Morgunblaðið - 07.07.1960, Side 12

Morgunblaðið - 07.07.1960, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. júlí 1960 ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON Helztu áfangasfaðir: Hamborg — Panama Jamaica — Kúba Rætt við 24 ára gamlan stýrimann LÖNGUN til ferðalaga og að sjá sig um í heiminum hefur um aldaraðir verið íslendingum í blóð borin. Fornsögurnar segja frá því, að höfðingjar til forna lögðu kapp á að synir sínir sigldu til fjarlægra landa og til skamms tíma þóttj það sérstakt hrósyrði um mann, ef unnt var að segja að hann væri „sigldur". Nú þykir það ekki lengur tíðindavert, þó að ís- lendingur ýti úr vör og daglega fara tugir eða hundruðir manna héðan til lengri eða skemnxri dvalar utanlands. I»rátt fyrir það má segja, að ferðir manna og dvöl í hinum fjarlægari heims- álfum þyki jafnan frásagnar verð ar og má glöggt sjá það á því, að ferðabækur, sem geyma frá- sagnir af slíkum ferðum, eru eitt vinsælasta lesefni hér á landi. ★ Tíðindamaður .siðunnar frétti fyrir skömmu af Ungum Reyk- víking, sem er nýkominn heim úr siglingum um fjarlæg höf, óg’ óskaði því eftir að fá að ræða við hann lítið eitt. Hinn ungi maður er Jón Ellert Guðjónsson, 24 ára að aldri og fæddur Reykvíkingur. Hann hef- ur lokið prófi úr Stýrimanna- skólanum, starfað sem háseti á Arnarfelli og verið þriðji stýri- maður á Þór og var þar m. a., er landhelgisstríðið hófst við Breta 1. september 1958. Og nú spyrjum við Jón, hvað við hafi tekið, er hann hætti á ár og hélt þá út til Noregs og réði mig þar á norskt flutninga- skip, sem ber nafnið „Sunbeam". Ég held það hafi aðallega verið ævintýraþrá, sem rak mig út í þetta og löngun til að sjá mig um í heiminum. — Segðu mér eitthvað um far- kostinn. — Hér var um að ræða 8000 tonna flutningaskip, sem þó gat tekið 12 farþega. Áhöfnin var 38 manns, aðallega Norðmenn en auk þeirra þrír Danir og svo ég. Segja má að skipið hafi ekki ver- ið ósvipað Tröllafossi, enda þótt það sé töluvert stærra og því hafi verið mikið breytt frá þvi í upp- hafi. En „Sunbeam“ var smíðað í árslok í Ameríku og er því um 16 ára gamalt. Allur aðbúnaður á skipinu var mjög góður, en þar gegndi ég störfum þriðja stýri- manns. — Hverjir voru svo helztu á- fangastaðir? — f stórum dráttum má segja, að þeir hafi verið Evrópa — Suð- ur-Ameríka — Mexico — Vestur Indíur — Bandaríkin ■— Kanada, en af einstökum'Iöndúm, sem við komum til má nefna: í Suður- Ameríku: Venézuela, Brezku Guineu- og Firönsku Guineu. — í Mið-Ameríku: Méxícó og Pan- amá. í 'Vestur |ndíiím: Jamaica, Kúba, Haiti og Trinitad. Við komust alveg suður undir heims skautsbaug, en fórum aldrei yfir hann. — Hvernig var ferðum ykkar háttað og hvernig varning flutt- uð þið? — Við vorum aldrei lengur en 15 daga á sjó í einu og áttum venjulega 3—4 daga viðdvöl í höfn. Lengst viðdvöl var 10 dag- ar, m. a. á Jamaica. Farmur var alls kyns varningur eins og her- gögn, bílar, heilar verksmiðjur, matvörur o. s. frv. — Hvernig leizt þér nú á þig þarna suður frá? — Ekkert allt of vel. Annars má segja að allar hafnarborgir hafi á sér líkan svip og þegaf siglt er svona frá einnj borg til annarrar virðast þær ekki svo mjög frábrugnar hver annarri. Annars var það hitinn sem þjáði okkur mest. Ég minnist þess, t. d., þegar við í Venezúela sigíd- um upp eftir fljóti einu um það bil 70 mílur upp í land, að hit- inn komst allt upp í 45° C. Þá vorum við í stuttbuxum einum klæða og leið illa samt. Alls kyns skordýr valda manni einnig óþægindum. Má þar til nefna Moskító-fluguna, en hún er helzt á ferlj á næturnar, og varð að byrgja öll op í herbergjunum með þéttriðnum netum. Einnig urðum við varir við kakkalakka á stærð við mannsfingur. Þeir halda sig gjarnan við höfnina eða þar sem óhreinindi eru. Við fengum þá um borð og varð að taka allt skipið í gegn, þegar til Evrópu kom, til að útrýma þeim. Hinsvegar sluppum við vel við alla hitabeltissjúkdóma, enda bólusettir, bæði áður en við lögð um af stað og svo síðar í Eng- landi. — Hvernig leizt þér á fólkið? — Yfirleitt leizt mér afarilla á þá innfæddu, t. d. svertingjana í Vestur Indíum, enda virtist svo sem hvítir menn eða kynblend- ingar skipuðu allar æðri stöður. Húsakynni innfæddraeruyfirleitt léleg, lifnaðarhættir einfaldir og hreinlæti ekki upp á það bezta. Segja má að hinir innfæddu svert ingjar hafi meir líkst skepnum en mönnum. Það máttu vel hafa eftir mér, enda þótt ég þykist vita að margir muni þar vera á öndverðum meiði.Nefna má sem dæmi, að erveriðvar að skipaupp þyrptust hátt á annað hundrað svertingjar um borð til að vinna og er það miklu meiri mann- fjöldi en þurfti í höfnum í Ev- rópu. Ekki leið á löngu þar til til um það bil tveir þriðju hlutar mannskapsins var sofnaður hing að og þangað um skipið, þar sem skugga bar á. Þrátt fyrir fleiri menn tók yfirleitt mikið lengri tíma að ferma eða afferma en við eigum að venjast. Yfirleitt var það mikill léttir að koma til Evrópu eða Ameríku og sjá þar almennilegt fólk. — Hvernig eydduð þið helzt frístundum ykkar, þegar þið vor- uð í höfn. — Ef um lengri tíma var að ræða, reyndum við að komast í smáferðalög til að sjá okkur um. Að öðrum kosti urðu skemmti- staðir eða baðstrendur helzt fyr ir valinu. Stundum var farið í búðir og er verzlunarmátinn allt annar en við eigum að venjast. Þar er reynt að „prútta“ um verð á öllum hlutum. Þó hafa á síð- ustu árum verið reisltar stór- verzlanir (magasin) þar sem fast verð er á varningnum. Annars komu sölumenn oftast um borð Ég hætti á „Þór“ í apríl sl. Flutningaskipið „Sunbeam“, farkostur Jóns í l'/z ár. Kristilegt œskulýðs mót á Blönduósi ÞANN 18. og 19. júní var haldið kristilegt æskulýðsmót á Blöndu- ósi í Húnaþingi. Voru þátttakend nr um 60 fermingarbórn, átta prestar og tveir skólastjórar mættu. Er þetta fyrsta mótið, sem haldið er í Húnaþingi. Laugardaginn 18. júní voru kvikmyndasýningar og annaðist þær Þórður Jónsson í Höfðakaup stað. Um kvöldið var kvöldvaka, er fermingar- og skólabörn önn- uðust. Skólabörn á Blönduósi sýndu sjónleik, er stóð í eina klst. Voru það svipmyndir úr sögu þjóðarinnar. Þorsteinn Matthías- son, skólastjóri, stjórnaði sýn- ingunum. Þá las upp sögu Ragn- heiður Jóhannsdótt.ir frá1 Hvammstanga en tvær stúlkur frá Sauðárkróki sýndu leikþátt, er hét Kennarinn og nemandinn. Síðan sungu skólabörn af Blöndu- ósi. í Blöduóskirkju flutti sr. Gísli Kolbeins hugleiðingu en sr. Gunn ar Gíslason kvöldbænir. Sunnudaginn 19. júní voru morgunbænir og biblíulestur. Guðsþjónusta var í Þingeyrar- kirkju kl. 2. Fyrir altari þjónuðu sr. Þórir Stephenssen og sr. Þor- steinn Gíslason, en sr. Sigurvin Eliasson prédikaði. 1 lok guðs- þjónustunnar flutti sr. Þorsteinn Gíslason fróðlegt erindi um kirkj una og hina fornu gripi hennar. í undirbúningsnefnd þessa æskulýðsmóts voru sr. Pétur Ingjaldsson, Höskuldsstöðum, sr. Árni Sigurðsson, Hofsósi og sr. Björn Björnsson, prófastur, Hól- um. 1 hitabeltisloftslaginu er gott í hverri höfn og buðu fram alls kyns varning. Til gamans má geta þess, að það áfengi sem ekki er innflutt er mjög ódýrt. T. d. köstar Baccardi-romm ca. 35 kr. flaskan (kostar yfir 300 hér). —, Lentir þú aldrei í neinum sérstökum ævintýrum? — Ekki svo í frásögur sé fær- andi. Þetta gekk allt sinn vana gang. T. d. hrepptum við aldrei neitt sérstakt illviðri, a. m. k. lét skipið svo' vel í sjó, að ég varð aldrei var við neitt slíkt. — Hvaða tungumál varð þér helzt til bjargar á ferðalagi þínu? — Enskan dugaði alls staðar og til allrar hamingju lærum við ensku í Stýrimannaskólanum, svo að ég stóð þar vel að vígi. — Hvernig farþegar voru það helzt, sem þið höfðuð á skipinu? — Það var aðallega skemmti- ferðafólk, einkum Kanadamenn, sem fóru hringferð með skipinu. — Hvernig eru kjör farmanna geta gripið til léttra klæða. á slíkum skipum? — Ég hafði t. d. sem þriðji stýrimaður með allri eftirvinnu að jafnaði um 10.000.00 kr. ísl. á mánuði. Þau laun getur maður fengið greidd í hvaða gjaldeyri sem er. Eitt það, sem er miklu betra en hér er, hvað það tekur styttri tíma að vinna sig upp. Að verða skipstjóri tekur um það bil 10 ár á þessum skipum, en hér má reikna með, að maður verði skipstjóri árið eftir að mað- ur gengur í land, segir Jón, og brosir við. Við förum nú að slá botninn í samtalið, en við spyrjum Jón að lokum, hverjar séu framtíðar- áætlanirnar? Hann segist helzt vilja halda áfram sem farmað- ur, og þá á íslenzkum skipum, en hinsvegar sé það mjög miklum erfiðleikum bundið að fá skips- rúm. Við kveðjum nú Jón og von umst til að hann fái sem fyrst stöðu, sem honum líkar. B. í. G. Litið til baka á „skömmina" Eins og kunnugt er af fréttum, efndu Bandaríkjamenn á Kefla- víkurflugvelli til hátíðar á sunnu daginn var, þar sem ýmislegt var gert mönnum til ánægju. Það vakti töluverða athygli að meðal viðstaddra, sem undu sér hvað bezt, voru nokkrir ungir menn, sem voru mjög áberandi í hinni frægu Keflavíkurgöngu, sem, fram fór fyrir nokkru síðan og átti að tákna, að nú hefði verið „snúið baki við skömminni", eins og Þjóðviljinri orðaði það. Virt- ust Keflavíkurgöngumennirnir hafa gaman af þvi, sem þarna fór fram, horfðu þeir m.a. á kapp- aksturskeppni með auðsýnilegum áhuga. Einnig höfðu þeir sig allmikið í frammi, þar sem von var ein- hverra veitinga, en eins og Þjóð- viljinn skýrði réttilega frá sl. þriðjudag, var unnt að fá límon- aði í dósum, smurt brauð og pyls- ur. Svo virtist sem hernámslímon aðið rynni ljúflega niður í þá göngumenn og smurða brauðið sömuleiðis. Sjónarvottur segir t. d. frá nafngreindum göngumanni sem kom þar að, er nokkrir menn stóðú í biðröð eftir amerískum pylsum. Svo var að sjá, sem göngumaður hefði alveg náð sér eftir þrammið frá Keflavík, því að hann lagði þegar í biðröðina og reyndi með miklum bolabrögð um að smeygja sér sem fyrst að borðinu, þar sem hægt var að fá hernámspylsurnar. Svo er að sjá sem þessir ungu menn hafi ekki alveg áttað sig á hinni nýju línu, að þurfa nú að vera á móti varnarliðinu eftir alla ládeyðuna í tíð vinstri stjórn arinnar, a.m.k. láta þeir sig hafa það að kíkja aftur, á „skömmina" aðeins hálfum mánuði eftir göng una frægu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.