Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
FÖstudagur 12. ágúst 1960
Hans Andersen
undirbýr viðræður
Astandið, sem „Tíminn" harmar
wmm
Sss, þeir eru á fundi
(Þetta er ein af fjölda bráðskemmtilegra teiknimynda eftir
danska teiknarann Storm-Petersen, sem birtar eru í hinni
nýútkomnu bók Péturs Benediktssonar, bankastjóra, „Milli-
liður allra milliliða, og aðrar hugvekjur um þjóðmál“).
Kappreiðar Harðar
við Arnarhamar
LONDON, 11. ágúst. (Reuter). —
Guðmundur í. Guðmundsson, ut-
anríkisráðherra fslands kom hing
að í dag á leið sinni frá Reykja-
vík til Tel Aviv í opinbera heim-
sókn til fsrael.
Harm dvelur í London til laug-
ardags, en heldur þá ferð sinni
áfram.
Sendiherra íslands í London,
dr. Kristinn Guðmundsson, tók
á móti ráðherranum á flugvell-
inum.
TaLsmaður íslenzka sendiráðs-
ins sagði að ferð utanríkisráð-
herrans til ísraels hafi verið á-
kveðin fyrir nokkru og koma
hans værj ekki í sambandi við
yfirlýsingu ríkisstjórnar íslands
um að hún væri reiðubúin að
taka þátt í viðræðum við Breta
um fiskveiðideiluna.
Ekki voru ráðgerðir neinir
fundir utanrikisráðherrans og
ráðandi manna í Bretlandi. En
Hans Andersen, fulltrúi fslands í
Atlantshafsbandalaginu, sem kom
Páfagaukur
aflífaður
— fyiir ærnar sakii
SAN SEBASTIAN, 6. ágúst.
— Samkvæmt fyrirskipun-
frá yfirstjórnendum spænsku
járnbrautanna, hefur stöðv-
arstjórinn hér í San Sebast-
ian orðið að taka páfagauk
sinn af lífi. Fuglinn var í
scinni tíð farinn að geta líkt
svo snilldarlega eftir brott
fararmerkinu á stöðinni, að
margar lestir höfðu Iagt af
stað frá brautarpallinum, án
þess að farþegar eða vörur
væru komnar um borð.
— Fiskveiðideilan
Frh. af bls. 1
milli hans og utanríkisráðherra
Breta, Home lávarðar.
Phillips ánægður .
Fulltrúar brezkra togaraéig-
enda áttu í dag fund með Christo
pher Soames, landbúnaðar- og
sjávarútvegsmálaráðherra. For-
maður togaraeigendasambands-
ins, sir Farrdale Phillips, sagði
eftir fundinn að allir meðlimir
samtakanna gleddust yfir því að
íslenzka ríkisstjórnin hafi tjað
sig fúsa til viðræðna við brezku
stjómina. Brezka togaraeigenda-
sambandið mun gera allt til þess
að unnt verði að fá réttláta og
varanlega lausn á deilunni.
Áfram utan 12 mílna
Allir brezkir togarar, sem
stunda veiðar við strendur ís-
lands, fengu í gær skeyti frá
samtökum togaraeigenda, þar
sem þeim er fyrirskipað að fara
eftir fyrirmælum samtakanna
og halda sig áfram utan 12 mílna
markanna. Þar er á það bent að
sérhver árekstur á fiskimiðun-
um, geti orsakað það að ekkert
verði úr viðræðum ríkisstjórn-
anna.
SYNDIÐ 200 METRANA
við í London á leið sinni til París-
ar, átti tal við opinbera brezka
aðila varðandi stund og stað fyrir
væntanlegar brezk-islcnzkar við-
ræður.
Olympíuíerð
Ferðaskrilstof-
unnar
EINS og kunugt er efnir Ferða-
skriflstofa ríkisins til ferðar á
Olympíuleikana í Róm, sem hefj-
ast 25. þ.m.
Farið verður í tveim hópum.
Fyrsti hópurinn leggur af stað nk.
miðvikudag þ. 17. ágúst og verður
þá flogið til Hamborgar, en þar er
íslenzkur bíll fyrir og með hon-
um verður farið á sjö dögum suð-
ur um Evrópu til Ítalíu. Dvalið
verður í Hamborg einn dag og
borgin skoðuð, en síðan haldið til
Rínarlanda, þar sem ferðazt verð
ur um í tvo daga. Þá verður ekið
um fegurstu héruð Sviss og gist í
Luzern og Lugano. Eftir dvölina
í þessum tveim fögru borgum
verður haldið suður um Ítalíu,
ekið meðfram Como-vatni, um
Milano, Bologna og Florenz og
komið til Rómar að kvöldi 24.
ágúst.
Sama dag kemur seinni hópur-
inn þangað einnig og dvelst nú
ferðafólkið, um 80 manns, þar
um kyrrt meðan á leikunum
stendur. Þó er fyrirhugað að þeir
er þess óska, geti farið í tveggja
til þriggja daga ferð til Napólí
og hinnar rómuðu Caprí.
Að leikunum loknum flýgur
meirihluti ferðafólksins heim, en
hinir aka með bílnum sömu leið
til baka og kemur seinni hópur-
inn til Hamborgar 18. september.
GENF, 11. ágúst (Réuter). —
Rússár tilkynntm í dag að þeir
væru samþykkir því að settar
yrðu upp 15 eftirlitsstöðvar í
Sovétríkjunum til að fylgjast með
því að væntanlegur samningur
Austurs og Vesturs um bann við
tilraunum með kjarnorkusprengj
ur verði haldinn.
Þríveldaráðstefnan um kjarn-
orkutilraunir hefur nú starfað í
21 mánuð, en þetta er í fyrsta sinn
að fulltrúi Rússa hefur fallist á
ákveðinn fjölda eftirlitsstöðva. —
Samkvæmt tillögum Vesturveld-
anna áttu eftirlitsstöðvarnar í
Sovétríkjunum að vera 21. En á
fundinum í dag, sem stóð í hálfa
KAPPREIÐAR HARÐAR verða
háðar við Arnarhamar á Kjalar-
nesi n.k. sunnudag 14. ágúst.
Þáttakan í hlaupunum 250 og 300
m er góð en aðeins þrír hestar í
350 m. Þar mætast nú Garpur í
Dalsgarði, sem jafnaði íslands-
metið á vegalengdinni á fjórðungs
mótinu í Borgarfirði í sumar og
Kirkjubæjar-Blesi frá Reykjum,
en hann hefur aldrei tapað spretti
á styttri vegalengdum. Mun
marga fýsa, að sjá þessa hesta
mætast. Þá er gott hestaval í öðr-
um hlaupum. T.d. sendir Jón í
aðra klukkustund, sagði Semyon
Tsarapkin að það væri allt of
mikið og lagði til að stöðvarnar
yrðu 15, tvær í Evrópu og 13 í
Asíu.
Tsarapkin féllst á tillögur Vest-
urveldanna um að setja upp 11
eftirlitsstöðvar í Bandarikjunum
og lagði til að ein stöð yrði í
Bretlandi.
Taipei, Formósu, 9. ágúst. —
Tveir biðu bana og sjö slösuðust,
er fellibylur gekk yfir norðan-
verða Formósu í gær og olli mesta
regni, sem hér hefir komið í 20
ár. —
Varmadal í skeið, einnig er Ven-
us þar með og Frekja frá Skraut-
hólum.
Völlurinn að Arnarhamri er
einn bezti völlur landsins og hafa
ávallt náðst þar góðir tímar. Á-
horfendasvæði eru mjög góð frá
náttúrunnar hendi í hlíð Esju.
Þetta eru síðustu kappreiðar árs-
ins á vegum sam,taka hestamanna
og vel til þeirra vandað.
ÞÚFUM, 10. ágúst. — Sunnudag-
inn 7. þ. m. fór hér um Djúpið
fjölmennur hópur bænda og hús
freyja úr Kjalarnesþingi í
bændaför, 70 manns með fylgd-
arliði. Höfðu þeir farið veginn
uin Barðaströnd áleiðis að Djúpi,
en komið við og skoðað sig um
á Vesífjörðum. Hóurinn fékk
hvarvetna hinar myndarlegustu
móttökur, þar sem hann kom og
var honum alls staðar sýnt mikil
gestrisni.
Stjórn Búnaðarsambands Vest
fjarða fylgdi hópnum um sam-
bandssvæðið. Farið var út í Bol-
ungarvík, Skutulsfjörð og Súða-
vík. Þótti héraðsbúum hér vera
góðir gestir á ferð. Komið var
við á leið um Djúpið í Vigur og
Æðey og eyjarnar skoðaðar og
veittar góðar veitingar eftir því
sem við varð komið. í Reykja-
nesi buðu Búnaðarfélögin í Inn-
djúpinu hópnum til hádegis-
verðar. Sat þar nálega 100 manns
í einu undir borðum. Höfðu Páll
skólastjóri og kona hans séð uin
veitingar, sem voru hinar ágæt-
ustu. Páll skólastjóri bauð gest-
ina velkomna. Undir borðum
voru ávörp flutt og stuttar ræð-
ur. Töluðu Páll Pálsson í Þúfum,
Bjarni Sigurðsson í Vigur, Sig-
urður Þórðarson á Laugabóli,
Baldur Bjarnason í Vigur.
Veður hið fegursta
Fararstjórar hópsins voru Jó-
hann Jónasson, forstjóri Græn-
metisverzlunar ríkisins og Gunn
ar Árnason, skrifstofustjóri Bún
aðarféiag íslands. Þakkaði Jó-
hann móttökur fyrir hönd gest-
anna, svo og Guðmundur
Ingi, formaður Búnaðarsam-
bands Vestfjarða. Að lokum var
Fyrirlestrar
um landbú-
nað
í SAMBANDI við sumarfund
Félags ísl. búfræðikandídata
verða flutt tvö erindi um'landbún
að, laugardaginn 13. þ. m. í 1.
kennslustofu háskólans og hefst
hið fyrra kl. 16.00. Öllum er
heimill aðgangur.
Fyrra erindið flytur Dr. T. S.
Ronningen, frá Bandaríkjunum,
er. hann er aðalsérfræðingur og
eftirlitsmaður með tilraunum
þeim, sem bandaríska landbún-
aðarráðuneytið styrkir í einstök-
um fylkjum. Mun hann ræða um
rannsóknir á fóðurjurtum á norð
lægum slóðum, en hann er m. a.
kunnugur búnaðarskilyrðum i
Alaska.
Hingað kom Dr. Ronningen um
síðustu helgi frá Norðurlöndum,
en þangað fór hann eftir áð hafa
sótt alþjóðagrasræktarráðstefnu
í Bretlandi, sem haldin var í síð-
asta mánuði. Hér hefur Dr. ílonn-
ingen ferðast um SuSurland og
Borgarfjörð með starfsmönnum
Búnaðardeildar Atvinnudeildar
háskólans og kynnt sér jarðrækt
og tilraunir, og er hann nú á
förum vestur um haf.
Síðasta erindið flytur H. Land
Jensen, tilraunastjóri á tilrauna-
stöðinni Ödum á Jótlandi og fjall-
ar það um ræktun fóðurjurta og
geymslu þeirra. H. Land Jensen
er kunnugur tilraunamaður á
Norðurlöndum, einkum fyrir til-
raunir og rannsóknir á votheya-
verkun, en á ödum eru gerðar
mjög víðtækar tilraunir«með fóð-
urverkun og þar eru aðal votiheyg
gerðartilraunir Ðana. Hefur Land
Jensen ritað mikið um þetta efni.
H. Land Jensen hefur ferðast
hér á landi í % mánuð að til-
hlutan Ræktunarfélags Norður-
lands til þess að kynna sér hey-
verkun okkar og landbúnað yfir
leitt.
Fréttatilkynning frá Félagi ía-
lenzkra búfræðikandídata.
flutt ávarp frá Ásdisi Káradótt-
ur frá Garðskaga. Var það vel
flutt og sköruglegt.
Veður var hið fegursta þennan
dag og komu menn úr öllum
hreppum Inndjúpsins til móts
við fólkið og voru með því í
Reykjanesi. Þaðan hélt hópurinn
suður yfir Þorskafjarðarheiði að
Bjarkarlundi. Um kvöldið var
svo ákveðið að faa um Breiða-
fjarðareyjar næsta dag. Var fólk
ið yfirleitt mjög heppið með
veður þessa daga og var ánægt
með ferðalagið. Fylgdu því góð-
ar óskir og þakkir fyrir kom-
una. — P. P. /
Akurevri : Valur
ÍSLANDSMÍTIÐ 1. deild heldur
áfram í kvöld og keppa þá Akur-
eyringar og Valur. Þessi leikur
er mjög þýðingarmikill fyrir
bæði liðin því ekki er enn útséð
hvaða félag fellur niður í 2. deild.
Jakob Jakobsson hinn snjalli leiik
maður Akureyringa er nú kominn
frá læknisnámi frá Þýzkalandi
og mun jafnvel leika með þeim
í kvöld.
Pétur hljóp
á 14,5 sek
í GÆRDAG var efnt til keppni
í 110 m grindahlaupi á Laugar-
dalsvellinum. Keppandi var Pét-
ur Röngvaldsson KR. Hann náði
tímanum 14.5 sek., sem er 1/10
betra en hans staðfesta Islands-
met er. Þetta er jafnframt sama
afrek og FRÍ setti sem iágmark
til Rómarferðar.
Engin lœgð sœk
ir að íslandi
ENNÞÁ stendur loftvog vel
um allt land. Háþrýstisvæði
liggur yfir vestanverðu ís-
landi og Grænlandshafi, þaðan
suður í haf. Engin lægð sækir
að íslandi í svipinn, svo að
ekki er að vænta mikilla veðra
breytinga í bili.
í gær var skýjað loft og
vindur hægur um mestan
hluta landsins. Á Suðurlandi
var þó víða sólskin og hlýtt,
t. d. 17 stiga hiti á Klaustri og
14 stig á Eyrarbakka og Loft-
sölum um nónbilið.
Vegna mistaka getur ekkert
veðurkort birzt í dag.
Veöurhorfur kl. 22 í gær-
kvöldi: SV-land, SVmið: norð
vestan gola, víða léttskýjað,
Faxaflói — Norðurlands og
Faxaflóamið til Norðurmiða:
hægviðri, skýjað, úrkomulaust
að mestu, þokuslæðingur á
miðum og annesjum í nótt,
NA-land og Austfirðir, NA-
mið og Ajistfjarðamið:
N-gola, skýjað, sums staðar dá
lítil þokusúld í nótt. SA-land
og SAmið: NA-gola, víða létt-
skýjað.
Samþykkir eftirliti
Bændaíör úr Kjalarnesþingi
um Vestfirði