Morgunblaðið - 07.07.1960, Qupperneq 18
18
MORCVNBLÁÐIÐ
Fimmtudagur 7. júlí 1960
JSG líMÍMiMMm WSWÍfíL
Afmaelismót norska stmdsambandsins s
Guðmundur vann í Osló
— sigraði í skriðsundi og varð 3 í
baksundi. Hrafnbildur 3
í bringusundi
NORSKA sundsambandið
hélt upp á 50 ára afmæli sitt
með miklu sundmóti, sem
fram fór í Frognerbadet í
Ósló (50 m útilaug) í fyrra-
kvöld og í gærkvöldi. — Til
mótsinS var boðið sundfólki
frá ölíum Norðurlöndunum
og tilnefndi Sundsamband ís-
lands þau Guðmund Gíslason
og Hrafnhildi Guðmundsdótt-
ur úr ÍR og Sigurð Sigurðs-
son, Akranesi, til fararinnar.
Voru ekki fleiri eða önnur af
Guðmundur Gíslason.
okkar bezta sundfólki tiltæk
til fararinnar vegna Rostock-
farar Ármenninga.
if GUÐMUNDUR SIGRAR
Guðmundur Gíslason hélt
vel á heiðri tslands í þessu
móti. I gærkvöldi tók hann
þátt í tveimur greinum, 100 m
skriðsundi og 100 m baksundi.
t 100 m skriðsundi sigraði
Guðmundur með nokkrum
yfirburðum, synti vegalengd-
ina á 59.5 sek. t baksundinu
hlaut hann þriðja sætið eftir
harða keppni, synti á 1.11.4
mín.
Hrafnhildur keppti í gær í
200 m bringusundi kvenna og
hlaut 3. sætið, synti á 3.14.3
mín.
Fyrri daginn var keppt í 200
m bringusundi karla og 400 m
skriðsundi karla. Ekki er vitað
um árangur Sigurðar í bringu-
sundi (var ekki meðal 5 fyrstu),
Dren^ja*
meistaramótið
DAGANA 20. og 21. júlí fer fram
Drengjameistaramót fslands á
Melavellinum í Reykjavík. —
Keppnisgreinar, fyrri dagur:
100 m hlaup, 800 m hlaup, 200
m grindahlaup, 4x100 m boðhlaup
langstökk, hástökk, kúluvarp og
spjótkast.
Síðari dagur: 300 og 1500 m
falaup, 110 m grindahlaup, 1000
m boðhlaup, stangarstökk, þrí-
stökk og kringlukast.
Þátttökutilkynningum ber að
skila eigi síðar en 15. júlí til for-
manns frjálsíþróttadeildar Ár-
manns, hr. Jóhanns Jóhannesson-
ar, Blönduhlíð -j2, Reykjavík,
sími 19171.
né heldur hvort Guðmundur tók
þátt í 400 m skriðsundinu.
★ GÓÐ FRAMMISTAÐA
Þessi frammistaða Guð-
mundar og Hrafnhildar er
mjög góð, því meðal kepp-
enda er flest af bezta sund-
fólki Norðurlandanna allra.
★ HEUZTU URSLIT MÓTSINS
100 m skriðsundi karla: Guð-
mundur Gíslason, ÍR, 59.5, 2. Egil
Nylemma, Norégi, ' 1.00.1, 3.
Svend Göran Johansen, Svíþjóð,
1.00.3.
200 m bringusund kvenna: Erik
son, Svíþj., 2.59.6 (sænskt met),
2. Andersen, Danm., 2.59.7, 3.
Hrafnhildur, 3.14.3.
100 m flugsund karla: 1. Bengt-
son, Sviþj., 1.05.3, 2. Suvanto,
Nýtt trá
Osló
MIKIÐ alþjóðlegt frjálsíþrótta-
mót var haldið á Bislet-leikvang-
inum í Osló í gær og náðist mjög
góður árangur í mörgum grein-
um.
Gulbrandsen hljóp 400 m
grindahl. á 52,4 sek., Wendelin
Þýzkalandi vann 100 m á 10.8,
Norðmaðurinn Lövaas varð 3. á
10,9. Wendelin vann einnig 200
m á 21,4 með Wold Noregi í 2.
sæti.
Hönicke A.-Þýzkalandi vann
3000 m hlaupið á 8.08.8. 2. Andres
sen Noregi á 8.12,2.
Kringlukast vann Haugen Nor.
með 53.59 m, næsti maður með
46.83.
Helen Finnl. vann hástökkið
stökk 2.00. Huseby Noregi varð
2. með 1.95 m.
Ekeberg Noregi vann 1500 m á
4.00.4 mín. 1 800 m hlaupi sigraði
Herglund Svíþjóð á 1.52.4, en
Helland Noregi varð 3. á 1.53.9.
Langstökk vann Valkama Finn
landi með 7,65 m stökki. Kirken
Noregi varð annar með 7.45.
Stangarstökk vann Per-Olof
Jonasson Finnlandi með 4.30.
Larsen Nyhus varð 2. með 4.20
Finnl., 1.05.6, 3. Christer Bjarne,
Noregi, 1.08.1.
400 m skriðsund kvenna: Lind-
skog, Svíþj., 5.24.0, 2. Michelsen,
Danm., 5.27.6, 3. Nörboe, Danm.,
5.31.7.
100 m baksund karla: 1. Grenn
er, Finnl., 1.08.2, 2. Lundin, Sví-
þjóð, 1.10.8, 3. Guðm. Gíslason,
1.11.4, 4. Lars Kraus Jensen, Dan-
mörk, 1.11.4.
4x100- m skriðsund karla: 1.
Finnland 9.03.9, 2. Svíþjóð 9.08.6.
-• * |
Sigurvegarar KR í Reykjavíkurmótinu 1960, 2. flokkur A. —
Aftari röð frá vinstri: Óli B. Jónsson, þjálfari, Ingólfur Hákon-
arson, Sigurður Óskarsson, Sigurþór Jakobsson, Kristján Þór
Kristjánsson, Pétur Jónsson, Gísli Sigurðsson, Óskar Jónsson,
Halldór Kjartansson, Gísli Þorkelsson, Jón Sigurðsson, fyrirliði,
Jón Guðmundsson og Þór Jónsson. (Ljósm.: I. M.)
Akranes — KR # kvöld:
Eina fœkifœrið
til að sjá ensku atvinnusnillingana
t KVÖLD klukkan 20.30 keppa Islandsmeistararnir KR við Akur-
nesinga, sem styrkja lið sitt með þrem atvinnumönnum frá Arsenal,
Kelsey, markverði, Dodgin, miðframverði, og Dennis Clapton, sem
leikur innherja. Lið Akraness er þannig skipað:
Kelsey
Jón Leós Helgi Hannesson
Sveinn Teitsson Bill Dodgin Kristinn. Gunníaugsson
Dennis Clapton Helgi Björgvinsson
Jóhannes Þórðarson Þórður Þórðarson Ingvar Elísson
KR-liðið verður ekki ákveðið
fyrr en á hádegi í dag, og því
ekki hægt að birta það hér.
i h*
Enginn vafi er á því að knatt-
spyrnuunnendur hafa mjög mikla
ánægju af að sjá hina reyndu
atvinnumenn í hópi Akurnesinga.
í leiknum á Akranesi fóru þeir
sér mjög hægt, en glögglega mátti
sjá ágæti þeirra. Kelsey lokar
markinu á undraverðan hátt, svo
að þeim sem horfa á finnst sem
ekkert annað sé eðlilegra, auð-
veldara og réttara, en það sem
liann gerir. Leikmennirnir sem i
★
léku á móti honum komust þó að
raun um að þeir fengu exki jafn-
iangan tíma til að athafna sig og
leggja fyrir sig knöttinn og þeir
eru vanir. — Oft og tíðum var
Kelsey búinn að hrifsa knött-
inn frá þeim áður en þeir
höfðu áttað sig, og oft af
tánum á þeim, um þann
mund og þeir voru að skjóta á
markið. — Dodgin lék eins og
hann væri í kennsluleik og var
allur leikur hans þannig að mikið
mátti af læra. Sendingar hans
Frjálsíþróttamót ÍR ;
Tveir náðu lág-
marki fil Rómar
Svavar og Kristleifur sigruðu Norðmanninn
í GÆRKVÖLDI lauk á Laugar-
dalsvellinum frjálsíþróttamóti
ÍR. Mjög góður árangur náðist
í sumum greinum.
Tveir menn náðu nú óumdeil-
anlega lágmörkum til Rómarferð-
ar. Vilhjálmur Einarsson stökk
7.41 m í langstökki en lágmark-
ið var 7.40. Þá stökk Valbjörn
4.,35 m í stangarstökki, en lág-
markið var 4.30. Báðir höfðu
þeir áður náð lágmörkum á inn-
anfélagsmóti.
Er Valbjörn reyndi við ísl. met
4.46 var hann vel yiir ránni í
fyrstu tilraun, en felldi með
hendi á niðurleið.
ralbjörn haxði fyrr vakið at-
hygli þetta kvöld er hann sigr-
aði í spjótkasti með 62,01 m.
1500 m hlaupið var verra en
búizt hafði verið við. Byrjunar-
hraðinn mjög lélegur en mikill
cndasprettur. Á honum tryggði
Svavar sér 1. sætið og Kristleifur
annað. Norðmaðurinn varð að
láta sér nægja 3. sætið. Meira
um mótið síðar.
Myndirnar sem hér fylgja eru
frá fyrra degi mótsins og sýna
tvo af okkar beztu kösturum.
Þórð Sigurðsson í sleggjukasti,
sem átti tvö ógild köst yfir ísl.
metinu — og Hallgrím Jónsson,
| sem vann yfirburðasigur í
kringlukasti. (Ljósm.: Sv. Þ.)
Reykjavíkurmótið
Senn
lokaúrslit
REYKJAVIKURMOT yngri flokk
anna í knattspyrnu er nú um það
að verða lokið. Hrein úrslit hafa
fengizt í öllum -flokkum nema
tveimur, 4. fl. B og 5. fl. A og
verða auka úrslitaleikir að fara
frani. KR og Fram hafa bæði 6
§tig í 4. fl. B og leika því til úr-
slita en í 5. fl. A eru Víkingur og
Valur jöfn að stigum (6) og leika
til úrslita n.k. laugardag. KR
hafði unnið 4 flokka og eru í úr-
slitum í 4. fl. B, KR er sigurveg-
ari í 2. fl. A, 3. fl. A, 3. fl. B og 4.
fl. A. — Fram er sigurvegari í 2.
fl. B og 5. fl. B og í úrslitum við
KR í 4. fl. B.
Leikir, sem hafa farið fram síð-
an úrslit voru birt í sl. viku eru
þessi:
2. flokkur A:
KR:Þróttur 2:1
KR er sigurvegari 1960.
3. flokkur A:
Valur:Víkingur 3:0
KR er sigurvegari 1960.
4. flokkur A:
KR'.Þróttur 10:0
Valur:Víkingur 14:0
KR er sigurvegari 1960.
4. flokkur B:
Válur :Víkingur 2:1
Fram og KR eru jöfn að stig-
um og keppa til úrslita.
5. flokkur A:
Valur:Víkingur 2:1
KR .Þróttur 1:1
Valur og Víkingur eru jöfn að
stigum og keppa til úrslita.
Valur :Víkingur 1:3
5. flokkur B:
Valur:Víkingur 1:3
Fram er sigurvegari 1960.
fram til innherja og útlherja voru
eftirtektarverðar fyrir það, að
alltaf var sent til manns sem var
óvalda^ur og gat því haldið ó-
hindraður áfram með knöttinn.
Dennis Clapton var mjög miður
sín í leiknum og seldi t. d. tvisv-
ar sinnum upp, en harkaði ógleð-
ina af sér og var með allan leik-
inn. Hann lék mjög afturliggjandi
innherja og gaf hnitmiðaða knetti
inn 1 eyður Valsvarnarinnar,
þannig að flýtir Ingvars og leikni
Jóhannesar naut sín vel í leikn-
um og var það einungis að þakka
snildarlegri framistöðu Helga
Daníelssonar, eð ekki voru skor-
uð fleiri mörk hjá Val.
★ EINA TÆKIFÆRIÖ
Dvöl ensku atvinnumannanna
verður mun styttri en búizt hafði
verið við, og óvíst er þegar þetta
er skrifað hvort þeir leika aftur
bér í Reykjavík og verður því
þetta jafnvel eina tækifærið sem
reykvískir knattspyrnuunnendur
hafa til að sjá hina snjöllu knatt-
spyrnumenn.
Notið sjóinn
og sólskinið