (enda voru þau ekki á jafnkeypisgrundvelli), þá hafa þessi viðskipti vaxið í þremur stigum. — Frá 1947 til 1952 voru viðskiptin aðallega við Tékkóslóvakíu og Pólland og námu um 7—8% af heildarút- flutningi og innflutningi. — Annað stigið var á árunum 1953 til 1955. >á bættist Rússland við löndin sem fyrir voru, og fyrst og fremst af þeim ástæðum hækk- aði hundraðstalan upp í 28% af útflutningi og 22% af innflutn- ingi á árinu 1955. Á þessum árum jukust einnig viðskipti við A. Þýzkaland, en þau hófust 1952. — Þriðja stiginu var svo náð á árunum 1956—1959. Þá fóru við- skiptin við Rússland hlutfalls- lega heldur lækkandi, en aftur á móti jukust viðskiptin veru- lega við Tékkóslóvakíu, Pólland og einkum A.-Þýzkaland. — Þar með var náð þeirri hundraðstölu í heildarviðskiptunum við þessi lönd sem sagt var frá hér að framan, Verðlag og vörugæði Vöruskiptaverzlunin nær til margra vöruflokka eins og kunn- ugt er. Freðfiskur er stærsti út- flutningsliðurinn. Þar af er mest selt af karfa til Rússlands, og einnig mikið magn af frystum fiski til A.-Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu. Svo er seld saltsíld, freðsíld, dálitið af niðursuðu- vörum (einkum til Tékkóslóvak- íu), dálítið af landbúnaðarvörum (aðallega kindakjöt og ull) og auk þess fiskmjöl og lýsi. Innflutningurinn fná þessum löndum hefur skipzt á margar vörutegundir. Frá Rússlands hafa aðallega verið fluttar inn ýmiss konar standardvörur, svo sem benzín og olíur, timbur, smíða- járn og steypustyrktarjárn. Frá hinum löndunum þremur einkum vefnaðarvörur, járnvörur, vélar og margt fleira. i Um verðlagið er það að segja, að í Rússlandsviðskiptunum hef- ur verið reynt að miða við heims markaðsverð á báða bóga, en til Tékkóslóvakíu og A.-Þýzkalands var yfirleitt selt á verði, sem var 16—18% yfir heimsmarkaðsverði. Vörurnar, sem keyptar voru frá þessum löndum voru einnig að sama skapi dýrari. Mætti því ætla, að þessi hækkun á báða bóga hefði ekki haft neina raun- hæfa þýðingu, En hún hafði það í för með sér, að útgerðarmenn og fiskútflytjendur fengu meira fyrir sína vöru, sem íslenzkur al- menningur borgaði svo, þegar keyptur var varningur frá þess- um löndum. Þarna var því um eins konar dulbúið styrkjakerfi til útgerðarinnar að ræða, auk þess, sem dregið var úr vilja framleiðenda og útflytjenda til að halda framleiðslukostnaðinum í skefjun miðað við heimsmark- aðsverð. Misjafnar sögur hafa verið sagðar um gæði varanna frá Austur-Evrópu. Allir þekkja t.d. hve ljósaperurnar hafa viljað endast illa. Hreinlætistæki frá Tékkóslóvakíu eru annað vel þekkt dæmi, en þau hafa oft verið mjög gölluð. Tékkar hafa selt mun betri hreinlætistæki til Bretlands og Noregs, enda hefðu þau annars ekki gengið út vegna samkeppninnar. Er ekki hægt að verjast þeirri hugsun, að vöru- sendingarnar til íslands hafi oft verið lítt vandaðar, og þá skák- að í því skjóli, að við höfum verið háðir austurviðskiptunum. Stundum hefur lítið eða ekk- ert verið við notagildi varanna að athuga í sjálfu sér, þó að þær hefðu ekki getað staðizt sam- keppni frá Vesturlöndum. Hefur þá útlit varningsins eða sérstakar venjur okkar dregið úr áhuga kaupendanna. En þegar ekki er hægt að iá vörur með þeim eiginieikum, sem sérstaklega er óskað eftir, þá getur það ofc haft mikla örðugleika í för með sér. Kaup á steypustyrktarjárm og timbri frá Rússlandi sýna þetta að nokkru. Erfitt hefur ver- ið að fá steypustyrktarjárn af þeirn gildleika, sem við- notum næst, Menn hafa því oft neyðst til að nota meirá af járni en nauðsyn'egt hefur verið og þar með crðið fyrir aukaútgjöldum. Sama er að segja um spnðajárnið. Timbur notum við hvað mest af stærðinni 1x6 tommur, en erfitt hefur verið að fá þá stærð hjá Rússunum. Og svo er timbur- þurrkun hjá þeim að ýmsu leyti ábótavant. Þurrkofna mun skorta að mestu og er útskipun því hag kvæmust er líða tekur á sumar og á haustin. — Aftur á móti eru Svíar og Finnar miklu síður háð- ir veðráttunni að þessu leyti. Ef t. d. um 50% af timburþörfum okkar væri fullnægt með kaup- um frá Rússlandi, en hinn helm ingurinn væri keyptur fyrir frjálsan gjaldeyri ,þá væri lítil ástæða til að kvarta. En þegar 80—90% af timbrinu er keypt hjá þeim, þá hefur það ýmsa erfiðleika í för með sér. Ekki sízt þar sem timburþörf okkar er langmest fyrri hluta sumars, en þá eru afgreiðsluerfiðleikar í Rússlandi. Á sama hátt má segja, að erfiðleikarnir við „austur- viðskiptin“ væru almennt ekki eins mikil, ef aðeins hluti hverr- ar vörutegundar væri keyptur í Austur-Evrópu. — í þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að viðskipti okkar við Rússa munu vera hagkvæmari, en viðskiptin við hinar Austur-Bvrópuþjóðirn- ar þrjár. Eiga benzín- og olíu- kaupin frá Rússum mikinn þátt í þessum mismun, Innflutningur frá „austrinu“ hefur verið frjáls frá því á sumr- inu 1959 að því leyti, að mnflytj- endur hafa mátt kaupa frá þess- um löndum nokkurn vegin áíi takmarkana. En þar með er ekki sagt, að þessi viðskipti hafi allt- af gengið auðveldlega. Það hefur oft komið fyrir að ekki hefur veiið staðið við samninga um vörusöiu hingað. Algengustu mis- brestirnir hafa legið í drætti á afhendingu. Það er eins og sum- ir, sem með útflutninginn hafa að gera austur þar, skilji ekki hve mikilvægt það er, að varan komi á fyrirfram ákveðnum tíma. Og stundum hefur á síð- ustu stund verið neitað að af- henda vöru, sem samið hafði ver- ið um. Hafa Pólverjar sérstak- iega verið erfiðir í þessum efnum. Varðandi afhendingartíma virð- ast Rússarnir nú ósamvinnuþýð- ari en þeir voru fyrir nokkrum árum. Þróun viðskiptanna Margur kann nú að spyrja, hvers vegna viðskiptin við Aust- ur-Evrópuríkin hafi orðið jafn mikil og raun ber vitni. Alkunn- ugt er, að samkeppnin á hinum frjálsu mörkuðum er mjög hörð — þar eru gerðar strangar kröf- ur um verðlag og vörugæði. Á þessum mörkuðum er því gott að kaupa, en ekki auðvelt að selja fyrir- aðra en þá, sem hafa góðar vörur á boðstólum. íslendingar hafa sýnt það áð- ur fyrr í sambandi við saltfisk- útflutninginn til Suður-Evrópu og víðar, og á síðari árum í sam- bandi við freðfisksútflutninginn til Bandaríkjanna, að þeir geta byggt upp vel samkeppnisfæra útflutningsframleiðslu. En mikill hluti útflutningsframleiðslunnar hefur ekki uppfyllt þessar ströngu kröfur. í stað þess að gera ráðstafanir til þess að þær yrðu uppfylltar, hefur verið leit- að inn á markaði, sem ekki hafa gert eins strangar kröfur um gæði og annað. Og þar kaupa ríkisfyrirtæki framleiðsluna og þarf þá ekki að byggja upp neins konar sölukerfi. Hér hefur komið fram veik- leiki þjóðfélagsins, veikleiki þess efnahagskerfis, sem við höfum búið við. í stað þess að reyna að sigrast á veikleikunum leituðum við uppi aðra aðila, sem einnig voru veikir á sviði samkeppn- innar og skiptum á vörum, sem ekki voru samkeppnisfærar, hvorki að verði né gæðum. Því að það verðum við íslendingar að muna, þegar við kvörtum yfir lélegum vörum frá Austur- Evrópu, að við höfum líka oft sent lélega vöru þangað, ekki sízt til A.-Þýzkalands. Framtiðarhorfur Margt bendir til að viðsjcipt- in við Austur-Evrópulöndin mundu hafa minnkað á næstu árum, þó að við hefðum haldið haftakérfinu á öllum sviðum. Síldarsala í austurveg, ekki sízt til Rússlands, er á niðurleið. Auknar fiskveiðar Rússa sýnast hljóta að draga úr kaupum á salt- síld og freðfiski héðan í fram- tíðinni. Á hinn bóginn væri sjálf sagt hægt að selja meira til þess- ara landa, ef við seldúm þangað sumar vörutegundir, sem eru vel útgengilegar á Vesturlöndum. En þá yrði mjög erfitt fyrir okk- ur að finna vörutegundir til að kaupa í staðinn. Við erum búnir að velja þær vörur frá Austur Evrópu, sem okkur eru hagkvæm astar. Því lengra sem gengið er í viðskiptunum því óhentugri verða vörurnar sem kaupa á. Sannleikurinn er einmitt sá, eins og vikið var að hér að framan, að þessi viðskipti hafa gengið of langt. Hægt væri að losna við ýmsa verstu ágalla þeirra með því að draga dálítið úr viðskipt- unum. Hinir nýju viðskiptahætt- ir, sem nú er verið að taka upp, gefa fyrirheit um að þessi mál munu færast í viðunandi horf. I þessu sambandi má það held- ur ekki gleymast, að ýmsar þær framleiðsluvörur Austur-Evrópu þjóðanna, sem mestur slægur er í fyrir okkur eru einnig hvað mest og bezt útgengilegar í öðrum Vestur-Evrópulöndum. Og hver láir Tékkum eða Pólverjum þótt þeir vilji heldur sterlingspund eða Vestur-Þýzk mörk en jafn- keypisviðskipti? Eitt mesta vandamálið í sam- bandi við austurviðskiptin, eru nokkrar vörutegundir, sem við höfum lítinn eða engan áhuga fyr ir að kaupa, en austurþjóðirnar vilja endilega selja. Oft, að því er virðist, fyrst og fremst af metnaðarástæðum. Helztu dæm- in um þettá eru stórvirkar vinnu- vélar frá Rússlandi og bílar. En af eðlilegum ástæðum höfum við áhuga á að kaupa slíkar vörur frá Vesturlöndum; má geta þess hér, að íslenzkir sérfræðingar hafa heimsótt Sovétríkin og önn- ur A.-Evrópulönd til að kynna sér stórvirk tæki, sem þar eru á boðstólum, en lítið fundið, sem hentar okkar sérstöku aðstæðum. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir því, að í framtíðinni bjóði Aust- ur-Evrópuþjóðirnar upp á sam- keppnisfærari útflutningsfram- leiðslu en þær gera nú. Og það sem okkur ber að hafa sérstak- lega í huga, er að þær muni gera æ meiri kröfur til innflutnings- ins, Við getum því ekki treyst því, að viðskipti við þessi lönd muni í framtíðinni, í sama mæli og hingað til, forða okkur frá því að þurfa að sigrast á eigin veikleikum. Tuttugu trillur ásjó AKRANESI, 30. júní. — Tuttugu trillur reru héðan í dag. í gær fiskuðu skaktrillurnar frá 100 til 1000 kg. á bát, en þær, sem voru með línu, fengu 750 kg. á sex l bjóð. — Oddur. Timbri skipað upp í Reykjavíkurhöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.