Morgunblaðið - 20.07.1960, Side 9

Morgunblaðið - 20.07.1960, Side 9
Miðvlkuðagur 20. júlí 1960 MORGVNBLABIÐ 9 Dagbók í Islandsferð Dagbók i íslandsferð 1810, 279 bls. — Almenna bóka- félagið — júní 1960. Þýð.: Steindór Steindórsson. í*að orð hefur löngum farið af íslendingum að þeim væri í mun að kynna sér fortíð þjóðar sinnar. Mun nærri sanni að fáar þjóðir geti státað sig af alúðlegri vinsemd gagnvart fortíðinni. í»að er því engin sérstök nýlunda að út komi bók er rifji upp liðna daga. Bækur um ferðir útlend- inga um Island eru margar og ærið sundurleitar. Þó má hiklaust telja að þessi bók skeri sig um margt úr safni annarra bóka af svipuðu tagi. Fyrir það fyrsta er þetta dagbók frá árinu 1810, eða nánar til tekið frá 18. apríl til 7. ágúst, og að þessu leyti athyglis- verð heimild um líf og háttu þjóðarinnar þar sem dagbókin er ail-nákvæm og skrifuð af sam- vizkusemi fremur en yfirlæti og hégómaskap. Hinu má þó ekki gleyma að bókin er rituð af út- lendingi sem hér dvelur um stundar sakir einungis og hefur því takmarkaðan skilning á is- lenzku þjóðlífi. í öðru lagi er bókin rituð í eigin þágu höfund- ar og hefur frá hans hendi tæp- lega verið ætluð til útgáfu fyrir almenning. Og í þriðja lagi er af- staða höfundar gagnvart íslend- ingum með nokkrum öðrum hætti en oftlega hefur verið um aðra höfunda erlenda sem um þjóð okkar hafa ritað. Ferðafélagar dr. Hollands voru þeir Sir George Mackenzie og dr. Richard Bright en íslenzkur fylgdarmaður þeirra var Ólafur Loftsson. Um þessa ferð ritaði Mackenzie ferðabók sína sem fræg er orðin. Um tilkomu bók- arinnar er annars það að segja að afkomendur dr. Hollands gáfu Landsbókasafninu handritið en það veitti Almenna bókafélag inu rétt til útgáfu. Handritið kemur því fyrst fyrir almennings sjónir nú í íslenzkri þýðingu en hefur ekki verið gefið út í Bret- landi. Þeir félagamir komu til ís- lands í sérstöku augnamiði, nán- ar til tekið til að kynna sér ým- islegt í jarðfræði íslands og fjail ar dagbókin að verulegu leyti um þetta efni. Ferðuðust þeir um Reykjanesskaga, vestur til Snæ- fellsness, aftur til Reykjavíkur, þaðan austur til Skálholts og Geysis, gengu á Heklu og fóru eitthvað inn eftir Fjallabaksvegi að Hrafntinnuhrauni. — Þaðan héldu þeir svo aftur til Reykja- víkur og heim til Bretlands. Sér- stakan áhuga höfðu þeir á jarð- eldum og svo á hinum ýmsu berg tegundum og söfnuðu til dæmis miklum sýnishornum íslenzkra bergtegunda landsmönnum til imdrunar og furðu. Þótt verulegur hluti dagbók- arinnar fjalli um jarðfræði og lýsingu landsins sem um var ferðazt, þá býst ég við að það sé þó fyrst og fremst lýsing Hollands á þjóðinni og einstök- um mönnum sem vekja mun mesta athygli. Holland er víða mjög harður í dómum og óvæg- inn. Hann kvartar víða undan óþrifnaði og lágkúruskap íslend- inga en skilur þó á hinn bóginn furðu vel orsakir þessara galla þjóðarinnar. Einna mest komu mér á óvart ummæli hans um Magnús Stephensen konferens- ráð, sem Holland skopast mikið að fyrir oflátungshátt þótt hann fái líka að njóta sannmælis öðru hverju. Á 123. bls. er Magnúsi lýst svo: „Fjölskyldufaðirinn, hið konunglega etazráð og háyfirdóm ari á íslandi, er hár maður vexti, fremur fríður sýnum, skitnings- skarpur, með ágætum vel lærð- ur, en hefur mjög háar hugmynd- ir um sitt eigið ágæti. Honum verður mjög tíðrætt um alla titla sína, ritstörf, heimili og jarðeign- ir og leiðir sífellt talið að þessu í samræðum og við hvaða tæki- færi sem gefst“. Á 201. bls. segir ennfremur: „Hann var jafn skoplega hégóm- legur og mikill á iofti og ætíð“. Telur Steindór Steindórsson í ágætum formála sinum að þessi kaldranalega afstaða Hollands gagnvart Magnúsi stafi af því að vinfengi hafi verið með þeim Mackenzie og Trampe greifa sem um þessar mundir var landstjóri Dana á íslandi og hafi því Magnús verið fyrirfram svertur fyrir þeim ferðalöngunum. Þess má geta til gamans að Magnús fékk síðar tækifæri til að hefna sín á dr. Holland. Hann skrifaði doktorsritgerð um sjúkdóma á íslandi en um þá ritgerð segir Magnús Stephensen að hún hafi verið „andlega volað vesældar- rit“. < Þessa doktorsritgerð sína til- einkaði dr. Holland Geir biskup Vídalín sem var fyrsti biskupinn yfir öllu íslandi. Aldrei er bisk- upi lýst nákvæmlega í bókinni en þó má lesa milli línanna að hann hefur verið sá maður sem dr. Holland hefur metið einna mest íslendinga, þeirra. er hann kynntist í ferð sinni. Nokkuð álit virðist Holland og hafa haft á Stefáni amtmanni Stephensen, bróður Magnúsar. Á 192.—193. bl. segir svo: „Hann er bróður sínum, etazráðinu, miklu fremri á alla lund, þar eð hann er laus við hégómagirni hans og þann ákafa að telja fram öll sin ágæti og mannvirðingar. Hann er gæddur góðri heilbrigðri skynsemi og nægilega víðlesinn til þess að samræður við hann geti verið ánægjulegar". Dr. Holland gerir mikið af þvi að lýsa íslenzkum kirkjum og eru þær lýsingar heldur ófagrar. Má hér nefna eitt dæmi þar sem lýst er kirkjunni á Stóruvöllum í Landssveit. „Kirkjan er all-stór, en frámunalega sóðalega um- gengin og ógeðsleg fýla þar inni. Harðfiskur, ull, fatnaður og alls konar dót er geymt þar, eins og í venjulegri skemmu“. (226. bls.). Flestar eru lýsingarnar sam- hijóða. Kirkjur illa hirtar og næsta hrörleg húsakynni. Þó má geta þess að ég fæ ekki séð að þeir ferðafélagar hafi borið öllu meiri virðingu fyrir kirkjum en íslendingar, að minnsta kosti gistu þeir næstum alltaf í kirkj- um og notuðu þá altarið fyrir matborð. Svo langar mig. að taka hér upp smáatvik sem kom fyrir þá félaga eitt kvöldið: „Þegar heim kom að Rauðamel, brá okkur heldur í brún við að finna þar í kirkjunni sem við höfðum búið um okkur til gistingar, skitna og ótútlega mannveru, sem eftir öllu útliti og hátterni að dæma hefði í Englandi getað verið betl- ari af versta tagi. Okkur til enn meiri furðu komumst við að því, að þetta var íslenzkur prestur á ferðalagi. Hið fyrsta, sem við vildum gera, var að koma mann- inum út úr kirkjunni, enda þótt það væri ekki beinlínis mannúð- legt, en hann hafði útatað alla bekki kirkjunnar í hrákum og tóbakslegi. Þetta tókst von bráð- ar. Samt hékk hann áfram við kirkjudyrnar og gægðist inn öðru hverfu, og fylgdist forvitnislega með hverri okkar hreyfingu. — Okkur létti stórlega, þegar hann með nótíinni loksins dró sig til tjalds síns, sem hann hafði reist þar í grennd". (143. bls.). í heild sinni er bókin mjög læsileg og skemmtileg aflestrar. Lýsingar Hollands eru oft stutt- ar og knappar og þarf því stund- um að lesa milli lína. Að hinu leytinu er því ekki að neita að ég hefði kosið að hann hefði sparað ofurlítið lýsingu sína á jarðfræðilegum fyrirbærum og lagt meiri rækt við aðra hluti. Oft er til dæmis á það minnzt að hann hafi átt samtöl um íslenzk- ar bókmenntir við ýmsa menn en. á umræðurnar sjálfar er hins vegar hvergi minnzt. Virðist sem Holland hafi lagt kapp á að kynn ast menningu þjóðarinnar en hins vegar hefur hann verið mjög spar á að segja frá slíkum efnum í bókinni. Auðvitað hefur hann þá afsökun að ferðin var farin með það fyrir augum að kynnast jarðfræði landsins, en þar eð maðurinn'hefur að því er virðist haft töluvert hlýjan skiln ing á islenzku þjóðinni, þá hefði óneitanlega verið gaman að fá að kynnast þvi viðhorfi hans betur. Þýðing Steindórs Steindórsson- ar frá Hlöðum er mjög þokkaleg og yfirleitt þægileg aflestrar. Þó ber þar ofurlítið á ósamræmi. í sömu málsgrein er sumsstaðar notaður bæði framsöguháttur og viðtengingarháttur og finnst mér það til lýta. Á 201. bls. stendur til dæmis: „Áður en við færum voru samt bæði presturinn og nokkrir gestir komnir“. Þetta finnst mér ljótt og hefði verið betra að segja: Áður en við fór- um .. o. s. frv. Þýðandi notar ýmist ritháttinn ynnilega og Framh. á bls. 17. Skotizt til bak- arans Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að segja einu sinni enn frá svön- um, hvað þá þegar þeir eru ekki einu sinni íslenzkir, En hvað um það — hér koma mjndir af danskri svanafjöl- skyldu, sem ekki er af verri endanum. Þessi glæsilegu álftahjón hafa búið á Hornbæk vatninu í þrjú ár og á hverju sumri hafa þau eignazt sjö unga. í hvert sinn, sem ungarnir voru komnir örlítið á legg, sagði álftapabbi við þá: — Jæja börnin góð, nú eruð þið orðin nógu stór til að takast á hend ur erfiða ferð, við skulum nú heimsækja vin okkar, bak- arann. ★ Þau leggja af stað. mamm-1 an fyrst og vísar veg-| inn, ungarnir í einni röð á eftir og pabbinn síðastur, til að gæta þess að enginn heltist úr lestinni og að ekki sé ráðizt á þau aftan frá! Ferðin er sannarlega ekki hættulaus, umferðin er oft mikil á þessum tíma sólar- hringsins, sem sé stundvíslega kl. 8,30. En bifreiðastjórar bíða ró- legir þar til álftapabbi kinkar til þeirra kolli til merkis um að nú megi þeir . . . 2 Svana fjölskyldan sézt róleg fyrir framan bakaríið og bíður þess að bak- arinn komi út. Ef þeim finnst biðin of löng, gengur frúin virðulega upp að hurðinni, bnkar á með nebbanum þar til einhver kemur til dyra. O' Og þessi indælis bakari ' gefur þeim morgunmat- inn — glænýtt brauð, sem þau eta úr Ió<a hans af mestu Iyst. Eftir tíu minútur eða svo eru þau öll mett og kveðja. Það er farið til baka sömu leið og í sömu röð. Bifreiðir geta óhindrað ekið sína leið — þar til kl. 8,30 næsta dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.