Morgunblaðið - 28.08.1960, Page 20
20
MORGllNBLAÐIÐ
Sunnudagur 28. ágúst 1960
CLYDE MILLER --
SUMARLEYFI
— Hver ætti það að vera?
— Naomi, svaraði hann.
Líklega hef ég roðnað við
þessi orð, því að hann fiýtti sér
að bæta við: — En kannske hún
verði þá búin að fá annan fé-
iagsskap .... og ég jafnvel líka
.... hver veit. Og til þess að
leggja áherzlu á kæti sína, depl-
aði hann augum til mín.
Auðvitað vissi ég, að þarna
átti hann við Lottu frænku, en
ég vissi bara ekki hvað ég ætti
að segja. Mig langaði að segja
honum, að ég vonaði, að hún
yrði konan hans, og mig lang-
áði iíka að segja, hvað mér
þætti vænt um riffilinn, en ég
vissi, að orðin myndu rugla enn
meira fyrir mér en þegar var
orðið. Ég vildí ekki iáta hann
þurfa að bjarga mér út úr ein-
hverri vandræðalegri þakka-
flækju og hálfyrðalýsingum á
tilfinningum mínum — ég hafði
verið of hætt kominn á því sviði,
þegar við vorum að takast í hend
ur. Ég vissi, að hann var í glöðu
og góðu skapi í dag, og vildi síð-
ur en svo fara að dreifa huga
hans frá eigin framtíðaráformum.
Og þar sem Lotta frænka var
kjarninn í allri þessari ánægju
hans, vildi ég forðast að nefna
hana á nafn. Hún hafði hvort
sem var aldrei verið liður í nein-
um fyrirætlunum mínum.
f>egar hann hafði læst riffilinn
inni í byssuskápnum í forstof-
unni, gengum við út á framdyra-
þrepin. Riffillinn yrði ekki lengi
þarna inni óhreyfður, sagði hann.
Hann hafði fyrirætlanir um
markskotsæfingar í viku að
minnsta kosti, og síðan ætlaði
hann að fara með mig út í skóg
og sjá til, hvort ég gæti hitt eina
eða tvær kanínur. Ég kvaddi
hann þarna og gekk einn út að
hliðinu, en þegar þangaö kom,
sneri ég mér við og veifaði til
hans.
Hann stóð þá enn á tröppun-
um, snyrtilegur og hermannleg-
ur í einkennisbúningnum. Þrátt
— Af hverju getur þú ekki
lengur vérið leiðsögumaður minn
Tómas?
— Mörgum hér á vatnasvæð-
Stutt framhaldssaga
fyrir allt, fannst mér hann ein-
mana.
f>ótt undarlegt sé, hafði mér
aldrei dottið það í hug fyrr en
nú, en samt get ég aldrei mun-
að eins greinilega eftir honum
og einmitt þennan dag. Og það
er líka skrítið, að mér skyldi
detta þessi einmanaleiki hans í
hug, einmitt þegar ég vissi, að
hann var svona sæll í hjarta
sínu. En hamingja, sem byggist
á öðrum þarf að vera félagseign,
og svona kyrrláta gleði hafði ég
aldrei getað orðið var við hjá
Lottu frænku, hvorki í sjón né
reynd.
Ég veifaði aftur, en þá sá hann
mig ekki. Hann horfði á ská á
himininn, sem var heiður og
blár og ljómandi, hvert sem lit-
ið var. Svona var það búið að
vera í heila viku. Ég beygði mig
gegn um hliðið og brokkaði síð-
an niður eftir götunni.
Það var of heitt til að vera að
hlaupa, en allt í einu fann ég, að
til þess langaði mig mest af öllu.
Næsta dag — sunnudaginn,
sem vatnsmelónuveizlan átti
fram að fara — komu Tolliver-
hjónin við hjá okkur til þess að
taka okkur með sér. Frú Tolliver
og Lotta frænka, voru báðar í
þunnum kjólum, með hvita
hanzka og stóra garðveizluhatta.
Amma var með sólhlíf úr kín-
versku silki. Ég var settur í fram
sætið ásamt hr. Tolliver og ferða
grammofóni, og Shu-li, sem ég
varð að gera svo vel og haía á
hnjánum. Konurnar sátu í aftur-
sætinu.
— Heyrðu, Joss! sagði frú
Tolliver, þegar við vorum kom-
in af stað. — Svei mér ef ég held
ekki, að það sé farið að verða
eitthvað á milli þín og litlu, mál-
lausu stúlkunnar! Vinur þinn,
hann Bob Wreston, var svo ein-
manalegur, þegar ég sá hann í
vikunni, að ég var rétt að því
inu líkar illa við veiðiverði. Og
ef þeir sjó mig með þér, er ég
í vanda staddur! Og svo held ég
komin að lána honum hann Shu-
li til að leika sér við!
Ég ygldi mig framan í þann
hluta af brjóstum kellu, sem sýni
legur var í speglinun., og svar-
aði: — Við Naomi höfum verið
að æfa okkur að skjóta af boga,
og Bob á engan boga.
Ég móðgaðist þegar hún kall-
aði Naomi mállausa. Hún hefði
eins vel getað kallað hana hálf-
vita. Sjálfur var ég orðinn svo
yanur þessum ágalla Naomi, að
ég var farinn að seilast ósjálf-
rátt eftir gullblýantinum, til að
svara henni, og viðræður okkar
komu nú orðið alveg af sjálfu
sér. Einnig hafði ég gleymt því,
að Naomi var tveimur árum
eldri en ég — og næstum þrem-
ur þó. Mér fannst þessi móðgun
af hendi frú Tolliver bara ein
sönnun til viðbótar fyrir því, að
Naomi þarfnaðist verndar minn-
ar. Ekki hefði ég getað sagt ná-
kvæmlega, gegn hverju þessi
vernd átti að vera, en engu að
síður var það svo, að hvenær
sem ég var í návist hennar
fannst mér ég vera eins og ridd-
ari með lensu og skjöld. Ég held
næstum, að Naomi hafi getið sér
til um hugarástand mitt, svo oft
brosti hún að vitleysislátunum í
mér.
Þegar við komum, sátu þau
feðginin undir eikinni rétt hjá
hljómsveitarpallinum og biðu
okkar. Hann hafði látið setja
upp nokkur borð þarna undir
trjánum, og það var rétt eins og
hvítu borðdúkarnir veifuðu til
okkar yfir skuggasælan grasflöt
inn. Höfuðsmaðurinn stóð upp og
Naomi veifaði hvíta vasaklútn-
um sínum. Ég kom auga á bala
með vatnsmelónum í, geymdum
í ís, sem var hálf-falinn bak við
tré, en glös og könnur fullar af
sitrónusafá stóðu á borðinu.
— En sá indæli svali! sagði
frú Tolliver og strauk sig í fram-
an með einhverju blævængs-
snifsi.
Höfuðsmaðurinn gekk fram,
hofmannlega, og losaði hana við
Shu-li, sem snuggaði og ýlfraði,
og dró síðan fram strigastól. —
Þegar hún var sezt, fékk maður-
inn hennar sér sæti við hlið henn
ar og hafði ferðafóninn á hnján-
um.
— Ég skil ekki til hvers þú
vildir hafa þetta verkfæri með
þér, Maida, kveinaði hann, en
sneri sér svo að höfuðsmanninum
éins og afsakandi. — Það eru ein
hverjar óperuplötur eða þesshátt
ar. Hún hélt, að við vildum
hlusta á hljómleika á eftir. Hann
var of sveittur til þess að loníett-
urnar gætu tollað á honum, svo
að hann krækti þeim í jakkahorn
ið. Svo pírði hann augunum og
leit kring um sig með rellusvip,
og hleypti svo brúnum, þangað
til hrukkurnar náðu alla leið upp
í gljáandi skallann.
— Músíkin skapar sérstakt
andrúmsloft, sagði frú Tolliver
um leið og hún sveiflaði blæ-
vængnum og skáskaut augunum
í áttina til Lottu. — Ég kom með
nokkra dúetta og valsa.
að þú ættir að flýta þér héðan
Markús!
— Ég get ekki farið strax
Tómas.
En það var eins og Lotta hefði
alls ekki heyrt til hennar, enda
v » hún önnum kafin að ná af
sér hönzkunum. Hún hafði þeg-
ar tekið af sér garðveizluhattinn,
sem nú hvíldi í kjöltu hennar lik
astur einhverjum fugli úr krínó-
línu og blúndum.
— Indælt, Runciford, indælt!
tautaði amma gamla, og dreypti
á glasi af sítrónusafa. — Ein-
hverntíma ætla ég að koma hing
að með saumana mína og sitja
hérna allan daginn í þessari ynd-
islegu golu.
Höfuðsmaðurinn laut að henni
brosandi. — Þetta hefurðu verið
að segja mánuðum saman, frú
Lucy, en nú skaltu vara þig, því
að einhvern daginn ætla ég að
ganga eftir loforðinu.
Naomi var nýbúin að mála
skotskífuna, og dró mig nú þáng-
að til þess að skoða hana. Ég
bankaði nokkrum sinnum á göt-
ugan segldúkinn og kinkaði svo
kolli til samþykkis. Naomi var í
hvitum kjól með bláu bandi í
hálsmálið, sem var rétt eins og
leyniþráður, sem pokaop er dreg
ið saman með. Og þetta band virt
ist fara svo vel við bláu augun
hennar.
Við ætluðum að halda sýningu
á skotfimi okkar, en frú Tolliver
heimtaði að ganga fyrst svolítið
sér til hressingar undir trjánum.
Amma spennti upp sólhlífina
sína og slóst í för með henni, og
svo elti Tolliver þær, með Shu-
li á hælunum.
— Komdu og taktu hana
Naomi með þér, Joss minn, sagði
amma. En reynið þið að. halda
ykkur í forsælunni.
Við lögðum svo af stað, en höf-
uðsmaðurinn og Lotta frænka
urðu eftir við borðið og töluðu
saman. Hann hló og gerði að
gamni sínu, og um leið og þau
hurfu úr augsýn, sá ég að hann
flutti stólinn sinn nær Lottu, Ég
var að vejta því fyrir mér, hvort
hann hefði fengið sér einhverja
hressingu.
Naomi horfði alls ekki á föður
sinn, heldur beint fram fyrir sig.
Amma tók í hönd hennar og
brosti,-en ég lallaði á eftir þeim
og sparkaði öðru hverju í malar-
steinana í stígnum, þangað til
mér var sagt að hætta þessu.
Þegar við komum aftur, stóð
höfuðsmaðurinn upp með breitt
bros yfir allt andlitið og sagði:
— Mínar dömur og herrar. Ykk-
Ur til heiðurs og skemmtunar hef
ur hér verið undirbúin keppni í
bogfimi. Gerið svo vel að fá ykk
ur sæti!
Síðan skrifaði hann eitthvað á
blaðið hjá Naomi, faðmaði hana
snöggvast að sér, en sneri síðan
aftur að Lottu. Ég hljóp æpandi
eftir boganum og örvunum, og
var rétt búinn að velta einu borð
inu um koll.
— Farðu ekki svona óvarlega,
Jósúa, kallaði amma til mín. —
Þú átt að haga þér eins og fínn
maður 1 dag!
— Rólegur, ungi maður! sagði
Lotta snöggt og stranglega.
Ég var mest hissa á, að hún
skyldi yfirleitt taka eftir mér.
Hún hafði verið að hlæja að ein-
hverju, sem höfuðsmaðurinn
sagði, rétt í þessu vetfangi.
Og þó varð ég ennþá meira
hissa á klaufaskapnum í Naomi,
þegar við fórum að skjóta,
skömmu seinna. Hingað til hafði
hún alltaf borið af mér, og hitt
helmingi oftar en ég, en nú var
Seinna.
— Nei pabbi, ég vinn ekki
lengur hjá Markúsi.
— Hvað er nú þeitta? Þú fékk6t
gott kaup og nú vitt þú hætta!
SHUtvarpiö
Sunnudagurinn 28. ágúst.
8.30 Fjörleg músik fyrsta hálftíma
vikunnar.
9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan.
9.25 Morgunútvarp:
a) Tríó í B-dúr fyrir píanó, fiðlu
og knéfiðlu op. 97 (Erkihertoga
tríóið) eftir Beethoven (Emil
Gilels, Leonid Kogan og Msti-
slav Rostropovitsj leika).
b) Píanókonsert 1 C-dúr nr. 1 op.
15 eftir Beethoven (Wilhelm
Kempff og Fílharmoníusveit
Berlínar leika; Paul van Kemp
en stjórnar).
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur:
Séra Sigurður Einarsson í Holti.
Organleikari: Ragnar Björnsson).
12.15 Hádegisútvarp.
14.00 Miðdegistónleikar:
Utdráttur úr óperunni ..Brottnám
ið úr kvennabúrinu" eftir Mozart
(Erna Berger, Lisa Otto, Rudoll
Schock, Gerhard Unger og Gott-
lob Frick syngja með kór og
hljómsveit; Wilhelm Schuchter
stjórnar).
15.00 Frá Olympíuleikunum í Róm; 1:
Setning leikanna (Sigurður Sig-
urðsson lýsir).
15.30 Sunnudagslögin.
(16.30 Veðurfregnir).
18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val-
týsdætur):
a) Heimsókn á barnadeild Land-
spítalans.
b) Leikrit: „Konan með ryksug-
una“ eftir Ebbu Haslund. —
Leikstj.: Baldvin Halldórsson.
c) Framhaldssagan: „Eigum við
að koma til Afríku?“ eítir Laur
itz Johnson; XIII lestur.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Spænsk gítarlög: Jao Bagao og
Carvalhinho leika.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Dýraríkið: Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi spjallar um súluna.
20.40 Frá tónlistarhátíðinni í Prag í
vor, sem leið: Sinfóníuhljómsveit
pólska útvarpsins leikur. Stjórn-
andi Jan Krenz. Söngkona: Stef-
ania Woytowicz.
a) ,,Sheherazade“, þrjú söngljóð
fyrir sópranrödd og hljómsveit
eftir Maurice Ravel.
b) „Don Juan“, sinfónískt Ijóð
eftir Richard Strauss.
21.15 Heima og heiman (Haraldur J.
Hamar og Heimir Hannesson sjá
um þáttinn).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson dans
kennari kynnir þau fyrstu þrjá
stundarfjórðungana.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 29. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. —
8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.55 Tónleikar: „Sumardans'*.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Lög úr kvikmyndum.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kórsöngur: Laugarvatnskórinn
syngur þjóðlög frá ýmsum lönd-
um. Söngstjóri: Þórður Kristleifs-
son.
20.50 Um daginn og veginn (Sverrir
Hermannsson viðskiptafræðmg-
ur).
21.10 Píanótónleikar: Agnes Sigurðsson
leikur.
a) Sálmforleikur eftir Bach.
b) Impromptu og vals eftir Chop-
in.
c) Búrleska eftir Pál Isólfsson.
d) ,,Skip í hafi“ eftir Ravel.
e) „Stúlkan með hörgula hárið**
eftir Debussy.
f) Etýða i valstakti eftir Saint-
Saens.
21.40 Upplestur: „Stór skuld", smásaga
eftir Margréti Jónsdóttur (Jó-
hanna Norðfjörð leikkona).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Um fiskinn: Fiskflutningar með
flugvélum (Thorolf Smith og
Stefán Jónsson sjá um þáttinn).
22.25 Kammertónleikar: Joseph Fuchs
leikur á fiðlu og Leo Smit á píanó
a) Duo Concertant ftir Stravinsky
b) Sónata eftir CoplancL
23.00 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 30. ágúst
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 „A ferð og flugi": Tónleikar
kynntir af Jónasi Jónassyni.
15.00 Miðdegisútvarp.
(Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Erlend þjóðlög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Norrænar dísir og dauði
Þiðranda; — fyrra erindi (Jón
Hnefill Aðalsteinsson fil. kand.).
20.55 Tvísöngur: Astardúettar úr yms-
um óperum.
21.30 Utvarpssagan: „Djákninn í Sand
ey" eftir Martin A. Hansen; XVII
lestur (Séra Sveinn Víkingur.)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1
Havana" eftir Graham Greene:
VII. (Sveinn Skorri Höskulds-
son).
22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svafars-
dóttlr).
23.25 Dagekrárlok.
— Það er engin ástæða til að vera afbrýðisöm þó ég hafi séð
mig tilneyddan að ráða eina skrifstofustúlku til viðbótar!
a
r
k
ú