Morgunblaðið - 20.07.1960, Blaðsíða 16
16
MORGVNBL4Ð1Ð
Miðvikudagur 20. júlí 1960
HHH^HHHHHHH_HH PATRICIA WENTWORTH
Qamlor syndir |
----------------------23
en til hennar heyrði hún ekkert.
Þau gengu rétt hjá henni til þess
að komast í bílinn sinn og hún
setti á sig númerið á honum. Það
voru fyrst þrjár 3-tölur, en fjórðu
töluna gat hún ekki munað. Og
stafina var hún heldur ekki viss
um, en minnti, að einn þeirra
hefði verið O. Mér datt í hug, að
þú gætir látið þína menn kom-
ast eftir því, hvort þessi Cardozo
á bíl, og svo númerið á honum,
ef svo er.
Frank hugsaði sig um. Það var
vel til, að Pearson gæti vitað,
hvort Cardozo ætti bil, og hann
var maður, sem mundi sjálfkrafa
muna númerið, þegar svona
stæði á. Það var hugsanlegt, að
hann næði í hann í skrifstofunni
þar sem hann vann.
Hann var svo heppinn að ná
strax sambandi við skrifstofuna
og stúlkan sagði, að þetta væri
skrifstofa Blakes, og kvaðst
halda, að Pearson væri við. Og
eftir andartak heyrðist hógvær
rödd Pearsons.
— Halló, Pearson, Abbot hér.
Gætirðu sagt mér, hvort Cardozo
á nokkurn bíl?
— Já, hann á lítinn Ford. Hann
stóð einmitt fyrir utan hjá hon-
um, þegar ég var að tala við
hann.
— Ekki hefurðu víst tekið eftir
númerinu á torginu?
— Jú, það gerði ég. Þetta er
dökkgrænn bíll með mjóu svörtu
langstriki. OX.-3339.
— Þakka þér kærlega, Pear-
son, sagði Frank og iagði símann.
Síðan endurtók hann þennan
fróðleik fyrir Colt.
— Það var gott. Hn sagði þessi
stúlka nökkuð um lltinn á bíln-
um, sem hún sá?
— Þau sögðu bæði, að það
Þetta þýðir ekkert Lísa. Ég fin
ekki Bangsa.
v Aumingja hundurinn. Ég vei*
hefði verið lítill, dökkur bill.
Frekar gátu þau ekki munað,
heldur ekki tegundina. En það
virðist svo sem Cardozo þurfi
eitthvað að standa fyrir máli
sínu.
— Við getum fengið hann
hingað og séð fyrst og fremst,
hvort pilturinn og stúlkan kann-
ast við hann aftur. Hver eru þau
annars?
— Hann er ungur bögglaberi
við járnbrautarstöðina — hefur
gaman af að kasta gafloki. Heitir
Hosken. Og stúlkan heitir Doris
Hale. Vinnur í Stóra Þvottahús-
inu.
Frank leit á armbandsúrið sitt.
— Hvenær er næsta lest til
London? Ég ætti að fara með
henni. Eins og þér segið, gæti
Jósé Cardozo þurft að svara hin-
um og þessum spurningum.
21. kafli.
José Cardozo sat í skrifstofu
lögreglustjórans í Clifton og
fórnaði höndum í mótmælaskyni.
Hann hafði verið færður hingað
eftir kæru, sem engin kæra var.
Og ef ekki væri verið að kæra
hann, hvað ætti hann þá hingað
að erinda? Ef hins vegar væri
verið að kæra hann, hvar í ver-
öldinni væru þá sannanirnar?
Phelps fulltrúi sagði með al-
vöruþunga: — Ungfrú Doris Hale
og Hosken, ungur maður héðan
úr bænum, hafa bæði þekkt yð-
ur sem útlending, sem kom út úr
„Káta Fiskimanninum", klukkan
tíu síðastliðið miðvikudagskvöld,
og stúlkan kunni númerið á bíln-
um yðar svo að segja alveg utan
bókar. Auk þess megið þér vita,
að við höfum einnig þekkt stúlk-
una, sem með yður var. Hún heit
ir Marie Bonnet og er húshjálp
hvað þér þótti vænt um hann
Bjarni.
Hefur þú nokkuð orðið var við
hann Bjarni?
í sumargistihúsinu þar sem hr.
Field hélt til. Hún hefur þegar
gefið skýrslu.
Cardozo stökk á fætur, en sett-
ist von bráðar aftur. ,
— Ef hún hefur gefið skýrslu,
sannar það bara að ég er sak-
laus! Hún hefur auðvitað sagt
eins og satt er, að hún hafi ver-
ið með mér! Og er það kannske
saknæmt? Grágræni hörundslit-
unin á manninum var smám
saman að vikja fyrir eðlilegra
lit. — Ég skal segja ykkur sann-
leikann eins og hann leggur sig.
Ég vildi bara ekki vera að því
af því að ég sá fram á, að það
gæti orðið til óþæginda, og til
hvers ætti maður að vera að
gera óþægindi að ástæðulausu?
Þið hafið spakmæli sem segir,
að þögn sé gull, og það er gott
spakmæli, sem ég ætlaði að fara
eftir. En ef það er ekki hægt
skal ég segja alla söguna og ekk-
ert draga undan.
Fulltrúinn lét orð um það falla
að það væri honum líka ráðleg-
ast.
Colt lögreglustjóri leit á skjöl-
in fyrir framan sig; það voru
framburðir þeirra Doris Hale, S.
Hosken og Marie Bonnet.
Ábbot fór sér að öllu hægar og
horfði á José Cardozo athugulum
augum. Þetta augnatillit gat vel
beint Cardozo aftur á veg sann-
leikans, ef hann skyldi vera að
hugsa um að víkja eitthvað frá
honum.
Cardozo hélt áfram sögu sinni.
Hann hefði gert skyldu sína sem
bróðir og borgari. Felipe hafði
horfið. Hafði hann kannske ekki
gert það sem hann gat til að
hafa uppi á honum? Hafði hann
ekki farið í Scotland Yard? Þeg
ar honum var sýnt lík, sem hefði
getað verið af bróður hans, hafði
hann þá ekki sagt það, sem hann
vissi sannast og réttast? Og
seinna, þegar hann mundi eftir
atriði, sem gat borið brigður á
fyrra vitnisburð hans, átti hann
þá kannske ekki að fara til lög-
reglunnar og skýra henni frá
þessum efa sínum? Hvað var
rangt í þessu öllu?
Sú spurning hlaut ekkert svar,
enda óþörf. Frank Abbot sagði:
— Við vildum fullt eins gjarna
fá að heyra, hvert erindi yðar
var hingað. Við vitum um grun
yðar um það, að Field vissi eitt-
hvað nánar um hvarf bróður yð
ar,' og svo það, að þér höfðuð
fengið Pearson til að hafa uppi
á honum. Við vitum, að Pearson
hafði gefið yður heimilisfang
hans hérna um hádegi á mið-
vikudag, svo að þér höfðuð kapp
nógan tlma til að komast hingað
fyrir miðvikudagskvöld. Mér
skilst, að þér kannist við að hafa
gert það. Nú vilduð þér kannske
segja okkur framhaldið.
— Klukkan var orðin rúmlega
níu. Ég skil eftir bílinn við veg-
arendann. Ég geng áfram í átt-
ina til hússins, sem mér hafði
verið sagt, að hann byggi í. Þá
Nei, Markús. Og ég er hrædd-
ur um að ép síái banx) aldxei aft-
ur.
kemur stúlka út úr einu húsinu.
Ég spyr hana um húsið með þessu
nafni og hún bendir á húsið, sem
hún hafði komið út úr. Ég spyr
um Alan Field og hún segir, að
hann sé farinn út. Ég spyr, hve-
nær hann komi aftur og hún seg
ir, að það sé ekki að vita. Þá
spyr ég hana, hvort hún vilji
taka við orðsendingu frá mér um
að hitta mig daginn eftir, og hún
segir, að það sé allt í lagi, þegar
hún fari inn aftur, en það verði
bara ekki alveg strax. Svo ég
spyr, hvað hún segi um eitt lítið
glas, og hún segir allt í lagi, og
svo förum við í Káta Fiskimann-
inn. Og þannig atvikaðist það, að
þessi hjónaleysi ykkar sjá okkur
saman þar! Hann Ijómaði yfir
allt andlitið og veifaði báðum
höndum: — Finnst ykkur þetta
kannske mjög glæpsamlegt?
Frank Abbot hallaði höfði og
tók upp skýrslu Marie Bonnet.
— Ekki enn .. enda enn ekki
orðið áliðið nætur. Ennþá er Al-
an Field lifandi, samkvæmt lík-
indum og læknaskýrslu. Enda
þótt fjaran sé í hvarfi undir klett
unum, eru lítil líkindi til að nokk
ur færi að myrða hann þar um
hábjartan dag, en um það leyti
sem ~þér komuð úr kránni hefur
verið orðið nægilega dimmt. —
Hvert fóruð þér þaðan?
José varð aftur órólegur. Þetta
hafði annars gengið svo ágætlega
fram að .þessu. Hann var bjart-
sýnismaður og fannst hann vera
kominn vel á veg út úr ógöngun-
um. En nú var bara að vita, hvað
stúlkan hefði sagt? Já, hvað
hafði hún sagt? Ef hún hefði ver
ið svo vitlaus að fara að Ijúga
til og segja að hann hefði ekið
henni heim til hennar og boðið
henni þar góða nótt, þá stóð hann
uppi án þess að hafa nokkra
fjarverusönnun og þá var hann
illa kominn. En ef hún hefði
sagt sannleikann eða að minnsta
kosti eitthvað af honum, hvernig
átti hann þá að vita, hvort hún
hefði sagt hann og þá hvaða
hluta af honum? Hann varð að
sigla milli skers og báru. Hann
svaraði hálf-hikandi:
— Hvernig ætti ég að vita,
hvort þessi stúlkukind hefur sagt
satt? Ég get alveg sagt ykkur,
hvað við höfðumst að, en það er
ekki þar með sagt, að þið trúið
því.
— Jæja, hvað gerðuð þið þá?
— Við ókum saman veginn á
enda, þangað sem húsið er,
gengum svo eftir klettabrúninni
.... og þetta er sannleikurinn.
Frank Abbott leit á skýrsluna,
sem hann hafði í hendinni.
— Þetta segir Marie Bonnet
líka.
José varð á svipstundu örugg-
ur aftur.
— Já, það er satt, eins og ég
sagði yður. En stúlkur eru stund
um hræddar um að komast í
klípu.
— Þó þær fari út að ganga?
Cardozo fórnaði höndum. —
Húsmóðir hennar er mjög ströng,
sagði hún mér. Hún átti að vera
komin infi fyrir ellefu.
— Og var hún það ekki?
José svaraði, íbygginn á svip.
— Við áttum nú bragð við því,
sem sjálfsagt flestar stúlkur
kunna. Áður en við fórum að
ganga, fer hún heim, og ungfrú
Anning opnar fyrir henni og læs
ir svo dyrunum.
— Og Marie? Hvað gerir hún?
— Hún fer inn í herbergið sitt
og bíður þangað til kelling er
Barney segist ekki geta beðið
lengur. Hann er að pakka sam-
an myndavélunum sínum.
komin upp til sín. Þá fer hún út
um gluggann á borðstofunni.
— Ég skil. Og fer út að ganga
með yður. Hvenær kom hún svo
heim aftur?
Cardozo brosti. — Það veit ég
svei mér ekki. Okkur liggur ekk
ert á. Veðrið er gott og hlýtt og
okkur líður vel, hvoru í annars
félagsskap. Og þá er maður ekki
alltaf að líta á klukkuna.
Frank Abbot leit á niðurlagið
á skýrslu Marie Bonnet. „Veðrið
var gott og hlýtt. Ég veit ekkert
hvað klukkan var, þegar við
komum heim. Hvað ætti maður
að vera að liugsa um, hvað tím-
anum líður?“
22. kafli.
Frú Rogers lagðist á hnén og
fór að þvo stigaþrepin í Kletta-
brún. Hún mundi skammast sín
ef einhver athugaði þau vand-
lega, því að þau höfðu ekki ver-
ið þvegin í heila viku, og enginn
iþurfti að halda því fram, að
enginn sandur bærist inn í hús-
ið neðan úr fjörunni. En það var
blátt áfram ekki hægt að komast
yfir að þvo stigana á hverjum
degi, með allri þeirri aukavinnu,
sem á henni hvíldi, en hún hugs-
aði sér að þvo þá reglulega á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Það var allt í lagi
á mánudaginn var, en svo þeg-
ar- hún ætlaði að. taka til við pau
á miðvikudaginn, kallaði frú
Beeston á hana til þess að gera
herbergið húsbóndans í stand, og
svona gekk það koll af kolli;
alltaf kom einhver nýr aukasnún
ingur og alltaf urðu stigarnir að
sitja á hakanum. Svo þegar
fimmtudagurinn kom, var búið
að myrða hann hr. Field og lög-
reglan flæddi um allt húsið. Það
var svona á takmörkunum, að
maður gæti komizt að herbergj-
unum; þarna var frú Field grát-
andi inni i sínu og frú Castleton
ailítvarpiö
Miðvikudagur 20. júlí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bœn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
12.55 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Operettulög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi^ Ný viðhorf f viðskipta-
málum Vestur-Evrópu; fyrra er-
indi (dr. Magnús Z. Sigurðsson).
21.00 Tónleikar: Fiðlusónata í G-dúr,
op. 78 eftir Brahms (Adolf Busch
og Rudolf Serkin leika).
21.25 Upplestur: „Krossfiskurinn**, smá
saga ftir Böðvar Guðlaugsson —
(höfundur flytur).
21.50 „Af greinum trjánna": Ljóðaþýð-
ingar úr sænsku eftir Jóhann
Hjálmarsson; ljóð eftir Gunnar
Ekelöf, Erik Lindegren, Harry
Marteinson, Ingvar Orre og Erik
Blomberg. (Þýðandi les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „KnitteT* eftir Hein-
rich Spoerl, I. (Fríða Sigurðsson
þýddi. — Ævar Kvaran leikari
les).
22.30 „Um súmarkvöld": Martin Ljung,
Ingibjörg t>orbergs, Nat King
Cole, Gitta Lind, George Ulmer,
Rose Marie Jun, Fritz Ruzica,
Jane Froman, Luis Alberto og
Paraguayos-tríóið skemmta.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 21. júlí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir —
8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „A frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Guðrún Erlendsd.).
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kenjar jarðar; II. erindi: Isald-
armyndanir (Hjörtur Halldórsson
menntaskólakennari).
20.55 Frægir söngvarar: Kirsten Flag-
stad syngur.
21.20 Erindi: Vorhugur (Sigurlaug
Arnadóttir húsfreyja).
21.45 Fjögur fiðlulög op. 17 eftir Josef
Suk (Ginette Neveu leikur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: Knittel eftir Hein-
rich Spoerl, II. (Fríða Sigurðs-
son þýddi, — Ævar Kvaran leik-
ari les).
22.30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía
nr. 7 1 A-dúr, op. 92 eftir Ludwig
van Beethoven (Hljómsveitin
Fílharmonía leikur. Otto Klemp-
erer stjórnar).
23.15Dagskrárlok.
a
r
k
á
ó