Morgunblaðið - 20.07.1960, Blaðsíða 1
20 síður
47. árgangur
162. tbl. — Miðvikudagur 20. júlí 1960
Prentsmiðia Morgunblaðstns
77 ára drengur
beið bana
undir traktor
ENN hefur hörmulegt slys orðið. í gœr beið 11 ára drengur úr
Reykjavík bana undir dráttarvél er hvolfdi. Hét hann Ólafur Guð-
mundsson, sonur Guðmundar Gíslasonar, yfirbókbindara Isafoldar-
prentsmiðju, og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur, Drápuhlíð 23 hér
í Reykjavík. —
I ÞESSI mynd var tekin af rúss-
neskum njósnatogara um 60
mílur undan strönd Long Is-
Iand í New York-fylki í Banda
ríkjunum. Hringsólaði hann
þá skammt frá bandaríska
kjarnorkukafbátnum George
Washington, sem þar gerði til-
raunir með Polarisflugskeyti.
Töldu Bandaríkjamenn, að á-
höfn togarans væri auk þess
að forvitnast um ganghraða
kafbátsins, hávaðann frá
skrúfunni o. fl. En útbúnað-
urinn á yfirbyggingu togar-
ans benti þó til þess, að meg-
inverkefnið væri að staðsetja
bandarískar ratsjárstöðvar og
finna bylgjulengdirnar, sem
notaðar eru í fjarskiptum
4 milli ratsjárstöðvanna.
Stúdentamótið
í skák
FIMMTÁN þjóðir senda full-
trúa á hið alþjóðlega stúdenta-
mót í skák sem hófst í Leningrad
«.l. laugardag. Hver þjóð sendir
fjóra aðalmenn og fjóra til vara.
Þjóðirnar sem taka þátt í mót-
inu eru: Bandaríkin, Svíþjóð,
Rússland, Rúmenía, Ungverja-
land, Holland, Finnland, Eng-
land, Belgía, Júgóslavía, Pól-
land, Mongólía, A-Þýzkaland, og
Búlgaría.
Willy
Brandt
í framboði sem
kanslari
BONN, 19. júlí (Reuter). —
Willy Brandt, borgarstjóri í
Vestur-Berlín, var í dag sam-
þykktur af framkvæmdastjórn
þýzka jafnaðarmannaflokksins
sem frambjóðandi við kjör rík
iskanslara í almennum kosn-
ingum á næsta ári.
Er opinberrar tilkynningar
um framboð hans vænzt á
þingi flokksins í nóvember.
Brandt sem er 46 ára að aldri,
hefur áunnið sér mikið álit
fyrir svör sín við ógnunum
Rússa gagnvart Vestur-Berlín
undanfarna 18 mánuði — og
hafa skoðanakannanir leitt í
’jós miklar vinsældir hins
unga stjórnmálaleiðtoga.
Þetta sviplega slys varð
skammt frá bænum Ármóti við
Þverá í Rangárvallasýslu. Er
bær þessi nýbýli úr jörð Fróð-
holtshjáleigu í Rangárvalla-
hreppi og stendur bærinn austan
árinnar.
Ólafur litli var til sumardvalar
að Ármóti, en þar býr Hreinn
Rússneskur togari
njdsnaskip
Sami togarinn og var við ísland ?
TALSMENN bandaríska flot-
ans hafa, að því er bandaríska
stórblaðið New York Times
skýrir frá, lýst því yfir að rúss
neskur togari, sem sigldi í
apríl sl. gegnum tilrauna-
svæði Polaris-kafbáta við
Long Island, hafi verið radíó-
njósnaskip.
Eins og lesendur Mbl.
muna, var rússneskur togari
í grunsamlegum erindagerð-
um úti af Snæfellsnesi ekki
alls fyrir löngu, og vekur það
athygli, að lýsing Bandaríkja-
manna á rússneska togaran-
um við Long Island kemur
heim við lýsinguna á rúss-
neska togaranum við ísland.
Ekki hefur Mbl. þó tekizt að
afla sér upplýsinga um, hvort
hér sé á ferðinni sama skipið,
en óneitanlega hlýtur frásögn
New York Times að vekja
mikla athygli hér á landi, og
fer hún hér á eftir:
„Rússneskur togari sem sigldi
í apríl sl. gegnum tilraunasvæVi'
Polaris kaífcáta við Long Island
var radíó-njósnaskip. Talsmenn
bandaríska flotans hafa skýrt frá
þessu.
Starfsmenn í leyniþjónustu flot
ans gáfu nýjar upplýsingar, sem
hafa verið leynilegar, um þetta
mál á blaðamannafundi, sem
skyndilega var kallaður saman í
Pentagon, bandaríska hermála-
ráðuneytinu.
Svo virtist sem tilkynningin
hefði verið gefin út til að styrkja
aðstöðu Bandaríkjanna í Samein-
uðu þjóðunum, þar sem Rússar
hafa krafizt fundar vegna könn-
unarílugs Bandaríkjanna.
Flotinn upplýsir, að fylgzt hafi
verið með ferðum rússneska tog-
arans í fimm daga. Hans varð
fyrst vart um sextíu mílur undan
Long Island, en síðan sigldi hann
upp að ströndinni og var næst
henni um eina mílu austur af
Chesaspeaky Bay vitanum, en
það er tólf mílur undan Cape
Henry í Virginia.
Charles C. Kirkpatrick flota-
foringi, yfirmaður upplýsinga-
þjónustu flotans, lýsti skipinu
fyrir blaðamönnum. Hann sagði
að það hefði verið búið talsvert
miklu af rafeindatækjum til þess
að vera „á gægjum“.
Skipið ekki eyðilagt
En hann lagði ítrekað áherzlu
á það, að þar sem rússneska skip-
ið hafi allan tímann haldið sér á
opnu hafi, þá hafi bandarísk skip
eða flugvélar ekki ráðizt á það
né valdið tjóni á því.
„Við erum löghlýðin þjóð og
förum eftir alþjóðalögum“, sagði
Kirkpatrick flotaforingi.
Hann var spurður, hvort hann
væri með þessum ummælum sín
um að gera samanburð á við-
brögðum Bandaríkjanna varð-
andi þetta skip og þeim viðbrögð
um Rússa er þeir skutu RB-47
könnunarflugvélina niður þann 1.
júlí. Kirkpatrick flotaforingi
svaraði brosandi:
„Ég var aðeins að tala um
þetta eina atvik og ekkert ann-
að“.
Hann l'élt nú áfram að ræða
um rússneska togarann. sem var
600 tonna skip og að byggingar-
lagi iíkuT rússneskum togurum,
Framh. á bls. 19
Árnason. Skömmu fyrir klukkan
1 í gærdag hafði Ólafur litli lagt
af stað frá bænum, á Ferguson-
dráttarvél búsins, með múgvél
aftan í. Var ferðinni með vélina
heitið út á engjar. Er farið á
dráttarvélinni eftir vegi, sem
myndazt liefur vegna ruðnings
frá skurði, sem vegurinn liggur
meðfram.
* í SKURÐ
Ólafur litli var skammt
kominn frá bænum, en þaðan
hafði verið fylgzt með ferðum
hans, er húsfreyjan veitti því
eftirtekt að dráttarvélin var
horfin. Var þá þegar brugðið
við til að ganga úr skugga um
hverju þetta sætti. Er að var
komið lá Ferguson-traktorinn
á hvolfi ofan í skurðinum og
hafði Ólafur litli orðið undir
honum. Var skurðurinn hálfur
annar metri á breidd og 3 m
djúpur.
Ólafur Björnsson, læknir,
er gegnir störfum héraðslæknis,
kom eins fljótt á staðinn og hægt
var, en um 25 km eru þangað frá
Hellu. Gerði hann lífgunartil-
raunir á drengnum í samfellt
eina klukkustund, en þær báru
ekki árangur. Ólafur átti tvö
systkin, annað eldra hitt yngra.
Dennis Welch
22
ndmumenn farast
- og 18 enn í hœttu
Hannover, 19. júlí.
(NTB-Reuter-AFP)
AÐ minnsta kosti 22 námu-
verkamenn létu lífið í dag
í sprengingu og siðan bruna
í málmgrýtisnámu skammt
frá Salzgitter, um 55 km
fyrir utan Hannover. Átján
verkamenn eru enn inni-
lokaðir af eldinum í klefa
um 400 m niðri í jörðunni.
Er stöðugt dælt til þeirra
lofti — og enn von um að
þeim vcrði bjargað.
Enn ný áminning um oð fara ekki inn fyrir 12 milurnan
,,Þid berib sjálfir 'ábyrgð á
iífi og limum áhafnarinnar"
Orðsending frá Dennis Welchtil
yfirmanna á brezku togurunum
Grimsby, 19. júlí. — (Reuter)
TOGARASKIPSTJÓRAR í
Grimsby voru í dag alvarlega
varaðir við afleiðingum þess,
að veiða innan hinna um-
deildu 12 mílna fiskveiðitak-
marka við Island.
Dennis Welch, yfirmaður sam-
taka yfirmanna á togurum írá
Grimsby. sagði við þá:
,,E) þið veiðið innan tak-
markanna, og einhver lætur
lifið eða særist, eruð þið lög-
um samkvæmt persónulega á-
byrgir fyrir tjóni og bóta-
greiðslum."
Enda þótt Bretar viðnrkenni
^kki hina einhliða yfirlýsingu
íslendinga um víðáttu fiskveiði
lögsögunnar, hafa brezkir togara
eigendur ákveðið að hafa sig
ekki í frammi og þess í stað
skuldbundið sig til að fara ekki
inn fyrir 12-mílna takmörkin í
þrjá mánuði.
Mótmæli íslenzkra stjórnarvalda
Að undanförnu hafa orðið á-
rekstrar, þar sem íslenzk stjórn-
arvöld hafa haldið því fram, að
togararnir hafi verið Innan tak-
marka.
Framh. á bls. 19