Morgunblaðið - 12.08.1960, Page 6

Morgunblaðið - 12.08.1960, Page 6
6 MORCUIVfíL * Ð1B Föstudagur 12. ágúst 1960 Sextugur í dag: Sveinn Sæmundsson yfirmaður rannsóknarlögreglunnar SVEINN Sæmundsson yfirmaður rannsóknarlögreglunnar er sex- tugur í dag. Þegar ég. áttaði mig á þessu í gær, vaknaði spurningin: Á ég að skrifa kerfisbundna afmælis- Sveinn Sæmundsson við skrifborð sitt grein um Svein? Sannast að segja finnst mér hann ekki vera orðinn nógu gamall til þess að ég taki þannig á því. Að skrifa um hann afmælisgrein yrði mér álíka erfitt verk og að fara að skrifa um einhvern samstarfs- mann hér við blaðið, sem með mér hefur lengi unnið. Heita má að ég hafi á hverjum einasta degi, — stundum oft á dag, síð- astliðinn hálfan annan áratug og rúmlega það, talað við Svein, spurt hann fréttá fyrir blaðið. Ég gæti reynt að eiga við hann af- mælisviðtal. Hann er reyndar svo oft búinn að segja mér að láta það bíða betri tíma, að úr sam- tali verður ekki að þessu sinni. Ekki get ég þó látið afmæli Sveins fara fram hjá blaðinu. Niðurstaðan varð þessi: Þetta verður ekki nein afmælisgrein, aðeins nokkrar línur til þess að láta hinn mikla fjölda vina hans vita um afmælið. Starf Sveins er svo samtvinnað fréttadálkum blaðanna, að sá maður fyrirfinnst ekki hér á landi x dag, sem ritstjórnir dag- blaðanna hafa eins náið samband við og einmitt Sveinn. Á þessu sviði hefur hann algera sérstöðu. Mættu margir embættismenn taka hann sér til fyrirmyndar þegar um er að ræða samskipti við dagblöðin. Þegar Sveinn segir okkur blaðamönnum frá ýmsum lögreglumálum kemur fram hjá honum hin mikla reynsla og kynni, sem hann hef- ur öðlazt af mönnum og mál- efnum, og að margs er þá að gæta í frásögninni. Sveinn stendur fastur sem. bjarg gegn öllum til- raunum til æsifréttastíls, á því sem hann greinir blöðunum frá Það var eitt sinn haft eftir þing- manni einum, að í hverju máli væru a. m. k. tvær þungamiðjur. Þetta á vissulega við þegar um er að ræða ýmis hin viðkvæm- ustu lögreglumál a. m. k. Ein- mitt þessa sjónarmiðs gætir oft þegar við blaðamennirnir göng- um í skrokk á Sveini. Þó Sveinn sé brúnaþungur, manna harð- astur og fastastur fyrir, þá er hið mannlega ríkt í fari hans, og alltaf talar hann af ríkri samúð með þeim, sem menn hans hafa í það og það sinnið handtekið. jafnvel þó í 60. skiptið væri. Eitt af því sem vakti undrun mína, rétt eftir að leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman, var að þó hann sé stúkumaður, þá ræðir hann um hið sígilda umræðu- efni: áfengismálin og þann vanda sem áfenginu fylgir, af næmum skilningi og þekkingu. Sveinn er nefnilega viðsýnn maður að eðlis fari. Samskipti hans við hinar ólíkustu manntegundir í löngu og farsælu lögregluþjónsstarfi hafa þar fengið að njóta sín. í frístundum gefur Sveinn sig einkum að bókum. Hann les mik- ið og hefur komið sér upp mjög góðu og stóru bókasafni. Er hann tíður gestur á bókauppboðum. í safni hans kennir margra grasa, en einkum hefur hann reynt að verða sér úti um skáldrit og sagnfræði. Nú er Sveinn nýlega kominn heim úr sumarleyfi sínu, útitek- inn og veðraður. Þykist ég vita, að gestkvæmt verði á heimili hans og konu hans, Geiru Óla- dóttur, í Tjarnargötunni í dag. Vil ég enda þessar línur með að þakka 'Sveini fyrir vináttu hans í minn garð og langt, snurðulaust samstarf við Morgunblaðið. — Sv. Þ. i 1 i SKAK i 1 i • Ur ýmsum attum ÍSL.ENZKT skáklíf er senn að vakna úr sumardvalanum, og munu Freysteinn og Friðrik ríða á vaðið og heyja skákeinvígi núna í miðjum ágúst. Tilefni þessa einvígis er svæðakeppnin í Hollandí í nóvember, en eins og kunnugt er höfum við aðeins rétt á einum þátttakanda í stað tveggja áður, og er það óneitan- lega illt til þess að vita, að þegar Friðrik Ólafsson öðlast stórmeist- aratitil sinn, að þá slaki forystu- menn okkar á klónni. Ég er þeirr- ar skoðunar að hefði Skáksam- band íslands sent fulltrúa á fund F.I.D.E. í Luxemburg 1959, að þá hefðum við haldið okkar rétt- indum. En ekkert er svo með öllu illt, að það boði ekki eitthvað gott, því ósennilegt þykir mér að til þessa einvígis hefði verið stofn að, ef við ættum tvo fulltrúa. Ekki treysti ég mér að spá um úrslit í einvíginu, en óneitanlega verður fróðlegt að sjá hversu hinn nýbakaði íslandsmeistari stendur sig í keppni við fyrr- verandi kandidat úr heimsmeist- arakeppni. í september er ráðgert að halda alþjóða skákmót í Reykjavík, og er tilefnið 60 ára afmæli T.R. og einnig skal mótið helgað minn- ingu hins látna meistara Eggerts Gilfers og jafnframt skoðast sem æfingarmót fyrir Ólympíufara. Með hliðsjón af þessu þrennu, þá er ekki að efa að T.R. og Skák- sambandið láta einskis ófreistað til þess að gera keppni þessa sem bezt úr garði, enda væri annað til ævarandi hneisu fyrir forystu- menn íslenzkra skákmála. Friðrik Ólafsson er nýkominn úr Argentínuför sinni, og lætur allvel af dvöl sinni þar, þó hann sé e. t. v. ekki fyllilega ánægður með árangur sinn á mótinu. Ég er þeirrar skoðunar að Friðrik geti verið ánægður með útkomu sína, þegar tekið er tillit til þess hversu hægfara allar fraxrvfarir eru þegar stórmeistarastyrkleika hefur verið náð, og ef Friðrik heldur áfram að þjálfa sig og taka þátt í mótum, þá lætur ár- angurinn ekki á sér standa. Sovézkir skákmeistarar dvelj- ast í V-Þýzkalandi um þessar mundir og heyja landsleik við heimamenn. Þættinum hafa bor- izt fregnir af 3 fyrstu umferðun- um, og leiða gestirnir með 20:4. Fyrir USSR tefla Tal, Keres, Petrosjan, Geller, Kotow, Toulus, Boleslawsky, Poulugajewsky, Antoschin. Óneitanlega harðsnúið lið það. IRJóh. Livorno, Ítalíu, 9. ágúst. — Að minnsta kosti 15 manns slösuðust í dag, þegar hraðlest milli Tor- ino og Rómar fór út af sporinu hér skammt fyrir sunnan. Mót ung- templara um nœstu helgi ANNAÐ þing íslenzkra ung- templara verður að Jaðri 12. og 13. þ. m. og þriðja ungtemplara- mótið verður par um næstu helgi. Þing samtakanna hefst á föstu dagskvöldið og mun því Ijúka seinnihluta laugardags. Á þing- inu mun m. a; verða flutt fræðslu erindi sem prófessor Niels Dung- al flytur. Fjallar erindið um skaðsemi tóbaksnautnar. Hið væntanlega mót íslenzkra ungtemplara verður eins fjöl- breytt og kostur er. Tjaldbúðir munu verða báða dagana, sem mótið stendur. Reynt verður að hafa eitthvað fyrir alla, og stað- inn mun ekki þurfa að kynna. Þátttaka í mótinu er öllum heim il, sem hlíta reglum ungtemplara um prúðmennsku og háttvísi. Mótið verður sett síðdegis á laug ardag af Indriða Indriðasyni, rit- höfundi, sem sæti á í stjórnar- nefnd Jaðars. Um kvöldið verð- ur skemmtikvöld inni að Jaðri og mun vinsæl fimm manna hljómsveit, sem skipuð er ung. um mönnum, leika fyrir dansin- um. Á sunnudag hefst guðsþjón- usta kl. 2.30 og kl. 4 hefst fjöl- breytt dagskrá með skemmti- atriðum. Þá verður einnig frjáls- íþróttakeppni á íþróttaleikvangi Jaðars, með þátttöku margra ungra og efnilegra íþrótta- manna úr Reykjavík. Um kvöldið verður kvöldvaka og dans í hínum vistlegu húsakynn- um að Jaðri og þar verður mót- inu slitið þá um kvöldið. • Enginn veit um starfsfólkið^ Það er allt annað en auðvel að ná tali af skrifstofumönn- um hér í bænum á vinnutíma sagði kona, sem Velvakandi átti tal við um daginn. Það er eins og þessir menn hafi enga tilfinningu fyrir þvi að þeir eru á þessum skrifstofum til að veita því fólki þjónustu er á erindi við skrifstofurnar. Fyrir nokkrum dögum þurfti ég nauðsynlega að ná tali af manni á opinberri skrifstofu Ég hringdi og spurði eftir honum. Stúlka varð fyrir svör um .Hún sagði: „Hann hefur ekkert sézt í morgun.“ Ég i u spurði þá stúlkuna hvort þessi maður væri ef til vill kominn í sumarfrí. Hún sagðist ekki hafa hugmynd um það. Þá bað ég hana að grennslast eftir því hjá öðru starfsfólki á skrifstofunni. Eftir nokkra stund kom stúlkan aftur í sím ann og sagði að enginn af þeim sem við væru vissi hvort þessi maður væri í sumarfríi en hann hefði a. m. k. ekki sézt á skrifstofunni í dag. •_SóIarsÍ£^vinnutíma Saga þessarar konu er ekki einsdæmi. Allir, sem til þekk- ja, vita, að hér í Reykjavík eru liðin slælegri vinnubrögð og tíðari frátafir á opinberum skrifstofum, en í nokkru af nági’annalöndum okkar. í sól skininu undanfarna daga hefur varla verið hægt að þverfóta á aðalgötum borgar innar fyrir opinberum starfs mönnum, sem þar hafa verið að spóka sig í góða víeðrinu í sínum vinnutíma. Yfirmenn ☆ FERDIINIAiMD \<\N /■' rv'*•• r//3 á opinberum skrifstofum virð ast ekkert hafa við þetta að at huga því ella yrðu þessir menn ekki svo langlífir í starfi sem raun ber vitni. Að sjálfsögðu kemur þetta mjög niður á starfi mannanna,- öll afgreiðsla mála gengur seint og opinber embættiskostnaður verður dýrari en þyrfti fyrir vikið Til samanburðar má geta þess, að ef menn í hliðstæðum störfum í höfuðborgum ná- grannalanda okkar leyfðu sér slík vinnubrögð yrði þeim tafarlaust vikið úr starfi Sem betur fer eru til heiðar legar undantekningar frá þeim slælegu vinnubrögðum sem hér hefur verið lýst, en þær eru því miður allt of fáxir. • Ólympíulundur Heiðmörk íþróttaafrek frjálsfþrótta- mannanna okkar undanfarna daga hafa vakið mikla og verð skuldaða athygli. í fyrradag kom maður að máli við Vel- vakanda og skaut fram þeirri hugmynd hvort ekki væri jarðvegur til að efna til fjár- söfnunar og verja fénu til að koma upp Olympíulundi í Heiðmörk til minningar um þessi væntanlegu afrek. Lund urinn gæti einnig verið griða staður íþróttamanna. Fjársöfn uninni mætti t. d. haga þannig hélt maðurinn áfram, að veðj- að yrði um íþróttaúrslit eða heitið á íþróttamenn ef þeir næðu svo eða svo góðum ár- angri á Olympíuleikunum í Róm. Hugmyndinni er hér með komið á framfæri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.