Morgunblaðið - 07.07.1960, Page 11
Fimmtudagur 7. júlí 1960
MORCUlSTtLAÐIÐ
11
Verður Kennedy stöövaöur?
^ eftir Philip Deane
ALLIR keppinautar John Kenne
dys í demokrataflokknum um
forsetaframboðið eru reiðubúnir
að bjóða honum að vera í fram-
boði með sér sem varaforsetaefni.
Einn þeirra, Lyndon Johnson
foringi demokrata í öldungadeild
inni, vill jafnvel ganga svo langt,
ef hann verður kjörinn forseta-
efni flokksins, að gefa Kennedy
hátíðlegt loforð um.að sitja ekki
í forsetaembætti nema eitt kjör-
tímabil, jafnvel að víkja fyrir
Kennedy sem varaforseta áður
en kjörtímabilinu lýkur og lofa
honum svo að vera í framboði í
þar næstu kosningum. Það er
hernaðaráætlun flokksforingj-
ahna á flokksþinginu 11. júní í
Los Angeles, að koma Kennedy í
þá aðstöðu, að það líti út fyrir
að hann sé að eyðileggja flokk
sinn, ef hann neitar að vera fram
bjóðandi um varaforsetaembætt-
ið. —
Flókin trúarbragðadeila
En þessi herkænska sýnir um
leið veikleika foringj anna,. því
að með henni viðurkenna þeir,
að Demokrataflokkurinn geti
ekki unnið án þess að hafa
Kennedy. Hann kemur svo miklu
liðsterkari á flokksþingið en allir
keppinautar hans, að ef hann
verður ekki kosinn forsetaefni
flokksins, þá verður það eingöngu
skilið svo, að honum sé ýtt til
hliðar vegna kaþólskrar trúar
hans. Þegar komið væri út í
svo hart má búast við að kaþólsk
ir kjósendur, sem eru 23% af
heildartölu kjósenda, móðgist og
snúi sér sem ein heild yfir á fram
bjóðanda republikana.
Þetta trúarbragðavandamál i
stjórnmálunum er mjög flókið og
erfitt viðfangs. Það vekur t. d.
athygli, að ýmsir foringjar de-
mokrataflokksins, sem eru ka-
þólskrar trúar, eru á móti þvi
að Kennedy verði forsetaefni
flokksins. Tökum t. d. David
Lawrence ríkisstjóra og formann
sendinefndar Pennsylvaniu á
flokksþinginu. Lawrence er kaþ-
ólskur, en hann óttast að hann
muni missa atkvæði mótmæl-
enda í ríki sínu, ef hann styður
kaþólskan til forsetaframboðs.
Pat Brown ríkisstjóri Kaliforniu
er í líkri aðstöðu. Ef aðeins þess
ir tveir menn koma í veg fyfir
að Kennedy fái atkvæðin frá
Pennsylvaniu og Kaliforniu, get
ur svo farið, að Kennedy nái ekki
því 761 atkvæði sem til þarf og
þá væri málið komið í sjálfheldu.
Allir andstæðingar Kennedys
reyna að koma því í þessa sjálf-
heldu og hafa síðan tilbúna vara-
áætlun, sem mætti setja fram til
að losna úr sjálfheldunni.
Kennedy yrði hylltur sem
varaforsetaefni
En allar þessar varaáætlanir,
sem reynt verður að byggja á,
eftir að útséð er um að Kennedy
auðnist að verða forsetaefni, eru
eins að seinni hlutanum. Sá mað
ur sem yrði útnefndur forseta-
efni, hver sem hann væri, myndi
stíga upp í ræðustólinn og leggja
til, að Kennedy yrði kjörinn vara
forsetaefni með lófataki. Lófa-
takið myndi þá ekki skorta, það
mætti búast við hamslausum
íagnaðarlátum, — fulltrúarnir
myndu umkringja Kennedy og
skora tárvotir á hann að berjast
nú fyrir gamla demokrataflokk-
inn. Meira að segja Harry Tru-
man myndi koma með áskoranir
og Sam Rayburn þingforseti
myndi ákalla Kennedy, þó báðir
séu þeir honum full fjandsam-
legir núna, þegar hann keppir
um sjálft forsetaframboðið. Allir
hinir keppinautarnir myndu
koma og leggja að honum að
standa einhuga með demokrata-
flokknum. Símskeytin, sem hafa
verið samin vandlega fyrirfram,
myndu fara að koma í stríðum
straumum frá öllum landshorn-
um og þetta myndi jafnvel ganga
svo langt, að framliðnir leiðtog-
ar demokrataflokksins myndu
á andafundum til að
hvetja Kennedy til að rjúfa nú
ekki einingu flokksins.
Þarna á miðju flokksþinginu í
sviðsljósum og fyrir framan sjón
varpstæki myndi hann standa,
ungi maðurinn frá Massachusetts
og fengi nokkrar mínútur til
að taka ákvörðun. Og þulir
og fyrirlesarar útvarps og sjón-
varpsstöðvanna mundu á þessum
tíma endurtaka það hvað eftir
annað, að demokrataflokkurinn
mundí tapa, ef Kennedy fengist
ekki til að vera í framboði. Þeir
munu skýra það fyrir áheyrend
um, að nú þegar Kennedy hafi
verið hafnað sem forsetaefni
hljóti demokrataflokkurinn að
tapa kaþólsku atkvæðunum. Eina
leiðin til að verja flokkinn slíku
áfalli sé að Kennedy verði vara-
forsetaefni og geti sannfært ka-
þólsku kjósendurna um að allt sé
í lagi.
Johnson býðst til að víkja
En á þessu eru ýmsir annmark
ar. Það gæti orðið erfitt, jafnvel
fyrir Kennedy, að sannfæra ka-
þólsku kjósendurna um að hann um vegna truarskoðana, en auk
hafi ekki verið beit.tur rangind- J þess er skaplyndi Kennedys
forsetaefni. Þetta er því sniðugi
bragð hjá Johnson, en allt er þó
fyrst og fremst undir því komiðað
takast megi að stöðva Kennedy.
Það er alveg óvíst að hann verði
stöðvaður, því að hann er sjálfur
þekktur fyrir slægð og hörku í
þannig, að það er harla ólíklegt, samnmgum.
að hann hefji samstarf við þá
sem hefðu sigrað hann. Og
Kennedy er ákaflega framsýnn
maður og sóknglaður. Slíkir
menn vilja ekki eiga ósigur á
hættu.
Ef Kennedy væri þeirrar skoð
unar, að demokrataflokkurinn
myndi tapa, jafnvel þótt hann
væri varaforsetaefni, þá myndi
hann neita að vera varaforseta-
efni. Ef hann væri þannig í fram
boði og flokkur hans tapaði, þá
yrði sagt, að demokratar hefðu
.tapað af því að kaþólskur var á
listanum. Þar með væri úti öll
von Kennedys um að komast síð
ar í framboð. Með öðrum orð-
um, Kennedy gæti ekki hætt á
að tapa, þess vegna myndi hann
ekki leggja pólitíska framtíð sína
í hættu fyrir einhvern annan.
Því var það sem Johnson ’öld-
ungadeildarþingmaður lét í það
skína, að hann myndi verða að-
eins eitt kjörtímabil í embætti og
jafnvel ekki heilt kjörtímabil,
heldur gæti Kennedy tekið við
eftir nokkurn tíma. Þá myndu
kaþóiskir vita, að Kennedy
væri að berjast fyrir sjálfum sér,
enda þótt hann væri aðeins vara-
Starfsemi hjúkunarfélaga Noregs
og Finnlands
Fundur norrænna hjúkrunarkvenna
í Reykjavík 7. — 13. júlí
í TILEFNI þess að Samvinna
hjúkrunarkvenna á Norður-
löndum (SSN) heldur fund
hér í Reykjavík, þar sem 118
útlendir þátttakendur verða
staddir, dagana 7.—13. júlí
hafa blaðinu borizt upplýs-
ingar um félagsskap hjúkr-
unarkvenna bæði í Noregi og
Finnlandi. Formaður SSN er
norsk, Ágot Lindström, for-
stöðukona hjúkrunarskólans
við Ullevál-sjúkrahúsið í
Ósló. —
Norska hjúkrunarfélagið var
stofnað 1912 og var Bergljót Lar-
son frumkvöðull að því. Hún var
einnig þátttakandi í stofnun SSN
og er ein eftirlifandi af þeim, sem
það gerðu. í ársbyrjun þessa árs
voru 9817 félagar í norska hjúkr-
unarfélaginu (NSF). f Noregi eru
30 viðurkenndir hjúkrunarskólar
með um 3000 nemend., þar af 82
karlmönnum. Framhaldshjúkrun
arskóli starfar í Noregi og er
hann eign NSF, rekinn í þremur
deildum, spítalastjórn, eins árs
nám, deildarstjórn sjúkrahúsa,
eins árs nám og kennaradeild 1%
árs nám. Þá starfa þrír norskir
framhaldsskólar með eins árs sér
námi í geðveikrahjúkrun, ríkis-
skóli er fyrir sérnám í heilsu-
vernd, 2 ríkisskólar kenna og ljós
mæðrafræði.
Þann 10. des. 1948 voru sett lög
um nám og opinbera viðurkenn-
ingu hjúkrunarkvenna og manna.
Þau lög voru endurskoðuð 6. jan.
í ár. Lög um störf heilsuverndar-
hjúkrunarkvenna eru frá 2. júlí
1958.
í norska hjúkrunarfélaginu eru
21 fylki, sem aftur skiptast í félög
og sérmenntaða hópa. Annað
hvert ár heldur aðalstjórn NSF,
sem hefur aðsetur í Oslo, lands-
mót. Fulltrúafundir eru haldnir
árlega, stundum tvisvar á ári.
Þjóðarsamband finnskra
hjúkrunarkvenna
Félög hjúkrunarkvenna eru tvö
í Finnlandi, hið finnsk-sænska og
hið finnskumælandi Mynda þau
þjóðarsam,bandið. Skipulegt sam-
starf finnskra hjúkrunarkvenna
hófst 1898, og var finnsk sænska
félagið þá stofnað. í því eru 1991
hjúkrunarkona og 144 hjúkrunar
nemar. Félagið hefur eigið mál-
gagn. Finnska félagið tók til
starfa 1925 og eru félagar þess
10154. Það gefur einnig út eigið
málgagn. Starfsemi hjúkrunarfél-
aganna í Finnlandi er að sameina
hjúkrunarkonurnar, vaka yfir á-
hugamálum þeirra og umfram
allt stuðla að þróun hjúkrunar-
og heilbrigðismála í Finnlandi.
Mikil áherzla lögð á menntun
Sérstakur áhugi hefur ávallt
verið um allt er að menntun lýt-
ur. Sérstakur þáttui í starfsemi
félagsskaparins er fræðiiðkun.
Jafnhliða fyrirlestrum, sem haldn
ir eru árlega um allt landið hafa
á seinni árum einnig verið haldn-
ir námsdagar með kennslu í sér-
greinum. Þessi mót örfa hjúkrun-
arkonur í framhaldsnámi og efla
þróun ýmissa sérgreina. Hjúkr-
unarnám var tekið upp í Finn-
landi 1889. Þar starfa nú 17 hjúkr
unarskólar. Undirstöðunámið tek
ur 2 Vz ár og árlega eru útskrifað-
ar nálega 1000 hjúkrunarkonur.
Eftir að hafa unnið í 1 % ár getur
hjúkrunarkonan farið í einhvern
af 6 framhaldsskólum landsins
og tekið próf þaðan sem deildar-,
heilsuverndar- eða héraðshjúkr-
unarkona. Ef hún síðan enn vinn-
ur í tvö ár getur hún á ný hafið
nám við framhaldsskólann í Hels-
ingfors og að því loknu orðið
forstöðukona við sjúkrahús eða
kennari við hjúkrunarskóla.
Framhaldsnámið tekur IV2 ár.
Hvernig málin st índa.
Nú þegar hefur Kennedy á bak
við sig 602 kjörmenn af 761 sem
þarf til þess að ná meirihluta á
flokksþingi demokrata. Johnson
hefur 502 og Symington 93, Hump
hrey 64, Adlai Stevenson 53" og
svo koma nokkrir ríkisstjórar,
sem ráða eingöngu yfir atkvæð-
unum úr heimaríki sínu: Robert
Meyner frá New Jersey með 41,
George Docking frá Kansas með
21, Herschel Loveless frá Iowa
með 26 og Pat Brown frá Kali-
forniu með 81.
Þessum ríkisstjórum sem ráða
yfir svo morgum atkvæðum hafa
borizt mörg góð tilboð að und-
anförnu. Johnson hefur boðið
Meyner frá New Jersey embætti
dómsmálaráðherra, ef hann fylgi
sér, en gallinn er, að Meyner get
ur aðeins ráðið atkvæðum sín-
um við fyrstu atkvæðagreiðslu.
Strax eftir hana munu 35 full-
trúar frá New Jersey ganga í lið
með Kennedy. Þá er það vitað
að sonur Dockings er formaður
félagsskapar í Kansas sem berst
fyrir Kennedy og því er líklégt
að Kansas atkvæðin 21 fari þang
að og sama er að segja um-Iowa
atkvæðin, því að Loveless ríkis-
stjóri er hrifinn af Kennedy. —
Loks getur farið svo, að Pat
Brown í Kaliforniu lýsi því yfir,
strax í upphafi flokksþingsins, að
hann styðji Kennedy. Grunur
leikur á að miklar umræður fari
nú fram um slíka tilkynningu,
sem myndi verða eins og eldflaug
í byrjun flokksþings til þess að
skjóta Kennedy upp í forsetastól
inn.
Þá ber þess enn að geta, að
Kennedy getur lofað Adlai Stev
enson embætti utanríkisráð-
herra, en Chester Bowles yrði
yfirm. öryggisnefndar ríkisinss
Humphrey gæti orðið varaforseti.
Kennedy hefur ekki gefið slík
loforð opinberlega, en fylgismenn.
hans hafa oft látið í það skína,
að engin embætti verði laus, fyr
ir þá sem streitast „of lengi“
gegn Kennedy. Sigurmöguleikar
Kennedys eru svo miklir, að
hætt er við að laugar sumra and
stæðinga hans séu of veikar og
láti undan. Það gæti því farið
svo, að það yrði ekki Kennedy,
heldur Johnson, sem yrði neydd-
ur til að vera í framboði sem
varaforsetaefni demokrata.
(Observer. — öll rétt—
indi áskilin).
Crlpsholm kemur í dag
SÆNSKA skemmtiferðaskipið
Gripsholm kemur hingað í dag,
fimmtudag, með 425 ameríska
túrista. Það er stærsta farþega-
skip Norðurlanda, 23,190 lestir
og er eign sænsku Ameríkulín-
unnar. Skipið er að jafnaði í
föstum áætlunarferðum milli
Bandaríkjanna og Norðurlanda
og flytur þá 840 farþega. En þeg-
ar það fer í skemmtiferðir að
sumrinu er til þess ætlazt að
þægindin séu ennþá meiri og því
er farþegatalan skorin niður.
Gripsholm la’gði af stað frá
New York 30. júní. Skipið er á
hinni árlegu skemmtiferð til
Nordkap, Víkingalanda og Norð-
ur-Evrópu. Reykjavík er fyrsti
viðkomustaður. Frá Islandi verð-
ur siglt til Norður-Noregs,
Hammerfest, Nordkap, Lófóten
og síðan suður með Noregi og
komið m. a. við í Þrándheimi,
Ándalsnesi, Geirangri, Björgvin
og Ósló. Þvínæst til Gautaborg-
ar, Helsingjaeyrar, Kaupmanna-
hafnar og Borgundarhólms og
norður með austurströnd Sví-
þjóðar til Karlskrona, Visby og
Stokkhólms, til Helsingfors, höf-
uðborgar Finnlands, síðan til
baka út Eystrasalt um Kílar-
skurð, til Hamborgar, Amster-
dam, Antwerpen og loks til DýbL
innar, höfuðborgar Irlands.
Farþegamir eru af flestum
stéttijm. Þarna eru m. a. banka-
stjórar, iógfræðingar, læknar,
kennarar, íðjuhöldar, verkfræð-
ingar og framkvæmdastjórar
fyrirtækja. Margt er gert far-
þegunum til skemmtunar, efnt
til samkvæma, tónleikar eru
haldnir, fyrirlestrar fluttir, nýj-
ar kvikmyndir sýndar og íþrótta-
keppni háð á þilfarinu. í skipinu
eru tennisvellir og sundlaugar.
Þar eru líka stórar verzlanir, hár
greiðslustofur og gufuböð. Þegar
farþegarnir koma í land er víða
efnt til langra skemmtiferða með
bifreiðum til að skoða merka og
fagra staði.