Morgunblaðið - 07.07.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 07.07.1960, Síða 6
6 MORCUNBLAÐIb Fimmtudagur 7. júlí 1960 Játning gestgjafans I TÍMANUM þann 1. júlí birtist grein, eftir Vigfús Guðmunds- son gestgjafa, um hervarnarmál- in þar sem hann kveðst nú hafa skipt um skoðun á þeim málum og sé nú farinn að styðja komm- únista, og fylgisveina þeirra. í>að hafa aldrei verið lausar taugarnar milli Framsóknar- manna ok kommúnista, en nú gengur þar ekki hnífurinn á milli enda er játning gestgjafans ekki nema einn þáttur í undirlægju- skap Framsóknarmanna. Annars kom það mér nokkuð á óvart, að maður þessi skuli hasla sér völl í blöðunum, eftir það hneyksli sem hann olli fyrir ekki löngu með erindi því er hann hélt í útvarpið um kyn- þáttastefnu þeirra Suður-Afríku- manna. Fann hann þar þeim innfæddu allt til foráttu, en sá ekkert at- hugavert við það þótt milljónir innfæddra væru kúgaðir og of- sóttir af litlum minnihluta hvítra ofstækismanna sem stolið höfðu landi þeirra. Á nokkrum dögum tókst hvítu þrælahöldurunum í Suður-Afríku að fá gestgjafann til að gerast áróðursmann fyrir sig, og er þá ekki að undra þótt Kefiavíkur- göngumönnum tækist að öðlast fylgi hans nú er kærleikar eru svona miklir milli flokka þeirra. 1 „játningu" gestgjafans segir meðal annars, að hann hafi trúað, „Að manndómur væri í að verj- ast, þótt við ofurefli kynni að vera að eiga. Einnig það að hér værum við í vestræna beltinu. Auk þess værum við íslendingar vestrænum þjóðum skyldastir og tengdir þeim meiri menningar- tengslum en öðrum“. En nú er þetta víst allt orðið breytt. Trúir Vigfús því virki- lega ekki lengur að manndóm- ur sé í að verjast, jafnvel þótt við ofurefli kynni að vera að eiga? Gengur kommúnistaþjónkun hans ekki nokkuð langt, er hann vill láta undan ofbeldinu aðeins af því að um ofurefli er að etja? Man hann ekki lengur örlög Ungverjalands, Póllands, Rúmen íu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Eistlands Lettlands og Lithauga- lands? Vegna þess að þessar smáþjóð- ir höfðu ekki bolmagn til að tanda gegn ofureflinu, voru þær innlimaðar í hin miklu Sovét- ríki, og hvað varð um þjóðerni Grímur Bjornoson formnður meistnrnsnmb. byggingnrmnnnn MEISTARASAMBAND bygginga manna í Reykjavík hélt aðalfund sinn mánudaginn 27. júní 1960 að Tjarnarcafé. Formaður sambandsins Tómas Vigfússon, húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri þess Guð- mundur Benediktsson hdl., fluttu skýrslur um störf sambandsins á sl. starfsári. Að Meistarasambandi bygginga manna standa Meistarafélag húsa smiða, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Félag löggiltra raf- virkjameistara í Reykjavík, Félag pípulagningameistara í Reykja- vík og Félag veggfóðrarameist- ara í Reykjavík, en í félögum þessum eru um 500 meðlimir. Miklar umræður voru á fund- inum um framtíðarstörf sam- bandsins. Tilgangur sambandsins er að- allega sá að efla samstarf meist- arafélaganna í byggingaiðnaði og gæta hagsmuna sambandsféiag- anna almennt. Tómas Vigfússon baðst ein- dregið undan endurkosningu í framkvæmdastjórn. Að loknum aðalfundi var fund ur í fulltrúarráði sambandsins, og var þar kjörin framkvæmda- stjórn fyrir næsta ár, en hana skipa: Grímur Bjarnason, pípulagn- ingameistari, formaður, Vilberg Guðmundsson rafvirkjameistari, gjaldkeri og Halldór Magnússon, málarameistari, ritari. Fulltrúaráðið skipa auk fram- angreindra manna, Guðmundur Halldórsson, húsasmíðameistari, Ölafur H. Pálsson múrarameist- ari og Ólafur Guðmundsson, vegg fóðrarameistari. Meistarasamband bygginga- manna hefur skrifstofu að Þórs- hamri við Templarasund. þeirra og menningu? Man hann ekki lengur hvernig útþenslustefna Rússa gleypti hvert smáríkið af öðru og rændi þau frelsi sínu? Man hann ekki hvernig smá- ríki Evrópu ,sem sáu hættuna færast nær, þjöppuðu sér saman og mynduðu með sér varnarsam- tök til að geta staðið saman gegn ofbeldinu og höfðu enn þá trú forfeðra sinna „að manndómur væri í því að verjast, jafnve! þótt um ofurefli kynni að véra að eiga“? ísland skipaði sér í röð hinna frjálsu ^estrænu ríkja og studdi mikill meirihluti íslenzku þjóð- arinnai pær aðgerðir af heilum hug. ísland varð einn hlekkur í varn arkeðjunni sem verndað hefur smáþjóðir Evrópu svo vel að ekki eitt einasta ríki Vestur-Evrópu hefur verið innlimað í Rússaveldi síðan varnarsamtökin voru stofn uð. Einn hefur nú enn bæzt við í þann hóp „Nytsamra sakleys- ingja“ sem beitt er fyrir áróð- ursvagn kommúnista, og vill nú að varnarkeðja þessi sé rofin. Það er illt til þess að vita er hrekk- lausir menn eru notaðir til ill- verka, og hvað er meira illverk, en að svíkja samherja sína og nágranna á hættustund? Isiendingum ber að standa með vestrænum vinaþjóðum sinum í samvinnu um sameiginlegar varn ir, því þeirra frelsi er okkar frelsi. Þótt við kunnum að deila um ör.nur mál, eigum við sam- eiginiegra hagsmuna að gæta í varnarmálunum, hagsmuna sem ekki má fórna fyrir augnabliks pólitískan ávinning eða upp- gerðar þjóðernisrembing. Aliir íslendingar hljóta að óska þess að svo friðsamlegt verði í heiminum að ekki sé hér né annarstaðar þörf á erlendu her- liði til varnar. En þar til sá tími kemur, verða smáþjóðirnar að standa saman gegn ofbeldis- öflunum, því sterk varnarsamtök eru bezta tryggingin fyrir friði í heiminum unz stórveldin hafa komið sér saman um allsherjar- afvopnun með öruggu eftirliti. Þorgrímur Halldórsson Stjörnubíó hefur nú að nýju hafiff sýningar á stórmyndinni „Brúnni yfir Kwai-fljótiff“ meff William Holden og Alec Guinness í aðalhlutverkunum. Verffur hún á 9-sýningum í örfá skipti. Myndin hefur hvarvetna hlotiff miklar vinsældir. 760 sTc/p / Siglu- fjarðarhöfn Dansleikir tóru vel tram SIGLUFIRÐI, 5. júlí: — Klukk- an tólf á miðnætti voru 160 síld- veiðiskip hér í höfninni. Enn bætt ust nokkur við í nótt, þeirra á meðal tvö finnsk skip. Hafði annað þeirra lagt niður 600 tunn ur, hitt nálægt 2000. Þá er hér og hollenzkt fiskmóttökuskip. Nokkur ölvun Mikið var hér um að vera í gærkvöldi og nótt, enda mann- mergð mikil á ferli. Nokkuð bar á ölvun þótt áfengisútsalan væri lokuð, enda myndaðist nokkurs- konar bílabrú milli Akureyrar og Siglufjarðar. Aðsókn aff bröggum Lögreglan hér var nokkrum sinnum kölluð á vettvang vegna aðsóknar og ágangs að bröggum söltunarstöð vanna og var kjall- arinn fullur, sem gestir hans í nótt. Stökk af húsi Ein hetjan klifraði upp á þak tveggja hæða húss við Vetrar- braut og stökk niður á jafnsléttu án þess að verða meint af. Var maðurinn tekinn til varðveizlu þegar, þar sem hærri hús eru til í bænum og hættulegri slík- um hetjum. — Dansleikir fóru vel fram Dansleikir voru haldnir á Siglu firði í fyrrakvöld, m. a. á Höfn og Hótel Hvanneyri. Sagði for- stöðukona Hótel Hvanneyrar, Þóranna Erlendsdóttir, í samtali við blaðið í gær, að dansleikur- inn þar hefði farið vel fram og hefði ekki einu sinni þurft lög- reglu til að koma fólkinu út úr húsinu eftir dansleikinn. Hefði verið sáralítill drykkjuskapur. Forstöðukonan á Höfn, Guðrún Matthíasdóttir, kvað dansleikinn þar hafa gengið alveg sæmilega eftir atvikum. Hljómsveit að sunnan hefði leikið fyrir dansin um ásamt skozkum harmoniku- snillingi. 300 manns voru í hús- inu og drykkjuskapur ekki mik- ill.. Veður var mjög gott á Siglu- firði í fyrrinótt. — Stefán. * Sólardagur í gær skein sól í Reykjavík, en hennar dýrð höfðu Reyk- víkingar ekki séð um langt skeið. Var ánægjulegt að sjá þá svipbreytingu, sem varð á bænum og bæjarbúum við sól skinið. Dætur borgarinnar gengu um göturnar í flakandi blússum og um hádegisbilið var Arnarhóll krökur af skrif stofufólki, sem naut þess að láta sólargeislana leika um andlitið. Og það þurfti þrek og sjálfafneitun til að dragn- ast inn á vinnustað eftir há- degið í gær. Nú er það von Vel vakanda, að sólin skíni fleiri daga en í gær og menn fái fleiri tækifæri til að endur- nýja sinn bætiefnaforða, en að öðru leyti er bezt að spá sem varlegast um veðrið. • Endurnar vandar ~að hljómlist Úr Víðihlíð er skrifað: — Hér er fullt af öndum úti í ræsinu við veginn. Ég, sem ligg alltaf í rúminu, er mjög hljóðnæm og heyri því þegar endurnar koma hlaupandi að glugganum til að hlusta á góða músík í útvarpinu, sin- fóníur o. fl. En þeim er ekki sama hvaða músík það er. Sé leikinn jan?, þá bara slást þær og garga og er þá óá- nægjuhljóð í þeim. Sérstak- lega hef ég tekið eftir, að það er eins og þær viti þegar ég opna fyrir Guð vors lands, þá koma þær og hlusta alveg þegjandi. Þessu hef ég veitt eftirtekt í allt voi. Eva Hjálmarsdóttir, frá Stakkahlíð. • Leifsstytta illa hirt í gær var skýrt frá því hér í blaðinu, að skemmtiferða- skipið Caronia væri væntan- legt til Reykjavíkur. Eru með því um 600 Ameríkumenn og munu þeir stíga á land hér og skoða sig um. Eitt af því fyrsta, sem Ameríkumenn líta á hér í Reykjavík, er Leifs- styttan á Skólavörðuhæð, en því miður verður að segja það um hana, að hún er tæpast sýnandi útlendingum. Að vísu hefur að þessu sinni verið tekið ofurlítið til um- hverfis styttuna, en sjálf er hún mjög illa útlítandi. Hefur m. a. verið makað tjöru yfir áletrunina. Ætti það bó að vera metnaður okk- FERDINAND n\ iftt r > V-As V • ; -> W \ \ • CopyrighlI P. I. B. Box ^ Copenhoqen ? '’///& 'Z'1 ar, að sýna Leif í sínu bezta skarti, er menn koma úr öðr- um heimsálfum til að y' hann fyrir sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.