Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júlí 1960 PATRICIA WENTWORTH amlar syndir 12 — Kannske ekki, en þú skalt nú heyra það samt, elskan. Eig- inmenn og eiginkonur ættu að vita sem mest hvort um annað, íinnst þér ekki? Auðvitað var hann ekki orðinn maðurinn þinn þá, en hann var nú annars fljót- ur að hugga þig, eða hvað? Ég hefði ekki þurft að gera mér neina samvizku af að taka við aurunum. ■— Hvaða aurum? — Jú, nú kemur brandarinn. James hinn mikli Hardwick í sol- dánshlutverki sínu! Hann sér þig, verður hrifinn og býður mér fimm þúsund pund til þess að hafa mig á brott! Herbergið hringsnerist fyrir augum hennar. Hún sagði: — Þetta er ekki satt! Hann svaraði með hörku og fyrirlitningu í röddinni: — Vitan- lega er það satt. Ég var staur- blankur. Það skásta sem ég gat gert var að giftast þér. Og ekki þar með sagt, að það hafi verið gott, því að þú gazt ekki snert við neinu af eignum þínum, og vextirnir voru engin ósköp. — Fimm þúsund pund voru ekki til að fyrirlíta, enda fyrirleit ég þau ekki. Svo kom Hardwick með aurinn og ég hafði mig burt. Eitt dauft „nei“ kom frá stirðn uðum vörum hennar. Hún varð að komast héðan út ... i ein- hvern veginn! Hún vissi aldrei sjálf, hvern- ig hún komst út. Stigaþrepin voru í þoku fyrir augum hennar og gólfið gekk í bylgjum. Hún heyrði rödd út úr svefnherberg- inu sínu, það var frú Beeston, húshjálpin, sem var að búa um klunnalega rúmið, sem Octavius Hardwick hafði einu sinni sofið í einsamall .... og þar sem þau James áttu að sofa í nótt. Ekkert næði, hvorki nú né þá. Og hún var ekki viss um, að hún kærði sig heldur um það. Hvað mundi hún geta ef hún væri ein? Setj- ast niður og hugsa .... og James hafði keypt hana! Það fór hrollur um hana. Hún yrði að reyna að halda umhugsuninni um þetta frá sér eftir föngum. Hún gekk inn í herbergið, opn aði skúffu og tók upp barðastóra hattinn, sem hún hafði verið með í gær. Þokunni var að létta, og það yrði heitt í dag. — Herra James kemur í dag? sagði frú Beeston. — Já, svaraði Carmona. — Þá ætla ég að reyna að hafa lax á borðum. Herra James þyk- ir hann svo góður. — Já, það væri ágætt. — Það ætlar að verða heitt aftur, svo að ef þér gætuð, vild- uð þér þá hringja til Boldings upp á laxinn, svo að ég geti soð- ið hann nógu snemma og sett hann svo í kæliskápinn. Herra James þykir hann beztur kaldur. — Það skal ég gera, frú Beeston. — Og eitthvert salat eða þess háttar.... — Já, það væri ágætt. Hún fór inn í fataherbergið sitt og lokaði að sér. Hatturinn dinglaði á handlegg hennar. Þeg ar hún stóð fyrir framan spegil- inn og setti hann á sig, gat hún séð dimma spegilmyndina af herberginu að baki sér. Þarna var þvottaborð með marmara- plötu, dragkista úr rauðaviði og eins manns rúm. Hún hefði vilj- að allt til vinna að geta beðið frú Beeston um að búa um þetta rúm handa James .... en hún kom sér bara ekki að því. Frú Beeston kynni að geta haldið sér saman, en það mundi frú Rogers aldrei gera; sagan yrði komin út um allt á svipstundu, og til þess gat hún ekki hugsað. Nei, þá var betra að útkljá málið hrein- lega við James sjálfan. Þá gæti reiðin að minnsta kosti gefið henni eitthvert hugrekki. En hún fann annars ekki til reiði .... ennþá. Henni fannst það undarlegt, að hún fann til einskis nema örvæntingar og leiða. Það yrði hægara að verða reið, en það er bara ekki gott að gera sér upp reiði. Hún gekk út og sá að veðrið var að glaðna til og þokan farin að þyrlast upp af sjónum. Hún fór í búðir og keypti það, sem frú Beeston hafði nefnt við hana af matvörum. Bolding hafði ágætan lax, sem hann sagðist vona að allir yrðu hrifnir af. — Hann mundi eftir Carmonu frá því að hún var um tólf ára göm- ul og kom hingað í sumarleyfinu sínu. Hún skilaði af sér matnum, þegar heim kom og gekk síðan niður að sjó, til þess að hitta Ester Field. Þetta varð langur og heitur dagur. Alan var farinn og hafði ekki komið aftur. Hann hafði gróðursett sinn þyrni og vildi nú lofa honum að festa rætur. Því meira sem maður lét konu af- skiptalausa, þegar svona stóð á, því hræddari varð hún. — Nú skyldi hann fara í sjó. Hann synti lengst út á tangann, íá þar í leti þangað til aftur var farið að flæða og synti síðan til baka. Síðan fékk hann sér vel að borða og svaf síðan heitustu síðdegis- tímana. Maud Silver fylgdi Ethel frænku sinni í morgunlestina og labbaði síðan niður í fjöru. Hún gekk fram hjá skúrnum, sem til- heyrði Klettabrún og stanzaoi til þess að rabba við frú Field og spyrja hana, hvernig gengi með prjónaskapinn. — Ég er hrædd um, að það gangi ekki sérlega vel, svaraði hin. Maud Silver sá strax, að eitt- hvað amaði að gömlu konunni. Hún var rauðeygð og röddin skalf. Hún settist niður við hlið-' ina á henni og tók strax eftir mörgum lykkjuföllum í rauða sjalinu, og bauðst til að laga þau. Bráðlega hafði vingjarnlegt skraf hennar sín áhrif á Ester. Það var óhugsandi, fannst henni, að Al- an myndi gera alvöru úr því að gefa út bréfin hans föður síns — slíkt gerði enginn maður. Og mað ur mokaði heldur ekki peningum í draslara, sem hafði þegar kom- ið allt of miklu í lóg. Hann var nú ekki unglingur lengur, og það var sannarlega tími til kominn að hann settist um kyrrt og fengi sér eitthvað að gera. Kannske jafnvel keypti lítinn hluta í þess- um búgarði .... honum hafði alltaf þótt gaman að hestum. Hún fór líka að fá áhuga á nýja prjónahaldinu, sem Maud Silver var að kenna henni, og enginn vafi var á því, að það gat afstýrt lykkjuföllum, en hún var hræddust um, að hún mundi aldrei muna eftir að vefja band- ið um vísifingur vinstri handar í stað hægri. En Maud Silver fullyrti, að þetta gæti komið með æfingunni. Ester hristi höfuðið. — Ég er bara hrædd um, að ég sé of heimsk til þess arna, sagði Ester. — Ég get gert það sem ég lærði í æsku, en ég er al- veg ómöguleg á allt nýtt. Haldið þér ekki, að það sé þess vegna, að ég á stundum bágt með að skilja sjónarmið annarra? — Ef til vill, svaraði Maud Silver, hugsandi. Ester fékk snögga löngun til að trúa henni fyrir öllu. — Það er nú til dæmis hann stjúpsonur minn. Ég veit ekki, hvort þér hafið hitt hann, en hann heldur til hjá ungfrú Ann- ing. — Er það hár maður, ljóshærð ur .... mjög laglegur? Ester kinkaði kolli. — Það stendur heima. Hann er svo lík- ur manninum mínum sáluga og álíka töfrandi og hann. En hann getur bara ekki komið sér að neinu verki. Síðan sagði hún Maud Silver hitt og þetta um Alan, og lauk þannig ræðu sinni: — Hann vill, að ég setji undir sig mikla peningaupphæð, sem hann ætlar að setja í fyrirtæki, sem mér finnst meira en vafa- samt. En auðvitað finnst honum það harðneskja af mér ef ég neita. Maud Silver setti upp hneyksl unarsvip. — Já, en góða frú Field! Tárin runnu niður eftir kinn- unum á Ester. — Ég veit vel, að ég ætti ekki að láta undan honum. En .. ef ég ekki geri það .. þá.... Carmona kom gangapdi til þeirra yfir fjörusandinn. Ester fann til einkennilegs léttis. Það var ekki að vita, hvað hún hefði látið út úr sér ef hún hefði verið ein áfram með Maud Silver. Hún var svo viðræðugóð, blessunin. Hún vonaði bara, að hún væri ekki þegar búin að segja of mik- ið. Á næsta andartaki var hún far in að hugsa um, hve föl Carmona væri, og það voru baugar undir augunum í henni. Röddin var líka eitthvað svo líflaus þegar hún heilsaði Maud Silver, og spurði: — Hafið þið séð Pippu? — Ég hugsa að hún sé farin út. — Út? — Já, ég á við út að keyra. Hún kallaði eitthvað til okkar utan af klettinum, og sagðist ætla að taka þetta andstyggilega rauða bíltrog. Ég vona bara, að hún fari sér ekki að voða. Carmona settist á blétt þar sem skugga bar á. — Við skulum vona það. Ester hélt sér við efnið, sem hún var komin að. — Þú veizt, að hún er alltaf á þessum þeyt- ingi. Og mér fannst hún alls ekki líta hressilega út í morgun. En náttúrlega er ekki svo gott að sjá það, með öllu þessu gumsi, sem ungar stúlkur bera framan í sig nú á dögum. Maud Silver samsinnti þessu, en játaði með sjálfri sér, að oft gæti nú „gumsið“ verið til prýði. — Þær fóru nú að ræða um and- litsmálningu, enda þótt engin þeirra væri sérlega fróð á því sviði, höfðu þær samt allar nokk urn áhuga á því, hver upp á sína vísu. Þegar þeim umræðum var lok ið, var Ester greinilega farið að flíða betur. Heimurinn í kring j um hana var aftur orðinn sá heim j ur sem hún þekkti — þar sem I laglegar stúlkur máluðu sig í * framan, ungt fólk varð ástfang- ið og gifti sig, og enginn vildi raunverulega gera rangt eða breyta illa. Þegar sorgin barði að dyrum var henni mætt með hugrekki og huggað sig við ein- falda barnatrú. Vinirnir hugguðu mann og brátt var sorgin gleymd og gleðin komin í hennar stað. Hún sannfærðist æ betur um, að Alan hefði ekki verið alvara með því sem hann var að segja. Skáldið ocf mamma litla 1) Við skulum athuga hvað er í út- trarpinu í kvöld .... 2) .... Kvenréttindakona talar, kammermúsík, framhaldssagan .... þetta hljómar alls ekki svo illa. 3) Við ættum að geta platað mömmu gömlu til að sitja hjá Lottu í kvöld, svo að við komumst í bíó. a r L ú ó — Þessi lestargarmur fer allt of hratt fyrir gamalmenni eins og mig að stökkva af henni. Veslings gamli, blindi hundurinn.Eini vin-1 En þegar Jón Einmanna og úlp- urinn sem ég átti! an hans Bjarna eru horfin, er Bangsi alveg ru6iouu. . p&ssu óþekkta umhverfi. ailltvarpiö Fimmtudagur 7. júlí —10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) Hádegisútvarp. ,,A frívaktinni**, sjómannaþátt- ur (Guðrún Erlendsd.). 16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Fréttir. Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). Frægir söngvarar: Leonie Rysan ek syngur óperuaríur. Smásaga vikunnar: „Viðarþjófur- inn“, eftir Mihail Sadoveanu, í þýðingu Sigríðar Einars frá Mun- aðarnesi (Haraldur Björnsson leikari). Tónleikar: „Les Sylphides**, dans tónlist eftir Chopin. (Hljómsveit tónlistarháskólans í París leikur; Peter Maag stjórnar). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn" eftir Oskar Aðalstein; VI. (Steindór Hjörleifssoxi leikari). Sinfóníutónleikar: Sinfónía nr. 9 eftir Mahler (Sin- fóníuhljómsveitin 1 Israel leikur; Paul Kletzki stjórnar). Dagskrárlok. 12.00 13.00 15.00—: 16.30 19.25 19.30 20.00 20.30 20.50 21.15 21.40 22.00 22.10 22.25 23.40 8.00— 12.00 13.15 13.25 15.00 16.30 19.25 19.30 20.00 20.30 21.10 22.00 22.10 22.35 23.00 Föstudagur 8. júlí 10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tonleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp. Lesin dagskrá næstu viku. Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn ingjar“. Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). Veðurfregnir. Veðurfregnir. Tilkynningar. Fréttir. Frá Dalvík: a) Björn Arnason flytur þátt af Baldvin á Böggvisstöðum. b) Kristinn Jónsson talar við ní- ræða konu, Ingibjörgu Sigurð ardóttur. c) Haraldur Zóphóníasson flytur frumprt kvæði og stökur, enn fremur kvæðalög. Píanótónleikar: Andor Foldes leikur „Slátter“, norska dansa úr op. 72 eftir Grieg. Utvarpssagan: „Djákninn í Sand ey“ eftir Martin A. Hansen; I. (Séra Sveinn Víkingur þýðir og les). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Vonglaðir veiði- menn“ eftir Oskar Aðalstein; V. (Steindór Hjörleifsson leikari). I léttum tón: Austurrísk þjóðlög og þjóðdansar. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.