Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. júlí 1960 MORCUISBLAÐIÐ 3 Við hreinsum f SUÐURENDA Hljómskála- garðsins var flokkur telpna að vinna. Sumar lágu á hnján um, aðrar stóðu álútar og kröfsuðu með hrífu, nokkrar sátu — allar voru þær hýrar í bragði, enda veður gott og lundin létt. Á gangstéttinni við Sóleyjargötuna voru um það bil 6 telpur að sópa rusli upp í fötu og hreinsa undir runnunum, þegar blaðamenn Mbl. bar þar að og spurði þær nokkurra spurninga af gömlum vana. — Björg, Björg, hrópuðu í einum kór með lotningu í röddinni. — Og Dóra er fox- ingi líka, bætti ein við, og benti á dökkhærða og sól- brúna stúlku, sena stóð þar rétt hjá. ★ Loksins komu þær Björg og Dóra á vettvang og suss- Uðu á stelpurnar. — Hafið þið Dóra umsjón með öllum þessum hóp? — Já, reyndar. Og eigum ekki í neinum erfiðleikum með það, þær gegna okkur yf- irleitt alltaf. því unglingunum, sem eru í sumarvinnu hjá bænum, er skipt niður í flokka og svo eru flokkarnir fluttir á milli staða, ýmist hérna, á leikvöll unum, í Heiðmörk o.s.frv. — f hverju er vinnan'aðal- lega fólgin? — Við hreinsum rusl allt sumarið og höfum kappnóg að gera, reytum arfa og þess háttar. — Hvað gerir þú á vet- urna, Björg? — Ég er í Menntaskólanum á veturna. Hér hef ég unnið síðan prófunum lauk. í fyrra var ég í unglingavinnunni, nú er ég hærra sett. ★ — Eigum við ekki að fara að hætta, hrópuðu stúlkurn- stirgtVii formgjariiir í H Ijömsk álagarð i nu m þær. Komdu og talaðu við okkur nokkur orð. — Hver er Björg, spurð- um við. — Foringinn, svöruðu þær — Hvað eru þær gamlar? — Þær eru flestar á aldr- inum 13-14 ára. Við fáum alltaf á þriggja vikna fresti nýja flokka í okkar umsjá, ar, sem voru að vinna lengra út á flötinni. — Jú, farið nú að taka sam an áhöldin, hrópaði Björg á móti. Þær hætta kl. 3 á dag- Björg xneð hrífuna. inn, hélt hún áfram og beindi nú máli sínu til blaðamanns- ins. Það er nóg fyrir þær að vinna frá 8 á morgnanna til þrjú. Við Dóra förum aftur á móti í kaffi og höldum svo vinnunni áfram til fimm. Við kvöddum nú Björgu, Dóru og allan flokkinn, enda máttu þær ekki vera að því að masa lengur. Telpurnar kepptust við að taka saman áhöldin, þeirra vinnudagur var senn á enda, og foringj- arnir flýttu sér í kaffi. Hg Ótal hendur hjálpast að því að hreinsa rusl úr görðunum, 1 og stuðla með því að fegrun J bæjarins. J íslenzkur niðursuduiðnaður á mikla framtíð fyrir sér Vöruvöndun skiptir meginmáli EINS og skýrt var frá í blað- inu í gær hefur norskur verk- fræðingur, Carl Sundt Han- sen, dvalizt hér á landi undan- farna tvo mánuði á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands og tækniaðstoðar Bandaríkja- stjórnar og veitt leiðbeiningar varðandi niðursuðuiðnað hér á landi. Hefur Sundt Hansen heimsótt nær allar starfandi niðursuðuverksmiðjur og tek- ið til athugunar tæknileg vandamál þeirra, eftir því sem óskað var og tími leyfði. Þá hefur hann skrifað álits- gerð fyrir hverja verksmiðju um athuganir sínar. Mikill áhugi Sundt Hansen heimsótti verk- smiðjur í Kópavogi, Reykjavík, Bildudal, ísafirði, Siglufirði og á Akureyri. Sagði hann í sam- tali við tíðindamann Mbl., að allar þessar verksmiðjur hefðu sýnt mjög mikinn áhuga á leið- beiningarstarfseminni og fjöldi margvíslegra verkefna hefði ver- ið tekinn til meðferðar. Gerðir voru margir tillöguuppdrættir að niðurskipun véla með það fyrir .rl Sundt Hansc... augum að gera framleiðsluna sem hagkvæmasta. Einnig veitti Sundt Hansen leiðbeiningar um val á tegundum véla og gerði athuganir á einstökum smærri atriðum, svo sem áfyllingu og lokun dósa, hitamælingum og lofttæmingu. Þá voru og tekin fyrir ýmis fjárhagsleg atriði í sambandi við framleiðsluna. Vi% hér an 15% í Noregi Sundt Hansen gat þess, að samkvæmt skýrslum FAO frá 1957 hefðu niðursuðuvörur verið 15% af útfluttum fiskafurðum Norðmanna það ár, en aðeins % hér á landi. Kvað verkfræð- ingurinn það álit sitt, að hægt væri að auka útflutning á niður- suðuvörum héðan frá íslandi all- verulega og virtist sér mjög æski legt að beina kröftum að því að gera sjávarafurðirnar sem verð- mestar. Mun semja skýrslu Sundt Hansen mun semja skýrslu um þær athuganir, sem hann hefur gert um ástand og horfur í niðursuðuiðnaðinum á Islandi. Á þessu stigi málsins taldi hann sig geta bent á nokk- ur almenn atriði varðandi fram- tíð niðursuðuiðnaðarins hér á landi og eru þessi þau helztu: Síldin gott hráefni Faxasíldin virðist gott hráefni til framleiðslu á reyktri síld og síld í allskonar sósum. Þá er smá- síldin a. m. k. á vissum árstímum gott hráefni til framleiðslu á síld- arsardínum, krydduð Norður- landssíld er hið ákjósanlegasta hráefni til framleiðslu á gaffal- bitum. Þá bæri einnig að hafa í huga, að þegar framleidd væri gæða- vara, sem ef til vill nálgaðist það að vera lúxusvara, mætti oft ná hagstæðum árangri fjárhagslega, þó framleiðslumagn væri ekki mikið. Skortur á fagmönnum Sundt Hansen kvað Island hafa á að skipa allmörgum | mönnum með talsverða reynslu 1 í niðursuðuiðnaði. Samt væri ríkjandi viss skortur á faglærðu fólki, einkum á verkstjórum með þekkingu í verkstjórn, almennri framleiðslutækni og hagfræði og viðbótarfræðslu í niðursuðu- tækni. Væri hagkvæmt að koma á stuttum námskeiðum til að bæta úr þessum skorti. Gæðin fyrir öllu — Þeir sem við niðursuðu | iðnað starfa verðia umfram allt j að hafa skilning á vörugæðunum, sagði Sundt Hansen. Daglega j verður að brýna fyrir starfsfólk- i inu að jöfn og mikil gæði eru * Framh. á bls. 19 1 STAKSIEINAR 3ver var afstaða Einars? Þjóðviljinn skýrir frá því í gær, að Einar Olgeirsson hafi verið á þingi kommúnstaflokk- anna í Búkarest fyrir skemmstu. Sem kunnugt er, telja frétta- menn, að a*þvi þingi hafi verið tekin ákvörðun um að eyðileggja afvopnunarráðstefnuna, og skömmu eftir að þingi kommún- istaflokkanna lauk gengu full- trúar kommúnistaflokkanna af fundi ráðstefnunnar. Þess vegna spyrja menn nú: Hver er afstaða Einars Olgeirssonar? Studdi hann þá ákvörðun að komið yrði í veg fyrir, að nokkurt samkomu lag gæti náðst um afvopnun og þar með stuðlað að þvi að frið- arhorfur gætu batnað. Eða and- mælti hann því, að auka mis- klíð stórveldanna og tefla heima friðnum frekar í voða? Þessum spurningum getur Þjóð viljinn ekki komizt hjá að svara. Allt í þágu áróðurs Morgunblaðið hefur áður lagt þessa spurningu fyrir Þjóðvilj- ann, en hann virðist vera eitt- hvað feiminn við að lýsa skirt yfir, hver afstaða Einars var. Hins vegar er blaðið alveg ó- feimið að túlka sína eigin af- stöðu, því að í einni af hinum rússnesku greinum þess, segir svo í gær: „Áframhald ráðstefnunnar hefði einnig hæglega getað vilit um fyrir almenningsálitinu í heiminum“. Með þessum orðum tekur Þjóð- viljinn skýra afstoðu til þess, hvaða tilgang hann telur, að ráð- stefnur milli austurs og vesturs eigi að hafa. Meðan þær þjóna kommúnistiskum áróðri eru þær ágætar, en ef Vesturveldin koma til móts við Ráðstjórnarríkin og bera fram tillögur, sem erfitt er fyrir kommúnistaríkin að standa gegn, þá verður fyrir hvern mun að splundra ráðstefnum. Þess vegna gengu kommúnistar af fundi afvopnunarráðstefnunnar, þegar þeir vissu, að Vesturveldin voru í þann veginn að bera fram tillögur, sem þeir annað hvort urðu að fallast á eða þeir yrðu uppvísir að því að vilja alls ekk- ert samkomulag um afvopnun. Þeir, sem enn ljá kommúnist- um nöfn sín í baráttunni gegn samstöðu okkar með öðrum lýð- ræðisþjóðum, ættu að hugleiða, hver heilindi felast i hrópum þeirra fyrir friði og afvopnun með sérstöku tilliti til framkomu Krúsjeffs í París og sveina lian» á þessari ráðstefnu. Svolítið ósamrsemi Tíminn er nú sýnilega farirm að óttast afleiðingar baráttu sinnar fyrir því, að þegar í stað verði hafin verkföll. Hefur blað- ið því tvívegis ritað forystugrein- ar, þar sem því er andmælt, að Framsóknarmenn óski eftir verk föllum. Hins vegar skýtur nokk- uð skökku við, þegar ungir Fram sóknarmenn gera samþykktir, því að í ályktunum þings þeirra segir svo: „Þing SUF skorar á verkalýðs sahtökin að vera vel á verði um hagsmunamál sín á þeim alvöru tímum, sem nú fara i hönd og mótast af heiftarlegum árásum á lífskjör almennings. Þingið heit- ir á alla meðlimi launþegasam- taka, hvar í flokki, sem þeir standa, að verja lífskjörin og hefja sókn gegn árás þeirrar aft- urhaldsstjórnar, sem nú er við völd í Iandinu“. Ef hér er ekki átt við það, aS verkalýðsfélög eigi nú að hefja nýja kaupgjaldsbaráttu, væri gott að fá skýringu á þessarj á- lyktun ungra Framsóknarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.