Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. júlí 1960 MORC.Vnr r 4 ÐIÐ 5 Embœttaveitingar Hinn 25. júní sl. skipaði kirkju-< málaráðuneytið séra Marinó Kristinsson til þess að vera sókn arprestur í Vallanessprestakalli í Suður-Múlaprófastsdæmi frá 1. júní 1960 að telja. Sama dag skipaði kirkjumála- ráðuneytið Ingiberg Hannesson, cand. theol, til þess að vera sókn arprestur í Staðarhólsþingapresta kalli í Dalaprófastsdæmi frá 1. júlí 1960 að telja. í>á mun sr. Oddur Thorarensen hafa verið skipaður prestur í Hofsprestakalli í Norður-Múla- prófastsdæmi nýlega, en hann hlaut þar löglega kosningu, sem kunnugt er. Sr. Sigurvin Elíasson, sem hlaut löglega kosningu í Æsustaða- prestakalli í Austur-Húnavatns- prófastsdæmi hefur fallið frá veitingu og verið settur til að þjóna Raufarhafnarprestakalli frá 1. júlí sl. Og 27. júní sl. gaf heilbrigðis- málaráðuneytið út leyfisbréf handa Kjartani Magnússyni til þess að mega starfa sem sérfræð- ingur í handlækningum, Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur hinn 23. júní 1960 staðfest ráðn ingu Þórs Halldórssonar, cand. med. & chir., em aðstoðarlæknis héraðslæknisins í Eskifjarðarhér aði frá 12. s.m. til 20. n.m. Og sama dag staðfesti ráðuneyt ið ráðningu Árna Vilhjálmsson- ar, fyrrv. héraðslæknis, sem að- stoðarlæknis héraðslæknanna á Djúpavogi og Höfn í Hornafirði í sumarorlofum þeirra, á Djúpa vogi frá 20. s.m. til 9 .n.m. og í Höfn frá 20. n.m. til 7. september 1960. Ennfremur staðfesti ráðuneytið sama dag ráðningir Þorkels Jó- hannessonar, cand. med. & chir., sem að.stoða,rlæknis héraðslækn- anna í Höfðahéraði og Laugarás- héraði í sumarorlofi þeirra, í Höfðahéraði frá 19. s.m. til 15. ág. n.k. og í Laugaráshéraði í einn mánuð í ágúst og september n.k. Flugfélag íslands hf. — Hrímfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 i dag. Væntanleg aftur til Hvíkur kl. 22:30 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramáiið. Gullfaxi fer til Lundúna kl. 10 í dag. Væntanleg ur aftur til Rvíkur kl. 13:20 ámorgun. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæj arklausturs, Vestmannaeyja og Þingeyrar. Loftleiðir hf.: Hekla er væntanleg kl. 9 frá New York. Fer til Oslo, Gauta borgar, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti- foss og Tröllafoss eru í Rvík. Fjallfoss er í Hull. Goðafoss er í Hamborg. Guil foss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er i Keflavík. Reykjafoss er á leið til Hull. Selfoss er á leið til Reykjavíkur. Tungufoss er í Borgarnesi. Skipadeild SÍS: — Hvassafell og Arn arfell eru í Archangelsk. Jökulfell er í Gautaborg. Dísarfell losar á Húna- flóahöfnum. Litlafell er í Faxaflóa. Helgafeli er í Kotka. Hamrafell er á leið til Hafnarfjarðar. Eimskipafélag Rcykjavíkur hf.: — Katla kemur til Keflavikur 8. júlí. — Askja er á leið til Islands frá Spáni. Hafskip hf.: — Laxá er í Riga. Skipaútgerð rikisins. — Hekla er í Reykjavík. Eskja fer frá Reykjavík á morgun vestur um land i hringferð. Herðubreið fer frá Rvík kl. 13 i dag austur um land í hringferð. Skjald- breið er á Skagafirði á leið til Akur- eyrar. Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 22 í kvöld til Reykjavíkur. H.f. Jöklar: — Langjökull er á leið til Akureyrar. Vatnajökull er á leið til Rvíkur. Auðkýfingur og rithöfundur sátu hlið við hlið í veizlu. Sá síð- arnefndi þreyttist m.jög á millan- um, því að hann fjasaði í sífellu um bókmenntir af lítilli þekk- ingu. Að lokum spurði sá ríki: — Segið mér eitt, hvaða bók mynduð þér helzt vilja taka yður í hönd og blaða í, ef þér ætluð lausa eina kvöldstund? — Það vill nú þannig til, að sú bók er eftir yður, svaraði skáldið. — Hvernig má það vera? spurði hinn forviða. Aldrei hef ég gefið út neina bók. — Ég á við bankabók yðar, svaraði skáldið. Myndin, sem hér birtist, er sögð tekin af Adolf Hitler skömmu eftir andlátið, en sem kunnugt er hefur andlát hans verið mjög á huldu. Rússnesk ur myndasmiður á að hafa tek ið mynd þessa meðan á átök- unum um Berlín stóð. Myndin er úr kvikmyndinni „Átökin um Berlín“, og birtist í ,Ekstra bladet“ í Kaupmannahöfn. Brezkir sérfræðingar sem hafa f jallað um dauða Hitlers, segja að mynd þessi sé fölsuð. Árnað heilla Metnaðargirnin er cðlileg og leyíileg, nema þegar menn nota vesöld og trú- girni annarra sér til framdráttar. — Joseph Conrad. Heldur vildi ég vera fremstur manna í þessu smáþorpi, en næstæðst ur í sjálfri Róm. — Júlíus Cæsar. llátt hreykir heimskur sér. — íslenzkur málsháttur. Sumarbústaður Til sölu er sumarbústaður við vatn í nágr. bæjarins. 10.000 ferm. eignarland fylgir. Uppl. í síma 35366. Ford ’35 vantar bremsuskálar. Sími 50632, Sextugur er í dag Magnús Runólfsson, bóndi í Haukadal á Rangárvöllum. 60 ára verður í dag frú Guð- finna Magnúsdóttir, Hlíð, Ytri- Njarðvík;. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Dóra Sigmunds- dóttir .hjúkrunarkona á Lands- spítalanum, og Gunnar Gunnars- son, rafvirkjanemi, frá ísafirði. • Gengið • Sölugengi 1 Sterlingspund ....... Kr. 106,90 1 Bandaríkjadollar ..... — 38.10 1 Kanadadollar ......... — 38,90 100 Danskar krónur ...... — 552,75 100 Norskar krónur ...... — 533,90 100 Sænskar krónur ...... — 738,20 100 finnsk mörk ......... — 11,90 10( Belgískir frankar ... — 76,42 100 Sv. frankar ......... — 882,25 100 Gyllini ............. — 1010,30 100 Tékkneskar krónur ... — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk ..... — 913.65 1000 Lírur ....r.......... — 61,39 100 N. fr. franki ....... — 777,45 100 Austurr. sch .........— 146,82 100 Pesetar ............. — 63,50 Ibúð Erl. verkfr. óskar eftir 2ja til 3ja herb. íbúð, helzt með húsgögnum, 1. sept. Fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í síma 1-6059. Góðhestur til söl't að Meðalfelli í Kjós. Upp- lýsingar gefnar á staðnum. Vegna sumarleyfa verður Kexverksmiðjan „LORELEI“ loguð, frá 8. júlí til 1. ágúst. Kexverksmiðjan Lorelei hf. Akureyri Gas ferðatæki „Prímus“ komin aftur Verðandi hf. Tryggvagötu IMýkomið Bón fyrir terrassogólf. — Þar sem birgðir eru mjög takmarkaðar, óskast pantanir sóttar sem fyrst. Harpa hf. Einholti 8 Kaupmenn — Kaupfélog Verksmiðjan verður lokuð vegna sumar- leyfa 15. júli til 15. ágúst 1960. Vinsamlegast sendið því pantanir sem fyrst. CORSELETT NÆLON SL ANKBELTI MJAÐMABELTI SOKKABANDABELTI BUXNABELTI BRJÓSTHALDARAR Nýjar tegundir af beltum og brjóstahöldurum Stærðir og gerðir við allra liæfi. Athugið: Allar framreiðsluvörur okkar eru enn á gamla verðinu. I LADY H.F. Líf stykkjaverksmiðjan Barmahlíð 56 — Sími 12-8-41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.