Morgunblaðið - 06.07.1960, Page 5

Morgunblaðið - 06.07.1960, Page 5
Miðvikudagur 6. júlí 1960 MORCJJ'NLLAÐÍÐ 5 UNDANFARIN tvö sumur hef ur dvalizt hér á landi í sumar- fríi hr. Einar Ingvaldsen, verkfræðíngur frá Oslo. Kom hann hingað í fyrstu a'ð tilhlut an Ofnasmiðjunnar hf., sem tæknilegur ráðunautur, en þess utan hefur hann ferðazt mikið um landið og tekið lit- myndir. Nú er Einar Ingvald- sen kominn hingað í þriðja skiptið, og er aðalerindið að þessu sinni að taka litskugga- myndir fyrir skólaútvarpið norska. Tiðindamanni Mbl. var hoð- ið að vera viðstaddur mynda- sýningu, sem hr. Ingvaldsen hélt fyrir skömmu. Voru þar sýndir þrír myndaflokkar, er hann hafði tekið á tveim fyrstu ferðum sínum: Á vængj um yfir íslandi og Grænlandi, Frá suðri til norðurs og Iðn- aður á íslandi. Skýringartexti af segulbandi fylgdi hverri mynd en auk þess var íslenzk- ur söngur felldur inn í fyrir og eftir hvern þátt. Var það Sigríður Ragnhildur Jónsdótt- ir sem söng „Korreró“ við lag eftir Jakobinu Thorarensen. Við hittum hr. Ingvaldsen að máli eftir sýninguna og töl uðum við hann stundarkorn um dvöl hans og starf hér á landi. Hann sagði: — Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn, hafði ég mikinn áhuga á að kynnast landinu. Mér gafst tækifæri til að ferð- ast töluvert um og taka mynd- ir. Þær myndir hafa verið sýndar víða um Noreg, bæði hjá félögum, atvinnufyrirtækj um og í skólum, og hafa vak- ið mikla athygli. Stuttu áður en ég fór til íslands í ár, var ég beöinn um að útbúa kennsluefni um ísland fyrir norska skólaútvarpið, sem nota mætti við kennslu í efstu bekkjum í barnaskólum og svo gagnfræðaskólum. Að því verki mun ég vinna í sumar. Þannig hefur þetta „tóm- stundastarf“ mitt orðið mikil- vægara en í up»hafi var gert ráð fyrir. — Hvaða efni hafið þér hugs að yður að taka fyrir í kennslu myndirnar? — Ég hef hugsað mér að búa til tvo myndaflokka, í fyrsta lagi um sögustaði íslands, nátt úru þess og jarðrækt, og í öðm lagi um fiskveiðar og iðnað. Myndirnar, sem verða teknar hér í ár, verða útbúnar sér- staklega fyrir skuggamynda- 33 ára gömul, segjast vera yngsta langamma og yngsta amma í ver- öldinni. Fyrir mánuði síðan eign- aðist nefnilega dóttir frú Visconti, Michele Garnoux, sem er 16 ára, son á heimili sinu í Toulon í Frakklandi. vélar í myndröðum og fram- kallaðar í um það bil 600 ein- tökum, sem svo er dreift út um allan Noreg. Þar fer landa- fræðikennsla að mestu fram með skuggamyndum og fylgir talteksti hverri mynd, annað hvort beint frá útvarpinu eða af segulbandstæki. Þessi kennsluaðferð með skuggamyndir ryður sér æ meir og meir til rúms. Hún hefur þá kosti fram yfir kvik- myndirnar, að hver og einn getur horft á þær eins lengi og hann óskar og þær þreyta ekki eins aiugað. — En er ekki erfitt að fást við myndatökur í framandi landi. — Jú, og ég hefði tæplega þorað að fara út í að útbúa kennsluefni um ísland, ef ég ætti ekki jafn marga og góða vini hér, sem hjálpa mér á margvíslegan .hátt. Ber þar fyrstan að nefna Sveinbjörn Jónsson, forstjóra Ofnasmiðj- unnar, sem hefur sýnt mér mikla vináttu og komið mér í samband við fólk út um allt land. Og ég vildi nota tæki- færið til að þakka fyrir alla þá hjálp og velvilja, sem ég hef hvarvetna mætt. Viðmót fólks ins og hin stórbrotna landslag hér, hafa gert dvöl mína hér á landi ævintýri líkast. — Ég er sannfærður um, að myndirnar, sem ég fer með til Noregs, munu ýta undir löng- un unga fólksins til að heim- sækja ísland. f Noregi fer á- huginn fyrir íslandi vaxandi, og hvað er eðlilegra en tvær þjóðir, sem eiga sameiginlega sögu að baki, vilji treysta tengslin sin á milli, sagði Ein- ar Ingvaldsen að lokum. ÁHEIT og GJAFIR Fyrir nokkrum dögum kom til mín Halldór Fjalldal kaupmaður í Kefla- | vík og afhenti mér kr. 5 þús. í söfnun- ina, frá sér og konu sinni frú Sigríði | Skúladóttur. I>au hjónin höfðu komið sér saman um að minnast 50 ára af- mælis síns á þennan sérstæða og myndarlega hátt, en Halldór varð fimmtugur 31. maí en frú Sigríður 2. júní. Jafnframt að óska þeim til ham- ingju með merkisafmælið færi ég þeim hjartans þakkir. Ennfremur hef ég móttekið: Frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kr. 10 þús. og Islenzka vöruskiptafélaginu : kr. 10 þús. — Kærar þakkir. FJi. söfnunarnefndar Björn Dúason. Geymsluhúsnæði til leigu. — Upplýsingar í sínaa 15526. — Krossviðs-flekamót 35 flekar 2,75x1,22%. Til sýnis og sölu, Sólheimum 46, eftir kl. 8 á kvöldin. | íbúð til leigu Upplýsingar í símum 32344 og 13035. — Storm P. teiknaðj Svía aldrei öðru vísi en með svartblá og þrút in bsennivínsnef. Þetta fé'll Sví- um illa, og eitt sinn, þegar Storm P. var á gangi um götur Kaup- mannahafnar, mætti hann vini sínum,, sem bjó handan Eyrar- sunds. — Segðu mér, Storm, — spurði Svíinn, — getur þú alls ekki mál- að sænsk nef með eðlilegum lit? ■—Auðvitað get ég það, — svar- aði Storm, — en hvernig á þá fólk að geta séð að ég hef teiknað Svía? Dr. med. Erik Warburg, rektor Kaupmannahafnarháskóla, sagði stundum skrítna hluti í fyrirlestr um sínum, þegar hann fór út fyr- ir hinn skrifaða texta. Eitt sinn var hann að lýsa duttlungafullum sjúkdómi fyrir nemendum sínum, sem skrifuðu þá m.a. þetta niður eftir honum: Þessi sjúkdómur hagar sér eins og ungar stúlkur .... maður veit ekki, hvað þær vilja .... (löng þögn) .... ja, það er að segja, maður veit það náttúrlega vel .. .. en bara ekki hvenær. Frú Paulette Girdano, sem stendur á fimmtugu, og dóttir hennar, Josette Visconti, sem er Loftleiðir hf.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York. Fer til Amsterdam og Luxemborgar kl. 8,15. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 23 frá Stavangri. Fer til New York kl. 00:30. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti- foss og Tröllafoss eru í Rvík. Fjallfoss er í Hull. Goðafoss er í Hamborg. Gull- foss er á leið til Khafnar. Lagarfoss er á Bíldudal. Reykjafoss er á leið til Hull. Selfoss er á leið til Rvík. Tungu foss er í Gufunesi. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla, Esja og Herðubreið eru 1 Rvík. Skjaldbreið er á Skagafirði á leið til Akureyrar. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild SÍS.: — Hvasafell og Arn arfell eru í Archangelsk. Jökulfell er á leið til Gautaborgar. Dísarfell er á Sauðárkróki. Litlafell losar á Norð- urlandshöfnum. Helgafell er á leið til Kotka. Hamrafell er á leið til Hafnar- fjarðar. H.f. Jöklar. — Langjökull er á leið til Islands. Vatnajökull er á leið til Reykjavíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Keflavíkur. Askja er á leið til Islands. Eg vel mér vini eítir útliti, kunn- ingja eftir skapgerð og óvini eftir gáf- um. Maður getur aldrei verið of varkár í vali óvina sinna. — Oscar Wilde. Ætti ég að ákveða, hvort ég vildi heldur hafa ríkisstjórn en vera án dagblaða, eða dagblöð en vera án rík- isstjórnar, þá myndi ég ekki bika augnabiik, áður en ég veldi síðari kost- inn. Pennavinir 14 ára hebresk stúlka að nafni Ada Ruffo óskar eftir íslenzkum pennavini, | pilti eða stúlku. Henni má skrifa á norsku, dönsku eða sænsku, en svarar sjálf á sænsku. Það stafar af því, að hún lætur þýða bréfin yfir á hebresku, en þýðandinn skrifar ekki annað en sænsku af Norðurlandamálunum, þótt | hann geti lesið hin. Hún dvelst nú í j heimavistarskóla skammt frá Genes- aretvatninu, og utanáskrftin er: Ada | Ruffo, Shaar-Hagolan, Doar-Na, Emek- Hayarden, Israel. Hebreskan dreng ,sem hefur sama bréfaþýðanda og stúlkan hér að ofan langar til þess að skrifast á við 10—11 ára gamlan íslenzkan dreng. Hann bið- ur foreldra að hjálpa börnum sínum j til þess að setja saman bréf á einhverju Norðurlandamálánna til sín. Drengur- inn heitir Amos Rubel, og þar eð hann j dvelst á sama skólanum og stúlkan, þá er heimilisfangið hið sama. 18 ára gamall japanskur piltur seg- ist hafa mikinn hug á því að komast í j samband við Islendinga, og skrifar blaðinu bréf af því tilefni. Hann lang- ar til að fræðast um land og þjóð, I skiptast á frímerkjum, póstkortum og j myndum o.s.frv. Bréfið er á ensku, nafn piltsins og heimilisfang er: Takeshi, Abe. 41, banchi, Minamin- j ocho, Higashi-kozu, Tennwzi-ku, Os- aka, Japan. í gleymsku fellur allt og allt. Lifðu vel, því líf er stutt. Eí orðinn hlut þú harma skalt. Lifðu vel, því líf er stutt. í kveld ei sinntu um svefn né ró. Lifðu vel og leiktu þér, því líf er stutt. Á síðan færðu að sofa nóg. Lifðu vel, því Hf er stutt. Hannes Hafstein: Lagtexti. \ ’i Kcnúl mi„n; a3 auglýsing i stærsla og útbreiddasta blaðinu — eykur söluna mest -- Lokað vegna sumarleyfa frá 24. júlí til 15. ágúst. Kassagerð Reykjavíkur Öskjudeild — Trékassadeild Lokað vegna sumarleyfa frá 11. júlí til 2. ágúst. Efnagerðin Record Brautarholti 28 Atlas hverfiruður fyrirliggjandi Jónsson & Júlíusson Tryggvagötu 8 — Sími 15430.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.