Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 11
Þriðjudagur 6. sept. 1960
MORCJITSHI. 4 ÐIÐ
II
Mikilvægum árangri náð
með viðreisnarstarfinu
Forðað frá öngþveiti
eyrisaðstaða bankanna
- Gjald-
batnandi
Forystugrein dr. Jóhannesar Nordals
í Fjarmálatíðindum
i
FIMM mánuðir eru liðnir, þegar
þetta er ritað, síðan hin nýja
efnahagsmálalöggjöf kom til
framkvæmda , en með henni
var stigið fyrsta og stærsta
skrefið í víðtækum ráðstöfunum
til leiðréttingar á langvarandi
jafnvægisleysi í íslenzkum efna-
hagsmálum. Það er því tima-
bært að reyna að gera sér
nokkra grein fyrir því, hversu
framkvæmd hinnar nýju stefnu
er nú á vegi stödd, þótt enn sé
að sjálfsögðu of snemmt að
leggja nokkurn lokadóm á þró-
Dr. Jóhahnes Nordal
unina. Við slíkt mat er rétt að
hafa í huga, að tilgangur þess-
ara aðgerða var í raun og veru
tvíþættur. Annars vegar var að
því stefnt að forða algeru öng-
þveiti, er við blasti í ísienzkum
efnahagsmálum, ef ekkert yrði
að gert, en hins vegar var um
leið hafizt handa um að leggja
grundvöll frjálsrar og heilbrigðr
ar efnahagsstarfsemi, er tryggt
gæti vaxandi framleiðslu og
bætt lífskjör í framtíðinni.
II.
Óhætt er að segja, að fyrra
markmiðinu hafi í meginatrið-
um þegar verið náð. í stað þrá-
láts gjaldeyrisskorts, sem í lok
síðasta árs var, þrátt fyrir
stranga skömmtun, orðinn svö
alvarlegur að lá við neyðar-
ástandi, hefur síðustu mar.uði
komizt á sæmilegt jafnvægi í
gj aldeyrisverzluninni. Gj aldeyr-
isstaða bankanna batnaði um
226 millj. kr. frá febrúarlokum
til júníloka, en innan við helm-
ing þessarar upphæðar má rekja
til þess, að innflytjendur hafa
notað sér greiðslufrest erlendis
umfram það, sem áður tíðkaðist.
Með gjaldeyrisstöðunni eru þá
talin yfirdráttarlán hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Evrrpu-
sjóðum, sem í reyndinni hafa
því aðeins verið notuð tii að
greiða erfiðar lausaskuldir bank
anna erlendis. Það lítur út fyrir,
að gildistaka frílistans og frjáls-
ari gjaldeyrisviðskipti hafi fyrst
í stað haft þau áhrif, að gjald-
eyrissala ykist, en margt bendir
þegar til þess, að umframeftir-
spurnin verði fljótt mettuð og
gjaldeyrissala muni dragast
saman aftur, áður en langt líð-
ur. Engu að síður er útlit fyrir
verulegan halla á greiðslujöfn-
uðinum á þessu ári, sem þó staf-
ar að langmestu leyti af skipa-
innflutningi, sem áætlað er, að
nemi hátt á sjötta hundrað
milljóna króna á árinu.
Betri jöfnuður út á við á ekki
aðeins rót sína að rekja til á-
hrifa gengisbreytingarinnar á
framboð og eftirspurn eftir
gjaldeyri, heldur ekki síður til
meira jafnvægis í peningamál-
um og betri afkomu ríkissjóðs.
Hlutfallið á milli útlánaaukn-
ingar og sparifjármyndunar hef-
ur orðið hagstæðara en undan-
farin ár, og hefur því tekizt að
stöðva hina sífeildu þenslu í út-
lánum Seðlabankans, sem hefur
verið ein meginuppspretta verð-
þenslunnar undanfarin ár. Enn
vantar þó allmikið á, að viðun-
andi jafnvægi hafi náðst á láns-
fjármarkaðinum, þrátt fyrir
mjög hækkaða vexti. Hins vegar
hefur með þessum ráðstöfunum
tekizt að draga mjög úr útlána-
þenslunni, án þess að það hafi
valdið truflunum í rekstri at-
vinnuveganna, enda hefur verið
lögð megináherzla á að
tryggja undirstöðu atvinnuveg-
unum nauðsynlegt rekstrarfé.
III.
Annað meginmarkmið efna-
hagsaðgerðanna var að koma á
frjálsu og heilbrigðu verðmynd-
unarkerfi og nema burt hið
margvíslega misræmi í verðlagi,
sem uppbótakerfinu fylgdi. Ekki
er hins vegar við því að búast,
að árangur af slíkum breytirig-
um sé áberandi fyrst í stað en
þegar frá líður, eiga réttari verð
hlutföll og meira athafnafrelsi
að hafa í för með sér bætta nýt-
ingu framleiðsluþátta þjóðar-
búsins og aukin framleiðsluaf-
köst. Þess eru reyndar þegar
merki, að áhugi hefur vaknað
með afnámi uppbótakerfisins á
því að auka fjölbreytni útflutn-
ingsframleiðslunnar og bæta
vörugæði. Er t. d. mikilvægt, að
úr því verði, sem nú er útlit
fyrir, að allur r.ýr fiskur verði
flokkaður í verðflokka eftir gæð
um, en sú breyting ein gæti orð-
ið til þess að stórauka verðmæti
framleiðslunnar.
Eftir langvarandi tín'.abil
hafta og uppbóta er nauðsynlegt
að unnið verði markvisst að því
að koma á frjálsri verðmyndun,
sem gefi bezt til kynna, hvert
sé raunverulegt verðmæti hlut-
anna. Jafnframt verður að vinna
ötullega að því að endurskipu-
leggja skattakerfið og koma
fjármálum atvinnufyrirtækja á
traustan grundvöll. Á það hefur
þráfaldlega verið bent l þessu
riti, að forsenda heilbrigðs og
sterks efnahagskerfis sé, að
atvinnufyrirtækin séu reist á
traustum fjárhagslegum grund-
velli og geti safnað nauðsynlegu
fjármagni, bæði af eigin ágóða
og með útgáfu hlutabréfa. Hvort
efnahagsaðgerðiinar bera þann
ávöxt, þegar fram líða stundir,
sem efni standa til, mun að veru
legu leyti fara eftir því hvernig
tekst að nema burt úr efnahags-
kerfinu margs konar veilur, sem
eru eftirstöðvar hafta- og upp*
bótakerfisins.
IV.
Einn alvarlegan skugga ber á
þróun undanfarinna mánaða, ei»
það er sú mikla verðlækkun,
sem orðið hefur á mjöli og lýsi,
svo og léleg aflabrögð að undan-
förnu, bæði á síldveiðum og
karfaveiðum. Þetta hefar óhjá-
kvæmilega í för með sér lakari
afkomu útvegsins en við var bú-
izt, svo að fyrirsjáanlegir eru
rekstrarörðugleikar hjá ýmsum
fyrirtækjum. Þessi þróun felur
í raun og veru í sér tilfinr.an-
j lega tekjurýrnun, ekki aðeíns
I fyrir útgerðarfyrirtæki, heldur
fyrir þjóðina í heild, og hún
veldur því, að það er enn rneiri
nauðsyn en áður, að það takist
að forðast hækxandi kaupgjald
og annan rekstrarkostnað. Jafn-
framt verður að leita allra ráða
til að vinna upp tekjumissi með
meiri afköstum og betri nýtingu
vinnuafls og framleiðslutækja.
I þessu sambandi er ástæða til
að minna á, að íslendingum hef-
ur enn ekki tekizt að leysa á
viðunandi hátt þau vandamái,
sem eru samfara hinum miklu
sveiflum, sem hljóta ætíð að
eiga sér stað í tekjum þjóðarinn-
ar vegna mismunandi aflabragða
og verðbreytinga erlendis.
Reynslan hefur yfirleitt verið
sú, að í góðærum hefur verið til-
hneiging til of örrar fjárfesting-
ar og engir varasjóðir þvi verið
fyrir hendi til að mæta áföilum,
þegar á móti hefur blásið. Ef
tryggja á jafnvægi í íslenzkum
efnahagsmálum í framtiðinni, er
nauðsynlegt, að fundin sé við-
unandi lausn á þessu vandaniáli,
t. d. í formi einhvers konar tekja
tilflutnings milli ára. Hitt skipt-
Framh. á bls. 19.
★
ÞESSAR fimm ára hnátur
heita Kristin og Linda Archer
og eiga heima í Brighton í
Englandi. Þær eru eineggja
tvíburar, enda svo líkar, að T';
jafnvel fjölskyldu þeirra ***
hættir til að rugla þeim sam-
an.
Eins og eðlilegt er um
börn á þeirra aldri, eru þær
fjörmiklar og ærslafengnar,
en því miður súpa þær fljótt
seyðið af því, þó svo þær geri
ekkert skammarstrik. Því að
æsi þær sig of mikið upp í
gleði og leik, falla þær í
öngvit verða náhvitar og líf-
lausar og verða þegar í stað
að komast undir læknishend-
Kristín og Linda gefa kanínunni sinni að borffa
Barnalæknar í Bretlandi
hafa lengi velt vöngum yfir
þessu tilfelli, og reynt að
finna ráð til að koma í veg
fyrir köstin, en ekkert geng-
ur. Það er eing og þær spili
út öllu sínu þreki á skömm-
um tíma og það endurnýist
ekki, þótt þæi hvílist.
Fyrir tveim vikum síðan
voru litlu telpurnar brúðar-
meyjar í brúðkaupi frænku
sinnar. Þær voru allra yndi
sökum glaðværðar og yndis-
leika, en næsta morgun kom
móðir þeirra að þeim í rúm-
inu, þar sem pær lágu eins og
liðin lík.
Þeim var að venju ekið á
sjúkrahús á augabragði, og
klukkustund síðar voru þær
komnar heim á ný og hlupu
þar um og hlógu, eins og
ekkert hefði í skorizt, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir móð-
ur þeirra til að halda þeim
í skefjum.
Þær mega ekki ærslast
Byrjaffi á fyrsta ári
Fréttamaður hitti móður-
ina að máli fyrir skömmu og
sagðist henni svo frá:
Ég hef ekki lengur tölu á
köstunum, því að þau hófust,
þegar þær voru níu mánaða.
I fyrsta sinii vissum við ekki
okkar rjúkandi ráð og lækn-
arnir og hjúkrunarkonurnar
á sjúkrahúsinu töldu, að þær
myndu ekki lifa lengur en
hálfa klukkustund. En við
vöndumst þessu brátt. Fyrst
í stað kölluðum við alltaf á
lækninn okkar, sem kom
þeim síðan á sjúkrahúsið, en
nú höfum við beint samband
þangað og forgangsrétt að
sjúkrabíl, er svona stendur «,
og þá tekur þetta enga stund,
stelpurnar fá sprautu og eru
skömmu síðar komnar heim.
Við höfum verið að vona
að þetta væri að eldast af
þeim. Kristín hefur aðeins
fengið tvö köst síðan á jólum
og Linda ekkert, nema hvað
hún verður alltaf dálítið
skrítin, þegar Kristín fær
kast. Þá fölnar hún og verð-
ur lystarlaus og eirðarlaus.
Þæ mega ekki læra ballet
Ég vissi, hélt móðirin á-
fram, að brúðkaupið yrði
þeim dálítið erfitt, en ég fékk
ekki af mér að meina þeim
að vera brúðarmeyjar og von
aði í lengstu lög að þær
þyldu það. Eins höfum við
gert allt, sem unnt er til að
halda þeim rólegum, gáfum
þeim til dæmis tvo litla hæg-
indastóla og borð, ef það gæti
orðið til þess að þær sætu
meira. En þær geta varla
verið kyrrar tvær mínútur i
einu. Einnig fá þær sérstakt
fæði. Við höfum ekki getað
leyft þeim að læra ballet,
sem er þeirra heitasta ósk um
þessar mundir og höldum
þeim frá sirkussýningum og
Tívoiiferðum því að hlátur
þeirra við sjónvarpið bendir
til þess að slíkar ferðir yrðu
þeim ofraun.
Við erum nú fárin að
þekkja á merki þess, að köst
séu í nánd. Stelpurnar verða
þá sljóar og norfa dreymandi
fram fyrir sig og í hálfgerðri
leyðslu, sem endar með ai-
geru meðvitundarleysi.
Sem betur fer, sagði móðir-
in að lokum, vita telpurnar
ekkert um þetta sjálfar, við
tölum aldrei um það við þær,
og þegar þær rakna við á
sjúkrahúsinu vita þær ekk-
ert hvers vegna þær eru þar.