Morgunblaðið - 07.07.1960, Síða 3

Morgunblaðið - 07.07.1960, Síða 3
Fimmtudagur 7. júlí 1960 MOTtaiJNBLAÐIÐ 3 Höfum allar fengið okkur í HÓPI þeirra handknattleiks kvenna, sem nýkomnar eru heim með silfurpéning af Norð urlandakeppninni í handknatt leik, voru tvær giftar konur, þær Ólína Jónsdóttir og Sig- ríður Kjartansdóttir. Við hitt- um frúnar í eftirmiðdagskaffi daginn eftir heimkomuna og röbbuðum við þær stundar- korn. — Er ekki ánægjulegt að vera kominn heim aftur eftir jafn vel heppnaða ferð, spyrj- um við. — Jú, mikil ósköp, svöruðu þær samtímis. Þetta var ákaf lega spennandi ferð, en dá- lítið erfið, eins og búast mátti við. Við vorum ekkert sérlega heppnar með veður í ferða- laginu, nema í Svíþjóð, en þá stóðum við í keppni og feng- um ekki að liggja úti og sleikja sólina. — Fannst ykkur það ekki dálítið hart? — Óneitanlega, við vorum allar búnar að kaupa okkur bikini-baðföt og ætluðum að sóla okkur rækilega eftir keppnina. En því var ekki að heilsa. Þegar við komum til Kaupmannahafnar, þar sem við dvöldumst í 5 daga, sást ekki til sólar, og við fengum aldrei tækifæri til að Vigja baðfötin. — En var ekki um nóg ann- að hugsa í Kaupmannahöfn? — Jú-ú, svaraði Ólína og dró seiminn. En mest allur tíminn fór í að rápa í búðir, eins og það er nú skemmtilegt með tóma vasa. — Það er nú samt alltaf gam an að koma til Kaupmanna- hafnar, skaut Sigríður inn í, en bezt af öllu var þó að koma heim til bóndans og bamsins. Það fyrsta, sem sonur minn sagði við mig eftir heimkom- una var: — Hvar er bíllinn? Ég var búin að lofa að kaupa handa honum pedala-bíl, og því var hann ekki búinn að 1 gleyma. Bíllinn er væntan- legur með næstu skipsferð. Hafa börnin með sér á æfingar. __ Hver lítur eftir börnun- um ykkar, þegar þið eruð á æfingum? Ólína og Sigriður lita hvor á aðra, þær eiga sama vanda- mál að stríða, eiga báðar syni og erfitt að fá barnapíu: — Oftast er það nú eigin- maðurinn, sem situr yfir þeim, svöruðu þær. Þá fórum við stundum með þá á æfingar og það finnst þeim voðalega spennandi. En þegar æfingar eru fimm kvöld í viku, eins og var tvo síðustu mánuði fyr- ir keppni, þá er þetta dálítið erfitt. — Og hafa eiginmennirnir ekkert á móti því að þið stund- ið þessa íþrótt? — Nei ,annars værum við löngu hættr. — Við höfum heyrt, að kon- ur sem stundnðu mikið hand bolta fengju gjarnan gilda fætur, hafið þið aldrei óttast það? Þær skellihlæja og horfa á fætur sér: — En sú vitleysa, hlær Ólína, — annars hefur maður heyrt þetta oft áður.Það halda allir að íþróttakonur þurfi að vera einhverjir vöðvahnyklar, en það er nú síður en svo. Ég get til dæmis sagt ykkur, að við hittum hóp karlmanna á flugvellinum í Glasgow, sem reyndust vera knattspyrnu- menn nýkomnir frá því að keppa hér heima, — Arsenal held ég að liðið hafi heitið — og þeir voru sannfæriðir um að við værum sýningarstúlk- ur á ferðalagi. Svo ekki ber- um við það utan á okkur, að STAKSl EliWR Sigríður Kjartansdóttir (t.v.) og Ólína Jónsdóttir. skotmaður og samspiismaður, en það fer sjaldan saman. Hún lék þarna 50. landsjiðsleik sinn. Þær dönsku fá venju- lega gullúr þegar þær leika 25. landsleikinn, en engin hef- ur áður náð því að leika 25. landsleikinn, en engin hefur áður náð því að leika 50 leiki, svo þeir voru eiginlega í vand ræðum með hvað þeir ættu að gefa frú Birkemus. Niðurstað- an var sú, að hún fékk stál- BIKINI við stundum handknattleik. — Það er kannski leikfim- inni hjá Benedikt að þakka, bætir Sigríður við. Æfingarn- ar hjá honum eru svo vísinda legar, styrkja og stæla lík- amann. — Já, ég gæti ekki hugsað mér að hætta í leikfimi hjá honum Benedikt, þó ég hætti handknattleik, heldur Ólína áfram. Ég er alltaf að segja honum að stofna frúaflokk, það er nauðsynlegt fyrir allar konur að fara í leikfimi og hreyfa sig svolítið. — Hvað er ykkur nú minnis stæðast úr ferðinni? $ — Svo margt. Úr keppninni má nefna skínandi leik danska landsliðsins með Else Birke- mus sem driffjöður. Það er alveg dásamlegt að sjá hvern- ig hún leikur. Hún er bæði hnífapör, enda nýgift. Hlægilegasti atburðinn var sá, að Pétur þjálfari keypti sér stærðar vindil í flugvél- inni út og sagðist skyldi éta hann, ef við ynnum danska landsliðið. Svo öruggur var hann að myndum tapa, en tæp lega hefur honum liðið rétt vel, þegar 10 mínútur voru til leiksloka og leikurinn stóð 7:7. Svo fannst okkur dálítið skemmtilegt, þegar við vorum í Svíþjóð, að eftir að við höfð um sofið okkar vanalega svefn, borðað morgunverð kl. 8 og farið í smágönguferð á eftir, vorum við reknar inn aftur og sagt að sofa nú fram að hádegi. Við hlýddum auð- vitað, en ekki skal ég fullyrða að allar hafi fest blund. Ég hugsa að þjálfarinn hafj gert þetta til að við sólbrynnum ekki eða yrðum máttfarnar í hitanum. Leiðinlegt að hætta. — Eruð þið ákveðnar í að halda áfram að spila hand- knattleik? — Nei, sagði Sigríður. Það stendur til að maðurinn minn, Bjöm Kristmundsson, taki að sér kaupfélagsstjórastarf í Ólafsvík og ef við flytjumst þangað, er hand- knattleiksferli mínum lokið. Það verður leiðinlegt að hætta, ég er búin að spila síðan 1952 og tekið þátt í þrem Norðurlandakeppnum, í Finn landi 1956, í Þrándheimi í fyrra og svo þessari síðustu. Ólíha svaraði: — Ég veit það ekki, ég var að hugsa um að hætta í fyrra og er líka að hugsa um það núna. Ég hef æft handknatt- leik síðan ég var 13 ára, eða rúman helming ævi minnar. Ég hugsa, að ég yrði bara löt, ef ég hætti að vinna úti eða stunda íþróttir. — Nú, svo þú vinnur úti? — Já, ég rek hárgreiðslu- stofuna Pirola. Maðurinn minn, Magnús Óttar Magnús- son, stundar jæknisfræðinám, svo ekki veitir af. — Nei, nei, ég hef lítið gert í dag, ætlaði að vinna eftir hádegi, en hef eytt mestum hluta dagsins í símanum. Ég hef frá svo mörgu að segja úr ferðalaginu. Mývetningar fengu övænta oðs/oð ÚR MÝVANTSSVEIT, 24. júní: Á síðastliðnum vetri ákvað Bændafélag Þingeyinga að beita sér fyrir því, að sem allra flestir og helzt allir, í sýslunni, máluðu hús sín á þessu sumri. Þetta hef- ur fengið góðar undirtektir hjá sýslubúum, og er þegar verið að mála fjölda af húsum. Þetta er gert í tvennum tilgangi. Að fegra ‘húsin og bæta úljlit þeirra og til að koma í veg fyrir að þau skemmist fyrir ófullnægjandi viðhald. Við þetta nytjastarf, hefur Þingeyingum borizt óvænt og ómetanleg aðstoð. Verksmiðjan Málning hf. í Kópavogi, sendi Ingþór Sigurb j örnsspn málara- meistara norður í Þingeyjarsýslu til að leiðbeina þeim, sem vilja mála hús síh sjálfir, svo að þeir geti framkvæmt. verkið án þess að gera stór mistök. Ingþór lýsir mjög vel hvað gera þurfi til að undirbúa það sem á að mála, og síðan hvernig málningin er framkvæmd. Hann sýnir þau áhöld sem áríðandi er að nota við undirbúninginn og málun- una. Jafnframt sýnir hann kvik- mynd, sem fræðir um það hvern- ig eyðileggingaröflin smátt og smátt skemma húsin og eyði- leggja mikil verðmæti, og að lok- um hvgrnig hægt er að viðhalda hlutunum og stöðva eyðinguna. Auk þessa fer hann heim á hvert heimili, sem óskar eftir því, til að leiðbeina um viðgerðir á skemmdri málningu, sprungum í veggjum o. m. fl. Hann ráðleggur öllum mjög eindregið, sem þurfa að kaupa vinnu við málninguna að taka heldur lærðan málara til að vinna verkið en ófaglærð- an, þó hann taki mun lægra kaup en meistari, og færir rök fyrir því að það sé beinn fjárhags- legur hagnaður að taka dýrari manninn vegna miklu meiri af- kasta og síðast en ekki sízt, að þá verði verkið örugglega betur af hendi leyst. Allar þessar ieiðbeiningar eru ókeypis og mjög vel af hendi leystar, og Ingþór er óþreytandi að ferðast um og ieiðbeina hverj- um sem hafa vill. Þingeyingar standa í mikilli þakkarskuld við Málning hf. og Ingþór, fyrir þessa starfsemi. Auðvitað mun sala á framleiðslu Málning hf. til Þing- eyinga stóraukast við þetta. Ólík legt er þó að hagnaður af slíkri sölu nægi til að borga kostnað af þessari fræðsluátarfsemi. Eðli legt virðist að leiðbeinendur, eins og Ingþór, væru sendir um landið til að kenna og leiðbeina, og að þeir væru kostaðir á sama hátt og ráðunautarnir sem ferðast á vegum Búnaðarfélags íslands til að leiðbeina um jarðrækt, kvik- fjárrækt, meðferð véla o. fl. Þökk sé Málning hf. og Ingþór fyrir þetta óvenjulega framtak. —Jóhannes. Nýr spámaí ur Á þriðjudaginn birti Tíminu með velþóknun grein eftir ein- hvern Einar Ö. Björnsson. Þar segir m. a. : „Eftir kosningarnar 1956 vaf það ætlun margra, sem studdu “ Alþýðubandalagið, að unnið yrði að því að það yrði stjórnmála- flokkur og að honum stæðu só- síalistar, vinstri jafnaðarmenn og aðrir vinstri menn. Ég var einn af þeim . “ „Stjórnmál og stjórnmálabar- átta eru engin gamanmál. Þau eiga að vera rekin af ábyrgðar- tilfinningu og sem þjónustusemi fyrir land og lýð“. „Ég get sagt ykkur, að ég mun beita allri orku minni til að að því verði unnið, að Alþýðubanda lagið verði nú gert að stjórn- málaflokki með eigin blaðakosti og stefnuskrá þess og starfsað- ferðir verði miðaðar við þarfir þjóðarinnar til áframhaldandi uppbyggingar og aukningar fram leiðslu“. Framsókn verður með Þessi nýi spámaður, sem er Alþýðubandalagsmaður, ritar sem sagt í Timann, enda mun hon um finnast sem öðrum, að skylt sé skeggið hökunni. Og höfundur heldur áfram: „Verði sú þróun, sem hér hef- ur verið rakin, mun Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn verða þes> megnugt, ásamt öðrum umbótaflokkum, að stjórna þessu landi með liags- muni vinnustéttanna og þjóðar- innar allrar fyrir augum“. Þá vita menn hvað við á að taka, ef Framsóknarmenn og kommúnistar hafa styrk til stjórn armyndunar einhvem tímann i framtíðinni. En meðal annarra orða: Á Hermann aftur að pússa hjónaefnin saman eða er Einar Ö. Björnsson að benda á að fleiri séu til þess hæfir. Eftir grein hans að dæma, virðist hann hafa ýmsa af hæfileikum Hermanns til að bera í ríkum mæli. Sparifjáraukningin Stjórnarandstöðublöðin hafa að undanförnu af og til verið að birta um það fregnir að spari- fjáraukningin frá áramótum hefði ekki orðið meiri en á síð- ustu árum. Við þær fregnir er það að athuga, að efnahagsráð- stafanirnar föju ekki að segja til sín verulega fyrr en í apríl- mánuði og vegna þess var ekki um mikla sparifjáraukningu að ræða fyrstu þrjá mánuði ársins. Aukning sparif jár í marz, apríl og maí mánuðum 1959 nam 59,6 millj. kr., en á sama tíma i ár 94,5 millj. Ef hinsvegar er að- eins litið á mánuðina apríl og maí verður aukningin mun meira áberandi, enda er áhrifa efna- hagsráðstafanna þá farið að gæta verulega. 1959 var aukningin þessa mánuði 48,2 millj. en 1960 103,8 millj. kr. Heillavænleg þróun Þessi þróun er vissulega 'mjög heillavænleg, en hinsvegar eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar ekki svo bjartsýnir, að þeir álíti að hugsanlegt sé að svo ör þróun geti haldið áfram hvern einasta mánuð ársins. Sannleikurinn er líka sá, að enda þótt nokkuð muni sjálfsagt draga úr sparifjáraukningunni, þá mun það ekki stofna viðreisn inni í voða. Hún er nú orðin að Veruleika, hvort sem stjórnarand stæðingum líkar betur eða verr. Og árangursins munu menn fá að njóta innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.