Morgunblaðið - 20.07.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 20. júlí 1960
MORCUNBLAÐIB
17
Sigurgeir Jóhanns-
son - Minningarorð
HINN 28. maí sl. lézt í Sjúkrahúsi
Akraness, Sigurgeir Jóhannsson
frá Litlu-Fellsöxl, eftir skamma
legu. Að Geir, eins og við kölluð
um hf|nn daglega, er farinn, er
ófrávíkjanleg staðreynd, sem
ekki verður komist fram hjá,
hans blaðsíða í bók lífsins náði
ekki lengra en þetta. En þó hún
næði ekki yfir nema 41 ár, var
hún þéttskrifuð af góðvild, hjálp-
semi og prúðri framkomu í hug-
um allra, sem þekktu hann. Og
þó hann væri bara bóndi upp í
sveit, var hann svo fjölhæfur, að
undrun sætti, ég held að allt,
sem hann einbeitti huganum að,
hafi á skammri stund legið opið
fyrir. Og höndin var hög og vilj-
inn óþrjótandi til að framkvæma,
enda urðu margir aðnjótandi
glöggskyggni hans og góðra hand-
taka. Glaðlyndur var hann og
góður félagi, enda hafði honum
orðið vel til vina, það mátti bezt
sjá við útför hans. Enginn sveit-
arhöfðingi hefði getað farið fjöl-
mennari sína hinztu för en hann
fór. Það mátti líka sjá, að sveit-
ungar hans vildu kveðja hann
svo vel og virðulega sem þeir
gátu. Hver einasti hugur, hver
einasta hönd vildi gera sitt bezta,
allir sem einn. Og ég veit, að ein-
mitt svona sameining hefði hon-
um líkað, hann var mikill áhuga-
maður um félagslíf. Og ef sam-
starfið er gott, er svo ótrúlega
margt hægt að framkvæma.
Sigurgeir var fædd á Litlu-
Fellsöxl 18. júní 1919. Foreldrar
hans voru hjónin Þorjcatla Gísla-
dóttir og Jóhann Símonarson sem
þar bjuggu um áratuga skeið.
Þorkatla var frá Stóra-Botni í
Botnsdal, úr hópi 10 systkina,
dóttir Gísla Gíslasonar og Jór-
unnar Magnúsdóttur, sem þar
bjuggu. Jóhanp var einnig ættað
ur úr Borgarfirðinum, var hann
bróðir Bjarna prests á Brjáns-
læk og þeirra systkina. Sigurgeir
var yngstur af 4 börnum hjón-
anna á Litlu-Fellsöxl, og á Litlu-
Fellsöxl dvaldi hann til æviloka.
Nú eru tvö af systkinunum dáin,
Aðalsteinn dó 1944, rúmlega þrí-
tugur að aldri, en eftir lifa Jórunn
húsfreyja í Neðra-Nesi í Stafholts
tungum og Snæbjörn kennari við
Flensborg í Hafnarfirði.
Vorið 1945 giftist Sigurgeir eftir
lifandi konu sinni, Ingibjörgu
Guðmundsdóttur frá Flekkuvík á
Vatnsleysuströnd, og hófu þau þá
búskap á Litlu-Fellsöxl í félagi
við foreldra Sigurgeirs. Einnig
keypti hann og nytjaði jörðina
Fellsaxlarkot, sem liggur að
Litlu-Fellöxl. Það er mikið starf,
sem eftir Sigurgeir liggur frá
þesum árum, bæði í ræktun og
byggingum, auk alls, sem hann
vann utan heimilis, en það var
oft mikið.
Eins og áður er sagt, var Sigur-
geir félagslyndur mjög og starfaði
hann mikið að félagsmálum
byggðarlags síns. Á síðustu miss-
irum vann hann mikið við bygg-
ingu félagsheimilis sveitarinnar.
Var hann jafnan hrókur alls fagn
aðar í hópi sveitunga og vina.
Þeim Ingibjörgu og Sigurgeir
varð fimm barna auðið, elztur er
15 ára piltur, Aðalsteinn að nafni,
og 4 dætur: Sigríður, Hansína,
Þorkatla og Sigurbjörg.
Og nú er Sigurgeir farinn héð-
an til starfa á öðrum tilverustig-
um, en vinir hans og kunningjar
kveðja hann og þakka honum fyr
ir alla hjálpsemina og skemmti-
legu samverustundirnar.
Á. A.
★
F. 18. júní 1919. D. 28. maí 1960
Frá Litlu-Fellsöxl ég frétt hef
spurt,
sem fyllir mig hryggðarþunga,
að hafi þar dauðinn hrifið burt
húsbóndann glaða og. unga.
Hve svipleg og hörð er sú sorg-
arstund,
er sviftist heimili vörnum,
þá fyrirvinnan er grafin í grund
frá grátandi konu og börnum.
Ég veit hve biturt það brjóstið
sker,
þá burtu fer góður drengur,
og aldrei að sjá í heimi hér
þann hjartans vininn sinn lengur.
Ekkjan á nú svo erfiða þraut
við ástvinar kaldan náinn
og börnin ungu með augun sín
blaut,
því elsku pabbi er dáinn.
En huggast þú ekkja og huggist
þið börn,
því heilagur drottinn iun',
sem ætíð er mædaum c- - ^’kum
vörn
allan veraldar skilning y.ir.
Því nú er hann, ykkar áslvinur
dýr,
frá andstreymi leystur og kvölum
hvar ykkar hann fagnandi bíður
og býr
í blikandi ljóssins sölum.
Það sakna þín fleiri, Sigurgeir,
en syrgjandi konan og börnin,
sem vildir þeim hrjáðu um ver-
aldar leir
æ vera skjólið og vörnin.
Og fyrir það lofsyrðin þýðu færð
þú
og þakkir frá guði og mönnum
og launin hin þráðu — það er mín
trú,
þú þiggur í heilagleik sönnum.
Hér kveðja þig ekkjan og börnin
blíð
á bölþungri saknaðarstundu
og fela þig nú á fársins tíð
í frelsarans líknar mundu.
Þau vita þig heiian í hamingju-
stærð,
þó hylji þig stóra móðan,
og ást þeirra og blessun þú alla
færð.
Þau áttu vininn svo góðan.
S. R.
Lúðuveiðar
á Akranesi
AKRANESI, 18. júlí. — í gær
kom trillan Freyr með fallegan
feng úr róðrinum. Það voru tíu
stórlúður, sem allar vógu 500 kg.
Svo var og ein trilla á sjó með
færi, þar var einn á og fiskaði
hann 1000 kg.
Á laugardaginn var fékk
trillubáturinn Happasæll 160
punda stórlúðu, aðra 130 punda
lúðu fékk hann í gær og auk
þess smálest af skötu. — Oddur.
— Bókaþáttur
Framhald af bls. 9
innilega. Slíkt finnst mér að eigi
að samræma og nota þá alltaf
annan hvorn ritháttinn. Sömu-
leiðis notar þýðandi ýmist kven-
kynsmyndina útsýn eða hvorug-
'kynsmyndina útsýni. Sums stað-
ar stafar af þessu hinn afleitasti
ruglingur. Á 181. bls. stendur til
dæmis: „Ef sleppt var útsýninni
yfir Hvammsfjörð, sem víða er
fagurt á þessari leið o. s. frv. (let
urbr. min). Þessi setning finnst
mér ekki samboðin íslenzkum
menntaskólakennara.
Formáli þýðanda er mjög fróð
legur og gagnlegur og sömuleíðis
eru skýringar hans með ágætum.
Prentvillur eru fáar í bókinni,
en meinlegar.
Aftan á titiltolaði stendur að
kápa og titilsíða séu gerðar af
Atla Má. Þetta er ekki rétt nema
að nokkru leyti því teikning á
kápu er eftir Sir George Mac-
kenzie.
Njörður P. Njarðvík.
SAUMA KVENKJÓLA
S í m i : 3-28-56
Cunnar Jónsson
Lögmaður
við undirrétti o hæstarétt.
Þingholtsstræti 8. — Sími 18259-
ÚTSALA - ÚTSALA
í dag hefst útsala- — Seldar verða eftirtaldar vörur:
Ullarkápur — Dragtir — Poplínkápur — Úlpur —
Poplínjakkar — Apaskinnsjakkar — Ullarpeysur - —
Bómullarpeysur — Herraskyrtur.
GÓÐAR VÖRUR — MIKILL AFSLÁTTUR
EYGLÓ
Laugavegi 116.
Trésmíðavél og blokkþvingur
til sölu er Steenberg-trésmíðavél, sambyggð (stærri
gerð). Blokkþvingur á sama stað. — Upplýsingar í
síma 6, Akranesi á venjulegum vinnutíma.
SIWA SAVOY
þvottavélarnar
• Sjóða
• Þvo
• Skola
• Þurrvinda þvott-
inn (þeytivinda).
Varahlutalager
Vélarnar eru nýkomn-
ar. Verðið hagstætt.
ÓLAFSSON &
LORANGE
heildverzlun
Klapparstíg 10
Simi 17223
„umr
V REIMAR
Það borgar sig bezt að nota ein-
göngu hina sterku „FENNER“
kylreimar. Allar stærðir óvallt
fyrirliggjandi.
Einnig reimskífur og flatar
reimar.
VALD- PAULSEN HF.
Klapparstíg 29 — Sími 13024
Auglýsing
um innflutning með greiðslufresti
Viðskiptamáiaráðuneytið vill vekja sérstaka athygli
á því, að samkvæmt auglýsingu ráðuneytisins frá
31. maí 1960 (sbr. 8. og 9. gr. reglugerðar nr. 79
1960, um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála)
þarf leyfi hiutaðeigandi yfirvalda til að flytja inn
hvers konai vörur með lengri greiðslufresti en þrem-
ur mánuðum. Gildir þetta jafnt um þær vörur, sem
eru á frílista, og þær, sem eru háðar leýfum, þar á
meðal um skip, vörubifreiðar og hvers konar vélar.
Þeir, sem hyggjast flytja inn vörur með lengri
greiðslufresti en þremur mánuðum, skulu snúa sér til
Landsbanka Islands, Viðkiptabanka, eða Útvegs-
banka íslands, áður en samningar eru gerðir um kaup
vörunnar eða hún send frá útlöndum. Hafi samning-
ar um kaup vöru eða smíði skips eða tækis með iengri
greiðslufresti en þremur mánuðum verið gerðir án
samráðs við ofangreinda banka mun greiðslufrest-
urinn ekki verða samþykktur.
Viðskiptamálaráðuneytið, 18. júlí 1960
SÍ-SLETT P0PLIN
(N0- IR0N)
MINERVAoÆ*^*—
STRAUNING
OþÖRF