Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 12.08.1960, Síða 12
12 MORCVHRLAÐIÐ Töstudagur 12. ágúst 1960 FRAMTÍÐIN ÖTGEFANDI: SAMBAND UNGBA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRJ: BJARNI BEINTEINSSON Goðdalsbændur telja heyhleðsluvélina mesta jjarfaþing. út úr Goðadalalandi, er Hver- hólar nefnist. Trausti er ekki heima, þegar okkur ber að garði, en við spjöllum góða stund við hina bræðuma tvo, einkum Grét ar, sem gengur með okkur heim í bæinn, en Borgar keppist við heyskapinn, því að nú riður á að nota þurrkinn vel. Það er ekki úr vegi að geta þess, að Grétar Símonarson sat í stjóm Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna síðasta kjörtimabil. — Goðdalir eru gömul land- námsjörð, er það.ekki rétt Grét- ar? — Svo er talið. í Landnámu segir að Eiríkur Hróaldsson hafi numið Goðdali alla og búið þar, sem heitir Hof í Goðdölum. Landnám hans hefur teigt sig yfir allan Vesturdal og vafa- laust lengra. Þið sjáið hnjúk- inn þarna, segir Grétar og bend- ir fram dalinn i suðurátt á fjall, sem rís upp fremst í dalnum og virðist loka honum, en þegar betur er að gáð greinist hann í tvo smærri, sem liggja með eitt frá henni. Hér hefur ver’3 kirkjustaður svo lengi sem menn muna og var kirkjan helguð heil ögum Nikulási. Hér var enn- fremur prestssetur, en brauð þetta var sameinað Mælifells- prestakalli árið 1907 og nú þjón- ar hér séra Bjartmar Kristjáns- son á Mælifeili. Kirkja sú, sem nú stendur hér er byggð árið 1904, en árið áður hafði íokið hér nýleg timburkirkja. Kirkjan var gerð upp sl. sumar, máluð utan og innan og lagfærð að öðru leyti, enda er hún mjög snyrtileg. Við göngum inn í kirkjuna og yfir kirkjudyrum stendur skráð gullnu letri: „Drottinn Guð þinn skaltu til- biðja og honum einum þjóna“. Kirkjan tekur 90 manns i sæti. Hér var nokkuð margt gamalla gripa, en þeir hafa nú allir ver- ið teknir vegna brunahættu og fluttir á söfn. Þó er hér gömul altaristafla, sem staðið heíur af sér nokkrar kirkjur og sýnir hún mynd af Kvöldmáltíðinni, en vængir ganga út frá sjálfri myndinni og á þá skráðar bibliu tilvitnanir með fornu letri. Bræðurnir í Goödölum hafa tekið tæknina í þjönustu sína Rætt við unga stórbændur í Skagafirði ÞEGAR ekið er yfir Vatnsskarð í björtu veðri opnast skyndilega útsjón yfir nær allan Skaga- fjörð. I norðri gnæfir Drangey upp úr dimmbláu hafinu, en fyrir fótum manns liggja græn tún og engi hins blómlega Skaga fjarðarhéraðs. Ef til vill er þetta fegursta sjón, sem ferðamanni hlotnast, er hann ferðast i byggð á ísiandi. Þegar tíðindamaður síðunnar var á ferð yfir Vatnsskarð fyrir nokkum dögum var veðrið eins fagurt og bezt verður á kosið. Að vísu gat að líta út við sjón deildarhringinn í norðri þoku- bakka, sem rak inn fjörðinn, en þeir höfðu ennþá ekki byrgt út- sýnið. Erindið í Skagafjörð að þessn sinni var að heimsækja bræður þá, er nú byggja jörðina Goðdali, þar sem Eirikur Hró- aldsson nam land. Við ökum fyrst út á Sauðár- krók, en brátt erum við lagðir af stað á ný og nú er haldið fram eftir Skagafjarðarhéraði vestan meginn. Þokuna hefur rekið inn fjörðinn og skríður nú hratt í sömu átt og við ökum. Sn það kemur ekki að sök, því að við höfum traustan og örugg- an bílstjóra, þar sem er Árni iiögnvaldsson frá Sauðárkróki og brátt hefur hann hrist þokuna af sér og héraðið liggur baðað i sólskini fyrir framan okkur. Goðdalir liggja í svonefndum Vesturdal, en hann er éinn þeinra mörgu daia, sem liggja inn FIS í Sfranda- sýslu AHALFUNDUR Félags ungra Sjálfstæðismanna í Strandasýslu verðUr haldinn í samkomuhúsinu L Hólmavik nk. laugardag (13. ágúst) kl. 7 e. h. úr Skagafirði. Það tekur okkur rúman klukkutíma að aka þang- að og við notum timann til þess að lesa okkur lítið eitt til um áfangastaðinn. í Sýslu og sókn- arlýsingum Hins íslenzka bók- menntafélags 1839—1873 um Skagafjarðarsýslu ritar séra Jón Benediktsson, er var prestur að Goðdölum 1838—-1847, eftirfar- andi um jörðina: „Þar er slétt tún og grundir miklar, bæði út og suður frá bænum, þurrlent og þokkalegt heimreiðar, hey- skapur sæmilegur og útigangur allgóður. Jörðin hefur jafnan verið álitin sem þrifa og þokka- jörð". Við lesum áfram í sóknarlýs- ingunum, þar til við komum að kafla, er segir frá siðferði í Goð- dalaprestakalli á miðri nítjándu öld. Þar segir m. a.: „Sá orð- rómur hefur hér allajafna á leg- ið, að fólkið yfirhöfuð að tala sé ráðvant, skikkanlegt og góð- viijað. Fáheyrt er það, að nokkr- ir klækir hafi hér, um svo lang- an tíma sem ég fæ tilspurt, í ljós komið; en bindindi, að því leyti sem skirlífi innibinzt í því orði, vonast að enn nú standi til bóta undir almættis meðverkun, hjá nokkrum einstaklingum." Þann- ig var þetta fyrir rúmri öld og vissulega hefur margt breytzt til bóta siðan þá. í hinu einstæða riti „Jarða og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781—1952“ er Sögufélag Skag- firðinga hefur nýlokið við að gefa út, sjáum við skrifað, að Godalir í Vesturdal séu gamalt höfuðból, kirkjustaður og prest- setur. Jörðin hafi verið eign kirkjunnar og síðar Kirkjujarðar sjóðs, en seld ábúandanum Sím- oni Jóhannssyni og konu hans Moniku Sveinsdóttur árið 1948, en hann hafi jafnframt gert hana að ættaróðali. Símon hóf búskap að Goðdölum árið 1935, er hann tók jörðina að leigu. Hann and- aðist sl. vor, 68 ára að aldri og nú eru óðalsbændur þar synir hans þrír og þá ætlum við að hitta að máli. Er við ökum í hlað í brakandi þerri, má sjá, að í Goðdölum búa stórbændur. Rennislétt tún teigja sig á alla vegu frá bænum og þarna má sjá allar þær heyvinnu vélar, sem nöfnum tjáir að nefna: Sláttuvél, tvær dráttar- vélar, jeppa, múgavél, hey- hleðsluvél og heyblásara. Þeir Grétar og Borgar Simonarsynir reka nú búið að Goðdölum, en þriðji bróðirinn og sá elzti Trausti hefur byggt sér nýbýli fjallinu, sinn hvoru meginn. Fjall þetta heitir Hofsháls og hnjúkurinn, sem upp úr því gnæf ir er kallaður Eiríkshnjúkur. Munnmæli herma, að þar sé Ei- rikur Iandnámsmaður heygður. Ekki veit ég sannleiksgildi þeirrar sögu, en fyrir nokkru síð an átti ég leið þarna um í leit að kindum og sá þá, að þarna uppi eru greinileg mannaverk. Þar hefur verið borið að grjót og því raðað snyrtilega og er auð- séð að langur timi er liðinn síð- an. Austur af bæjarhúsunum stend ur lítil en snyrtileg kirkja og býður Grétar okkur að ganga í kirkju, og segir okkur Nú víkjum við talinu að bú. skapnum. Grétar segir okkur, að nokkurs konar féiagsbú sé með þeim bræðrum öllum að þvi leyti, að þeir noti allar vélar sameiginlega. Þeir heyja nú ein- ungis á ræktuðu landi, en Grét- ar og Borgar hafa nú um 35—40 hektara tún, en Trausti ca. 15 hektara. -— Hvað fáið þið mikið hey af þessu túni á sumri hverju? -— Við Borgar fáum ca. 1500—■ 2000 hesta eftir því hvernig við meðhöndlum túnið og yfirleitt berum við þannig á, að við slá- um aðeins einu sinni. Til marks um það, hvað tímarnir eru breyb ir frá því, sem áður var, þá er- um við aðeins brLr við útivinnu nú í sumar, við tveir bræðurnir og 15 ára unglingur, en áður hefði þurft tugi manns við samp konar tún. Við heyjum nú ein- ungis með vélum. Höfum alveg lagt orf og hrifu á hilluna.. — Hvað hafið þið af skepnum? — Við rekum nú að mestu fjár bú. Höfum sameiginlega um 850 fjár, en gætum hýst 1000. Kýr höfum við til heimilisnota, en höfum selt lítið eitt af mjólk upp á síðkastið. Svo eigum við að sjálfsögðu töluvert stóð ,eins og Skagfirðingum sæmir. Hesta þurfum við að nota til smala- mennsku og eigum því nokkra tamda. Við rekum stóðið suður í Guðlaugstungur, en það svæði liggur milli Ströngukvíslar og Blöndu og alveg framundir Hofsjökul. Við förum nú að hugsa til hreyfings og göngum út úr bæn- um. Þegar við komum út heyr- um við vélarhljóð og göngum á hljóðið. Við hlöðuopið stendur dráttarvél, sem knýr heyblásara, sem þeytir heyinu af heyvagn. inum langt inn í hlöðu. Rörið, sem heyið fer eftir er um 12 metra langt og þegar því sleppir þeytist heyið um 10 metra í lausu lofti. Já, það er alveg víst að þeir Goðdalabræður hafa tekið tækn- ina í sína þjónustu, enda líkleg- ast ómögulegt að reka stórbú á íslandi í dag án þess. Þegar við kveðjum þá bræður og annað heimilisfólk hefur þok- an náð okkur og streymir nú hratt fram Vesturdal og íyrr en varir hefur hún sveipað sig um Eiríkshnjúk, sem hverfur í móð- una, En Goðdalabræður keppast við að ná saman heyinu og aka því heim í hlöðu, því að margt getur í þokunni búið, — jafnvel lítiðvæta. B. í. G. Grétar og Borgar hofðu óvenju mikið hjálparlið þennan dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.