Morgunblaðið - 12.08.1960, Qupperneq 19
19
Föstudagur 12. ágúst 1960
MORCUNTtr. 4 ÐÍÐ ^
Skaufbúningur
Frh. af bls. 1
ekki vilja fara þá leið að fá
hann lánaðann, því að það
væri svo erfitt að fá búning
sem passaði.
Sl. vetur skrifaði Oscar
Meinhardt forstjóri keppn-
innar hingað og bað um ljós-
mynd af Sigríði í þjóðbún-
ingi. Frú Swanson, vestur-ís-
lenzk kona sem býr við Langa
sand og "hefur aðstoðað ís-
lenzku stúlkurnar þar, skrif-
aði okkur og ráðlagði Sigríði
að klæðast í skautbúning en
ekki bera skotthúfuna sem
hún teldi ekki eins heppilega.
Varð það nú úr að frú Helga
Weisshappel lánaði Sigríði
skautbúning sinn og skautaði
henni fyrir myndatökuna.
Voru myndirnar síðan sendar
tii Ameríku og þær notaðar
mikið í auglýsingum fyrir
keppnina. Meinhardt forstjóri
skrifaði Sigríði bréf og þakk-
aði henni fyrir þessar fallegu
myndir sem komu sér vel í
auglýsingunum.
★
— Strax í fyrrasumar, þeg-
ar dóttir mín var vahn feg-
urðardottning, þá sagði ég, að
ég vildi ekki að hún færi vest
ur í svörtum upphlut eða sam
fellu og fórum við þá strax
að athuga aðrar leiðir m. a.
hvort ekki hefði áður tíðkazt
að konur hefðu verið í lit-
klæðum og höfum við sann-
færzt um að svo hljóti að
hafa verið til forna. Við kom
umst og fljótt inn á það að
ungar konur hefðu áður ver-
ið í kyrtlum t. d. oft í hvít-
um kyrtlum við brúðkaup.
Sögðu sumar konur okkur þá.
að kyrtillinn yrði að vera
hvítur, en við höfðum einnig
frásagnir af því að fyrir
hefði komið t. d. á síðustu
öld að þeir hefðu verið græn-
ir. Þetla fengum við líka síð-
ar óbeint staðfest í lítilli orð-
sendingu sem okkur barst frá
Kristjáni Eldjárni, sem sagði
okkur, að Sigriður skyldi
sjálf ráða litnum eftir því
sem færi henni bezt
Það dýrasta við hinn venju
lega skautbúning eru balder-
ingarnar og skatteringarnar.
En þetta varð óþarfi fyrst val
inn var kyrtill. Þá var nóg
að bandleggja hann.
★
Svo var það einn dag í vor,
að Sigríður kom heim og
sagði: — Nú er ég búin að
finna litinn, en *ég er bara
ekki viss um hvort ég get
fengið efnið. Hún hafði þá séð
silki niðrí Markaði djúpblátt
á lit, en efnið var þá frátekið.
En sú sem átti það frátekið
féllst góðfúslega á að láta
okkur það eftir. Ég hafði þá
Konungieg
trúloiun
ÓSLÓ, 11. ágúst (Reuter). —
Norsku dagblöðin skýra frá þvi
í dag að í lok næsta mánaðar
mundi verða tilkynnt trúlofun
Haraldar krónprins Noregs og
Soffíu Grikklandsprinsessu.
Haraldur er 23 ára en Soffía
21, og birta blöðin myndir af
þeim um borð í vélbáti á sigl-
ingu við gríisku eyjuna Corfu, en
þar dvelur Haraldur í sumarleyfi
hjá grísku konungsfjölskyldunni.
MAlflutningsskrifstofa
Páll 5. Pálsson
Bankastræti 7. — Simi 24 200.
EGGF.RT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenv.
Þórshamri við Templa; asund.
séð á gömlum samfellum að
þar voru notuð flauelsbönd,
en þau Var ómögulegt að fá
hér, svo að við ákváðum eftir
yfirvegun, að nota með lík-
um hætti silkibönd og utan
með þeim örmjóar gylltar
Alexandersstímur. — Síðan
saumaði frú Dýrleif Ár-
mann búninginn á sinn
meistaralega hátt. Við á-
kváðum þá einnig að breyta
hálsmálinu og höfðum það
ekki eins aðskorið og venja
hefur verið. Fannst okkur
flegnara hálsmál fara ungri
stúlku betur. Og allur er bún-
ingurinn við það miðaður að
hann sé léttari og hreinni í
stílnum, bæði vegna þess að
þetta er klæðnaður fyrir unga
stúlku og vegna þess að hann
er sumarbúningur.
★
— Þér sögðuð að venjuleg-
ur skaubbúningur með öllum
bróderingum hefði kostað
tugi þúsunda. Hvað kostaði
þessi kyrtill?
— Hann hefur ekki kostað
meira en fimm þúsund krón-
ur. Og frú Birna heldur á-
fram frásögn sinni: — Kyrtill-
inn var tilbúinn á síðustu
stundu áður en Sigríður fór
til fegurðarképpninnar í Líb-
anon. Við höfum séð af blaða-
ummælum, að hann hafi vak-
ið mikla athygli þar. Eitt
blaðið lýsir sýningunni sem
þar fór fram á þjóðbúning-
um. Segir það að áhorfendur
hafi tekið þjóðbúningunum
heldur fálega þangað til Sig-
ríður gekk inn í íslenzka
skautbúningnum. Þá „bræddi
hún hjörtu allra“, eins og
blaðið segir og ætlaði fagnað-
arlátunum ekki að linna. Og
nú skilst okkur af fréttum og
blaðaummælum að ve'Stan, að
búningurinn hafi ekki vakið
minni athygli þar.
Heiðurskona ein hér í bæ,
lánaði Sigríði stokkabelti með
sprota til Beirut og önnur
lánaði henni belti til Kali-
forníu, Frú Arnheiður Jóns-
dóttir lánaði henni höfuð-
spöngina og frú Kristólína
Krag lánaði henni slör. Sjálf
gaf ég henni nálina og eyrna-
lokkana úr fallegu víravirki.
Skautfaldinn átti frú Sigríður
Pálsson afasystir hennar, en
Sigriður heitir í höfuðið á
henni.
Þetta hefur allt kostað
mikla fyrirhöfn og kostnað
segir frú Birna Hjaltested að
lokum, en mér þótti vissu-
lega tímabært að einhver
breyting væri gerð á skaut-
búningnum, fyrir ungar stúlk
ur, fyrst og fremst að hann
væri gerður léttari og sumar-
legri. Sjálfri kórónu skaut
búningsins, skautinu og fald-
inum, þurfti ekki að breyta.
— Tshombe
Framh af bls 1
heild og að ríkisstjórnin í Leo-
poldville hefði stuðning meiri
hluta þingsins. Öll héruð lands-
ins hefðu lýst því yfir að þau
óskuðu að gerast sjálfstæðir
hlutar ríkjasamsteypu. Og meiri
hluta fylgi Lumumbastjórnarinn-
ar, sem hafði stuðning 74 atkv.
af 137 atkvæðum þingsins væri
nú orðið að minnihlutafylgi eftir
að ýmsir smáflokkar hafi snúið
baki við Lumumba.
Túnbökur
Gróðrarstóðin við Miklatorg
Símar 22822 og 19775.
— Kvikmyndahús
Framh. af bls. 11
svipuðum grundvelli. virðast þvi
samt sem áður ósambærileg,
hvað rekstursgrundvöll varðar.
Annað þeirra virðist hafa ó-
þrjótandi fjármagn á bak við sig,
er gerir því kleift að yfirbjóða
myndir á verði, sem fer í raun-
inni langt fram úr því, er nægt
hefði til yfirboðs í þessu tilviki.
4. Forstjóri Laugarássbíóss
kveðst kaupa myndir á hagstæð-
ara verði frá Bandaríkjunum en
aðrir aðiljar í Evrópu, en upp-
lýsingar um verð það, sem hann
greiðir, afsanna þá fullyrðingu.
5. Að síðustu kvaðst sitjórn
Félags kvikmyndahúsaeigenda
myndu verða að krefjast þess, að
skattfriðindi verði tekin af fyrir
tækjum, sem miða rekstur sinn
og þar með tilveru við það að
efna til samkeppni með því að
greiða hærri leigu en öðrum er
unnt að inna af hendi, en þau
yfirboð grundvallast hins vegar
á skattfríðindum.
„Den fattige Mands Snaps".
Það hlýtur að vera krafa al-
mennings, segir stjórn félagsins,
að bíómiðaverð snögghækki ekki
nú í ár vegna yfirboða eins að-
ila. Eins og tekið er fram í uþp-
hafi, eru aðgöngumiðar að kvik-
myndahúsum ódýrari hér á
landi en annars staðar, og æski-
legt er, að sá munur haldist:
Menningargildi kvikmynda nú á
dögum er óumdeilanlegt, þótt
auðvitað skolist margt misjafnt
með á því sviði sem öðrum.
Moskwitch '57
í góðu lagi. Verð kr. 65 þús.
Volkswagen ’58 og ’59
lítið keyrðir.
Skoda Station ’56
Citroen ’46
Austin 8 og 10 ’47
Chevrolet ’55
einkabíll, ekinn 42 þús. km.
Villys jeppi ’47
með stálhúsi.
Bílar til sýnis daglega.
Gamla bílasalan
Rauðará (Skúlagötu 55.).
Sími 15812.
Bíll til sölu
6 manna Plymouth, 2ja dyra
sport módel er til sölu. Skipti
á góðum 4ra manna bíl koma
til greina.
Uppl. hjá Júiíusi Andréssyni,
Hverfisgötu 8, Hafnarfirði, eft
ir kl. 6 á kvöldin. — Eða
Sverri Júlíussyni sama stað.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
Rauða Myllan
Laugavegi 22 — Sími 13628.
Kynning
Góð og myndarleg fullorðin
kona óskar eftir að kynnast
manni, skemmtilegum, sem
skilur lífið. Má vera um 60
ára. Tlib. sendist Mbl. merkt:
„Góð kynning —731“.
Sjálfsagt þykir að hafa blaða- og
bókaverð eins lágt og unnt er,
þótt ýmislegt af lélegra tagi
slæðist á markaðinn. Ekki má
heldur gleyma hinum sígildu
ummælum Staunings gamla, að
bíóið eigi að vera snafs hins fá-,
tæka.
Það hefur og komið á daginn,
(skv. upplýsingum Fél. kvik-
myndahúsaeigenda), sem er al-
gert einsdæmi hér á landi, að
Laugarássbíó hefur skuldbundið
sig gangvart seljendum erlendis
áð hækka aðgöngumiðaverð, um
leið og gengið er frá samning-
um, þrátt fyrir að verðlagseftir-
lit og þar með hámarksverð
gildir um verð aðgöngumiða hér
á landi. Þætti stjórninni fróðlegt
að fá skýringu verðlagsstjóra á
þessu atriði. Aðgöngumiðaverð
er að sjálfsögðu algert innan-
rikismál hér.
Þá má og benda á hina gifur-
lega gjaldeyrissóun, sem slík
yfirboð leiða til. Hækkunin á að-
gangseyri rennur beint til Banda
ríkjanna í erlendun. gjaldeyri.
Fulltrúar þeirra kvikmynda-
■húsa, sem sömu skattfríðinda
njóta og Laugarássbíó, fullyrða,
að ekki sé nokkur vegur að reka
kvikmyndahús hér með jafn-
hárri leigu og Laugarássbíó
býðst til að greiða, nema aðrar
tekjulindir komi til.
Afleiðingarnar að koma í Ijós
Fyrstu afleiðíngar yfirbóð-
anna eru nú að koma. í ljós.
Bandarískir kvikmyndaframleið
endur, sem undanfarið hafa tek-
ið við yfirboðum frá Laugaráss-
bíói, eru þegar farnir að hækka
leiguna, því að þeir álykta eðli-
lega sem svo, að fyrst eitt hús-
anna geti greitt svo hátt verð,
hljóti hin að vera fær um það
einnig.
T. d. hefur Tjamarbíó, sem
hefur umboð fyrir Paramount,
nú fengið orðsendingu frá því
fyrirtæki, þar sem farið er fram
á 23,6% hækkun á allar myndir.
Þá hefur einni frétzt, að Laug-
arássbíó hafi keypt myndina
„Boðorðin tíu“. Greiðslan á að
vera 70% af aðgangseyri fyrstu
tvær vikurnar, en 40—60% eftir
það. 7500 dollarar eru boðnir
sem lágmarkstrygging. Það þýð-
ir, að seljandinn fær alltaf sína
7500 dali, hvort sem myndin
„gengur“ eitthvað eða ekki.
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
Iögfræðiskrifstofa-fasteignasala
Kírkjuhvoli. Sími 13842.
Hjónunum í Norðtungu og öðrum vinum, sem gerðu
mér á allan hátt mtugasta afmælisdaginn minn að sann-
kölluðum sólskinsdegi, flyt ég mínar innilegustu hjartams
þakkir og bið þeim allrar blessunar.
Helga Kristjánsdóttir, Noxðtungu.
Hjartans þakkir vil ég færa börnum mínum, tengda-
börnum og barnaoörnum og öllum vinum öðrum, sem
glöddu mig með góðum gjöfum, heimsóknumn og fögrum
kveðjum á 75 ára afmæli mínu 17. júlí s.l.
Megi eining, friður, gifta og gleði ríkja með ykkur
öllum á ókomnum árum. í Guðs friði.
Sigríður Sigurðardóttir,
, Engey, Vestmannaeyjum.
Stúlkur
18—28 ára óskast til aðstoðar við töku auglýsinga-
kvikmyndar. Lysthafendur sendi nafn, heimilisfang
og símanúmer til Mbl. fyrir 18. þ. m. Auðkennt:
„813“.
Móðir okkar
SIGKIfiUR ÞORLAKSDÖTTIR
andaðist 11. þessa mánaðar.
Ingibjörg Kinarsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir,
Ilrafnhildur Sass, Logi Kinarsson,
Ólafur Haukur Ólafsson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afí
GÍSLI GlSLASON
frá Hjaltastaðahvammi í Skagafirði,
lézt 10. ágúst að iieimili sínu Selvogsgrunni 26. Jarðar-
förin ákveðin síðar.
Helga Guðmundsdóttir, Ingunn Gísladóttir,
Guðrún Gísiadóttir, Jón Björnsson, Baldur Jónsson,
Gísli Rúuar Jónsson, Björn Jónsson.
Faðir mmn
GUÐHUNOUR EYSTEINSSON EYFORD
lézt 10. ágúst í Winnipeg.
Herdís Guðmundsdóttir.
Alúðar þakkír íyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
DAVlöS KRISTJÁNSSONAR
kaupmanns, Skólavörðustíg 13
Börn og tengdabörn.