Morgunblaðið - 21.08.1960, Qupperneq 23
Sunnudagur 21. 5g5st 1960
MORGVISBL AÐIÐ {
Suinarsýning
j vel heppnuð
SUM ARSÝNIN GIN svokallaða,
sem Félag íslenzkra myndlistar-
manna hefir í Listamannaskálan
um, hefir nú staðið rúma viku.
Þetta er fyrsta tilraunin, sem
gerð hefir verið með slíka sumar
sýningu, og má segja, að hún hafi
heppnazt vel. Áðsókn hefir verið
góð, og sex myndir hafa þegar
selzt.
Á sýningunni eru eru alls 65
myndir eftir félagsmenn — 16
málara, 3 myndhöggvara og Vig
diísi Kristjánsdóttur, sem á þarna
ofið veggteppi. — Sýningin er op
in daglega kl. 10—22.
$ 1 byrjun þessa mánaðar tll- •
I kynnti Kwame Nkrumah, for s
\ sætisráðherra Ghana, að sett i
S hefði verið algjört verzlunar-1
I bann á vörur frá Suður Afríku s
^ vegna kynþáttastefnu stjórnar i
S innar þar. Þegar eftir tilk.ynn \
I ingiu forsætisráðherrans tóku s
^ blökkumenn að safnast saman J
S í höfuðborginni Accra í Gliana $
5 tii að fagna viðskiptabanninu. s
i Þúsundir manna, vopnaðir eid J
S gömlum riffilhólkum, dönsuðu ^
i striðsdansa á götum borgar- S
S innar, og ullu miklum umferð I
S artruflunum. ;
— íslenzkur lax
Framh. af bls. 24.
Þekktur á réttum stöðum
— ,Nú hef ég gert fiskkaup-
mönnum tilboð, bíð eftir svari
þeirra og hef gert vopnahlé á
meðan. Byrjunarerfiðleikarnir
eru yfirstignir og ef að líkum
lætur ættu fiskkaupmenn ekki
að verða í neinum vandræð-
um með að selja laxinn. Hann
er þekktur orðinn á réttum
stöðum“, sagði Loftur. „En
þetta er aðeins upphafið. Á
eftir fylgja aðrar tegundir, ef
allt gengur að óskum, því
möguleikarnir eru miklir, ef
rétt er að farið“, bætti Loftur
við.
í Bollandi og Beígíu er lax-
frá Noregi og Kanada þekkt-
astur. En Japanir koma þarna
við sögu eins og annars staðar.
Þeir undirbúa nú herferð og
margir búast við að þá lækki
verðið eitthvað. En ferski ís-
lenzki laxinn hefur selzt hæsta
verði.
Vilja fá laxinn regiulega
Eitt hótelanna í Amsterdam,
sem keypt hefur íslenzka lax-
inn, er Amstel hótelið, virðu-
legasta og jafnframt dýrasta
hótel Hollands. Við hittum þar
að máli aðstoðarforstjórann
Mazeland og hann sagði:
— Þegar Frondizi, forseti
Argentínu, var í heimsókn hér
á dögunum borðaði hann ís-
lenzkan lax. Ég held, að hon-
um hafi líkað vel. Þetta hótel
gistir margt tigið fólk. Konung
ar Norðurlandanna hafa allir
verið hér, Bretadrottmng, Mar
grét prinsessa. Hingað koma
líka margir ríkismenn, Mar-
lene Dietrioh var hér, segir
Mazeland og brosir. Þess
vegna leggjum við áherzlu á
að vera bezta hótel Hollands,
bjóða aldrei annað en bezta
mat — og við kaupum aðeins
ferskan lax, ekki frystan. ís-
lenzki laxinn var góður, við
vildum gjarnan fá hann reglu
lega tvisvar í vi'ku.
Loftur lætur reykja mikinn
hluta laxsins. Hann gerði til-
raun með að senda reyktan
lax frá íslandi. „En sá lax
var mjög illa verkaður“, sagði
Loftur „og hann var fúll, þeg-
ar hann kom hingað. Hann var
heldur ekki reyktur á þann
hátt, sem þarf fyrir hollenzkan
markað svo að miklu vænlegra
er að gera það hér“.
— „En íslenzki reykti lax-
inn er ekki jafnverðmikill og
annar reyktur lax, fyrst og
fremst af því að þetta er ný
vara á markaðnum og örlítið
frábrugðin því, sem áður
þekktist. Laxinn okkar er rauð
ari en sá norski og kanadiski,
igæðin eru hins vegar sízt
minni. En það þarf töluverðan
tíma til að sýna fólki fram á
að hann sé engu síðri enda
þótt hann sé rauðari", sagði
Loftur.
h.jJh.
— Þýzk flugvél
Frh. af bls. 1
fundur með forráðamönnum
flugfélaganna eftir helgina.
Kolaflök til reynslu
í vikulokin fluttu þeir Har-
aldur og Pétur út 10 tonn af
kola, þ. á m. töluvert magn af
kolaflökum til reynslu. Væri
æskilegt að hægt yrði að selja
kolann. flakaðan, því þá verður
hægt að flytja margfalt meira
verðmæti í hverri ferð. íslend-
ingar hefðu atvinnu af því að
flaka fiskinn, og ekki þyrfti að
greiða flugframgjald undir
beinin.
Næst til Aþenu?
Loftur Jónsson hafði í hvggju
að leigja flugvél í fiskflutninga-
ferð til Aþenu nú um heJgma,
því þar hefur hann að undan-
förnu verið að kanna markaðmn
og undirbúa innflutning. Hann
ætlaði að flytja fimm tegundir
í þessari fyrstu ferð og heim-
leiðis fersk vínber, ferskjur,
fíkjur og plómur og selja í
verzlun, sem hann hyggst opns
við Hringbraut, í húsi Jóns Lofts
sonar hf.
Ekki fékkst íslenzk vél með
nægum fyrirvara til þessara
flutninga- og vár Loftur að leita
fyrir sér um leiguvél á megin-
landinu í gær. Ef ekki rættist úr,
ætlaði hann að flytja ávextir.a
méð lest frá Aþenu til Amster-
dam og freista þess að fá flug-
vél í eina ferð til Reykjavíkur.
I fyrrinótt kom Sólfaxi með
ferskar perur og ferskjur svo og
fryst jarðarber, samtals 7 tonn,
frá Amsterdam á vegum „Sam-
kaups“.
Söngskemmtim
Elsu Sigfúss
í Reykjalundi
SÍÐASTLIÐINN miðvikuda,g hélt
hin víðfræga söngkona Elsa Sig
fúss, söngskerrumtun í Reykja-
lundi, með aðstoð móður sinnar,
frú Valborgar Einarsson.
Á söngskráiini var nýtt lag,
samið af söngkonunni sjálfri og
í fyrsta sinn flutt opinberlega.
Þetta lag tileinkaði sönkonan
Vinnuheimilinu að Reykjalundi.
Listakonunni var forkunnar vel
tekið og þakkað með blómum og
ávarpi sá mikli sómi, sem stofn
uninni var sýndur með heimsókn
inni og sönglaginu, sem samið er
við ljóð eftir Ólöfu frá Hlöðum.
Allmargir myndlistamenn hafa
gefið Reykjalundi verk eftir sig,
en þetta er í fyrsta sinn, sem
staðnum er tileinkað tónverk.
Gjafir til Borgar-
neskirkju
A JÓLUM s.l. færði frú Margrét
Halldórsdóttir, Reykjavík, Borg-
arneskirkju að gjöf tvo fallega
skirnarkjóla. Er gjöfin lil minn-
ingar um systkinin Margréti Guð
mundsdóttur og Úlfar Ingi-
mundarson frá Þverholtum á
Mýrum.
Þá hefir kirkjunni nýlega ver-
ið færð minningargjöf kr. 7000.00,
er það andvirði eins bekkjar í
kirkjunni. Gefendur eru hjónin
Gunnþórunn Egilsdóttir og Sig-
urður Magnússon, Hafnarfirði, og
gefið er til minningar um for-
eldra Sigurðar, Ingibjörgu Ein-
arsdóttur og Magnús Þorbjarnar
son, er búsett voru í Borgarnesi
um langt árabil. Eru nöfn þeirra
letruð í silfurskjöld, sem festur
er á bekkinn. Áður hafa 2 bekk-
ir verið gefnir þannig sem minn
ingargjafir.
Sóknarnefnd þakkar þessar
ágætu gjafir.
— Minningarorð
Framh. af bls. 16
bandi, Jóhann Löve, og er hann
nú starfandi járnsmiður í Land-
smiðjunni.
Um leið og ég lýk þessum fá-
tæklegu ‘endurminningum, Steini
minn, leyfi ég mér að óska þér
hjartanlega til hamingju með
fimmtugsafmælið, og eigum við
svo ekki að slá því föstu, svona
okkar á milli ,að allt sé fimmtug-
uu fært.
Ragnar G. Guðjónsson.
Schannong’s minnisvurðar
0ster Farimagsgade 42,
K0benhavn 0.
23
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
Sjolochov, sem lýsti því yfir, að
harm skyldi þjóna flokknum og
þjóðinni dyggilega með penna
sínum í framtíðin ú. Krúsjeff
klappar honum hjartanlega á
bakið, og það er eins og maður
heyri hann segja með mikilti
velþóknun: „Þér eruð frábær,
minn kæri Miohail Alexandro-
vitj“
„Mannkyn gagntekið af hrifn-
ingu mun. verða vitni að áður
óþekktu blömaskeiði hinnar
miklu listar kommúnismans, sem
er sköpuð af þeim merku lista-
mönnum, sem hetjutími vor hef-
ur alið“, segir Pravda í forystu-
greininni 31. júlí. Þeir sem bíða
svo góðs geta auðsjánlega ekki
beðið nógu lengi. Það er víst
þess vegna sem bið er á stóru
verkunum.
Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum nær
°g íjær> sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum,
skeytum, blómum og margskonar dýrum gjöfum á 70
ára afmælisdaginn minn 27. júní sl. — Ég bið góðan
guð að blessa ykkur öll.
Valgerður Guðnadóttir
Maðurinn minn og faðir okkar
GUÐJÓN ÞORKELSSON
Urðarstíg 13
verður jarðsunginn miðvikudaginn 24. ágúst frá Foss-
vogskirkju kl. 13,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á kirkju
óháða safnaðarins.
Jónína Ásbjörnsdóttir og börn
Jarðarför
ÞÖliUNNAR S. GlSLADÓTTUR
frá Vopnafirði,
fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. þ.m. kl.
10,30 f. h. — Athöfninni verður útvarpað.
Garðar H. Stefánsson,
Geir Stefánsson,
Hjálmar G. Steindórsson
Útför sonar míns og föður okkar
ÓLAFS SIGGEIRSSONAR
fer fram þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 1,30 e. h. frá Dóm-
kirkjunni.
Þuríður Jósefsdóttir, Þórarinn Ölafsson
Geir Ólafsson, Ragnar Ölafsson
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
lJLlNAR JÓNSDÓTTUR
»
Njörvasundi 24.
Guð blessi ykkur öll.
Vandamenn.
Hjartanlega þaxka ég öllum þeim, sem auðsýndu samúð
og hluttekningu við andlát og útför fósturmóður minnar
DÝRFINNU HELGADÓTTUR
frá Hólavöllum.
Sérstaklega þakka ég hjónunum að Garðskagavita
fyrir alla þá hjálp og vináttu, sem þau auðsýndu hinni
látnu fyrr og si.ðar.
Fyrir hönd vandamanna.
Halldór Arason, Hólavöllum.
Innilegt þakklæti fyrir þann vinarhug sem okkur var
sýndur við andlát og jarðarför föður okkar
EIRÍKS JÓNASSONAR
frá Efra-Langholti,-
Sérstaklega þökkum við hjúkrunarkonum og hjónun-
um Helga Ágústssyni og konu hans fyrir þá miklu um-
önnum sem þau sýndu honum meðan hann var á sjúkra-
húsinu á Selfossi.
Börn hins látna.