Morgunblaðið - 21.08.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. agúst 1960
MORCUNBLAÐIÐ
5
Kristín og pilturinn frá Venezuela áttu afmæli um líkt leyti.
Voru þá bakaðar handa þeim forláta afmælistertur og sjást
þau með þær á myrtdinni.
Fyrir skömmu kom Kristín
Sigurðardóttir til landsins, eft
ir að hafa dvalizt við nám í
Bandaríkjunum um eins árs
skeið á vegum The American
Field Service ("AFS). Hafa nú
25 íslenzkir nemendur dvalizt
þar á vegum þessa félagsskap
ar.
Blaðamaður Mbl. hafði tal
af Kristínu hér á dögunum og
ræddi við hana stundarkorn
um starfsemi félagsins og dvöl
hennar í Bandarikjunum.
— Hvað geturðu sagt okk-
ur um AFS?
Starfsemí AFS er í því fólg
in að koma á kynningu milli
ungs fólks frá öllum löndum
heims, þannig að það læri að
þekkja sjónarmið hvers ann-
ars og skilja þau. Einkunar-
orð AFS eru: „Gangið saman,
talið saman, allt fólk heims-
ins, því að þá og aðeins þá,
mun friður haldast“.
Hugmyndina um stofnun
AFS áttu amerískir sjálfboða
liðar, sem úku sjúkrabíl i
Frakklandi í fyrri heimsstyrj
öldinni. Þeim fannst heimsá-
standið skuggalegt og álitu, að
það, sem bezt myndi að gera,
til þess að stuðla að friði væri,
að ungt fólk hvaðanæva úr
heiminum kynntist og lærði
að skilja sjónarmið hvers ann
ars. I síðari heimsstyrjöldinni
fóru sumir þessara sömu sjálf
boðaliða aftur til Frakklands
og nýir bættust í hópinn. Þeg-
ar styrjöldinni var lokið,
höfðu þeir forgöngu um, að
franskir unglingar voru send-
ir til Ameríku yfir sumar-
mánuðina, til þess að kynnast
amerísku fólki, hugsunar-
hætti þess og lifnaðarháttum.
Síðan var farið að senda
unglinga frá fleiri löndum til
ameriska skóla um eins árs
árangur hlytist af dvölinni,
var farið að haga því þannig,
að þeir stunduðu nám við
ameríska skóla um eins árs
skeið. Einnig voru ameriskir
unglingar sendi.- tii annara
landa á skóla um 6 mánaða
tíma.
Er mikill ábugi á starfi
AFS?
Já, almenningur styrkir það
með fjárframlögum og fjöl-
skyldur, sem eiga börn á
sama aldri er stunda nám við
sama skóla og erlendu ungling
arnir, sækjast eftir að fá þá til
dvalar á heimilum sínum. Þar
búa þau endurgjaldslaust og
er litið á þau, sem einn af
fjölskyldunni. Hjónin eru for-
eldrar þeirra og börnin syst-
kyn þetta ár. Áhugi unglinga
á starfi AFS, er mjög mikill
og hafa skólarnir gengið í lið
við félagið um val nemenda,
sem það sendir erlendis á sín
um vegum. f Bandaríkjunum
sendir „High Shool“, en það
er einskonar gagnfræðaskóli,
einn nemanda úr næst efsta
bekk og tekur í staðinn 1—2
erlenda nemendur í efsta
bekk, og útskrifast þeir frá
skólanum ásamt hinum amer-
ísku nemendum. í skóla þeim
í Minneapolis, er ég stundaði
nám var auk mín einn piltur
frá Venezuela. En í Minnea-
polis voru alls 38 nemendur
frá 28 löndum á vegum AFS.
Þar sem aðalþátturinn í starfi
AFS er að stuðla að kynningu
milli þjóða, hélduni við ég og
piltinum frál Venezuela, fyrir
leslra um lönd okkar við skól
ann. Einnig var í bekknum
stúlka, sem hélt fyrtrlestra
um Þýzkaland, en þar hafði
hún dvalið árið áður. Og þeg-
ar skólaárinu lauk vissu allir
nemendur skólans 1500 að
tölu, eitthvað um ísland,
Venezuela og Þýzkaland.
I Minneapolis bjó ég hjá
presthjónum, sem áttu eina
dóttir og var hún systir min,
yfir árið. Þetta var alveg dá-
samlegt fólk og dvöl mín hjá
því hin ánægjuríkasta.
f júní, þegar skólanum var
lokið, fórum við í mánaðar-
ferðalag um Bandaríkin á
vegum AFS. Vorum við 38
saman í hóp, en alls voru hóp
arnir 44. Við stönzuðum víða,
tvo daga á hverjum stað og
var allstaðar tekið á móti okk
ur af nemendum skóla, sem
höfðu haft nemendur á vegum
AFS. Dvöldum við hjá fjöl-
skyldum, sem þeir höfðu feng
ið til að taka okkur og einnig
höfðu þeir skipulagt dvöl okk
ar þannig að við sæjum sem
mest og hún yrði sem skemmti
legust.
Ferðinni lauk i Wahington
D.C., þar hafði þjóðfánum
allra þáttakenda í ferðinni ver
ið komið fyrir, á svæðinu í
kringum styttu Jeffersons.
Þar hittumst við þessir 8 ís-
lendigar, sem dvalið höfðu á
mismunandi stöðum í Banda
ríkjunum á vegum AFS, und
ir íslenyka fánanum. Þar með
var þessari ferð um Bandarík
in lokið og var hún og dvölin
í heild mjög lærdómsrík,
skemmtileg og í alla staði ó-
gleymanleg.
Ég vildi að lokum taka fram
að við sem höfura notið styrks
frá AFS, höfum mynaað með
okkur samtök, sem hafa það
markmið að vekja áhuga fólks
hér á landi á starfsemi þessari.
Það er nauðsynlegt, ef við
viljum áfram njóta styrks
frá AFS, að við sýnum áhuga
okkar á starfi þess með því
að taka á móti bandarískum
unglingum t.d. til 3ja mánaða
sumardvalar. Einnig væri
mjög æskilegt, að skólarnir
veldu nemendur til Ameríkú
farar og því væri þannig hag-
að að þeir ættu eftir einn bekk
í skólanum, þegar heim kæmi
og gætu kynnt Ameríku þar.
BlessuS sólin elskar ailt,
allt með kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himneskt er að lifa.
Hannes Hafstein:
Mælt fram í skemmtiför.
Vanur maður
sem getur tekið að sér verkstjórn í Efnalaug í
Reykjavik óskast. — Þeir, sem ivildu sinna þessu,
sendi nöfn sín ásamt upplýsingum um fyrri törf.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30. ágúst merkt:
„Verkstjóri — 851“.
Eignarlóð til sölu
2400 ferm. eignarlóð á Seltjarnarnesi er til sölu.
Þetta er hornlóð við fjölförnustu leið á nesinu. —
Framtíðar verzlunarstaður fyrir stórverzlun. —
Einnig mjög veí staðsett til íbúðar eða iðnaðar-
byggingar. — Þeir, sem hafa áhuga á að kaupa
þess'a lóð, sendi tilboð í pósthólf 703, merkt:
„Eignarlóð".
Afgreiðslumaður óskast
Óskum. eftir að ráða afgreiðslumann, helzt vanan,
nú þegar. — Upplýsingar í verzluninni milli kL
1—2 næstu daga. (Ekki í síma).
BIERIIMG,
Laugavegi 6
IBUÐ OSKAST
Reglusaman ungan mann, sem er giftur og á 2 böm,
vantar 2—3 herb. íbúð til leigu fyrir 1. okt.
Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „fbúð — 849“,
TIL SOLU
Vz húsið við Suðurgötu 22 í Reykjavík
Semja ber við,
RAGNAR ÓLAFSSON hrl.
Vonarstræti 12 — Simi 22293
Glæsilegur bill
Vegna brottílutnings af landinu, er til sölu Buick ’53,
sem hefur ávallt verið einkavagn. — Upplýsingar í
dag frá kl. 1 —7 í síma 18456 eða 14620.
Dömur — Domur
UTSALA
Tækifæriskaup á smekklegum kvenfatnaði.
hjá BÁRU
Austurstræti 14.
KEFLAVlK
SUÐURNES
Lögfræðistörf
Sala, sanmingar og önnur lögfræðistörf.
VILHJÁE.MUR ÞÓRHALLSSON, lögfræðingur
Vatnsnesvegi 20, Keflavík, simi 2092
Vindugluggor
18 stk. enskir vindugluggar úr stáli til sölu.
Stærð: hæð, 122 cm. Breidd 123% cm.
Upplýsingar í síma 17645 á mánudag.