Morgunblaðið - 06.09.1960, Blaðsíða 16
16
MORGVNBL AÐtÐ
Þriðjudagur 6. sept. 1960
sorg, og svefnleysi, en hann átti
sér einlivern varaforða af hörku,
sem við höfðum alls ekki gert
ráð fyrir. Hann stóð þráðbeinn
fyrir framan okkur, með keppta
hnefa, svo að hnúanir hvítnuðu,
én barnsmunnurinn var herptur
og augnaráðið líkast því, sem
hann hefði orðið fyrir hnefa-
höggi. En svo heyrðist skjálf-
andi og hvell röddin: — Nú ætla
ég að verða læknir.
Endicott gekk einn hring um
herbergið og tautaði: — Læknir:
Guð minn góður; .. Hann vill
verða læknir: Svo stanzaði hann
lengi við gluggann og horfði út.
Loks sneri hann aftur, rétti
drengnum höndina, rétt eins og
jafnaldra sínum, og sagði með
rödd, sem hann átti bágt með að
hafa stjórn á: — Gott: Og ef ég
get orðið þér að einhverju liði,
þarftu ekki annað en láta mig
vita:
★
Newell Paige kom í hvíta
sloppnum sínum út úr fataher-
berginu á efstu hæð og hitti
Frances Ogilvie. Þau urðu hvor-
ugt neitt hissa. Þau voru alltaf
að hittast.
Samkvæmt samkomulagi, sem
þau höfðu gert með sér fyrir
einum tveimur mánuðum, heils-
uðust þau og sneru síðan beint
að verkefnum dagsins.
Endicott yfirlæknir kemur
ekki í dag, sagði hún kuldalega.
—- Ég hef heyrt það, svaraði
hann. — Ég hitti Lane hérna
fyrir utan. Hefur frú Dexter
verið sagt frá þessari frestun?
Hún átti að vera fyrst í dag.
Laumulega brosið á ungfrú
Ogilvie var ekkert viðkunnan-
legt.
— Ég býst ekki yið þvt en
hinum hefur verið tilkynnt það,
en ég bjóst við, að þér viiduð
helzt segja frú Dexter það sjálf-
| ur.
Síðan gerði hún dálitla bögn,
sem læknirinn gæti notað eft.r
vild, annaðhvort til þess að út-
skýra málið nánar eða þá stama
og segja ekkert orð, en hann
notaði tækifærið til hvorugs. —
Mér skilst, að frú Dexter hafi
svo mikla trú á yður, bætti hún
loks við.
— Þakka yður fyrir, svaraði
Paige, sneri sér frá heani og
studdi á lyftuhnappinn.
Hún var hreint engin smáræð-
is ráðgáta. Þessi duglega,
rauðhærða skurðstofu-hjúkrun-
arkona, sem var auk þess svo
vel gefin líkamlega. Einu sinni
höfðu þau verið í þann veginn
að verða góðir vinir, en svo
hafði hún spillt því með því að
minna hann óþarflega oft á, að
hjúkrunarkona væri hún aðvísu,
en þó fyrst og fremst kona. Hann
skildi hana aldrei. Vinnan varð
jafnan að gang fyrir öllu öðru
hjá honum.
II.
Endicott yfirlæknir gat verið
bæði skrafhreyfinn og skemmti-
legur í tómstundum sínum, en
við vinnuna hafði honum tekizt,
með áminningum og eigin for-
dæmi, að venja aila af óþarfa
mælgi í skurðstofu Parkway-
sjúkrahússins.
Og þetta gilti ekki einungis
meðan aðgerðirnar stóðu yfir,
því að hann vildi líka hafa þögn
meðan á undirbúningnum stóð.
Ekkert fór eins í taugar hans og
skraf um daginn og veginn, rétt
áður en aðgerð skyldi hefjast,
enda var nú svo komið, að þessi
fimm manna hópur, sem vann
þama saman, gegndi hlutverki
sínu til fullnustu, og orðalaust.
Á þessum viðburðaríka mið-
vikudegi hafði bendingaleikurinn
þegar verið í gangi í stundar-
fjórðung, svo að ekkert heyrðist
nema í gúmmískónum á gólfflís-
unum, dynkirnir í sótthreinsunar
vélinni, þegar hún spjó úr sér
innihaldi sínu gegn um rjúkandi
gufuský, gúlgrið í vatninu, þeg-
ar það rann niður úr vaskinum,
og svo glamrið í óteljandi furðu-
lega löguðum verkfærum.
Ungfrú Ogilvie hélt skurð-
sloppnum í útréttum örmum og
Paige stakk votum örmunum í
áttina, og fann það alveg á sér,
að augu hennar leituðu eftir
augum hans, eins og þau gerðu
jafnan við svona athafnir, sem
gátu líkzt faðmlögum. Tweeedy
stóð að baki honum í slopp og
með grimu, reiðubúin að hnýta
bendlana á honum. Endicott var
enn að bursta neglurnar. Eftir
andartak þyrfti hann líka á að
halda aðstoð ungfrú Ogilvie á
sama hátt og Paige. Það var sið-
ur þarna, að yfirlæknirinn yrði
síðastur tilbúinn.
Lucy Reid, ritari yfirlæknisins
kom nú í Ijós í dyragættinni með
angistina uppmálaða á andlitinu,
og ungfrú Ogilvie leit til hennar
með gremjusvip.
— Getur yfirlæknirinn komið
í símann? spurði unga stúlkan,
taugaóstyrk, og gerði sér ljósa
ofdirfskuna, sem hún sýndi af
sér með þessari spurningu.
— Auðvitað ekki . . . og það
ættuð þér að vita; svaraði ung-
frú Ogilvie hvasst, eftir því sem
andlitsgríman leyfði.
— Eg sagði þetta líka, svaraði
stúlkan, ofurlítið móðguð, — en I
þá var sagt, að þetta væri mjög
áríðandi, og gæti orðið yfirlækn-
inum til mikils tjóns, ef hann
ekki fengi skilaboðin\tafarlaust.
— Hver er það? spurði Endi-
cott, án þess 'að líta upp.
— Riley, Brooks og Bannister.
Á ég að segja, að yfirlæknirinn
skuli hringja þá upp seinna?
Endicott sleppti af fótstiginu á
handlauginni og dokaði snöggv-
ast, eins og hann væri að ráða
það við sig, hvað gera skyldi.
— Sögðu þeir, að það væri
áríðandi?
— Já.
— Þá kem ég. Afsakið, Paige!
Eg kem strax aftur.
Paige strauk hanzkana sína,
eins og viðutan, er hann gekk út
úr litla klefanum, fram hjá skurð
arborðinu og inn í næsta her-
bergi. Frú Dexter hafði fengið
svo mikið morfín, að áhugi henn
ar á því, sem fyrir höndum var,
hafði sljóvgazt, og lét sér nægja
að hreyfa fingurna ofurlítið til
merkis um, að hún væri of mátt-
farin til að rétta höndina. Hann
veifaði því aðeins ofurlítið til
hennar með hanzkaklæddri heíid
inni.
Grace Dexter, sem hann hafði
heilsað snöggvast fyrir klukku-
stundu, stóð skammt frá honum
í dyragættinni, dálítið föl en þó
fullkomlega róleg. Fíngert and-
lit hennar liktist andliti móður
hennar. Hefðí hárið verið slétt,
hefði það verið fullkomið ma-
donnuandlit. Vaxtarlagið var
grannt en fagurt og kom vel í
ljós í velsniðnum fötunum. Grann
ir fingurnir fitluðu við róðu-
kross úr silfri, sem hékk í gildri
festi um hvítan hálsinn. Paige
brosti til hennar og hún svaraði
í sama.
— Er pabbi yðar kominn?
spurði hann.
— Já . . . hann skrapp bara
út rétt áðan . . . líklega í sím-
ann. Hann kemur víst rétt strax
aftur. Er ekki mamma dugleg?
— Stórkostlega, svaraði Paige,
hreinskilnislega. Síðan laut hann
yfir frú Dexter og hvíslaði ein-
hverju í eyra hénnar, en hún
svaraði með ánægju-andvarpi og
nokkrum höfuðhreyfingum. Svo
lokaði hún augunum og brosið
hvarf af vörum hennar.
—• Voruð þér að segja þetta
sama við hana? spurði Grace.
Paige kinkaði kolli og gekk síðan
aftur inn í skurðstofuna, þar sem
hvítklæddi hópurinn beið hans.
Allt í einu opnuðust dyrnar, og
yfirlæknirinn kom inn, í bersýni-
legum æsingi, af einhverjum á-
stæðum. Paige horfði á hann með.
kvíða, meðan hann var að ljúka
við handþvottinn, sem hann hafði
orðið að hlaupa frá í miðjum
klíðum. Andlitið var dökkrautt
og munnurinn samanbitinn. Þögn
in lá eins og mara á öllum, og
það var eins og Edicott yrði þess
var í máttvana gremju sinni.
Ö'll þóttust þau þess vis, að hann
hefði átt viðtal við málfærslu-
menn sína, og hann vissi, að hin
höfðu getið sér þess ti’l. Hann
stakk höndunum svo snöggt í
ermarnar á sloppnum, að hann
rykkti honum út úr höndunum á
ungfrú Ogilvie, og hann féll á
gólfið. Tweedy var á svipstundu
komin með annan. Hann gat ekki
setið á gremju sinni, en þessu
var þó lokið tafarlítið. Síðan
gengu þau inn í skurðstofuna og
skipuðu sér að borðinu.
Grannir fingurnir á.Lane titr-
uðu dálítið, er hann þrýsti grím-
unni á andlitið á frú Dexter.
Endicott tók eftir þessu og
hleypti brúnum. Hann starði svo
út um háa gluggann, meðan hann
biði eftir merki frá svæfingar-
lækninum, Svo leið andatak og
allt var til reiðu. Lane rétti hægt
úr sér, gerði totu á munninn og
kinkaði kolli.
Vandaðasta sigurverk frá Sviss
hefði ekki getað unnið nákvæm-
ar en þessi samstillti fimm
manna hópur. Endicott gaf Paige
og Ogilvie skipanir sínar með
örsmáum hreyfingum og Ogilvie
lét þær ganga áfram til Tweedy
og Larimer. í dag var Endi-
cott handfljótur um venju fram.
Hendur læknanna opnuðust og
lokuðust og það, sem þeir þurftu
á að halda, var óðar rétt að þeim.
Loks kom að því, að skera þurfti
aðalæðina og aðstoðarmennirnir
stóðu reiðubúnir með tengur og
fyrirbönd. En þá kom það í ljós,
að æðin hafði verið skorin of
stutt svo að fyrirbandið rann
fram af endanu'm og blóðið rann
í stríðum straumum, svo að ekk-
ert varð stöðvað . . .
— Þetta er mér að kenna,
sagði Paige og greip andann á
lofti, þegar ekkert varð að gert.
— Eg hefði átt að binda fastar.
Guð minn góður!
Stúlkur
óskast tíl sauma.
Góð vinnuskilyrði
Verksmiðjan lllax hf.
Þingholtsstræti 18
Rösk og ábyggileg
afgreiðslustúlka
óskast nú þegar.
JUWalÆUi,
Laugavegi 82
— Þessi Markús er veiðivörð-
■r, er það ekki strákur?
— Haxrn .... hann .... ég hef
ekkert sagt honum pabbi! með veiðieftirlitið .... Og ég
— Þú iýgur! Ég skal launa þér skal líka ná mér niðri á Mark-
fyrir að vera að koma hingað | úsi!
— Láttu hann í friði Moss,
hann hefur ekki ....
— Burt með þig kona .... ég
ætla að gefa stráknum ráðningu
En hér var ekkert hægt að
gera. Blóðrásin varð ekki stöðv-
uð frekar en fljót, sem hefur
brotið af sér stíflugarð.
Allt í einu virtist sem yfirlækn
irinn sleppti sér alveg — og það
var óhugnanleg sjón í augum
fólks, sem aldrei hafði séð hon-
um bregða.'Hann greip andann
á lofti og hendurnar hríðskulfu.
Ogilvie kom með stóran hnyk-il
af sárabindum og reyndi að
stöðva blóðrásina, en þá æpti
hann til hennar að taka þetta
burt aftur og greip sjálfur tönig,
rétt eins og hann vonaðist að
hitta á æðarstúfinn fyrir heppni.
— Hérna, Paige, reynið þér að
gera hvað þér getið, sagði hann
og rétti töngina að Paige. Og svo
hófst tilgangslaust fálm í nokkr-
ar sekúndur.
— Hvað líður henni, Lane?
tautaði Endicott, litlu seinna, eins
og í leiðslu.
Lane hristi höfuðið og tók
grímuna af. Tweedy datt eins og
dauð á útatað gólfið, í yfirliðL
Larimer dró hana til hliðar. Ogii-
vie þerraði svitann af náfölu and-
litinu á Paige. Blóðrásin fór
minnkandi, og var nú næstum
hætt. Hreyfiaflið var þrotið.
Endicott og Paige þvoðu sér,
hvor í sinni handlaug, án þess að
skiptast á orði eða augnatilliti.
Andadráttur yfirlæknisins var
enn líkastur því sem hann væri
með andateppu. Paige var svo
miður sín, að tárin runnu niður
eftir kinnum hans.
Tveir hjúkrunarnemar þvoðu
gólfið. Líkinu var ekið inn í
klefa handan við ganginn. Twee-
dy var að kasta upp í eina hand-
laugina í horninu, og Larimer
studdi hana. Það var sýnilegt, að
Larimer var sjálfur að því kom-
inn að kikna.
ajlltvarpiö
Þriðjudagur 6. september
8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. —
8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir
og tilkynningar).
12.55 ,,A ferð og flugi": Tónleikar
kynntir af Jónasi Jónassyni.
15.00 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl.
15.00 og 16.00).
19.25 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Erlend þjóðlög. —
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Norrænar dísir og dauði
Þiðranda; — síðari hluti. (Jón
Hnefill Aðalsteinsson fil. kand.).
20.55 Tónleikar: Konsert í G-dúr fyrir
ifðlu og hljómsveit (K216) eftir
Mozart (Leonid Kogan leikur með
sinfóníuhljómsvitinni í Brno,
Vaclav Neumann stjórnar. —»
Hljóðritað á tónleikum í Prag sL
vor).
21.30 Utvarpssagan: ,,1 þokunni“ eftir
Guðmund L. Friðfinnsson; fyrri
lestur (Lárus Pálsson leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í
Havana“ eftir Graham Greene:
X. (Sveinn Skorri Höskuldsson).
22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey-
mundsdóttir og Guðrún Svafars-
dóttlr).
23.25 Dagskrárlok.
Miðvikudagur 7. september
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.)
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
Fréttir kl. 15.00 og 16.00).
19.30 Tilkynningar.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir,
19.30 Operettulög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Sel og selfarlr; — síðari
hluti (Olafur Þorvaldsson þing-
vörður).
20.50 Einsöngur: Kristinn Hallsson
syngur fjögur andleg lög op. 121
121 ftir Brahms. Við píanóið:
Fritz Weisshappel.
21.15 Erindi: Goðinn frá Valþjófsstað;
II. (Sigurður Sigurmundsson
bóndi í Hvítárholti).
21.40 Einleikur á hörpu: Nicanor Za-
baleta leikur tónverk frá 17. og
19. öld.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður í
Havana" eftir Graham Greene;
IX. (Sveinn Skorri Höskuldsson),
22.30 Um sumarkvöld: Bjarni Böðv*
arsson og hljómsveit hans, Jan
Kiepura og Martha Eggerth,
Charlie Kunz, Peter Lesenko, Ink
Spots, Flo Sandons, Kurt Foss og
Reidar Böe, Joe Stafford og Com
edian kvartettinn skemmta.
23.00 Dagskrárlok.