Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 20
Vibreisnirt
Sjá bls. 11.
IÞROTTIR
eru á bls- 18 og 19.
202. tbl. — ÞriSjudagur 6. september 1960
Flugvél nauðlendir hjá
veðurskipi á regin hafi
Villtist milli Grænlands og íslands
FLUGSTJÓRINN á SAS-
flugvélinni „632“, „fann“ á
sunnudagskvöldið ameríska
tveggja hreyfla flugvél, er
villtist yfir hafinu milli Is-
lands og Grænlands. En flug-
vélin náði ekki til lands og
nauðlenti hún á 8 feta háum
úthafsöldum. — Mönnunum
tveim, sem í henni voru björg
uðu skipsmenn af norska veð-
urathugunarskipinu „Alfa“,
Polarfront II, sem heldur
uppi veðurþjónustu 300 mílur
SV af Reykjanesi.
Þessi ameriska flugvél hafði
lagt af stað frá Syðri Straum-
firði ki. rúmlega hálf-sjö á
sunnudagskvöldið. Skyldi næsti
viðkomustaður á leið flugvél-
arinnar til meginlands Evrópu
verða Keflavíkurflugvöllur. Þar
átti hún að lenda kl. rúmlega 10
um kvöldið.
Þegar flugvélin var yfir Ang-
magsaiik var siðast haft sam-
band við hana héðan frá Is-
landi. Þar fór hún yfir kl. rúm-
lega 9.
Flugumferðarstjóminni hér
tókst svo ekki að ná sambandi
við flugvélina eftir það. Um
þetta leyti var SAS-flugvélin
, 632“ á leiðinni frá Winnipeg til
Kaupmannahafnar, flugstjóri
danskur maður, Dansing að
nafni. Flugstjómin hér bað þessa
flugvél, er komin var suður fyr-
ir Keflavík, um að reyna að ná
sambandi við hina týndu flugvél.
Hún var með senditæki á ultra-
stuttum bylgjum, og tókst SAS-
fiugvélinni að ná sambandi.
Flugstjórinn á amerisku flug-
vélinni skýrði frá því, að hann
og félagi hans, aðstoðarflugmað-
j urinn, væru kolvilltir orðnir og
flygju stöðugt i hringi.
Að ósk flugumferðarstjórnar-
innar á Reykjavíkurflugvelli,
sneri SAS-flugvélin við og fór
amerísku flugvélinni til hjálpar.
Eftir nokkurt flug vestur á bóg
inn, tókst Dansing flugstjóra enn
að ná sambandi við flugmann
amerísku flugvélarinnar. Og
Dansing flugstjóri gerði meira,
kom flugvélinni í samband við
veðurskipið „Alfa“ — Polarfomt
II., sem gaf villta flugmanninum
Framhald á bls. 19.
Banaslys í Dýrafirði
ÞAÐ slys varð í Dýrafirði í
fyrradag, að drengur varð
fyrir steini, er hrapaði úr
kletti og beið bana. Drengur-
inn hét Matthías Björnsson
úr Reykjavík og mun hafa
verið 10—12 ára að aldri.
Slysið varð hjá bænum Al-
viðru, sem er skammt frá Núpi
í Dýrafirði. Nokkur böm höfðu
farið í berjamó og fóru að
klöngrast eitthvað í klettum. Eitt
barnanna, sem var á undan, tók
í stein ,hann losnaði og féll nið-
ur. Lenti hann á Matthíasi litla,
sem hrapaði niður og var þegar
örendur.
1 gær var Bjöm Pálsson feng-
inn til að koma við á Þingeyri
á leið sinni frá ísafirði til Reykja
víkur og flutti hann lík drengs-
ins suður.
-m
Frú Sigríður J. Magnússon við málverkið af
prófessor Sigurði Magnússyni.
manm smum,
Bjorcgvin
í tugþrautinni
SAMKVÆMT skeyti frá Róm
var Björgvin Hólm í 15.—16.
sæti, þegar þrjár greinar tug
þrautarinnar voru búnar. —
Hann hljóp 100 m á 11,8 sek.,
stökk 6,93 m í langstökki
(fyrsta stökk ógilt, síðan 6,47
og loks 6,93). Kúlunni varp-
aði hann 13,58 m.
Bílstjórarnir ekki
borgunarmenn
UM MIÐJAN ágúst var skýrt
frá því hér í blaðinu að ungur
íslendingur, Steingrímur Jóns-
son, stæði í málaferlum í New
York við tvo leigubílstjóra.
Höfðu leigubílstjórarnir, þekktir
misindismenn báðir tveir og
margsaga við yfirheyrzlunar, á-
sakað Steingrím fyrir likamsárás,
og átti hann að hafa beitt ,vopni‘
sem reyndist vera naglaskafa.
Kom í ljós við réttarhöldin, að
bílstjóramir höfðu ráðizt á Stein
grím með þeim afleiðingum að
hann var meðvitundarlaus í 4
sólarhringa, og á meðan voru
þeir einir til frásagnar af atburð
inum.
Mál þetta var tekið fyrir í New
York s.l. föstudag og vildi lög-
fræðingur Steingríms að hann
krefðist skaðabóta. En þar sem
Steingrímur vissi að bílstjórarnir
voru ekki borgimarmerm fyrir
skaðabótunum, taldi hann það til
gangslaust, enda hefði þá málið
dregizt á langinn, en Steingrím-
I ur vildi hraða sér heim. Var því
málið látið niður falla og kom
Steingrímur heim á laugardag.
Lífgjúf veröur eigi með
orðum þökku
Hálfrar aldar afmælis Vifilsstaða minnzt
S V O sem frá var skýrt í
Morgunblaðinu á sunnudag-
inn, átti berklahælið að Víf-
ilsstöðum fimmtíu ára af-
mæli í gær, en þann dag árið
1910 var fyrsti sjúklingurinn
skráður í hælið.
Af þessu tilefni var í
gær haldin afmælisathöfn að
viðstöddu fjölmenni, þar á
meðal Ólafi Thors, forsætis-
ráðherra, Bjarna Benedikts-
syni, heilbrigðismálaráðherra
og Emil Jónssyni, félagsmála-
ráðherra.
Arnað heilla
Margar ræður voru haldnar í
tilefni þessa merkisafmæiis stofn-
unarinnar, og stjórn og starfsliði
þakkað vel unnið starf og árnað
heilla og giftu á komandi árum.
Minntust menn upphafs þess, að
hælið var byggt og þeirra manna,
sem þar komu mest við sögu,
einkum þeirra Guðmundar
Björnssonar fyrrum landlæknis
Gg próf. Sigurðar Magnússonar,
fyrrum yfirlæknis á Vífilsstöð-
um.
Hátölurum hafði verið komið
fyrir víðs vegar um bygginguna
svo hinir fjölmörgu gestir gátu
fylgzt með máli ræðumanna.
Þekktur Framsóknarmaður lýsir
stuðningi við viðreisnina
á héraðsmóti Sjélfstæðismavm a á Blónduósi
KR vann
Akureyri 5:2
Umsögn um leikinn
birtist í blaðinu
á morgun
BLÖNDUÓSI, 5. sept. — Héraðs
mót Sjálfstæðismanna var hald-
ið hér í gær. Skemmtunin hófst
með sameiginlegri kaffidrykkju.
Undir borðum héldu ræður Jón
Pálmason á Akri, Einar Ingi-
mundarson, bæjarfógeti og Gunn
ar Bjarnason, ráðunautur.
Skemmtiatriði önnuðust Gunnar
Eyjólfsson, Ómar Ragnarsson,
Árni Jónsson og píanóleikari.
Framsókn í austurdyrunum.
Runólfur Björnssor., bóndi á
Kornsá, kvaddi sér hljóðs undir
borðum, en hann hefur verið
Framsóknarmaður og mikill á-
hrifamaður. Var t.d. formaður
Kaupfélags Húnvetninga í um
tvo áratugi. Runólfur lýsti því
yfir að hann gæti ekki lengur
fylgt Framsóknarflokknum.
Hann harmaði að Framsóknar-
flokkurinn skyldi hætta að vera
miðflokkur, sem ynni með öðr-
um flokkum, aðeins eftir mál-
efnum og skildi í þess stað skipa
sér í austurdyrnar, eins og Run-
ólfur orðaði það. Hann ^agðist
ekki hafa getað fellt sig við að-
gerðir Framsóknarflokksins, þeg
ar hann á árinu 1956 rauf sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn, til
þess að segja upp varnarsamn-
ingnum. Viðkomandi flokkar
hafi svo orðið að eta ofan í sig
uppsögnina, ekki aðeins sjálfum
sér, heldur þjóðinni allri til
skammar.
Runólfur kvað viðskilnað
vinstri stjórnarinnar við efna-
hagsmálin ekki hafa verið þann
ig að Framsóknarflokkurinn
sóma síns vegna gæti rekið jafn
hatramma stjórnarandstöðupóli-
tík og hann gerði. Og um þver-
bak hafi keyrt, þegar Tíminn
reyndi að læða því inn hjá les-
endum sínum, þegar ríkisstjórn-
in hefði komið í veg fyrir yfir-
vofandi verkfall flugmanna, að
aðeins værj um byrjun að ræða.
Nú skildu verkföll, þessi svokall
aði helgi réttur verkalýðsfélag-
anna bönnuð.
Sár vonbrigði.
Runólfur sagði, að það hefðu
orðið sér mikil og sár vonbrigði,
þegar Hermann Jónasson tók sér
stöðu við hlið Lúðvíks Jósefs-
sonar s.l. vor á sjóréttarráð-
stefnunni í Genf. Landhelgismál
ið væri okkur svo stórt mál, að
annarleg sjónarmið mættu ekki
komast þar að. Runólfur kvatti
menn að lokum til þess að standa
saman um viðreisn efnahagskerf
isins og hann taldi að fram að
þessu hefði gengið betur en jafn
vel bjartsýnustu menn hefðu
leyft sér að vona.
Seinna um kvöldið var dansað
í tveimur húsum og var mikill
mannfjöldi saman kominn.
Yfirlækni afhent stórriddara-
kross Fálkaorðunnar.
Meðal þeirra, sem tóku til máls
voru Bjarni Benediktsson, heil-
brigðismálanáðherra, Helgi Ingv-
arsson, yfirlæknir, Dr. Sigurður
Sigurðsson, landlæknir o. m. fl.,
en Ölafur Geirsson, deildarlækn-
ir kynnti ræðumenn.
Bjarni Benediktsson minntist í
ræðu sinni þeirra, sem að stofn-
un hælisins stóðu og flutti árn-
aðaróskir ríkisstjórnarinnar. Að
ræðu lokinni afhenti hann yfir-
lækninum, Helga Ingvarssym,
stórriddarakross hinnar ísl.
Fálkaorðu, sem Forseti íslands
sæmir hann nú vegna starfa hans
á Vífilsstöðum.
Að svo búnu rakti yfirlæknir
sögu Vífilsstaða og minntist fyrir
rennara síns, prófessors Sigurðar
Magnússonar, sem verið hafði
yfirlæknir á Vífilsstöðum frá upp
hafi. Bað hann síðan ekkju Sig-
urðar, frú Sigríði J. Magnússon
að afhjúpa málverk af manni
hennar, en það var gjöf til Vífils
staða frá vistmönnum hælisins og
félögum í S.Í.B.S.
Að lokum bað yfirlæknir alla
viðstadda að rísa úr sætum til
virðingar við minningu próf. Sig
urðar Magnússonar. En frú Sig-
ríður J. Magnússon þakkaði fyrir
sína hönd og barna sinna.
Má ekki slaka á
Ekki skal hér r-akin saga Vífils
staða, en þess má þó geta, að frá
byrjun hafa verið innritaðir þar
7.100 sjúklingar, en burtu hafa
farið um 7000, þar af dáið 1200.
Alls munu á þessu tímabili hafa
látizt um 6 þús. manns af berkl-
Framhald á bls. 19.
Ný fram-
haldssaga
í DAG hefst h«r í blaðinu ný
framhaldssaga GK/ENT LJÓS,
eftir hin heimsfræga höfund,
Lloyd C. Douglas. Eftir þenn-
an ágæta höfund hefur áður
birzt ein bók á Lslenzku,
KYRTILLINN, sem bókaút-
gátfan Lilja gaf út fyrir nokkr-
um árum.