Morgunblaðið - 28.08.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 28.08.1960, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. UTAN UR HEIMI Donald Campbell keppir að því að verða: Eyjólfur Konróð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁTÖK K'INA OG RÚSSLANDS TkjORGUNBLAÐIÐ ræddi um það nokkrum sinn- um í vetur og vor, að ýmis tákn væru á lofti um vaxandi ágreining milli kommúnista- stjórnar Kína og Rússlands. Benti blaðið á, að hræringar * þessar hefðu jafnvel borizt alla leið hingað til íslands, þó að dult færi. Nú er komið á daginn, að ekki hefur verið ofsagt um þessi átök, því að þessa dag- ana hafa þau orðið opinber og klögumál ganga á víxl á milli Peking og Moskvu. Og blöð í báðum löndunum, Kína og Rússlandi, og raunar einn- ig f öðrum kommúnistaríkj- um, skrifa nú býsna opin- •kátt um þennan djúpstæða 'igreining. ' í stuttu máli sagt byggist ágreiningur þessi fyrst og fremst á því, að kínversku kommúnistaleiðtogarnir fylgja mun harðsnúnari stefnu en foringjarnir í " Kreml. Peking-leiðtogarnir telja óhjákvæmilegt að út- breiða kommúnismann með vopnavaldi og kjamorkustyrj öld, ef því er að skipta. Leið- togar Rússlands gera sér hins- vegar ljósara að litlar líkur eru til þess að í kjarnorku- styrjöld verði nokkur sigur- vegari. Þeir gera sér vonir um að takast muni að út- breiða kommúnismann án stórstyrjaldar og gagnrýna mesta ofstæki og kreddutrú hins gamla Lenin-Stalinisma. Þannig lítur ágreiningur- inn út í stórum dráttum á * yfirborðinu. Hinsvegar er lík- Jegt að hann sé fremur sprott ixm af persónulegri valda- streitu og nationalisma þess- ara ríkja. I því efni fer ekki á milli mála, að báðir aðilar telja sig sjálfkjörna leiðtoga alheimskommúnismans og bvorugur vill beygja sig fyrir hinum. Hinsvegar treystast þeir ekki til að fara hvor sína leið í þróun kommúnismans innan endimarka ríkja sinna, hvors um sig, enda er það gömul kenning kommúnista að einhversstaðar verði þunga miðja valdsins að vera í sam- félagi kommúnistaríkja og gegn hinu æðsta boði megi enginn brjóta. Samkvæmt eldri kenning- tim kommúnista var það talið mundu verða hið alvarlegasta áfall, sem fyrir kommúnism- ann gæti komið, ef eitthvert ríki hans brytist undan hinni æðstu stjórn og færi eigin leiðir. Þess vegna hrikti í stoðum kommúnism- ans um heim allan, þegar Tító braut sig og Júgóslavíu und- an Moskvuvaldinu. En hversu miklu alvarlegra hlyti það ekki að verða fyrir heims- kommúnismann, ef tvær yrðu höfuðstöðvar hans, sem berð- ust hvor gegn annarri, eins og allt bendir nú til. Átökin milli Kína og Rúss- lands eru orðin svo mikil og augljós, að sérfræðingar þeir, sem Rússar hafa léð Kín- verjum, streyma nú burt úr landinu og halda heim á leið. Jafnframt hafa Kínverjar kvatt heim fjölda námsmanna sem dvalizt hafa í Rússlandi. Samhliða þessu gera báðar ríkisstjórnirnar mjög ákveðn- ar tilraunir til að afla sér áhangenda meðal minni kommúnistaríkja og í komm- únistaflokkum um heim all- an. Þessar vísbendingar eru svo glöggar um hinn víðtæka ágreining, að nálgast mundi kraftaverk, ef tækist að setja deilurnar niður. Athyglisvert er að fyrsti forboði um hinn mikla ágrein ing milli Moskvukommúnista annarsvegar og Títós og Júgó- slavíu hinsvegar á sínum tíma, var einmitt brottflutn- ingur rússneskra sérfræðinga frá Júgóslavíu. Aðdragand- inn að vinslitum Títós og Stalins var því mjög á sama veg og þeir atburðir, sem nú eru að gerast á milli stórveld- anna tveggja. Hér verður engu um það spáð, hversu víðtækar afleið- ingar þessi ágreiningur muni hafa fyrir þróun heims- málanna. — En hitt er víst, að hann mun skapa kommúnistum hvarvetna áð- ur óþekkt vandamál, því að varla getur farið á milli mála, að áhangendur komm- únismans munu klofna í tvær meginfylkingar, þá sem hall- ar sér að Rússum og hina, sem leitar atfylgis í Peking. Ágreiningurinn mim þannig vafalaust valda mörgum sann trúuðum kommúnistanum áhyggjum næstu vikurnar. Og fyrir íslenzku kommúnist- ana kemur þetta áfall á versta tíma. Vitað er að mik- ill ágreiningur er í íslenzka sósíalistaflokknum og berst þar hver klíkan gegn annarri. Nú fá þeir nýtt vandamál við að stríða, sem örlagaríkt get- ur orðið um það er lýkur. Séff niffur í vélarrúm hins nýja „Bláfugls". Mótorinn gefur 4250 ha orku viff 1100 snúninga á mínútu. „Fljótasti n naði ir vera Id, ary/ HINN 39 ára gamli Don- ald Campbell, sonur Sir Malcolm Campbells, hins fræga brezka hraðaksturs og hraðsiglingamanns ætl ar sér að setja hraðamet í bifreiðaakstri í háust, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu áður. Campbell yngri reyndi fyrir skömmu hinn nýja bíl sinn, „Bluebird VII“, sem hann hyggst nota til að „ryðja“ hraðameti landa síns, Johns Cobbs, sem sett var árið 1947, en þá náði Cobb 394.196 mílna hraða á klst. (um 634 km/klst.). • SKULDABASL Campbell var hinn ánægðasti með nýja farkostinn, er hann sýndi hann fréttamönnum. Bif- reiðin er ekkert smásmíði: nær 10 metra löng, rúml. 2,40 m á breidd og um 4 lestir að þyngd — heimsins kraftmesti bíll, með rúmlega 4000 hestafla gastúrbínu mótor. — Kostnaður við smíði hans mun nema um einni milljón sterlingspunda — og Campbell er skuldunum vafinn, enda þótt ’bann hafi verið styrktur fjár- hagslega bæði af opinberum að- ilum og einstaklingum. Og hann hefir miklu meiri áhyggjur af skuldabaslinu heldur en lífshættu þeirri, sem hann leggur sig í við mettilraunina. - ♦ - Færustu bifreiðasérfræðingar Bretlands eyddu fjórum árum í smíði ,,Bluebird VII“ — og þó að bílnum væri „aðeins" ekið með 150 mílna hraða á klst. í reynslu- ferðinni í Goodwood í Sussex, voru bæði „höfundar“ furðu- verksins og eigandi hæstánægð- ir með árangurinn. En það er stórt stökk upp í 500 mílna hraða (rúml. 800 km), sem Campbell er staðráðinn í að ná, er hann gefur hinum risavaxna farkosti sínum „lausan tauminn" í næsta mánuði á botni hins uppþornaða Bonneville-saltvatns í Utah í Bandaríkj unum. • MARGFALDUR METHAFI Donald Campbell hefir ekki áður reynt að setja hraðamet í bifreiðaakstri, en hins vegar er 1 ann margfaldur heimsmethafi í hraðsiglingum, eins og kunnugt er. En nú stefnir hann sem sagt að því að verða óumdeilanlega „fljótasti maður veraldar“ í jarð- bundnum“ faratækjum) — og hann er mjög vongóður um, að sér muni takast að hnekkja hinu 13 ára gamla meti landa síns. Cobbs, treystir hinum nýja og mikla ,,Bláfugli“ sínum fullkom- lega — svo og sjálfum sér — til Framh. á bls. 23 Heimsmet í hraðakstri Ár Hraði/klst. Ö k u me n n 1914 107 mílur Teddy Tetzloff 1932 113 — Ab. Jenkins 1933 118 — Sami 1934 127,22 — Sami 1935 134,8 — John Cobb 1936 136,34 — Capt. Eyston (Allt meðalhraði í 24 klst. akstri) 1935 301,13 mílur Malcolm Campb*U 1937 311,42 — Capt. Eyston 1938 350,07 — John Cobb 1938 357,5 — Capt. Eyston 1939 368,9 — John Cobb 1947 394,19 — Sami 1960 ??? Donald CampbeH (?) (Hámarkshraði á vissri vegalengd) Fréttamenn og ljósmyndarar þyrptust aff „Bláfugli** Campbells, er hanu sýndi þennan „kraft- mesta bíl heimsins" fyrir skemmstu . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.