Morgunblaðið - 20.07.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. júlí 1960
MORCVTSBl AÐl Ð
13
Norrœnt almannatrygg
ingamót í Reykjavík
Haldið 3. til 5. ágúst
DAGANA 3.—5. ágúst nk.
verður haldið í Reykjavík
norrænt almannatrygginga-
mót, og sækja það rúmlega
100 fulltrúar frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Svíþjóð,
auk um 60 íslenzkra þátttak-
enda.
f undirtniningsnefnd eru þess-
ir menn: Sverrir t>orbjörnsson,
forstjóri, formaður, Guðjón
Hansen,tyggingafr3eðingur;Gunn
ar J. Möller, framkvaemdastjóri,
Hjálmar Vil'hjálmsson, ráðuneyt-
isstjóri og Sigurður Sigurðsson,
landlæknir.
Rædd 9 erindi
Fundarmenn skiptast í 4 deild-
ir, slysa-, sjúkra-, lífeyris- og at-
vinnuleysistryggingadeild. Auk
deildafunda verða sameiginlegir
fundir. Á fundum verða alls
rædd 9 erindi, sem samin hafa
verið og prentuð fyrir. mótið
Eitt þeirra er erindi Gunnars J.
Möller, framkvæmdastjóra, um
greiðslur sjúkratrygginga vegna
læknishjálpar utan sjúkrahúsa,
gigtlækningar og lyfja, svo og
vegna ferða- og dvalarkostnaðar
í sambandi við slíka læknishjálp.
Auk þess hefur Tryggingastofn-
un ríkisins átt samvinnu við hlið
stæðar stofnanir í hinum lönd-
unum um verkefni þau, sem
rædd verða á slysa- og lífeyris-
tryggingafundum og bæði fjallav
um örorkumat.
Mótið verður sett í hátíðasal
háskólans að morgni 3. ágúst og
slitið á Þingvöllum 5. ágúst.
Fyrsta mót 1907
Sögu hinna norrænu almanna-
tryggingamóta má rekja til árs-
ins 1907, en þá var haldið slysa-
tryggingamót með þátttöku frá
Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Á
árunum 1907—1930 voru haldin
7 slík mót, og á árunum 1922—
1929 voru haldin 3 sjúkratrygg-
ingamót. Árið 1933 var fyrsta
sameiginlega mótið haldið í
Kaupmannahöfn, en vegna
styrjaldarinnar fór næsta mót,
sem halda átti í Stockhólmi 1939,
ekki fram fyrr en 1948. Þar áttu
íslendingar fulltrúa, og síðan
hafa þeir tekið þátt í mótum 1
Helsingtfors 1952 og Osló 1956.
Sjóbjörffunarráð-
steina Norðurlanda
og sátu hana framkvæmdastjór-
ar Sjóslysavarnafélaganna á Norð
urlöndum auk fulltrúa úr stjórn-
um félaganna og manna er mál
þessi varða sérstaklega.
Af íslenzkum fulltrúum má
nefna fulltrúa póst- og símamála-
stjóra, Sigurð Þorkelsson radíó-
verkfræðing, skipaskoðunarstjóra
Hjálmar Bárðarson, forstjóra
landihelgisgæzlunnar Pétur Sig-
urðsson, veðurstofustjóra Teresíu
Guðmundsson og frá Slysavarna-
félagi Islands, Gunnar Friðriks-
son forseta félagsins, Guðbjart
Ölafsson fyrrverandi forseta,
Árna Arnason gjaldkera félags-
ins, Friðrik V. Ólafsson skóla-
stjóra Sjómannaskólans, Henry
A. Hálfdánsson og Sr. Óskar J.
Þorláksson er var forseti ráð-
stefnunnar.
Á ráðsjefnunni voru fyrst og
fremst rædd málefni, sem varða
sjcslysin eða sjófeijöjgunarmál-
efni þessara landa, þar á meðal
um að kynna og fá tekin í notk-
un ódýr radio-neyðarsenditæki,
hvernig hagkvæmast og bezt
verði að framkvæma leit og hjálp
til nauðstaddra sérstaklega á haf
inu kringum ísland.
Þessar samþykktir voru m. a.
gerðar:
Með tilliti til þess, sem mælt
kann að verða með, af hinni al-
þjóðlegu Sjóöryggismálaráð-
stefnu í London 1960 undirstrikar
þessi Sjóbjörgunarráðstefna Norð
urlandanna nauðsyn þess að öll
talstöðvaskip hlusti stöðugt á
neyðarbylgjutíðninni 2182 kc,
þegar ekki er verið að nota tæk-
in til annara talviðskipta. Sé
þetta ekki hægt með móctökutæk
inu, mælir ráðstefnan sérstaklega
með því að skipin verði útbúin
sérstökum hlustunartækjum í
þessu augnamiði.
Ráðstefnan komst að þeirr; nið-
urstöðu að hinn sjálfvirki radio-
neyðarsendari DÍANA/=SARAH
sem sænska sjóbjörgunarþjónust-
an hefur látið gera tilraunir með
að undanförnu, væri svo þýðing-
armikill fyrir sjóslysavarnir, að
sjóbjörgunarfélög Norðurlanda,
ættu að fá þetta neyðarmerkja-
kerfi tekið almennt í notkun.
Ráðstefnan benti á hina miklu
þýðingu flugvéla fyrir sjóslysa-
varnir, sérstaklega við ísland,
sem afstöðu sinnar vegna hefur
lykilaðstöðu í norðanverðu
Atlantshafi. Ráðstefnan lét í
ljós vonir um, að á Islandi væru
I'ramh. á bls. 15
HÉR í Reykjavík var haldin Sjó-
björgunarráðstefna Norðurlanda
á vegum Slysavarnafélags Is-
lands dagana 30. júní til 1. júlí,
T veir
víbkunnir
MENN freistast til að álíta
það meðmæli með kvik-
mynd að Danny Kay og
Louis Armstrong fari þar
með aðalhlutverk. Það gera
þeir í kvikmynd sem gerð
hefur verið um jazzlaga-
höfundinn Red Nocholas.
Danny Kay fær þar tæki-
færi til að beita músikgáf-
unni, kátínunni og alvör-
unni jöfnum höndum og
Louis Armstrong kyrjar þar
ein 25 lög. Það ætti að vera
trygging fyrir því að eng-
um leiðist þá stundina.
Frá Buenos Aires
MÓTIÐ hefur staðið frá 22 júní,
og þegar þetta er ritað hafa 13
umf. verið tefldar. I upphafi
mótsins var engin leið að nefna
einhvern sérstakan sem sigurveg-
ara, þó flestir hölluðust að skák-
meistara U. S. S. R., V. Kortsnoj,
en jafnframt honum veðjuðu
menn á Fischer, Taimanof, Res-
hewsky, Szabo og Friðrik. Nú er
næstum fullvíst að Fisoher og
Taimanoff eiga engan mögulei'ka,
en í þeirra stað koma W. Unzicher
ÓV
BBMDCE
♦ *
SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var
spilað í nýafstaðinni heimsmeist-
arakeppni, sem háð var í New
York. Áttust þar við ítalir og
Bandaríkjamenn. Það, sem eink-
um vekur athygli við spil þetta
eru hinar mjög ólíku sagnaðferð-
ir, er notaðar voru. Á því borði,
sem Italirnir sátu N-S gengu
sagnir þanmg:
Norður Austur Suður Vestur
1 * pass 1 ♦ pass
2 ♦ pass 2 * pass
3 gr. pass pass pass
* D 10 8 4
V A K D
* Á G 7 6
* 10 7
Fyrstu tvær sagnir Italanna
eru gefisagnir, sem gefa aðeins
til kynna styrkleikann í punkt-
um. Er athyglisvert að lokasögn-
in verður 3 grönd án þess að
minnzt sé á spaðann. Austur lét
út tígul og Norður fékk auðveld-
lega 9 slagi og vann þar með
spilið.
Á hinu borðinu, þar sem
Bandaríkjamennirnir sátu N-S,
gengu sagnir þannig:
Norður Austur Suður Vestur
1 gr. pass 2 * pass
2 * pass 3 ♦ pass
3 V pass 4 * pass
5 ♦ pass 5 A allir p.
Ekki er hægt að segja, að sagn-
irnar séu góðar, enda tapaðist
spilið, því Austur lét í byrjun út
laufa 9 og fékk svo að trompa
lauf, þegar Vesti-- komst inn á
tiomp.
og L. Evans, sem báðir eru ungir
og vaxandi skákmenn. Sérstaka
afchygli vekur hin góða frammi-
staða S. Reshewsky, sem af flest-
um varf álitinn of fullorðinn til
þess að verða verulega hættuleg-
ur um efsta sætið. Þættinum hef-
ur borizt skák þeirra L. Szabo og
M. Taimanofif og fylgir hún hér
á eftir.
Hvítt: L. Szabo (Ungverjalandi)
Svart: M. Taimanoff (U.S.S.R.)
Nimzoindversk vörn
1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, d5;
4. Rf3, Bb4; 5. Da4f Þessum leik
er fremur sjaldan beitt, og senni-
lega hefur Szabo viljað forðast
aðalafbrigðið í Nimzoindverja,
sem fram kemur eftir 5. e3, því
Taimanoff hefur skrifað heila
bók iun varnarkerfi Nimzowich,
og því ekki sérlega ginnandi að
lenda í „maskínunni". 5. — Rc6;
6. a3, Bxc3t; 7. bxc3, Re4; Vafa-
samur riddaraleikur, sem orsakar
konar stofufangelsi á meðan
„kollega“ hans á g3 tryggir sér
virka aðstöðu á skáklínunni
b8—g3. Að vísu er næsti leikur
svarts dálítið ónákvæmur, en eigi
að síður er ekki auðvelt að finna
mótsóknarmöguleika fyrir svart.
Næstu leikir einkennast af bar-
áttu um mikilvæga reiti, og áður
en langt um líður hefur Szabo
náð algjörum yfirráðum. Tafl-
mennska hans er lærdómsrík
fyrir þá sem eiga erfitt með að
þagnýta sér litla yfirburði. 20.
a4!, c6; E. t. v. var a6 ásamt Hd8
c6 og a5 betri möguleiki. 21. Bd6,
a5; 22. Df2, Dd8; 23. Bc5, Bc8;
24. axb5, cxb5; 25. d5 Ha6; 26.
Dd4, Df6; 27. Dxf6, Gxf6 (!)
Það lítur ekki vel út að þvinga
upp á sig tvípeði á f6 með 26. —
Df6 en Taimanoff vill styrkja að-
stöðu sína á miðborðinu, þó að
óneitanlega skapist veila á f6 fyr-
ir bragðið. 28. g4! Fyrirbyggir f5.
28. — Bd7; 29. Kf2, Hc8; 30. Be7,
SKAK
skjóta valdatöku hvíts á miðborð
inu. Bezt er 7. — 0-0 ásamt Bd7.
8. Dc2 Kærkomið tilefni til að
forða drottningunni af línunni
e8—a4. 8. — 0-0; 9. e3 b6; 10.
cxd5, exd5; 11. Bd3, He8; 12. 0-0,
Bb7; 13. Rd2!, Ra5; Taimanoff er
í erfiðleikum með miðborðshót-
anir Szabos og verður að velja
klúðurslega leið til björgunar.
Ekki 13. — Rf6 vegna 14. c4 og
svartur missir eina peðið sem
hann á á miðfeorðinu. 14. f3,
Rxd2; 15. Bxd2, Rc4; 16. Bxc4!
Hvítur lítur vitaskuld ekki við
h7-peði svarts, því þá lendir bisk
upinn í erfiðleikum. 16. — dxc4;
17. e4, Dd6; 18. Bel!, b5; 19. Bg3,
Db6; Svarta staðan er allt annað
en öfundsverð. Bb7 er í nokkurs
Kg7; 31. Ba3, He8; 32. Hgl, He-a8;
33. Bc5, Hc8; 34. Bd4 Fljótt á litið
virðist, sem möguleikar svarts
hafi aukizt við drottningarkaup
in, en svo er þó ekki, því hann
er alltaf í sömu klemmunni
Svartur fær aldrei tækifæri til að
leika b4 en það er vitaskuld lyk-
illinn að frelsinu. 34. — Kf8; 35.
h4, Ke7; 36. Ha3, Hca8; 37. Hg-al,
Bc8; 38. Bc5t, Dd7; 39. Ke3, Kc7;
Bc8; 38. Bc5!, Kd7; 39. Ke3, Kc7
40. Kd4, Bd7; 41. H3 a2, Kb7;
42. $5, Í5; Ekki 42. — fxg5 vegna
hxg5 og Hhl. 43. exf5!, Bxf5; 44.
Hel, Hd8; 45. Hb2, Bd7; 46. He7
Hér er hverjum leik leikið í réttri
röð. 46. — Kc8; 47. hxf7 og Taim-
anoff gafst upp nokkrum leikjum
síðar. Ingi R. Jóh.