Morgunblaðið - 06.07.1960, Qupperneq 22
22
MORCVNBT.AÐ1Ð
Miðvikudagur 6. júlí 1960
Hrafn-
hildur
Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir, hin unga sundkona ÍR
var eini keppandi íslands á
Norðuriandamóti unglinga í
sundi sem fram fór í Gjövik í
Noregi um helgina.
Hrafnhildur keppti í 200 m
Bandaríska úrtökumótið
byrjað
4.47
og fór allar hæðir í fyrstu
tilraun nema 4.64
BA’NDARlKJAMENN hafa löng-
um þótt djarfir er þeir velja sína
Ólympíukeppendur. „Úrtökumót-
ið ræíur", segja forráðamenn
þeirra og siðan er ekkert þrefað
eða þrasað um það hver verið
hefur beztur eða verður beztur.
J*rír beztu á úrtökumóti fara til
Ólympiuleika — aðrir ekki.
* FYRRI ATVIK
Vel má minnast hér á Harri-
son Dillard, grindahlauparann
heimsfræga, sem á úrtökumótinu
1948 varð af verðlaunum i 110 m
grindahlaupi og þar með af heiðr
inum að keppa fyrir land sitt í
sinni heimsmetgrein. Þó hafði
hann fram að úrtökumótinu unn-
ið 82 grindahlaup í röð, var
heimsmethafi o. fl.. Einnig má
minnast spjótkastarans Bud
Held, sem á úrtökumótinu 1956
▼ar meiddur — en sigraði síðan
með yfirburðum í hverri keppni,
m. a. alltaf yfir þeim er kepptu
íyrir Bandaríkin í Melbourne.
I úrtökumótinu á dögunum
mætti Bill Nieder haltur á fæti
og vafinn um úlnlið. Fyrr hefur
hann varpað lengst allra manna,
19.99 m. En svo vafinn og haltur
sem hann nú var, varpaði hann
„aðeins“ 18.88 og varð fjórði. —
18.88 er athyglisverður árangur
meidds manns, sem ekki getur
beitt sér til fulls. En þrátt fyrir
sína 19.99 m fær hann ekki far-
seðil til Rómar.
* STANGARSTÖKKIÐ
í stangarstökki setti Don
Bragg nýtt heimsmet, stökk 4.80..
Hann er þriðji Bandaríkjamað-
urinn sem stekkur hærra en
staðfest heimsmet Gutowskis —
og þrátt fyrir allt þeirra verstur
— samt mun það hann sem fær
heimsmetið viðurkennt.
Gutowski hefur stokkið 4.82 m
og Martin 4.81 m. En þeir fengu
báðir hjálp starfsmanna, sem
gripu stangirnar svo vindur
feykti þeim ekki á rána. Stökk
þeirra verða því ekki viður-
kennd.
Bragg er 25 ára gamall og náði
þegar sem unglingur í raðir
hinna allra fremstu. Nærri lá að
hann kæmist til Melbourne 21
árs gamall. Þá stökk hann 4.66 m.
Bragg er 190.5 sm að hæð og
vegur ekki minna en 83.5 kg.
Það þarf ekkert smávægilegt
V3
\Y‘X
m
m
t,,.dregið á morgun
Umboðið í Alþýðuhúsinu opið til kl. 10 í kvöld
stökk til að koma þeim þunga
yfir 4.80. En stökkkraftur hans
er undraverður. Stöng hans svign
ar mjög í stökkinu, en hún er
sterk, gerð úr alumíum og vegur
3.9 kg. eða nær kg. meir en
venjulegir stökkmenn nota.
Einnig það gerir honum erfiðara
fyrir.
* VOGAÐIR
Bragg sleppti öllum hæð-
um á mótinu nú þar til kom
að 4.47 m. Síðan stökk hann
4.57, 4.64, 4.70 og 4.80 m. Hann
fór ailar þessar hæðir — utan
4.64 — í fyrstu tilraun. John
Thomas hástökkvari var ekki
eins „kaldur“. Hann byrjaði á
198 og stökk síðan 202, 205,
208, 210, 213, 219 (heimsmet)
og 222.8 (heimsmet aftur). —
Allar hæðir fór hann í fyrsta
Framhaid á bls. 23
Á SUNNUDAG mættust í 2. riðli
II. deildar keppninnar lið Vest-
mannaeyja og Sandgerðis.
Eftir mjög jafnan og tvísýnan
leik fóru Sandgerðingar með
sigur, 5 mörk gegn 4. Leikurinn
var á köflum sæmilega leikinn,
en mikils úthaldsleysis gættj í
báðum liðum.
S-Ameríka
o« Evrópa
KNÁTTSPYRNUSAMBAND
Evrópu og Suður-Ameríku hafa
gengið frá samningum um að
koma á keppni milli knattspyrnu
liðanna sem vinna ár hvert Ev.
rópbikarinn og Suður-Ameríku-
bikarinn,
Ráðgert er að keppni þessi fari
fram í júní, en i ár mun hún
fara fram í júlí og september.
Fyrir hönd Evrópu leikur því
Real Madrid, en 'Suður-Ameríku
bikarinn vann í ar knattspyrnu-
liðið Penarol frá Montevideo í
Uruguay.
Meira
um
íþróttir
á bls. 11.
Kristleifur
sigraði f gær
— og í kvöld mæta hann
og Svavar IMorðmanninum
FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT ÍR hófst
í gærkvöldi. Hápunktur mótsins
var keppni Norðmannsins Ole
Ellefsæter og Kristleifs Guð-
björnssonar í 3000 m hlaupi.
Þeir fóru rólega af stað. Krist-
leifur hafði forystu 750 m en síð-
an Elíefsæter þar til 50—60 m
voru eftir. Kristleifur sleppti hon
um hins vegar aldrei og er síðasti
hringur hófst gei / Norðmaður-
Meisfaramót Reykjavík-
ur í frjálsíþróttum 1960
ÁKVEÐIÐ hefur verið að aðal-
hluti Meistaramóts Reykjavíkur
í frjálsíþróttum skuli fara fram
dagana 11., 12. og 13. júlí nk.
Keppnisgreinar eru þessar:
Fyrsti dagur: 400 m grinda-
hiaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup,
5000 m hlaup, hástökk, langstökk
kúluvarp og spjótkast.
Annar dagur: 110 m grinda-
hlaup, 100 m hlaup, 400 m hlaup,
1500 m hlaup, stangarstökk, þrí-
stökk, kringlukast og sleggjukast.
Þriðji dagur: 4x100 m boð-
hlaup, 3000 m hlaup, og fimmt-
arþraut.
Þá hafa dagarnir 26. og 27. júlí
verið ákveðnir fyrir síðari hluta
mótsins. Skal þá keppt í tugþraut,
3000 m hindrunarhlaupi og 10000
m hlaupi. Ef til vill verða þá
einníg hafðar skemmtilegar
auknagreinar til að lífga upp á
þann hluta mótsins.
Árm., KR og ÍR hefur verið
falin framkvæmd mótsins í sam-
vinnu við Frjálsíþróttaráð
Reykjavíkur.
Þátttökutilkynningar skulu hafa
borizt til formanns frjálsíþrótta
deilda félaganna fyrir kl. 20, þ.
7. júlí, eða til formanns Frjáls-
íþróttaráðs Reykjavíkur, Þorkels
Sigurðs,sonar.
Tilkynningar skulu vera skrif
legar.
Þáttaka er heimil öllum þeim,
sem skráðir eru meðlimir íþrótta
félags innan Reykjavíkur um-
dæmis, og eru búsettir í umdæm-
inu. Stjórn F.Í.R.R.
inn tilraun til að hrista Krist-
leif af sér.
Það tókst ekki, en þessu
sv * ði Kristleifur með mikl-
um endaspretti síðustu 100 m
og vann með nokkrum mun.
Náði Kristleifur bezta tíma sín
um í ár í hlaupinu en byrjun-
arhraðinn var of hægur til að
tími yrði mjög góður.
I kvöld lýkur ÍR mótinu á
Laugardalsvellinum. Þá kepp-
ir hinn norski gestur i 1500 m
hlaupi og mætir Svavari Mark
ússyni og Kristleifi. Auk þess
er keppt í 11 öðrum greinum
m.a. stangarstökki.
hlaut bronspenmg
Red Boys sigruðu
LUXEMBORGARLIÐIÐ Red
Boys brá sér til Akureyrar um
helgina og hefur leikið þar tvo
leiki. Fyrri leikinn, á laugardag,
unnu hinir erlendu gestir með 3
mörkum gegn 0. (Tvö markanna
skoruð úr vítaspyrnu).
Á mánudag var síðari leikur- |
inn, þá vann Red Boys með 3:2. j
j Stóð 2—0 í hálfleik þeim í vil.
bringusundi og 100 m bak-
sundi. Hún varð 3. í 200 m.
bringusundi á 3:11,4 mín.
Sigurvegari í greininni var
Inge Andersen Danmörku
3:02,0. önnur var Johnson,
Sviþjóð 3:06,3 mín. Fjórða
varð dönsk stúlka á 3:17,5.
í 100 m skriðsundi kvenna
varð Hrafnhildur 7. í röð-
inni á 1:17,2 mín. Sigurvegari
varð Michaelsen Danm. 1:07,5
2. Thorngren, Svíþjóð 1:08,5.
Geta má þess að Kirsten
Strange sú er hér keppti á
móti ÍR í vor varð 5. á 1:15,0.
Keppt var í útilaug sem veð-
urs vegna er geysað hefur í
Noregi var orðin aðeins 13
gráður. Lofthiti var og lágur
og aðstæður mjög slæmar.
Svíar unnu langflesta sigra,
hlutu 8 unglingameistara,
Danmörk 6 og Finnland 2.
Noregur og ísland hlutu að-
eins brons. Norðmenn tvo
peninga, ísland einn.