Morgunblaðið - 06.09.1960, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. sept. 1960
Piltur — Stúlka
Piltur og stúlka óskast í bókaverzlun nú þegar eða
fljótlega. Máiakunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er
tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, sendist afgr.
Mbl., merkt: ,Áhugi — 890“.
Til sölu
26 manna bifreið, Ford 1942. — Upplýsing-
ar í síma 19680.
Síldursöifunarstöð til sölu
Söltunarstöðin Búðarreitur í Siglufirði er til sölu
ef viðunandi tilboð fæst.
Réttur áskilinn til að hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar hjá undirrituðum.
HJÖRLEIFUlí MAGNtJSSON, Siglufirði — Sími 204.
Nýtízku
4ra herb. íbuð í Laugarasi
í nýju húsi og mjög glæsileg fæst í skiptum fyrir
einbýlishús. Má vera gamalt á góðri lóð
STEINN JÖNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 1-9090 og 1-4951.
Timburhús til brottflutnings
hæð og ris, rúmlega 50 ferm. að flatarmáli, selst
til brottflutnings. Á hæðinni eru 2 herbergi, eldhús
og innri forsíofa, en í risi 2 herbergi.
Mjög hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar.
STEINN JÓNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli—- Símar 19090 — 14951
Clœsilegt raðhús
til sölu við Hvassaleiti. Húsið er 2 hæðir og bfl-
skúr. Á neðri hæðinni, sem er ca_ 85 ferm. eru 2
stofur, eldhús, skáli anddyri o. fl. Á efri hæðinni,
sem er 95 ferm., eru 4—5 herbergi, bað, þvottahús
o. fl. — Upsteyptur bílskúr fylgir. Húsið er selt
fokhelt með jámi á þaki. — Gott útsýni. Hagstætt
verð og greiðsluskilmálar.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdl.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4 — Símar: 13294 og 14314
íbúðir til sölu
Við Stóragerði eru til sölu 3ja og 4ra herbergja
íbúðir í fjöibýlishúsi. Hverri íbúð fylgir auk þess
íbúðarherbergi í kjallara auk sér geymslu og sam-
eignar þar. íbúðirnar eru seldar tilbúnar undir tré-
verk, húsíð fullgert að utan og með öllum útidyra-
hurðum. Tvöfalt gler. Hægt er að fá íbúðirnar lengra
komnar. Bílskúrsréttindi. Hagstætt verð og greiðslu-
skilmálar.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdl.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Símar: 13294 og 14314
Sigríður Cuðmundsdóttir
— Minningarorð
I DAG fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík útför Sigríðar Guð-
mundsdóttur, ekkju, Víðimel 23,
en hún andaðist í Landspítalan-
um þann 29. ágúst sl.
Sigríður var fædd þann 14. nóv.
1884 í Læknisnesi á Seltjarnar-
nesi og voru foreldrar hennar
Guðrún Jóhannsdóttir og Guð-
mundur Jónsson, er síðar bjó að
Hverfisgötu 73, hér í bæ. Sigríður
ólst upp hér í Reykjavík og giftist
1904 Guðna Eyjólfssyni póstfull-
trúa.
Þau bjuggu hér í bænum og
eignuðust 3 börn. Tvö eldri börn
ir> dóu í barnæsku með eins mán-
aðar millibili um áramótin 1907
og 1908. Var eldra barníð þá
tveggja ára en það yngra aðeins
fjögurra mánaða.
Yngsta barn Sigríðar af fyrra
hjónabandi var Jórlaug Guðrún
fædd 1910, síðar verzlunarmær
og kaupkona, hér í bænum, en
hún giftist Sverri Guðmundssyni,
bónda, á Lómatjörn í Höfðahveri,
Grýtubakkahreppi. Jórlaug and-
aðist þann 15. apríl sl.
Árið 1910 fluttist Sigríður til
Kanada með manni sínum og Jór
laugu heitinni dóttur sinni þá á
fyrsta ári, en eftir tæplega árs
dvöl þar varð Sigríður fyrir
þeirri sorg að missa mann sinn á
bezta skeiði.
Við lítil efni og erfiðar aðstæð-
ur réðst Sigríður í að koma heim
Tan — Sad
barnavagnar
og kerrur
Nýkomið fjölbreytt
úrval af barnavögnum
»
og kerrum.
Sendum um allt land
í póstkröfu.
Garðar Gíslason hf.
bbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
MÁLNIN G ARV ÖRUR
Hörpu-silki
Spread, úti og inni
Japanlakk
Alabastine
, . Simi 35697
ggingavorur h.f. Lougaveg 178
Hiisgagnavinnustofunni sf.
Hafnarfirði
og
Valbjörk
Akureyri
MARKAflURIHIAI
aftur með litlu Jórlaugu sína og
vann fyrir sér við ýmis störf, hér
í bænum, þar til hún fluttist til
Norðfjarðar árið 1915 og giftist
þá Stefáni Halldórssyni, verzlun-
armanni.
En samvistir þeirra urðu ekki
langar, því að enn knúði dauð-
inn að dyrum Sigríðar og hún
missti mann sinn árið 1921.
HYBYLADEILD
Hafnarstræti 5
Sigríður Guðmundsdóttir
Árið eftir fluttist Sigríður aft-
ui til Reykjavíkur með dætrum
sínum, en þau Sigríður og Stefán
eignuðust 3 dætur, sem allar eru
búsettar hér í bænum.
Sigríður byggði sér lítið hús
að Hverfisgötu 73, og bjó þar til
hún fluttist að Víðimel 23 árið
1946, þar sem hún bjó til dauða-
dags.
Dætur Sigriðar af síðara hjóna-
bandi eru Anna, skrifstm., er
alla tíð hefur búið með móður
sinni. Sesselja gift Guðmundi
Jóhannssyni, bifreiðastjóra, hér
í bænum og Guðrún, sem er gift
mér, er þessar lín.ur rita.
Sigríður átti 5 hálfsystkini, en
af þeim eru 2 systur dánar, þær
Geirlaug Þórðardóttir, Nýlendu-
götu 23, og Jóhanna Þórðardóttir,
bankafulltrúi. Geta ber mér þess
að þær systur, ásamt föður sín-
um ólu konu mína upp, þar til
hún fluttist til móður sinnar að
nýju, er Jóhanna lézt árið 1941.
Önnur systkini Sigríðar eru,
Þjóðbjörg, húsfrú, Torfi, stjórn-
arráðsfulltrúi og Narfi, trésmíða-
meistari, sem öll eru búsett, hér
í bænum.
Eins og nú hefur verið rakið
má ljóst vera að oft hefur blás-
ið þunglega um hagi Sigríðar
heitinnar og dauðinn hefur æði
oft knúið inn á heimili hennar
og á hennar fjölskyldu. En ég
sem þekkti Sigríði um 18 ára
skeið get vel fullyrt, að hún lifði
ekki sem mæðumanneskja, því að :
hún var með afbrigðum sterkur
persónuleiki, sem ekki tamdi sér
það að telja upp sorgir sínar,
heldur var hún betur fallin til
að styrkja aðra í þeirri sorg og
miðla þeim af skapfestu sinni og
drenglyndi.
Nú þegar þú ert búinn að
kveðja skyldmenni þín og tengda-
fólk í hinsta sinni, fer ekki hjá
því, að þín verður sárt saknað
af okkur öllum í fjölskyldusam-
komunum, og þá mest verður þú
eflaust treguð af litlu barnabörn-
unum þínum, sem þú varst ávallt
svo blíð og góð, og þú ur.dir þér
með öllum stundum er tækiíæri
gafst.
Þess vegna veit ég, að er við
tregum þig frá oss nú í dag, tel ég
þó að við megum minnast þess, að
það mun þó ávalt vera þér stór
(huggun, að fá nú hinnstu hvíld
í grafreitnum hjá litlu börnun-
um þínum, litla drengnum mínum
og fóstru þinni og föðursystur.
Minninguna um góða og göfug-
lynda konu munum vér ávallt
geyma. Guðjón Hólm
Blómasýningin
hjá okkur er alltaf stöðug
blómasýning. Nú eru Dahlí-
urnar í blóma. — Gjörið svo
vel og lítið inn.
Gróðrastöðin við Miklatorg.
Símar 22-8-22 og 19-7-75.