Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. sept. 1960
Hverju spá dönsku keppendurnir ?
■ Andersen. Hn <-«M fílelseiiii
I DAG hefjast úrslitaleikir í .
knattspyrnu á Ólympíuleikun- PG/f
um. Fara nú fram tveir leikir,
sem eru undankeppni undir
sjálfan úrslitaleikinn. í dag
keppa Danir við Ungverja og
Júgóslavar við ítali. En Júgó-
slavar sigruðu Búlgara í auka
léik og komust þannig í und-
enkeppnina.
Allsstaðar á Norðurlöndum
er leiks Dana við Ungverja
beðið með mikillj eftirvænt-
ingu. Flestir eru þeirrar skoð
Hmns Chr. JVifeleen
telja
ser
Tommy
sigur v'isan.
unar, að mikill styrkleikamun
ur sé milli liðanna og Danir
hafi ekkert bolmagn gegn
Ungverjum. I>ó eru ekki allir
á sama máli og sést það bezt
af því, að álit dönsku kepp-
endanna sjálfra á þessu skipt-
ist mjög í tvö horn. Hér verð-
ur sagt, hverju átta af hinum
ellefu dönsku leikmönnum
spá.
Dagur svertingja
ÞAÐ voru svertingjar, sem
héldu í gær uppi heiðri
Bandaríkjanna á Olympíu-
leikunum. Þeir tóku alla
verðlaunapeningana í 110
grindahlaupi og auk þess
sigraði svertingjastúlkan
Wilma Rudolph (Tígrisdýrið
frá Tennessee) í 200 m.
hlaupi kvenna.
Keppnin í 110 m grindahlaupi
var mjög hörð og komu fyrstu
fjórir keppendurnir svo jafnt í
mark, að dómarar gáfust upp við
að ákvarða röðina. Varð að bíða
eftir markmynd.
Felldi grind
Talið var að bezti grindahlaup-
ari Bandaríkjanna væri Hayes
Jones. Tók hann forustuna í
fyrstu ,en varð fyrir því óhappi
að íella fyrstu grindina. Við það
dró úr svo hraða hans, að sam-
QQP
f gærkvöldi var lokið keppni í
73 greinum á Olympíuleikunum.
Þá höfðu verðlaunapeningarnir
skiptzt þannig milli þátttöku-
þjóða:
Gull
Rússland 19
Bandaríkin 18
Þýzkaland
ítalía
Ástralía
Ungverjaland
Tyrkíand
Nýja Sjáland
Bretland
Svíþjóð
Pólland
Rúmenía
Tékkóslóvakía
Búlgaria
Austurríki
Danmörk
Japan
Belgía
HoIIand
Frakkland
Sviss
Arabíulýðv.
Kanada
Brasilia
Finnland
Júgóslavía
Mexikó
Persia
Vestur Indiur
Silfur
10
13
14
3
6
7
0
0
3
2
1
1
1
1
1
0
3
2
1
1
1
1
1
0
0
0
0
0
0
Brons
12
12
5
4
3
3
0
0
6
1
5
4
2
1
0
1
2
0
3
2
1
0
0
1
1
1
1
1
1
landar hans, Lee Calhoun og
Willie May og Þjóðverjinn
Martin Lauer komust fram úr
honum. En Jones setti aftur á
fullan hraða og dró yerulega á
keppinauta sína. Þó tókst hon-
um aðeins að komast fram úr
Þjóðverjanum og ná í bronz-pen-
inginn — en naumt var það.
Braut reglur
Lee Calhoun, sem sigraði í
hlaupinu, er mjög myndarlegur
og fallega vaxinn svertingj. —
Hann öðlaðist fyrst frægð þegar
hann sigraði í 110 m grinda-
hlaupi á háskólamóti Bandaríkj-
anna með tímanum 13,7. Síðar
var honum um tíma bannað að
keppa, þar sem hann hefði brot-
ið reglur áhugamanna. Fékk
hann þó aftur keppnisleyfi í
febrúar 1959. Á úrtökumótinu í
Bandaríkjunum, skömmu fyrir
leikana, sigraði Hayes Jones
hann. Tími Calhouns nú var
13,8 sek.
Hraðasta konan
Wilma Randolph hafði algera
yfirburði yfir keppinauta sína
í 200 m hlaupi. Kom hún fjór-
um sekúndu-brotum á undan
næstu í mark. Hún hefur nú
sannað það svo ekki verður um
villst, að hún er hraðasta kona
veraldar og hefur unnið tvo gull
peninga á þessum Olympíuleik-
um. —
Þeir sem telja að Danir vinni
Poul Andersen: Við sigrum
Ungverjaland. Varla með
meira en einu marki, en það
er líka nóg. Silfur eða gull ef
við verðum í úrslitaleiknum??
— Ja, ég á aðeins fægilög fyr-
ir silfur heima hjá mér!!!
Harald Nielsen: Við vinnum
þá 2:0, en það verða Ungverj-
ar, sem hafa knöttinn. Við
treystum því að vörn okkar sé
sprengjuheld. Við munum eiga
í vök að verjast, en þá verða
líka hin fáu tækifæri sem við
eignumst hættulegri. Og enn
höfum við ekki leikið neinn
leik án þess að skora.
Hans Ohr. Nielsen: Ég er
bjartsýnni nú en nokkru sinnj
fyrr og ég spái því að við vinn-
um 3:1. Ungverjarnir geta ekki
komið okkur á óvart, en við
getum komið þeim á óvart.
Tommy Troelsen: Það verð-
ur 3:2 okkur í vil. Ég held alls
ekki að það geti komið fyrir,
að við töpum. Þótt þeir léku
vel í Kaupmannahöfn á sínum
tíma, hrifu þeir menn ekki.
Þeir eru mikið með knöttinn
og því hæfa þeir okkar leikað-
ferð. Við getum ekki tapað,
svo að við hljótum að fá gull.
Þeir sem óttast að Danir tapi:
Jörn Sörensen rökstyður
álit sitt einkennilega: Ég spái
öruggum sigri Ungverjalands.
Vitið þér af hverju. Vegna
þess, að allir spádómar mínir
hafa reynzt rangir. Ég spáði
því að Argentína, Pólland og
Túnis sigruðu okkur. Nú spái
ég að Ungverjar vinni okkur,
kannske að það snúist þá líka
við.
Poul Jensen: Ég vil helzt
ekki þurfa að spá neinu, en
mér skilst að Ungverjalandi
séu taldar mestar sigurlíkur í
allri keppninni. Ef við verð-
um vel upplagðir, þá er ekki
gott að segja, kannske jafn-
tefli.
John Danielsen: Ég held að
Ungverjaland vinni 3:1. Það
er ekki hægt að byggja á sigri
okkar í Kaupmannahöfn. Þá
voru Ungverjar mjög óheppn-
ir. En nú vaða þeir í gegn.
Sjáið þeir sigruðu Frakka með
7:0. Við féum í hæsta lagi
bronz.
Bent Hansen: Ég vil auð-
vitað ekki að við verðum fyrir
vonbrigðum í þessum þýðing-
armesta leik okkar. En í blá»
iköldum tölum, held ég að Ung
verjar vinni með einu marki.
En við eigum eftir að vinna
stærri sigra seinna.
Þelr óttast tap fyrir Ungverjum
Urslit
Úrslit:
Kringlukast kvenna.
1) Nina Ponomareva, Rússl. 55,lð
(Ol.met), 2) Tamara Press, Rússl., 52,90,
3) Lia Manoliu, Rúmeníu, 52,36, 4)
Krimhild Hausmann, Þýzkal. 51,47, 5)
Evgenia Kuznetsov, Rússl., 51,35,
Earlene Brown, Bandar., 51,29.
110 m grindahlaup karla.
1) Lee Calhoun, Bandar., 13,8 sek.,
2) Willie May, Bandar., 13,8, 3) Hayes
Jones, Bandar., 14,0, 4) Martin Lauer,
Þýzkal., 14,0, 5) Keith Gardner, Vestur
Indíum, 6) Valentin Chrutiakov, Rússl.,
14.6.
200 m hlaup kvenna
1) Wilma Rudolph, Bandar., 24,0 sek.,
2) Jutta Heine, Þýzkal., 24,4, 3) Doro-
thy Hyman, Bretl., 24,7, 4) Maria Itk-
ina, Rússl., 24,7, 5) B. Janizewska,
Póllandi, 24,8, 6) Giuseppina Leone,
Italía, 24,9.
3000 m hindrunarhlaup
1) Krzyskowiak, Póllandi, 8.34,2 (Ol.
met), 2) Sokolov, Rússl., 8.36,4
3) Ristsjin, Rússl., 8.47,6, 4) Roelants,
Belgíu, 8.47,6, 5) Tjörnabo, Svíþjóð,
8.58.6, 6) Miiller, Pýzkal., 9.01,6.
200 m hlaup karla.
1) Livio Berutti, Italíu, 20,5 sek.,
(Ol.met.), 2) Carney, Bandar., 20,6,
3) Seya, Frakkl., 20,7, 4) Foik, Póllandi,
20,8, 5) Johnson, Bandar., 20,8. 6) Nor-
ton, Bandar., 20,9.
Sleggjukast karla.
1) Rudenkov, Rússl., 67,10 m (Ol.met)
2) Zsivotsky, Ungvl., 64,87, 3) Rut,
Póllandi, 65,64, 4) Lawlor, Irlandi, 64,95,
5) Cieply, Póllandi, 64,57, 6) Bezjak,
Júgóslavíu, 64,21.
100 m baksund kvenna.
1) Lyn Burke, Bandar., 1.09,3, 2)
Steward, Bretl., 1.10,8, 3) Tanaka,
Japan, 1.11,4, 4) Ranwell, Suður-
Afríku, 1.11,4, 5) Piacnetini, Frakkl.,
1.11,4, 6) Lewis, Bretl., 1.11,8.
Benl IIim«eR
Bandaríkjamönnum ýtt
til hliðar í spretthlaupum
Hatta-Nína sigraði
HIN rússnesku heljarkvendi
á Olympíuleikunum hafa nú
unnið allar kastgreinar
kvenna á leikunum. Allar
greinarnar þrjár hafa þær
unnið með yfirhurðum og
sett olympísk met í þeim.
Fyrst vann Elwira Ozolina
spjótkastið á fimmtudaginn með
55,98 m, síðan Tamar Press kúlu-
varpið á föstudaginn með 17,31.
í gær vann Nina Ponomareva
gullverðlaunin í kringlukasti. —
Þeytti hún kringlunni 55,10 m
eða tveimur metrum lengra en
samlanda hennar, Tamar Press.
Hún setti nýtt Oiympíumet. —
Gamla metið, 53,69, átti Olga
Fikotova frá Tékkóslóvakíu, sem
nú er gift Connolly, bandaríska
sleggj ukastaranum.
Nina Ponomareva er 31 árs,
fædd í Sverdlovsk í Úralfjöllum
í apríl 1959. Nina varð heimsfræg
árið 1957, er hún var stödd Við
íþróttakeppni í London og var Sérstaka athygli vekur
gripin fyrir þjofnað í hattabuð
og hefur hún oft síðan verið
kölluð „Hatta-Nína“. Hún er 175
sm. á hæð en vegur 93 kg. Þetta
eru önnur gullverðlaun, sem hún
vinnur á Olympiuleikunum. Hún
sigraði í kringlukasti á Olympíu-
leikunum í Helsingfors 1952. A
síðustu Olympíuleikum í Mel-
bourne vann hún bronz-verð-
laun.
ÍTURVAXINN ítalskur hlaup
ari að nafni Livio Beretti
sigraði í 200 m hlaupi á
Olympíuleikunum á laugar-
daginn. Sigur hans kom
mönnum mjög á óvart og hef-
ur nú honum og Þjóðverjan-
um Armin Hary tekizt að
ýta Bandaríkjamönnum til
hliðar í stuttu hlaupunum, en
ekki er langt síðan þeir voru
allsráðandi í þeim greinum.
það
hve Bandaríkjamanninum
Norton hefur gengið illa. —
Hann varð síðasti maður í úr-
slitahlaupi bæði í 100 m og
200 m.
Fagnaðarlætin hafa aldrei ver-
ið meiri á Olympíuleikvanginum
í Róm en þegar sigur Berettis
var tilkynntur. Þetta var líka
eini gullpeningurinn, sem ítalir
unnu í frjálsum íþróttum og
Beretti er mjög vinsæll meðal
ítalsks almennings. Hann hleyp-
ur að jafnaði með sólgleraugu
og svo gerði hann einnig í þess-
ari úrslitakeppni.
Þrír Bandaríkjamenn, Carney,
Stone Johnson og Norton tóku
þátt í keppninni og bjuggust
flestir við, að nú væri í aðsigi
þrefaldur bandarískur sigur. En
það fór á aðra leið, Beretti og
franski svertinginn Seye leiddu
hlaupið en Bandaríkjamannin-
um Carney tókst aðeins að kom-
ast fram fyrir Frakkann á síð-
ustu metrunum. Bandaríski
svertinginn Norton kom síðastur
í mark. Það er upplýst að ástæð-
an til þess, hve illa honum hefur
gengið sá ,að hann skemmti sér
of mikið á kvöldin, hafi ekki
komið heim í Olympíuþorpið
fyrr en kl. 2 nóttina áður.