Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUN71T.AÐ1Ð Fimmtudagur 7. júlí 1960 tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞJOÐAR- NAUÐSYN F'L'UGMANNAVERKFALL- INU, sem vofði yfir, hefur verið afstýrt. Þegar augljóst var orðið að ekki myndi nást samkomulag milli fulltrúa flugmanna og flugfélaganna beitti ríkisstjórnin sér fyrir setningu bráðabirgðalaga, um að óheimilt skyldi að hefja verkfall það, sem boðað hafði verið. Gildir sú ákvörðun til 1. nóvember nk. Mikilvægi flugsins Flugsamgöngur íslendinga halda áfram innanlands og milli landa. Þeirri staðreynd fagnar áreiðanlega öll þjóðin. Flugið er orðinn ríkur þáttur í íslenzkum samgöngumálum. Hin íslenzku flugfélög og flugmenn þeirra verðskulda vissulega miklar þakkir fyrir dugnað og atorku á undan- förnum árum. Flugið hefur valdið byltingu í samgöngu- málum þjóðarinnar. Stöðvun flugsamgangna um lengri eða skemmri tíma nú um há anna- tímann hefði valdið óbæri- legu tjóni, bæði fyrir flugfé- lögin og þjóðarheildina. Af slíkri röskun hefði einnig leitt mikirin álitshnekki út á við. Þegar á allt þetta er litið, verður það ljóst að þjóðar- nauðsyn bar til þeirra ráð- stafana, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir. 1 raun og veru var hér um að ræða nauðvörn þjóðfélagsins gegn mikilli hættu á stórfelldri röskun og tjóni. Þeirri hættu hefur verið bægt frá. Sú stað- reynd er miklu mikilvægari en hitt, að ríkisvaldið hefur orðið að grípa inn í þegar sáttaumleitanir og samninga- viðræður milli aðilja í flug- mannadeilunni voru strand- aðar. Það má segja atvinnu- flugmönnum til verðugs hróss, að einnig þeir hafa gert sér þetta ljóst. Þeir hafa skilið eðli þeirrar þjóðarnauðsynjar, sem lá til grundvallar aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Flugið heldur áfram ótruflað, landi og þjóð til sóma. Komið í veg fyrir mikið tjón Sá einstaklingur og sú stétt mun vandfundin hér á landi, og raunar í flestum öðrum löndum, sem ekki telur sig með meira eða minna rétti hafa þörf fyrir hærri laun og meiri tekjur. Sú staðreynd verður þó ekki sniðgengin, að íslenzkir atvinnuflugmenn eru tiltölulega mjög vel laun- uð stétt, miðað við aðrar stétt- ir hins íslenzka þjóðfélags. Það hefði því verið mjög illa farið, ef þeir hefðu riðið á vaðið um kauphækkanir, sem hefðu getað haft örlagaríkar afleiðingar fyrir allt efna- hagslíf þjóðarinnar, auk þess sem þær hefðu tvímælalaust stofnað rekstrárafkomu hinna ungu flugfélaga okkar í mikla hættu. UM GERVALLAN HEIM flJIKITA Krúsjeff var ekki myrkur í máli í ræðum sínum í Austurríki, þar sem hann hefur verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Hann lýsti því hiklaust yfir, að hann vildi mega líta þann dag, er rauði fáninn blakti um gervallan heiminn. Þessi orð forsætisráðherra Sovétríkjanna eru áreiðan- lega mælt í fullri hreinskilni. Það hefur alltaf verið tak- mark rússneska kommúnista- flokksins að færa völd sín út yfir landamæri Rússlands. — Þeir Lenin og Stalin fóru hvorugur leynt með það, að heimsyfirráð væru takmark hins alþjóðlega kommún- isma. Krúsjeff og Mao Tse- tung eru á sömu skoðun. Hitt er svo annað mál, hvort það bætir aðstöðu kommúnist- anna í baráttu þeirra, að Krúsjeff lýsir þessu svo hreinskilnislega yfir nú. Hann hefur á síðustu árum lagt mikla áherzlu á það að sér- eignaskipulagið og kommún- isminn ættu að geta lifað í friði hlið við hlið í hinum ýmsu löndum heims. En bak við allar yfirlýsingarnar um það hefur legið sú óbifanlega ákvörðun Sovétstjórnarinnar að berjast fyrir því með blóði og eldi að „rauði fáninn blakti um gervallan heiminn“. Hin nýja tiiraunabifreið Chevrolets, XP-700 Corvette, er óvcnjulega lagleg útlits. Draumabíllinn varB oð raunveruleika Chevrolet-bifreiðin XP-700 vekur athygli — enda bædi nýstárleg og fullkominn BANDARÍKJAMENN eiga marga draumabíla á papp- írnum — en sumar hugmynd- ir þeirra hafa líka verið klæddar holdi og hlóði — eða réttara sagt stáli og plasti. Ein þessara athyglisverðu bif- reiða er hinn nýi XP-700 Corv- ette, sem framleiðendur Chevro- let-bifreiðanna hafa nýlega full- gert. Var bifreiðin sýnd á bif- reiðasýningu í New York nýlega og vakti mikla athyglL Einn af mörgum XP-700 Corvette er teiknaður af einum fremsta manni General Motors verksmiðjanna, William M. Mitchell, en hann er forstöðu- maður þeirrar deildar fyrirtækis- ins, sem ákveður útlit bifreið- anna. Hann hefur áður lagt gjörva hönd á ýmsar tilraunabif- reiðir, en XP-700 er talin full- komnust þeirra allra. Bifreiðin er smíðuð á venju- legan undirvagn Corvette-gerð- arinnar, sem flestum hér er kunn, en yfirbyggingin er úr fiber-gleri. Bifreiðin er -mjög straumlínulöguð, eins og sjá má, og minnir reyndar örlítið á „Silfurör" Mercedes-verksmiðj- anna þýzku. Plastik-hvelfingin, sem skýlir farþegunum, endur- kastar ekki Ijósgeislum og blinda þeir því ekki ökumanninn. Þá er í bifreiðinni spegill af mjög full- kominni gerð, sem tryggir öku- manninum‘ótruflaða útsýn aftur fyrir bifreiðina. Lág — en breið Það vekur einnig athygli í sambandi við bifreiðina, að hún er aðeins 1,23 m að hæð, en breiddin er 1,85 m. XP-700 líkist því óneitanlega talsvert kapp- akstursbifreiðum. Varla verður ráðizt í fjölda- framleiðslu á bifreiðinni, en engu að síður má líta á hana sem ofurlitla visbendingu um það, hvernig bifreiðir næstu ára muni verða. • « Oruggur hraöakstur ÞEGAR bandaríski kapp- akstursgarpurinn D o n a 1 d Campbell gerir síðar á þessu ári tilraun til að setja nýtt heimsmet í hraðakstri á salt- sléttunum í Utah í Banda- ríkjunum — getur hann notið meira öryggis í akstri sínum en nokkru sinni fyrr í slíkri tilraun. í reynsluferðum hinnar nýju bifreiðar hans verður nefnilega með sérstökum aðferðum unnt að mæla þenslu, þrýsting, hitastig og annað slíkt á 23 stöðum, bæði í hreyfli og yfirbyggingu. Þessar margvislegu upplýsingar eru ekki einungis skráðar til athug- unar að akstri loknum, heldur eru þær sendar jafnóðum á staði meðfram brautinni, þar sem strax er hægt að gefa ökumann- inum merki, ef hætta er í aðsigi. Þar með getur hann dregið úr hraðanum, ef ástæða er til. I Síamskur ívíburabíll HVORT snýr fram — og hvort aftur? Það er einmitt spurningin, sem þeir Tam- arkin-bræður í Brooklyn vilja heyra af vörum við- skiptavina sinna. Þeir hafa smíðað einskonar síamskan tvíburabíl og nota hann í auglýsingaskyni, til þess að draga að sér athygli fólks. Það er aðeins stýrið til vinstri, sem er í sambandi — hitt er bara til mála- mynda. Nær 19 milij. dölum varið til heiibriqðismáia á vequm WHO FJARHAGSÁÆTLUN Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO) fyrir árið 1961 hefur verið ákveðin 18.- 975.354 dollarar, og er það 2 milljónum dollara meira en fjárhagsáætlun 1960. Aðildarríkin eru 110 Stærsti útgjaldaliður hinnar nýju áætlunar, 410.000 dollarar, er baráttan gegn smitandi sjúk- dómum. Þessi upphæð felur , samt ekki í sér útgjöld til bar- I áttunnar gegn mýrarköldu, sem er kostuð af sérstökum fjárfram- lögum. Ráðstefna stofnunarinnar hófst 3. maí og stóð yfir í tæpar þrjár vikur. Hana sóttu fulltrúar frá 96 löndum. Eins og tilkýnnt var meðan á fundum stóð, fengu 11 ríki upptöku í stofnunina sem meðlimir eða svonefndir óbeinir meðlimir. Þannig eru aðildar- ríki WHO nú orðin 101 talsins, þar á meðal 11 óbeinir aðilar. Útrýming mýrarköldu Með tilliti til útrýmingar mýr- arköldu lét þingið í ljós ánægju sína yfir hinum tæknilega ár- angri af þessari alþjóðlegu her- ferð — en lagði áherzlu á að framkvæmd hennar með frjáls- um fjárframlögum væri ekki möguleg án þátttöku allra þeirra ríkja sem búa við góða efna- hagsafkomu. Stigið hefur verið stórt skref í þá átt - að uppræta algerlega kúabólu í heiminum. Árið 1959 voru sjúkdómstilfellin töluvert færri en árið á undan. Sjúkdóm- urinn er enn hættulegur í Ind- landi og Pakistan. Baráttan gegn geislahættu Þingið ræddi ennfremur um Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.