Morgunblaðið - 06.07.1960, Blaðsíða 8
8
MORCimBL AÐIÐ
Miðvik'udagur 6. júlí 1960
Dagbók
eftir Henry Holland.
Þýðandi Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum.
. ★
uT ER komin hjá Almenna bóka-
íélaginu júní-bók félagsins, Dag-
bók í íslandsferff 1810, en höf-
undurinn er skozkur læ-knir, dr.
Kveðja til Bjarna
Gubnasonar
t. 28. 6. 1891. — D. 26. 6. 1960.
★
Horfinn er vinur, hans og góðu
kynni,
hérvist ei lengur leyfð í þessum
heim.
Áfram er haldið að æðri
veröldinni,
andi þinn floginn í sælli og betri
geim.
Þú varst svo sterkur, og stofninn
þinn svo nýtur
að stórviðri þurfti ef á þér átti
að sjá.
En enginn fær viðnám þá boðinn
stóri brýtur,
báruföll hans hér enginn standast
má.
Hög var þín hönd og hjálpfús
æ til starfa,
hugurin frjór ef leysa þurfti
þraut.
Einlægur vilji er orkaði til dáða,
öðrum fórst vel er tilsögn
þinnar naut.
Manndómur þinn er meiri
en sumra hinna,
er mikið ber á lífsins hildarleik.
Trúræknin mikil þó talað væri
minna,
það tendraðist oft á björtum
tjóssins kveik.
I>ú varst svo góður, mér finnst
hér hafa fallið
faðirinn annar, en vonin mín
er sú
að sjáumst þá seinna, þá kemur
að mér kallið
og könnumst hver við annan
bæði ég og þú.
Ljósið hið bjarta er lýsti í sálu
þinni,
logi nú skært á ókunnugum stig.
Æ munt þú verða efst í vitund
minni
einn af þeim beztu er bundu
tryggð við mig.
G. Ó.
Júni-bók AB:
í íslandsferð 1810
Henry Holland. Þýðandi er Sein-
dór Steindórsson frá Hlöðum, og
hefur hann einnig samið skýr-
ingar og ritað ítarlegan formála,
þar sem gerð er grein fyrir höf-
undinum og samfeðamönnum
hans.
Dr. Holland ferðaðist um sum-
arið 1910 ásamt skozka vísinda-
manninum Sir George Mackenz-
ie, læknastúdentinum Richard
Bright og Ólafi Loftssyni, túlk
og leiðsögumanni.
Árið eftir, 1811, gaf Sir G.
Mackenzie út vandaða bók um
ferðina. Var hún prýdd mörgum
myndum, sem þeir félagar höfðu
teiknað hér. Varð ferðabók Mac
kenzie, ein af kunnustu bókum
um ísland, kom alls út í 4 útgáf-
um í Englandi, en var auk þess
þýdd á önnur mál.
En þó að dagbók dr. Hollands
sé engu síður merkileg en ferða-
bókin og nákvæmari, einkum að
því er snertir þjóðina sjálfa, hef-
ur hún verið ókunn til þessa, og
er þetta í fyrsta sinn, sem hún
kemur fyrir almennings sjónir.
Afkomendur dr. Hollands hafa
varðveitt handritið, en síðast lið-
ið ár gaf sonar-sonar-sonur hans,
David Holland það Landsbóka-
safninu, sem hefur góðfúslega
leyft Almenna bókafélaginu að
gefa það út.
Dr. Henry Holland var aðeins
22 ára, er hann ferðaðist hér.
Hafði hann lokið prófi í læknis-
fræði þá um vorið, en næsta ár
hlaut hann svo doktorsnafnbót
fyrir rit um sjúkdóma á íslandi.
Varð dr. Holland síðar mjög
kunnur læknir í Englandi, líf-
læknir Viktoríu drottningar og
Alberts prins. Einnig var hann
mjög viðförull ferðamaður, en
íslandsferðin var fyrsta lang-
ferðin hans. Bar hann alltaf mjög
hlýjan hug til íslands og íslend-
inga eftir þessa ferð Heimsótti
hann landið aftur 1871, 83 ára
að aldri, en hann andaðist 1873.
Dagbókin hefst í Orkneyjum,
segir fyrst frá ferð þeirra þaðan
til Reykjavíkur, en hingað komu
þeir 7. maí. Dvöldust þeir síðan
í Reykjavík til 21. maí og kynnt-
ust mönnum og málefnum, sóttu
hér m. a. dansleik, komu á mörg
heimili, einkum Holland, sem
stundaði hér ofurlítið læknis-
störf, fóru í mjög eftirminnilega
heimsókn til Ólafs Stephensens
í Viðey, o. s. frv.
21. maí hófst 11 daga ferð
þeirra um Suðurnes, síðan fóru
þeir í mánaðar ferðalag um Borg
arfjörð og Snæfellsnes og loks
í þriggja vikna ferðalag austur
fyrir fjall, komu á Þingvöll, að
Skálholti, Geysi, riðu alla leið
upp í Hrafntinnuhraun og gengu
á Heklu. En á milli ferða dvöldu
þeir jafnan í nokkra daga í
Reykjavík.
Dr. Holland skrifar dagbók
sína jafnóðum, svo að frásögn
hans er öll fersk og lifandi. Hann
lýsir smáatvikum af nákvæmni,
er berorður um menn og málefni
og virðist furðu réttsýnn í dóm-
um. Eru skrif hans öll hin merki
legustu, og er hér vafalaust um
að ræða gagnmerka heimild um
ísland og íslendinga, jafnframt
sem dagbókin er bráðskemmtileg
aflestrar.
Steindór Steindórsson lýkur
formála sínum á þessa leið:
„Að endingu skal þess getið,
að ég skil við dr. Holland með
nokkrum söknuði. Ég hóf þýðing
una með ofurlítilli tortryggni
gagnvart höfundinum og verki
hans. En því betur sem ég kynnt
ist því, þótti mér meira til þess
koma og höfundarins sjálfs . . .
Og þegar ég nú legg síðustu hönd
á verkið, finn ég bezt, að gott
hefur verið að eiga sálufélag við
höfund þess“.
Dagbók í íslandsferð er 279
bls. að stærð. í henni eru allmarg-
ar myndir, flestar úr dagbókar-
handriti dr. Hollands, en nokkrar
úr ferðabók Mackenzies. Bókinni
fylgir ítarleg nafnaskrá. Framan
á bókinni er falleg litmynd af
Krísuvík, teiknuð af Mackenzie.
Bókin hefur verið send umboðs
mönnum Almenna bókafélagsins
út um land, en félagsmenn í
Reykjavík vitji hennar í af-
greiðslu félagsins að Tjarnargötu
16.
Von
Rúss-
lands
MYNDIN hér að ofan er
af jarðarför Pasternaks.
Hún birtist í franska
blaðinu Match.
Enda þótt valdhöfun-
um í Kreml hafi ekki
þótt taka því að skýra
frá láti skáldsins í aðal-
málgögnum kommúnista
stjórnarinnar, voru
hundruð manna við jarð
arförina hvaðanæva að
úr Rússlandi, en einkum
vakti það þó mikla at-
hygli, hversu stór hópur
æskufólks var þarna
saman kominn til að
kveðja skáld sitt.
Boris Pasternak bjó
ekki í höll við Eystrasalt
og fór aldrei fram á að
vera hylltur af höfðingj-
um. En æskan unni hon-
um. —
Magnaður mývargur
veldur óþœgindum
Frá samkomu Húnvetninga á Hveravöllum 1959.
HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík efnir til skemmtiferðar inn
í Þórsmörk laugardaginn 16. þ. m. Lagt verður af stað frá húsi fé-
lagsins, Miðstræti 3, kl. 10 f. h. og komið aftur á sunnudagskvöld.
Um kvöldið verður efnt til skemmtunar inni í Þórsmörk, ef veður
leyfir, bæði dansað og farið í leiki. Þátttökugjald verður kr. 222.00.
Leiðsögumaður verður Jón Eyþórsson, veðurfræðingur.
ÚR MÝVANTSSVEIT, 29. júní:
— í sumar hefur verið mjög
mikið mýbit, bæði mönnum og
skepnum til óþæginda og kvalar.
Mývargurinn var í maílok orðinn
mjög magnaður og er það óvenju
lega snemmt, því venjulega verð
u rhans ekki vart fyrr en komið
er ofurlítið fram í júnímánuð.
Undanfarið hefur vargurinn ver-
ið svo magnaður að þurft hefur
að gefa kúm inni suma daga og
mjög illt hefur verið að vera
við útivinnu. Menn muna varla
eftir eins mögnuðum mývargi og
nú er hér.
Refir og minkar.
Refaveiðar hafa gengið vel í
vor. Þau greni, sem fundizt hafa,
voru hreinsuð algerlega, bæði
fullorðin dýr og yrðlingar, verið
öll tekin .
Þrjú minkagreni hafa verið
unnin í Mývatnssveit í vor, og
einn gamall karlminkur náðist
í boga í Slútnesi.
Um mánaðamótin maí og júní
sáust hér stokkendur og hús-
endur með unga. Það er óvenju-
snemmt og sýnir að þessar end-
ur hafa verið farnar að verpa
í byrjun maí.
—Jóhannes.
Cera við
hjólbarða
HAFNARFIRÐI. — Nú nýverið
hafa bræðurnir Jón og Gísli Guð
mundssynir opnað hjóbarðaverk-
stæði að Strandgötu 9, j kjall-
ara veitingastofunnar Mána-
bars. Er þar af hendi leyst öll
vinna, sem að hjólbörðum lítur,
og hyggjast þeir afla sér véla,
sem til þarf. Nú á næstunni
munu þeir t.d. taka í notkun
vél, sem sýður í dekk. Að öðru
leyti eru þeir vel búnir að verk-
færum.
Er þetta annað hjólbarðaverk-
stæði hér í bænum. Hitt er rekið
af Kjartani Guðmundssyni, Suð-
urgötu 45.