Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.1960, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 2. júli 1960 PATRICIA WENTWORTH sy ndir -------- 8 sá hann iíka fara inn herbergið þitt um miðnættið, og þegar ég gerðist svo forvitinn að kíkja í gestabókina, sá ég, að þið voruð færð þar sem Cyril Smith og frú. Ég var sjálfur í skóla með Cyril og þekki mætavel hrafnasparkið hans. Og þarna var enginn May- nard í skránni, hvorki herra né frú. Svo mér datt í hug, að kannske hefði Bill karlinn gam- an af að heyra þetta. Hann leit á hana og einkum 6. kafii. Alan flýtti sér ekkert á eftir henni. Hann hafði gefið henni nægiiegt umhugsunarefni í bili. Lofum henni að melta það og sjá hvað úr því yrði. Hann vissi, *ð Adeia myndi vinna hvað sem væri til þess að bréf systur henn ar yrðu ekki gefin út. Það var nóg af fólki, sem mundi Irenu vel, fegurð hennar og sorglegan dauða. Og þetta fólk var vinir Adelu — og óvinir. Hún var ein af þeim, sem eignast óvini. Þarna myndi verða lítið úr sögunni um sinadráttinn á sundinu, að minnsta kosti þegar síðasta bréf- ið yrði iesið, en í því stóð með- al annars: „Við getum ekki hald ið svona áfram lengur. .. Ég hef ekki nema eitt úrræði. Ég get ekki iifað án þín“. Þetta bréf var víst skrifað sama daginn sem hún drukknaöi. Innan í bréfinu var samanbrotin blaðaútklippa, með mynd af málverki Penderels Fieids af henni. — Yndisleg stúika, allt eins fríð og Adela og miklu kvenlegri. Engin furða þó að gamli maðurinn yrði snortinn af siíkri fegurð og yndisþokka. Hann fór að geta sér til um, hversu lengi þetta hefði staðið, ef hún hefði ekki gert svona snögg- an endi á það. Það hlaut að hafa verið ógurlegt áfall fyrir Pend- erel Field. En það merkilegasta var, 'að hvorki Adela né Ester virtust hafa haft nokkra hug- mynd um samband þeirra. Eða höfðu þær kannske gert sér upp þessa blindu? Irena átti heima hjá systur sinni og Ester hjá Penderel, og öll hittust þau að staðaldri. Var það blátt áfram hugsanlegt, að hvoruga grunaði neitt? Hann gat varla trúað því. Hann var hálfnaður með ann- an vindlinginn, þegar Pippa kall aði í hann. Hún kom niður þrep- in út í garðinn. Hálfrökkrið deyfði græna litinn í augunum á henni, en perlurnar á kjólnum hennar glitruðu. Hún var svei mér álitleg stúlka. Hárið á henni ekki sizt. Að vísu var það bleikt, en ekki um of. Hann mundi eftir henni tólf ára gamalli með gular fiéttur. Þegar hún nálgaðist leit hann rannsóknaraugum á tvöföldu perlufestina, sem hún hafði um hálsinn. Það var auðvitað ekki gott að segja um það, en honum fannst sem þær mundu vera ósviknar. Hann rámaði í eitt- hvert umtal um þær um það leyti sem hún var að gifta sig. Það var eitthvert frændfólk Bills Maybury, mannsins hennar, sem hafði gefið henni þær, og hún hafði verið með þær á brúðkaups daginn. Jæja, hvað sem perlurn- ar kunnu að vera, hafði hann ánægju af að sjá hana. Hins veg- ar var ekkert tilhlökkunarefni að fara aftur inn í setustofuna. Hún kom til hans hlæjandi og sagði: — Við skulum labba fram á klettana .. langt burt! Ég þoli ekki þetta myrkur lengur. Ég get ekki skilið hvað hefur komið yfir alla. Trevor ofursti glápir i dagblað og Ester frænka hefur sýnilega verið að gráta sig rauð- eygða. Carmona segir ekki orð og frú Castleton er farin í rúm- ið með höfuðverk. Og ég get ekki hlustað á fleiri kjaftasögur frá því um aldamót hjá frú Trevor. Ég þarf eitthvað nýrra! — Og kemur þá til mín? Hún hló. — Já, því ekki það. Ég vil heldur hlusta á eitthvað spennandi. Þau gengu saman út að hiið- inu á girðingunni. — Ég er nú annars líklega hálf úreltur. Ég er búinn að vera er- lendis í þrjú ár. — Já, það er satt. Hvað hef- urðu eiginlega verið að gera þar? — Það er nú sitt af hverju. — Þrjú ár eru langur tími og það sem þótti fréttir fyrir þrem ár- um, er ekki lengd?1 fréttir, svo að nokkur muni þær, nema kannske þeir sem sjálfir koma við þær. Hann hélt opnu hliðinu fyrir hana og þau gengu út á stíginn fram á klettinn. Þar var golan hvassari. Hann fleygði frá sér vindlingsstubbnum og sagði kæruleysislega: — Heldurðu ekki, að hann Blil gæti ennþá haft gaman af að heyra um skemmtiferðina þína til Trenton fyrir þremur árum .. var það ekki í júní? Það var rétt eins og hurð hefði opnazt milli þeirra og svo skellzt aftur samstundis. Hún hafði grip ið andann á lofti — það hefði hann getað svarið — en svo hló hún og svaraði: — Hvað í ósköpunum ertu að fara? — Jú, ég á við þegar þú fórst til Trenton með honum Cyril Maynard. Hún hló aftur. — Já, og Bill .. þú hefur vonandi ekki gleymt Bill. — Sei-sei, nei, en það hafðir þú, var ekki svo? Mér datt í hug, að hann gæti haft gaman af að heyra ferðasöguna. — Góði Alan, ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvað þú ert að fara. — O, það er bara hneykslis- saga, sem getur verið orðin göm- ul áður en allir hætta að hafa gaman af að heyra hana. Mér datt í hug, að þú gætir kannske haft áhuga á henni, svo lengi sem einhver annar hefur það. Og ég efast ekki um, að Bill gæti haft áhuga á henni. — Það var fallega gert af þér að segja það. Hann er að minnsta kosti maðurinn minn. — Já, það er nú einmitt merg urinn málsins. Einmitt af því hann er maðurinn þinn, er hon- um kannske ekki alveg sama um, hvort þú hefur farið méð Cyril til Tremton, jafnvel þó þrjú ár séu um liðin. Hún hafði greikkað sporið og hann dregizt ofurlítið aftur úr. Nú sneri hún sér við og stappaði niður fæti. — Ferðu svona að því að vera fyndinn? Hann hrissti höfuðið. — Nei, ég er að tala um staðreyndir en ekki að reyna að vera fyndinn. Ég var sjálfur þarna á staðnum, skilurðu, og sá þig koma. Og ég á hendurnar á henni. Þær voru krepptar í fellingamar á græna kjólnum. Hann brosti þegar hún sagði: — Og þú ætlar að fara að segja honum þessa kjaftasögu? Hvoru okkar heldurðu, að hann trúi betur? Ég veit ekkert um það, en ég mundi bara lofa honum að kíkja í þessa gestabók. Klórið hans Cyr ils er mjög sérkennilegt, svo að maður gleymir því ekki ef mað- ur hefur einu sinni séð það, og ég býst við, að Bill hafi séð það oft og mörgum sinnum. Það varð dauðaþögn, en svo sagði hún: Og þú heldur, að hann mundi fara að gera sér ferð til Trenton til þess að skoða þessa gestabók? — Já, það held ég. Hann mundi ekki trúa mér....eða að minnsta kosti mundi hann segjast ekki trúa mér .. og þá mundi hann fara til Trenton, til þess að láta mig verða mér til skammar. En bara er sá gallinn á, að ég yrði mér ekki til skammar. — Nú varð önnur þögn og lengri en hin fyrri. Loksins sagði Pippa: — Hvað ferðu fram á? Hann hló. — Þú ert skynsöm stúlka. Þessu er hægt að koma í lag án þess að nokkur þurfi að líða við það. Bill er ágætis ná- ungi, og mér hefur alltaf fund- izt þú töfrandi. Til hvers ætti ég að vera að splundra hjónaband- inu ykkar? Mér illa við allt slíkt, en hins vegar verður maður að lifa. — Nú, fjárkúgun, eða hvað? Hann andvarpaði. — Æ, bless- uð vertu, við skulum ekki fara að verða hátíðleg. Það er svo gamaldags. Hvers vegna ættum við ekki að gera út um málið, svo að bæði geti verið ánægð? H.ún sagði, og röddin var snögg lega áköf: Ekki skil ég í því að það skuli ekki vera búið að myrða þig fyrir löngu. — Æ, góða Pippa, ekki svona æst. Það er einhver að koma. Hann lækkaði röddina. Skáldið ocf mamma litla 1) Hver hefur mölbrotið hliðið ég vona að við fáum gert við það. una á morgnana. Og í morgun var ég okkar? 3) Já, en — mamma — hliðið er að flýíta mér svo mikið! 2) Það var að vísu ekki fallegt, en alltaf fyrir mér, þegar ég fer í vinn- m a L ú — Bamey Lawton er þegar iominn, Bjarni. Ekki segja hon- um strax að Bangsi sé horfinn. Láttu mig þetta! Sæll Barn- ey, gaman að sjá þig aftur. Þetta er Bjarni Flaxon. — Sæll Bjarni, hvar er þessi undrahundur Bangsi, sem búið er að segja mér svo mikið um? — Vertu rólegur Barney, við komum að því síðar. Hvar eru íþróttafréttaritararnir? THEY'RE CHECKIHG IHTO THE MOTEL...WE HAVE ONLY A COUPLE PAYS TO SPENP WERE...SO LET'S START SHOCTINS PICTURES/Jj — Þeir eru að láta skrá sig inn á gistihúsið. Við getum aðeins dvalið hér í tvo daga, svo við skulum byrja að taka myndir! Komumenn voru hjónaleysi sem leiddust eftir stígnum _____ ungfrú Myrtle Page, sem vann í snyrtistofu og var allra bezta auglýsing fyrir þá stofnun, og vinur hennar, Norman Evans, sem vann hjá málfærslumann- inum á staðnum. Þegar þau voru komin fyrir næsta horn, sagði Myrtle: •— 0-o..heyrirðu þetta? Og Norman svaraði, að sem betur fer væri hann ekki heyrna- laus, og fengi hann ekki einn koss í viðbót? En að baki þeim stóð Alan og hrissti höfuðið Oig mælti í ásök- unartón: — Þetta hefst upp úr því að þjóta svona upp. Þau heyrðu hvert orð, sem þú sagðir. — Og hvað um það? Hann hló. — Jú, ef þú tækir það í þig að hrinda mér hérna fram aí klettunum, ættirðu að hætta við það, af því að þau heyrðu þig vera að spyrja um, hvers vegna enginn væri búinn að kála mér, og svo heyrðu þau mig kalla þig Pippu. Ég held það verði betra upp á framtíð- ina að semja við mig, heldur en eiga það á hættu að fara í gálg- ann. Hún gekk af stað áleiðis að húsinu. Þannig hafði hún goluna á móti sér og var því fegin. Þau gengu svo áfram hægt og þegj- andi. Hvað hann snerti, þóttist hann hafa sagt það, sem hann þurfti að segja. Þetta kvenfólk æsti sig alltaf upp í einhverja vonzku ef maður ætlaði að rök- ræða við það. Hann hafði sagt það, sem hann þurfti, en orð hans mundu endurtaka sig sjálf, stund eftir stund á andvökunótt. Rétt áður en þau komu að garðshliðinu, sneri hún sér við og sagði: — Hvað ferðu fram á? 7. kafli. . Carmonu létti stórum er hún. kom upp í herbergi sitt. Kvöld- ið var liðið og hvað svo sem hafði skeð eða ekki skeð yrði það að minnsta kosti ekki endur tekið. Það hafði byrjað eins og yfirvofandi stormviðri, þegar svört ský koma upp á sjóndeildar hringinn og hækka svo á lofti. Þau höfðu komið og vofað yfir og farið fram hjá, án þess að óveðr- ið skylli á. Hún var undrandi yfir sínum eigin hugsunum. Hvaða ástæðu hafði hún svo sem til þess að vera á'hyggjufull og kvíðin? Ef þau væri á annað borð lifandi, Alan og hún, var ekkert trúlegra en að þau sæjust einhvern tima Vitanlega var það ekkert skemmtilegt, en það var bara óumflýjanlegt. Og að vera að reyna að forðast slíka samfundi, var sannarlega að gera of mik- ið úr öllu saman. Eina ráðið var að taka aftur upp gamlan kunn- ingsskap, rétt eins og ekkert hefði nokkurn tíma í skorizt. Að þau yrðu ofurlítið hlédrægari, hvort gagnvart öðru, var ekki nema eðlilegt. En henni til undr- SUÍItvarpiö Laugardagur 2. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. 8.15 Tónleikar. — 8.30 Tréttir. -• 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigur jónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. — (Fréttir kL 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Smásaga vikunnar: „Undankom- an“ eftir William Somrset Maug- ham, í þýðingu Brynjólfs Sveins- sonar. (Jónas Jónasson). 20.45 Tónleikar: Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur forleik að „Rómeó og Júlíu" eftir Tjaikovskí; Olav Kielland stjórnar. 21.10 Leikrit: „t»að er komið haustM eftir Philip Johnson. í þýðingu Bjarna Benediktssonar. Leikstj.; Valur Gíslason. Leikendur: Val- ur Gíslason, Regína Þórðardóttir, Anna Guðmundsdóttir, Arni Tryggvason, Hildur Kalman og Aróra Halldórsdóttir. (Aður flutt 28. ágúst 1955). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.