Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBTAÐ1Ð Fimmtudagur 7. júlí 1960 Þessi mynd er tekin á eiðinu við Múlanes rétt áður en Iagt er á Þingmannaheiði sökum þess að langferðabifreið hafði lent út af veginum við brú skammt þar frá kauptúninu. Tafði þetta ferðalagið sem svar- aði einni klukkustund. Úr Dölum var haldið rakleiðis í Bjarkarlund og þar fá menn sér síðdegishressingu. Bjarkar- lundur er landsþekktur við- komustaður ferðafólks á leið til Vestfjarða og hefur jafnan verið rómaður fyrir góðar móttökur. Vestur Barðaströnd Þegar haldið er frá Bjarkar- lundi vestur Reykhólasveitina eru þeir komnir á ókunnar slóðir, sem aðeins hafa kynnzt eldri landleiðinni, sem liggur vestur að botni ísafjarðardjúps. Leiðin vestur Barðaströndina er ákaf- lega fögur, um svonefnda Þver- firði eins og Landnáma kallar þá. Hinar óteljandi eyjar Breiða- fjarðar blasa við sjónum og út við sjóndeildarhringinn ber Snæ- fellsjökul við himin. Milli Vatt- Fyrsta ferð áætlunarbifreiðar —_J.1_C_'X _ 1>.,á «11 QrfiorSar r\ct VQtncfiorAar or vi til Isafjarðar Ekiö yíir 8 fjallvegi á Vestfjörðum F Y R I R skömmu bauð sér- leyfishafinn Vestfjarðarleið hf., blaðamönnum að vera þátttakendur í fyrstu áætlun- arferðinni, sem farin er á veg- um fyrirtækisins alla leið til ísafjarðarkaupstaðar. — Hér var um að ræða venjulega áætlunarferð og var því all- margt farþega auk blaða- mannanna. Kl. 8 að morgni eru ferðalang- arnir saman komnir niður við Bifreiðastöð Islands. Ferðin hefst stundvíslega og var ekið sem leið liggur fyrir Hvalfjörð, upp um Borgarfjörð og vestur í Dali. — Fyrsti áfangastaðurinn, þar sem numið er staðar að nokkru ráði, er í Búðardal í Dölum. Þar er snæddur hádegisverður og er framreiðsla þar öll hin ágætasta. Á leið okkar frá Búðardal urð- um við fyrir nokkrum töfum Hvernig sem þér ferðist arfjarðar og Vatnsfjarðar er yfir hrikalega heiði að fara. Nefnist hún Þingmannaheiði og er þar sem hún er hæst 440 metrar yfir sjó. Þingmannaheiði er einn undarfirði. Önundarfjörður er um margt líkur Dýrafirði, þó Dýrafjörður sé talin ein blóm- legasta byggð Vestfjarða. Haldið er nú til Flateyrar og höfð þar skömm viðdvöl, en síðan fram Breiðadal og upp á Breiðadals- heiði, sem er ein af hæstu fjall- vegum þessa lands, 610 metrar. Af Breiðadalsheiði er komið ofan í Dagverðstdal, sem er fyrir botni Skutulsfjarðar og er þá ör- skammt á leiðarenda til ísa- fjarðarkaupstaðar. Þar lýkur þessari ferð, sem er lengsta áætlunarferð bifreiða á íslandi. Langt ferðalag Eins og að líkindum lætur er ferðalag þetta eftir hinni nýju leið bæði langt og strangt. Sem fyrr greinir urðu nokkrar tafir á leið okkar og þá einkum skammt frá Búðardal. Ekki kom áætlunarbifreiðin til Isafjarðar fyrr en klukkan að ganga 5 um nóttina eða eftir rúmlega 20 klst. akstur. Þess ber að geta í þessu sambandi að þótt hin nýja leið hafi verið opnuð til umferð- ar á sl. hausti, er henni fjarri því að vera að fullu lokið. Alllangir kaflar leiðarinnar eru bráða- birgðavegir eða gamlir vegir og fremur lélegir sem eftir er að byggja upp. Einnig eru óbrúaðar ár og lækir á leiðinni. Þótt hér sé um að ræða einhverja lengstu og erfiðustu sérleyfisleið á landi hér, gengur enginn þess dulinn. £ru fERÐATRYGGtNGAR nauðsynlegar FERÐATRYGGINGAR okkar tryggja yður fyrir alls konar slysum, greiða sjúkrakostnað yðar, greiða yður dagpenmga verðið þér óvmnufær svo og órorkubætur, ennfremur mun fjölskyldu yðar greiddar dánarbætur. FERÐATRYGGINGAR okkar eru mjog ódýrar, t. d. er iðgjald fyrir 100 000 króna tryggmgu, hvermg sem þér ferðist mnan lands eða utan í hálfan mán- uð aðeins kr. 85.00. SlMINN ER 17080 og ferðatryggmg yðar er i gildi samstundis. s asro vo m pí utr mv© (B n FJHAm ÁneHnn--'-5'—’*■- ' ’d á Melgraseyri. Djúpbáturinn Fagranes bryggjuna. af verstu farartálmunum á hinni nýju Vestfjarðaleið. Hún verður ófær í fyrstu haustveðrum og opnast ekki fyrr en seint á vorin. í Vatnsfirði, er Landnáma telur vestastan Þverfjarðanna, hafði Hrafna-Flóki vetursetu. — Þótt Vatnsfjörður sé fagur með kjarri klæddum hlíðum, er þar nú engin byggð. Vestan Vatnsfjarðar er Penná. Þar eru vegamót og skiptir þar leiðum vestur á Barðaströnd til Patreksfjarðar og hinsvegar áfram norður um firði. Þar sem Flóki hafði vetursetu Vegurinn liggur upp með Penná og meðfram Þverdals- vatni og fyrir Hornatær, en þar eru háir tindar, sem sagan segir að Hrafna-Flóki hafi farið upp á og séð þaðan fjörð fullan af ísi. Þá er farið yfir Dynjandisheiði og er komið niður að henni í Dynjandisvog og blasa þá við Dynjandisfossar, en þeir eru mjög fjölskrúðugir og fagrir. — Leiðin liggur síðan fyrir Meðal- nes og í Borgarfjörð og er þá komið að helzta orkuveri Vest- firðinga, Mjólkárvirkjun. Þaðan er ekið út með Arnarfirði og rétt neðan við túnið á Rafnseyri, fæðingarbæ Jóns Sigurðssonar. Leiðin úr Rafnseyrardal yfir til Dýrafjarðar liggur yfir einn fjallveginn enn, er nefnist Rafns- eyrarheiði, 552 metrar yfir sjó. Er þá komið ofan í Brekkudal, innan Þingeyrar við Dýrafjörð. Bifreiðin hefur skamma viðdvöl á Þingeyri, en síðan er ekið fyrir fjörðinn að Gemlufalli og yfir Gemlufallsheiði. Af henni er komið ofan í Bjarnardal í Ön- að þetta er ein sú fegursta og svipmesta leið sem um getur á þessu landi. Vestfjarðaleið fimm ára Fyrirtækið Vestfjarðaleið hf., sem rekur sérleyfisferðir vestur að ísafjarðardjúpi, var stofnað árið 1955, af Júliusi Sigurðssyni, Jóhanni Guðlaugssyni, Sturlu Þórðarsyni, Kjartani Guðmunds- syni og Hilmari Guðbrandssyni. Árið 1958 hætti Júlíus störfum hjá fyrirtækinu, en í hans stað kom Ásmundur Sigurðsson frá Efstadal í Laugardal. Bílakostur fyrirtækisins er ágætur. Á hina nýju leið er notuð Scania Vabis bifreið, sem fullnægir öllum þeim kröfum, er gerðar eru til nýtízku fólksflutningabifreiða. Hringferð á 3 dögum Ástæða er til þess að vekja athygli þeirra, er vilja á sem skemmstum tíma sjá sem mest af Vestfjarðarkjálkanum að áætlunarferð með Vestfjarðaleið hf. leysir vandann á þremur dögum. Þá er farin hin nýja leið vestur til ísafjarðarkaupstaðar, þar höfð viðdvöl einn dag en síðan haldið með djúpbátnum inn ísafjarðardjúp til Melgraseyr ar og áætlunarbifreiðin tekin þaðan til Reykjavíkur. Einmitt þannig var háttað ferð blaða- mannanna, sem fóru þessa leið um síðustu helgi. Frá Melgras- eyri er haldið inn Langadals- strönd upp Langadal og yfir Þorskafjarðarheiði, niður Kolla- búðadal í Þorskafjörð. Er þar með lokið ánægjulegri hringferð um Vestfirði, sem ferðamenn hafa ekki átt kost á fyrr en nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.