Morgunblaðið - 28.08.1960, Qupperneq 22
22
MORCVlSnh AÐ1Ð
Sunnudagur 28. ágúst 1960
SAMVINNUTRYGGINGAR
Krisfilegt œskulýðsmót
UNDANFARIN sumur hefur ver
ið rekið sumarbúðastarf að
Löngumýri í Skagafirði á vegum
þjóðkirkjunnar, og svo er enn í
sumar.
Forstöðukona húsmæðraskól-
ans og eigandi Löngumýrar,
íröken Ingibjörg Jóhannsdóttir,
hefur sýnt mikinn áhuga að gera
kleift að reka slíkt starf. Hún
hefur lánað skólann fyrir lítið
gjald og alltaf verið boðin og
búin til að greiða fyrir starfinu
sem mest og bezt. Áhugamál
hennar er, að kristilegt starf sé
rekið að Löngumýri. Hún hefur
fórnað miklu til að slíkt hafi
verið hægt. Og á kirkjan fröken
Ingibjörgu mikið að þakka fyrir
hennar óeigingjarna starf.
Annars má segja, að saga
Löngumýrarskólans sé ævintýri
líkust. Af stórhug og miklum
dugnaði hefur frk. Ingibjörg
byggt upp skólann og hefur hann
vaxið og dafnað undir stjórn
hennar. Og vinsældir skólans eru
alkunnar. Margar ungar stúlkur
hafa hlotið þar menntun sína í
húsmæðrafræðum og minnast
þær skólans með hlýhug og
þökk. Og þó að ef til vill væri
ekki allt fullkomið á nýtízku-
mæiikvarða í ýmsum aðbúnaði,
einkum fyrstu árin, þá var hlýj-
an, sem mætti þeim, vináttan,
sem þær bundust, meira virði.
Alltaf stendur frk. Ingibjörg
í stórræðum. Þegar hún hefur
lokið við eina framkvæmdina
byrjar hún á annarri. Að vísu
fær hún einhvern styrk frá því
opinbera, en að mestu leyti verð-
ur hún að standa straum af þessu
ein. — Margt þarf að athuga og
framkvæma.
Fyrir nokkrum árum var leitt
kalt vatn í skólann. Leiðslan var
á þriðja km löng. Skiljanlega
mjög dýrt fyrirtæki.
Nú á að fara að leggja heitt
vatn, hitaveitu, í skólann frá
Varmahlíð. Leiðin mun vera nær
því 2 km. Og áætlaður kostnaður
a. m. k. 250 þús. kr.
Allir sjá hvílíkur feikna dugn-
aður og áræði það er, að koma
þessu í framkvæmd fyrir eina
manneskju, þó að ríkisstyrkur sé
einhver. — Nýlega hefur farið
fram þurrkun á landi skólans og
bíður það nú eftir, að það sé
brotið og ræktað.
Og víst er það, að frk. Ingi-
björg hefur mikinn hug á að
rækta landið. Matjurtagarðar,
skógarreitir og tún. Þannig mun
það verða von bráðar. — Hús-
mæðraskólinn að Löngumýri hef
ur oftast verið vel sóttur, þó að
misjafnt sé eins og með fleiri
húsmæðraskóla á landinu. Síð-
astliðinn vetur var ungiingaskóli
haldinn þar hluta úr vetrinum.
Og var aukakennari ráðinn sr.
Árni Sigurðsson. Var reynslan
góð af slíku en óvíst er að fram-
hald verði á því.
Frk. Ingibjörg hefur ætíð lagt
kapp á að glæða fegurðarsmekk
unglinganna og lagt áherzlu á,
að andinn er efninu æðri, og vilj-
að hafa kristileg áhrif á nemend-
ur sína.
Það er ekki sízt þess vegna, að
hún hefur lánað skóla sinn und-
anfarin sumur til sumarbúða
fyrir kirkjuna.
Og þess vegna var líka æsku-
lýðsmót haldið þar laugardag og
sunnudag, 6. og 7. ágúst sl. Um
170 unglingar víðsvegar að tóku
þátt í mótinu og átta prestar
voru mættir. Undirbúning höfðu
annúzt sumarbúðastjórinn, séra
Lárus Halldórsson og stjórn
Æskulýðssambands kirkjunnar í
Hólastifti (Æ.S.K.).
Stór. tjaldborg reis á túninu
sunnan við skólann síðari hluta
laugardags, því að flestir urðu
að gista í tjöldum.
Mótið hófst með kvöldvöku í
kapellu skólans. Sr. Pétur Sigur-
geirsson setti mótið og stjórnaði
því af sinni kunnu ljúfmennsku
og dugnaði. Þá las Valdimar
Snævarr, fyrrverandi skólastjóri,
upp frumort ljóð og flutti hvatn-
ingarorð til æskunnar. Var hann
brennandi í andanum og óskaði
að allir mættu eignast Krist að
leiðtoga lífs síns.
Því næst komu fram þrír
ungir menn frá Akureyri,
þeir Ingólfur Sverrisson og
Magnús Aðalbjörnsson, er sögðu
frá ferðalagi um Bretland
og Sviss og fyrirkomulagi á
æskulýðsmótinu í Lausanne, er
haldið var í júlí í sumar. Enn-
fremur Völundur Heiðreksson,
sem einnig var einn af Lausanne
förunum, las hann upp þýdda
smásögu,' athyglisverða. Síðan
flutti sr. Sigurður Guðmundsson,
Grenjaðarstað ræðu um æsku-
lýðsmótið í Lausanne og hvatti
unglingana til starfa fyrir kirkj-
una hver á sínum stað.
Sungið var á milli atriða, en
gefið hafði verið út fjölritað
hefti með söngvum fyrir mótið.
Eftir kvölddrykk var sýnd
stutt kvikmynd frá starfi Æsku-
fýðsfélags Akureyrar.
Síðar um kvöldið var svo varð-
eldur suður á túninu. Tryggvi
Þorsteinsson, skátaforingi á Ak-
ureyri, stjórnaði þeirri stund.
Var farið í ýmsa leiki og mikið
sungið. Að lokum var skotið upp
flugeldum við mikil fagnaðar-
læti. Þegar eldurinn tók að dvína
hljóðnaði líka yfir hópnum, og
gengnu nú allir hljóðir heim í
skóla og þar fóru fram kvöld-
bænir, er sr. Andrés Ólafsson,
prófastur á Hólmavík annaðist.
En hann hafði komið á mótið
með 20—30 unglinga að vestan.
Veður hafði verið heldur
drungalegt á laugardag, en fór
þó óðum batnandi, og á sunnu-
dagsmorgun skein sól í heiði og
Skagafjörður skartaði sínu fagra
sumarskrúði. Allir urðu glaðir
við og dáðust af fegurð héraðs-
ins. —.
Dagurinn hófst með fánahyll-
ingu og morgunbænum, sem sr.
Lárus Halldórsson flutti.
Eftir morgunverð var svo
frjáls tími til hádegis. Var hann
notaður til að skoða sig um eða
til íþrótta.
Margir fóru og skoðuðu minnis
merki Stephans G. Stephansson-
ar á Vatnsskarði, og sáu þá vitt
yfir Skagafjörð, baðaðan í sól-
skini. Aðrir fóru í sundlaugina
í Varmahlíð. Daginn áður höfðu
sumir skoðað byggðasafnið í
Glaumbæ. Nokkrir fóru þangað
á sunnudaginn.
Eftir hádegisverð var ekið
heim að Hólum. Þar skyldi mót-
inu ljúka með hádegisguðsþjón-
ustu. Sr. Þórir Stephensen, Sauð-
árkróki, predikaði, en altaris-
þjónustu önnuðust sr. Árni Sig-
urðsson, Hofsósi, og sr. Björn
Björnsson, prófastur, Hólum.
Að guðsþjónustu lokinni sleit
sr. Lárus Halldórsson mótinu
með stuttri ræðu.
Mót þetta tókst vel og voru
Framh. á bls. 23
Hrakfalla-
. bálkur
Á OLYMPÍULEIKUNUM 1956,
háði S-Afríkumaðurinn Gert Pot
gieter harða og tvísýna keppni
um fyrsta sæti í 400 m grinda-
hlaupi, — en felldi síðustu grind
ina og datt (sja mynd) Hann
kom síðastur í mark.
Árið eftir var Potgiete'' að
keppa í Rugby og varð fyrir því
slysi að hálsbrotna og var næst-
um dauður. En lifnaði við aftur
og 1958 setti Potgieter heims-
met í 440 jarda grindahlaupi og
í ár var hann af flestum lalinn
einna líklegastur sigurvegari í
400 metra grindahlaupinu á Ol-
ympíuleikunum í Róm. — En
allar leiðir liggja ekki tii Rórn —
Nýlega fór Potgieter ásamt
nokkrum af félögum sínum í
ökuferð, sem lyktaði með þvi að
bíllrnn lenti í árekstri. Potgieter
slasaðist illa og um frekari
hlaup er ekki að ræða i bili
^íyrir hann. •
Þátttakendur í mótinu í trjágarði Löngumýrarskólans.
(Ljósmynd: Pétur Sigurgeirsson)
Hafið þér efni á að láta inn-
bú yðar brenna, án þess að
fá fullar bætur?
Allar brunatryggingar eru
nú alltof lágar. Hækkið því
brunatrygginguna strax og
látið bæklinginn, “Hvers
virði er innbú mitt i dag“,
auðvelda yður að ákveða,
hve há hún þarf að vera. Þér
fáið hann ókeypis hjá okkur.
MARGUR VEIT OG
VARAST EKKI
L