Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 10

Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 10
10 MORCUNBTAÐ1Ð Fostudagur 12. ágúst 1960 ittðfgtfttMofrifr Utg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Hitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. V'ÐRÆÐUR VIÐ BRETA riNS og frá var skýrt í fréttatilkynningu utan- ríkisráðuneytisins í gær, hef- ur ríkisstjórn Bretlands farið þess á leit við íslenzku ríkis- stjórnina, að teknar verði upp viðræður um deilu þa, sem er um aðstöðu brezkra fiskiskipa á miðunum við ís- land. íslenzka ríkisstjórnin hefur orðið við þesum tilmæl- um brezku stjómarinnar, þar sem hún telur, að kanna beri til hlýtar öll úrræði til að leitast við að koma í veg fyr- ir áframhaldandi' árekstra á íslandsmiðum. í fréttailkynningu utanrík- isráðuneytisins segir enn- fremur ,að ríkisstjórnin hafi undirstrikað við brezku stjórnina hinn ótvíræða rétt, sem hún telur að íslendingar hafi að alþjóðalögum til nú- verandi fiskveiðilögsögu. Eins og kunnugt er, renn- ur í kvöld út frestur sá, sem brezkir togaraeigendur á- kváðu skömmu eftir Genfar- ráðstefnuna að líða skyldi án þess að veiðar yrðu hafnar innan fiskveiðilandhelgi Is- lands. Hefðu þá hafizt að nýju árekstrar á íslandsmiðum, sem alvarlegri hefðu getað orðið en nokkru sinni áður. Brezka ríkisstjórnin óskaði eftir því að viðræður yrðu ákveðnar áður en til nýrra vandræða drægi. Að siðaðra manna hætti féllst ríkisstjórn íslands á slíkar viðræður, ef þær mættu verða til þess að draga úr viðsjám og koma í veg fyrir átök. Smáþjóðirnar krefjast þess af stórveldunum að þau setj- ist að samningaborði og leit- ist við að leysa sérhver á- greiningsatriði á friðsamleg- an hátt, enda er framtíð mannkynsins beinlínis háð því að deilumar séu útkljáð- ar án beitingu vopnavalds. Það væri í litlu samræmi við þessa stefnu smáþjóðanna, ef hin minnsta þeirra lýsti því yfir, að hún vildi ekki ræða við þá sem hún á í deiiu við. 1 sjálfstæðisbaráttunni beittu íslendingar rökfimi. Rétturinn var okkar megin og við vissum að við mundum sigra, og þess vegna vorum við ófeimnir að rökræða mál- in yfir yfirdrottnarann. I landhelgismálinu er þessu eins farið, Rétturinn er okkar megin, þó að Bretar þver- skallist enn við að viður- kenna hann. Og við erum ó- íeimnir að ræða við Breta vegna þess að við höfum lög að mæla. Augljóst er einnig, að tíminn vinnur með okkur íslending- um. Og einnig þess vegna ber okkur að neyta allra úr- ræða til þess að koma í lengstu lög í veg fyrir vaid- beitingu. Okkur er það sið- ur en svo kappsmál að mál- in þróist þannig, að brezka stjórnin telji sig tilneydda að standa við stóru orðin. Umfram allt er okkur ís- lendingum þó nauðsynlegt að njóta samúðar sem víðast um heim í friðunarmálunum. Þegar formleg tilmæli koma frá brezku ríkisstjórninni um viðræður í þeim tilgangi að leitast við að leysa vandann, mundum við ekki vinna okk- ur aukið álit með því að svara skætingi eða neita að gera þessa tilraun. Við íslendingar höfum ekki langa reynslu af stjórn utan- ríkismála okkar, en svo er þo forsjóninni fyrir að þakka að við höfum yfirleitt haldið þannig á þessum mikilvæg- ustu málum sérhverrar smá- þjóðar, að við höfum öðlazt aukið álit og þeim fækkar nu óðum, sem telja að hið „o- mögulega“, sjálfstæði 170 þús. manna þjóðar, hljóti brátt að taka enda. Fyrirfram vissu allir að kommúnistar hlytu að verða á móti því að tilraun yrði gerð til þess að leysa vanda fisk- veiðideilunnar. Þarf væntan- lega ekki að eyða að því orð- um af hvaða hvötum afstaða þeirra er sprottin. Hitt er leið- ara ef Framsóknarflokkurinn ætlar í þessu máli sem öðr- um að feta í fótspor þeirra. Að vísu skiptir það ekki meg- inmáli, því að yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar mun styðja stefnu ríkisstjórnar- innar í þessu máli, en leitt er það engu að síður. Þeim sem kynnu að aðhyll- ast stefnu stjómarandstæð- inga í þessu máli, er rétt að benda á að hugleiða rólega þessa spumingu: Hvað mundi henda í veröldinni, ef allar rik isstjórnir neituðu að ræða við aðrar um ágreiningsefni þau, sem upp kynnu aðkoma?Svar skyni borinna manna við1 þeirri spumingu er augljóst. En er þá ekki jafn augljóst að okkur íslendingum væri ósamboðið að vera meðal þeirra, sem ekki vilja gera tilraunir til að jafua ágrein- ingsatriðin. UTAN UR IIEIMI Njdsnatogarar Rússa BANDARÍKJAMENN hafa safnað upplýsingum og Ijós- myndum af því hvernig rúss- neskir njósnatogarar starfa við strendur Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja. Siglingar rússneska togarans Vega út af Atlantshafsströnd Bandaríkjanna fyrr í ár er gott dæmi um þessar njósnír. Eiserahower forseti hefur skýrt frá þvj að Vega væri eitt þeirra rússnesku njósnaskipa sem söfn- uðu upplýsingum við Atlantshafs ströndina. Hann tilkynnti ríkis- stjórn Sovétrikjanna að þrátt fyrir mótmæli hennar mundu bandarískar flugvélar halda áfram að fljúga lágt yfir oþekkt skip, sérstaklega af þau væru stödd á aðal innsiglingarleiðum til Bandaríkjanna. Hefðu flug- vélarnar fyrirskipanir um að fijúga ekki nær skipunum en nauðsynlegt væri. RAFEINDANJÓSNIR Flugvélar og loftför banda- ríska flotans tóku myndir af Vega þegar togarinn var á siglingu 12 mílur frá austurströnd Banda- ríkjanna 26. apríl til 1. maí s.i. Á myndunum mátti greina að flest njósnatækin voru staðsett 1 hreyfanlegri yfirbyggingu ofan á stjórnpalli togarans. Þar sést fjöldi loftneta, miðunarstöð, rad- ar o. fl. Með þessum tækjum er unnt að staðsetja sendistöðvar í landi, hlusta á sérstakar lang- drægar sendistöðvar bandaríska flotans, finna radarstöðvar í landi og hlusta á stuttbylgjusendi stöðvar og firðtalstöðvar. í útliti er Vega eins og venju- legur rússneskur togari, en hvergi er veiðarfæri að sjá á ljós- myndunum. Enda var togarinn fjarri öllum þekktum veiðistöð- um. REYNDI AÐ NÁ ELDFLAUGINNI Flugmennirnir, sem fylgdust með ferðum togarans komust einnig að þeirri niðurstöðu að 'hann hefði óvenju fjölmenna áhöfn. Talið er sennilegt að Vega hafi séð sér leik á borði þegar fréttist um að tilraunir væru gerðar með að skjóta óvirkum flugskeytum af Polarisgerð frá kafbátinum George Washington. Þangað hélt togarinn á fullri ferð og fylgdist með tilraununum af Eins og kunnugt er af frétt- um hafa foreldrar Powers flugmanns, þess er flaug U-2 þotunni, sem skotin var nið- ur yfir Sverdlovsk hinn 1. maí S.I., fengið vegabréfs- áritun til að fara til Moskvu til að vera viðstödd réttar- höldin yfir syninum, sem hefjast n.k þrðjudag. Auk þerra fengu eigin- kona flugmannsins og þrír fjölskylduvinir vegabréfs- áritun Meðfylgjandi mynd sýnir Powershjónin á flugvellin- í Roanoke í Virginia ríki þegar þau voru að leggja af stað til Moskvu. stuttu færi. Við lá að Vega ræk- ist á bandarískan dráttarbát er togaranum var siglt að þeim stað þar sem eldflaugin flaut á sjón- um. VH) FLOTAÆFINGAR Eftir þetta sneri togarinn sér aftur að sínum fyrri störfum út af ströndum New Jersey ríkis. Meðal hernaðarlega mikilvægra staða þar er Fort Monmouth sem sendir og tekur á móti merkjum frá bandarískum gerfi'hnöttum. Þarna misstu flugvélarnar af Vega um tíma vegna þoku. Næst birtist togarinn á svæði þar sem bandaríski flotinn var við æfing- ar á baráttuaðferðum gegn kat- bátum. Það er ekkert vafamál að Rússar hafa mikinn áhuga á að kynnast þessum aðferðum. Næsti áfangastaður togarans var svo Chesapeke-flói, en rétt innan við mynni hans er ein mesta flota- stöð Bandaríkjanna. ★ Eftir nokkra siglingu fram og aftur, voru sum loftnetanna tekin niður og skipið tók stefnu áleiðis til heimahafnar sinnar, Mur- mansk. „Taristens NYT“ íslcnzkt dagblað á dönsku SUMARHÓTEL stúdenta, Hótel Garður, hefur nú bætt blaðaút- gáfu við starfsemi sína. I til- efni af XXII. norræna lögfræð- ingaþinginu hefur hótelið ráðizt i útgáfu fréttablaðs á dönsku, sem dreift er ókeypis meðal lögfræð- inganna, sem þingið sitja, og gesta hótelsins. Fyrsta tölublaðið kóm út í gær. Það heitir „Turistens NYT“, og ábyrgðarmaður þess er Hörður Sigurgestsson, hótelsitjóri. Eíni þess er miðað við ferðafólk utan- lands frá; erlendar fréttir, greinar um fsland og íslenzk málefni, vað urfréttir frá Norðurlöndum o. s. frv. Blaðið er lítið og spiekklegt að öllum frágangi. Það minnir á nauðsyn þess, að gefið sé út lítið frétta- og upplýsingablað um sum artímann, þar sem erlendir ferða- menn geta átt greiðan aðgang að brýnustu upplýsingum og fróðleik um fsland, auk frétta utan úr heimi. Minnir hið nýja blað einn- ig á „Scandinavian Times“, sem gefið er út á ensku og selt í stóru upplagi á Norðurlöndum handa ferðamönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.