Morgunblaðið - 06.07.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 06.07.1960, Síða 10
10 MORGVNBI AÐ1Ð Miðvikudagur 6. júlí 1960 Meistarinn Picasso lýsir sjálfur myndurr. sínum La Danse 1925. „Ég: heimtaði að þessi mynd yrði sett á sýn- inguna. Ég tel þetta mikilvægá mynd, að minnsta kosti fyrir sjálfan mig“. PICASSO hinn heimsfrægi málari er nú að opna einka- sýningu í Tate Gallery í London. Þetta verður stærsta og fullkomnasta Picasso sýn- ing, sem hefur nokkru sinni verið haldin. Á henni verða 269 málverk Picassos frá öll- um aldursskeiðum. Sjálfur hefur málarinn lagt fram 100 málverk, sem hann hefur graf ið fram úr eigin málverka- geymslum. Sum þeirra hefur hann aldrei sýnt áður. 1 fyrstu höfðu menn vonað að Picasso kæmi sjálfur til að vera viðstaddur opnun svo glæsilegrar sýningar, en hann hefur hafnað því og ætlar að vera að vinna í íbúðarhúsi sínu La Californie á frönsku Rivierunni, skammt frá borg- inni Cannes. Vinna bezta leið til hamingju. Listgagnrýnandi Newsweek Lionel Durand skrapp suður á Rivieruna til að tala við Picasso. Picasso tók vingjarn- lega á móti honum, enda eru þeir gamlir kunningjar. Picasso var klæddur í blá- röndótta sjóarapeysu og stutt buxur. Hann var hraustlegur, leit miklu heldur út fyrir að vera fertugur, en áttræður eins og hann er að verða. „Ég ætla ekki að fara til London“, sagði Picasso, „ein- faldlega vegna þess, að mig langar ekkert til að ferðast, heldur vera kyrr hér við vinnu mína. Vinna og meiri vinna. Það er bezta leiðin til að verða hamingjusamur. Það eru mestu vandræði, að alltaf er verið að trufla mann. Ég vildi að ég gæti skotið skamm byssuskotum upp í loftið til þess að hræða burt alla þessa forvitnu ferðalanga, eins og ég gerði þegar ég var ungur“. Hættur að seslja. Um Lundúnasýninguna seg- ir Picasso: „Ég er ekki viss um að sýningin, verði falleg, en hún verður stór“. Hann kvaðst skilja það, að þetta ætti að vera yfirlitssýning og hafa valið myndirnar sjálfur á hana með hinni mestu ná- kvæmni. Sjálfur á Picasso um 1000 myndir eftir sjálfan sig, allt frá teikningum, sem hann gerði sem undrabarn á Spáni og fram að síðustu manna- myndum hans. „Mig langar ekkert til að selja málverk“, sagði Picasso, sem er margfaldur milljóna- mæringur. „Hvað get ég borð- að margar máltíðir á dag?“ Svo bætti hann við: „Þú veizt, mér finnst ekki skemmti legt að þurfa að senda mynd- ir frá mér. Það er eins og að láta skera botnlangann úr sér“. Enda hefur Picasso ver- ið að reyna að kaupa aftur eins mörg málverk sín og iiann hefur getað, líklega með þann tilgang í huga, að stofna „Picasso safn“ sem koma mætti fyrir í nýja húsinu hans, 36 herbergja höllinni í Vaugenargues. „Verk mín eru alltaf já- kvæð og uppbyggileg“, sagði Picasso. „Það sem fólk kallar afmyndun, það kalla ég mynd byggingu, samkvæmt lögmál- um og óskráðum reglum sem ég hef þurft að kanna og byggja upp á langri ævi“. Picasso telur verk sín nú, að- eins framhald af fyrri verk- um sínum. Skrítnir hlutir. Það eina sem Pieasso telur nokkurs virði að eiga eru eigin málverk og skringileg- ar gjafir kunningja sinna. La Californie er full af allskonar skrítnum hlutum, eins og ís- mótum sem eru í laginu eins og naktar meyjar, slökkviliðs hjálmum, reiðhjólahlutum, kastjanettum skozkri regn- hlíf. Og vasar Picasso eru fullir og bunga út, ekki af peningum, heldur hringjum, kveikjurum og vasahnífum. Lífsvenjur Picasso líkjast meir lífsvenjum venjulegs borgara en byltingarsinnaðs listamanns. Hann fer sjaldan út, en unir sér við að skoða sjónvarpið. „Þessi kassi er auga mitt út í heiminn", ségir hann og bendir á sjónvarps- tækið. Það eru mörg ár síðan hann hefur komið opinber- lega fram við hátíðleg tæki- færi. Síðast var það við frum sýninguna á kvikmyndinni „Mystére Picasso". En hann hefur gaman af því að klæða sig í allskonar fáránlega bún- inga og taka þannig á móti vinum sínum, sem koma til Framh. á bls. 17. Landslag- með tveimur verum 1908. „Þessa landslagsmynd gerði ég á vakningartímabili í ævi minni. Það má kalla þetta kúbisma. En orðið kúbismi var síðar fundið upp yfir myndir sem ég gerði á þessu tímabili. Það var öðru vísi en með súrrealistana, þeir voru kallaðir súrrealistar áður en þeir máluðu nokkuð og sama var að segja um impressjónistana“. Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenzkaði Dr. Henry Holland var aðeins 22 ára, nýbakaður læknir, þegar hann ferðaðist um Island ásamt skozka aðalsmanninum Sir George Steuart Mackensie, læknastúdentinum Hichard Bright og Ólafi Loftssyni, túlk og leiðsögumanni. Dr. Holland varð síðar einn af kunnustu Jæknum Englands. Dr. Henry Holland hélt dagbók í allri íslandsferð sinni. Hún kemur nú fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn eftir 150 ár. Þeir félagar komu til Reykjavíkur 7. maí. Þeir dvöldust í höfuðstaðn- Um um hríð, en hófu síðan ferðalög um Suður- og Vesturland. Þeir skoðuðu náttúruundur landsins, en kynntust jafnframt fjölda manna leikum og lærðum. Einkum gerði dr. Holland sér far um að kynnast þjóðinni, og skrifar hann nákvæmlega um það allt í dagbók sína. Eru lýsingar hans næsta fróðlegar nútíma manni, og er dagbókin bæði bráðskemmtilegur lestur og ómetanleg heimild um þjóðina í upphafi 19. aldar, háttu hennar og menningu. Bókin er 279 bls., prýdd fjölda mynda, sem þeir félagar teiknuðu af landi og þjóð. Bók mánaðarins: Júní 1960 Dagbók í Islandsferð er hingað komin á þann hátt, að árið sem leið gaf sonar-sonar-sonur dr. Hollands, David Hólland. Landsbókasafn- inu handritið ásamt rétti til útgáfu, ef svo sýnist. Hefur Landsbóka- safnið látið útgáfuréttinn Almenna bókafélaginu góðfúslega í té. Þýðandi bókarinnar, Steindór Steindórsson yfirkennari frá Hlöðum, ritar jafnframt ítarlegan formála um þá félaga og ferðir þeirra. Hann lýkur formálanum með þessum orðum: „Að endingu skal þess getið, að ég skil við dr. Holland með nokkr-^ um söknuði. Ég hóf þýðinguna með ofurlítilli tortryggni á höfundin- um og verki hans. En því betur sem ég kynnist því, þótti mér meíra til þess koma og höfundarins sjálfs . . . Og þegar ég nú legg síðustu hönd á verkið, finn ég bezt, að gott hefur verið að eiga sálufélag við höfund þess. Dagbók í íslandsferð er bráðskemmtileg bók og jafnframt óviðjafn- anleg heimild um menn og memungu r byijun 19. aldar. Almenna bókafélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.