Morgunblaðið - 06.09.1960, Page 8
8
MORCUNBL AÐIÐ
Þriðjudagur 6. sept. 1960
Sölvi Betúelsson trá Hesteyri
Það er búið oð
taka kirkjuna okkar
ÞAÐ kom hálfónotalega við mig,
er ég 19. þ.m. átti leið inn Hest-
eyrarfjörð og sá að Hesteyrar-
ikirkja var horfin af sinum stað.
Að slíkt yrði gert svona þegj-
andi og hljóðarlaust gátum við
fyrrverandi og núlifandi Sléttu-
hreppingar ekki búizt við.
Áður en ég fór frá Hesteyri,
var mér kunnugt um núlifandi
fólk, sem vildi láta jarða sig x
Hesteyrarkirkjugarði, er þar að
kæmi, hjá ástvinum og ættingj-
um. Því hafði ég komið þeirri ósk
okkar á framfæri við opinbera
aðila, að kirkjurnar yrðu ekki
rifnar eða seldar burt úr hreppn-
um af sínum stað. Vísa ég þar til
bréfa minna til prófasts dagsett
14. október 1952 og afrit af því
sent biskupi ásamt bréfi dagsettu
27. september 1953. Einnig vísa ég
é ályktun sýslufundar N. ís. 1952,
sem samþykkti það fyrir sitt
leyti. Og ennfremur gat ég þess
við núverandi prófast hér, eftir
að hann tók við því starfi.
Þann rétt okkar, að fá legstað
í Hesteyrarkirkjugarði frá okk-
arar eigin kirkju, hefur nú verið
stigið á og hann afmáður. Sú er
þá tillitssemin hjá nústarfandi
kirkjuyfirvöldum við slíkar ósk-
ir.
Og hversvegna er nú þetta
gert? Jú, Súðavíkurþorp vantaði
kirkjuhús. Einhvernveginn hefur
það ekki haft ráð til að koma sér
upp slíku húsi, eins og önnur
byggðarlög, án þess að seilast
eftir því frá öðrum stað.
En þá vaknar spurningin um
Hesteyrarkirkju, sem er kannske
allt önnur en t. d. Aðalvíkur-
kirkju og .kirkna, sem byggðar
eru fyrir opinbert fé:
Hver hafði slíkan ráðstöfunar-
rétt á kirkjuhúsi Hesteyrar-
kirkju? Og hvaðan er sá réttur
tekinn? Ég veit, að sem starfandi
kirkja heyrði Hesteyrarkirkja
því opinbera til, sem aðrar kirkj-
ur. En kirkjuhúsið til ráðstö-fun-
ax burt af sínum stað Hver átti
það og þann rétt?
Hvað hefur Hesteyrarkirkja
þegið af opinberu fé? Jú, ég veit
um kr. 2000.00 að láni til endur-
bótar árið 1928. En það lán var
borgað upp með vöxtum sam-
kvæmt samningi á sínum tíma.
Annað íé opinbert er mér ekki
kunnugt um samkvæmt sögn gam
alla manna.
Það var norskur hvalveiði-mað
ur, Markus C. Bull frá Tonsberg,
sem útvegaði efniviðinn í Hest-
eyrarkirkju. Hann flutti hann
sjálfur til landsii*, lét byggja
kirkjuna og afhenti hana söfn-
uði Sléttuhrepps uppkomna, að
miklu leyti sem gjöf til Hesteyr-
inga. Yfirsmiðurinn hét Ólaf
Nielsen. Hann var giftur ís-
lenzkri konu, Sturlínu Jensdótt-
ir frá Hesteyri. M. C. Bull gaf
fieira til Hesteyrarkirkju. Hann
gaf veglega altaristöflu, ljósa-
stjaka, kaleik, altariskönnu,
patinu, skírnarskál, sálmabækur
o. fl. Sagt var mér að frú Sigríður
Ásgeirsson hafi gefið. silfur-
stjakana á altarið og altarisdúk-
inn gamla. En konur á Hesteyri
gáfu kirkjunni nýtt og vandað
altarisklæði vorið 1942, og vand-
aðan altarisdúk nokkrum árum
síðar.
Þegar ég skilaði bókum Hest-
eyrarkirkju- frá mér, 7. febrúar
1953, átti hún í sjóði kr. 1157.22.
Að vísu ekki mikil upphæð. Hvað
verður nú um þennan sjóð? Verð-
ur hann gefinn Súðvíkingum
líka?
Ég veit um þó nokkra Hesteyr-
inga og fyrrv. sóknarbörn Hest-
eyrarkirkju, hér í nágrenni við
mig, sem þykir mjög miður um
sh'kar aðfarir sem þessar, og ekki
hefur það þótt ómaksins vert að
gefa okkur kost á að fara norður-
yfir og kveðja kirkjuna okkar
áður en ráðist væri á hana til
mðuri ifs.
Hafnargötu 10 Bolungarvík
28. ágúst 1960.
Sumkomur
Fíladelfía
Safnaðarsamkoma kl. 8.30.
HALLÓ! HALLÓ!
Frá Verksmiðju Ltsolunni
Kvenpeysur 100.—, Barnapeysur frá kr. 25.—,
Kvensloppar kr. 125.—, Kvenkjólar frá kr. 100.—,
Batnasokkabuxur kr. 38.—, Alullarefni í skólabuxur
tvíbreitt kr. 65.—, og ýmis konar efni í úrvali frá
kr# 10.— svo eitthvað sé talið.
*
Verksmiðju Utsalan
Víðimel 63
Ibnabarhúsnœbi
ca. 100 ferm. óskast á götuhæð. Þarf ekki
að vera fullstandsett. — Tilboð merkt:
„Iðnaður — 687“, sendist afgr. Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld.
Afvinna
Nokkrar stúlkur geta fengið atvinnu við
iðnaðarstörf. — Upplýsingar í verksmiðj-
unni, Þverholti 17.
Vinnufatagerð íslands hf.
Þótt einkennilegt kunni að virðast, slapp ökumaðurinn, Jack
Rounds, lífs af úr byltunni, skrámaðist aðeins lítillega.
M.s. Tungufoss
fer frá Reykjavík miðvikudaginn
7. þ. m. til
V estmannaeyj a,
Isafjarðar,
Sauðárkróks,
Siglufjarðar,
Akureyrar,
Húsavíkur.
Vörumóttaka á þriðjudag.
Hf. Eimskipafélag íslands.
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Herjólíur
fer til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar á morgun. Vörumóttaka í
dag. Farseðlar seldir árdegis á
morgun.
Félagslíf
Knattspyrnufélagið Þróttur
Æfing verður í kvöld kl. 8 á
íþróttavellinum fyrir M., 1. og 2.
flokk. Mjög áríðandi að sem flest
ir mæti.
Þjálfarinn.
Ifandknattleiksdeild Vals
2., 1. og meistaraflokkur karla.
Æfing í kvöld kl. 8,30 að Hlíðar-
enda.
Stjórnin.
Handknattleiksdeild Vals
Stúlkur. — Áríðandi æfing í
kvöld kl. 8. Nýir félagar vel-
komnir.
Stjórnin.
Cjaidkeri
Trúverðugur ungur maður eða stúlka, óskast til
gjaldkerastarfa o. fl. — Góð undirbúningsmenntun og
meðmæli nauðsynleg. — Umsóknir sendist afgr. Mbl.
merktar: „Gjaldkeri — 577“, fyrir 10. þ.m.
Bifreiðaeigendur — Rútubíll
Vil kaupa góðan rútubíl 35—40 manna með diesel-
vél. — Þeir, sem vildu sinna þesu, sendi tilboð með
upplýsingum á afgr. Mbl. fyrir laugardag 10. þ.m.
merkt: „Rútuoíll — 0895“.
Afvinna
Maður óskast til aðstoðar
í verksmiðju okkar.
Barðinn hf.
Skúlagötu 40
Gunnar
Jónsson
kaupmaður
HINN 28. f. m. andaðist á Lands-
spítalanum Gunnar Jónsson
kaupmaður Týsgötu 3 hér í bæ.
I dag verður hann jarðsunginn
frá sinni fornu sóknarkirkju, að
Skarði á Landi. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Gunnarsson,
Árnasonar, Finnbogasonar frá
Reynifelli og Ólöf Jónsdóttir frá
Lunansholti. Var hún einnig af
Reynifellsætt og líka af Heydala-
ætt. Af börnunum eru nú 4 á
lífi, öll búsett hér í bænum.
Bjuggu þau hjón alla tíð i
Hvammi, góðu og gagnsömu búi.
Ólst Gunnar upp hjá foreldrum
sínum á góðu og traustu heim-
ili og fekk hið bezta uppeldi.
Árið 1915 hóf Gunnar nám f
Verzlunarskólanum og lauk prófi
þaðan vorið 1917. Eftir það hóf
hann verzlun með öðrum hér i
bænum og síðar einn. Hætti hann
þá verzlun um hríð, en hóf aftur
verzlun árið 1931 á Njálsgötu 23,
en 1943 flutti hann sig og verzl-
un sína á Týsgötu 3. Verzlaði
hann þar óslitið unz hann hætti
á síðastliðnu vori vegna heilsu-
brests, er þá ágerðist óðfluga.
Hann fór á Landsspítalann í
byrjun júlímánaðar þ. á. til rann-
sóknar. Uppskurður var gerður
án árangurs. Von var um lítils
háttar bata í bili, en það brást
og hann fékk hægt andlát 28.
f. m. —
Gunnar var alla tíð ókvæntur
og barnlaus, en um 30 ára skeið
bjó með honum Þjóðbjörg Páls-
dóttir, er alla tíð reyndist hon-
um hið bezta og ekki sízt síð-
ustu mánuðina, er hann barðist
vonlítilli baráttu.
Gunnar Jónsson var glæsileg-
ur maður og drengur góður.
Ávann hann sér vináttu og traust
allra er honum kynntust. Hlutu
allir að finna til þess, að hann
vildi öðrum vel í hvívetna og
greiddi götu annara, eftir þvi
sem við varð komið. Hann var
glaðlyndur í viðmóti og allra
manna samvizkusamastur og
áreiðanlegur í öllum viðskiptum.
Hann á því vissulega góða heim-
von. Að leiðarlokum er ekkert
sem jafnast á við það, að hafa
verið góður drengur.
Hann unni ættjörð sinni og
þjóð og ekki sízt heimabyggðinriÍ
fögru, er alltaf stóð honum lif-
andi fyrir hugskotssjónum. Við
öll, vinir og frændur, þökkum
honum samveruna hér og kveðj-
um hann hjartans kveðju og ósk-
um honum eilífrar blessunar i
dýrðarríki Guðs.
Steindór Gunnlaugsson.
Óska eftir
Reglusömum manni sem hef-
ur stýrimanns- eða mótorrétt-
indi, sem meðeiganda í góðum
bát 17—20 lesta. Uppl. í síma
13457.