Morgunblaðið - 29.09.1960, Qupperneq 2
2
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 29. sept. 1960
— Rodny
Frh. af bls. 1
trHr bandarískir foringjar úr
sjó- og flugherdeildum varnar-
liffsins — og Henry Hálfdánar-
son.
Gengu þeir á skipsfjöl, til í-
búðar skipherrans, Odd Wiv-
sted, og hófu að skipuleggja ieit-
ina aff Rodny. Til ráðuneytis var
bróðir skipstjórans á Rodny, Tur
leif Johansen, sem hingaff kom
meff Garm og fer í leitina meff
skipinu.
Fljúga inn á hvern fjörff.
Þaff var ákveðið, að leitað
skyldi allt frá suðurodda Græn-
lands norður á 66. breiddar-
gráðu og var skipt niður í leit-
arsvæði samkvæmt því, er skip-
herrann sagði í viðtali við Mbl. í
gærkvöldi. Hlutverk Garm verð
ur fyrst og fremst að sigla með-
fram ísröndinni og síðan strönd-
inni, allt suður að Hvarfi. Norski
Katalínubáturinn, sem hefur
bæikstöð á Keflavíkurflugvelli,
mun fljúga með strandlengjunni
og fara inn á hvern fjörð og vik
og er sá þáttur leitarinnar talinn
erfiðastur, þvi Grænlandsströnd
er vogskorin og firðirnir langir.
Vænta Norðmennirnir þess að fá
aðstoð Katalinubáts frá danska
sjóhernum, en þessi bátur hefur
aðsetur í Grænlandi. Verður
hlutverk hans þá að kanna
strandlengjuna á sama hátt og
norski flugbáturinn. Daninn byrj
ar við Hvarf, en Norðmaðurinn
nyrst.
Inn yfir ísinn
Varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli mun a.m.k. senda tvær flug
vélar til leitarinnar, sennilega
nokkrar fleiri, og verður hlut-
verk þeirra að fljúga norður yf-
ir ísinn. Einnig miunu þær leita
á hafinu milli Islands og Græn-
lands, aðallega þó nær Græn-
landsströnd.
Flugvélarnar munu stöðugtj
hafa samband sín í milli, einnig,
við Garm. Ekki er skipið s.ér-j
lega útbúið til siglinga í is, "og!
ekki hefur það þyrilvængju.
Sjái flugvélarnar eitthvað inni í
ísnum, sem ástæða væri til að |
rannsaka betur, mun Garm
freista þess að fara inn í ísinn,
ef hann er ekki mjög þéttur í
jöðrunum. Annars tekur sigling-
in frá 66 breiddarbaug suður að
Hvarfi aðeins hálfan annan sól-
arhring, sagði Wivsted, skip-
herra. En hann sagðist að lokum
ekki vilja segja neitt um það
hve miklar líkur hann teldi fyr-
ir því, að leitin bæri árangur.
Hann vísaði þeirri spurningu tilj
Johansen, bróður skipstjórans á
Rodny.
„ Hann þekkir sjóinn“
— Ég óttast mjög um afdrif
skips og áhafnar, en varð ekki
alvarlega hræddur fyrr en þann
20. september. Veiðitímabilið er
á enda þann 15. og ef allt hefði
verið með felldu hefði Roday
átt að koma heim þann 20. þ. m.
Síðast náðist samband við hann
16. ágúst.
— Bróðir minn er vanur að
senda skeyti af og til meðanj
hann er að veiðum, en ég tókj
það samt ekki svo alvarlega þó
ekkert heyrðist frá honum eftir
að hann var kominn að Græn-
landsströnd.
— Við höfum mikið verið sam
an á sjó, bræðurnir, en ég hef;
aldrei verið þarna við A-Giæn-
land og hann aðeins eina iter-
tíð áður, í fyrra. En við höfum
verið við V-Grænland, N-Nor-
eg, í Barentshafi og víðar. Hann
er 45 ára og byrjaði sjómennsk-
una á unga aldri svo að þið
sjáið, að hann þekkir sjóinn.
— Hann á fimm börn, það
yngsta 8 ára, bætti Johansen við.
— Við erum fjórir bræðurnir,
sem eigum Rodny og annan bát
til viðbótar. Fimmti bróðirinn er
prófessor í Osló, hann er enginn
Sérsfök ráðstefna
ræði stofnskrá SÞ,
Sameinuðu þjóðirnar,
New York, 28. sept.
(NTB-Reuter)
ÖRYGGISRÁÐ SÞ sam-
þykkti í dag samhljóða upp-
töku Senegal og Malí-lýð-
veldsisins í Sameinuðu þjóð-
irnar. Eru meðlimaríkin þá
orðin 98.
Krúsjeff, forsætisráðherra,
tilkynnti í dag að hann mundi
óska eftir sérstakri ráðstefnu
meðlimaríkja SÞ til að ræða
breytingar á stofnskrá sam-
takanna í samræmi við tillög-
ur hans um breytingar á
emhætti Hammarskjölds.
Vill Krúsjeff að sett verði upp
Þriggja manna framkvæmda-
stjórn, sem taki við embætti
Hammarskjölds. Eigi þar sæti
einn fulltrúi kommúnistaríkj-
anna, einn frá Vesturveldunum
og einn fulltrúi hlutlausra ríkja.
Hafi hver fulltrúi um sig neitun-
arvald.
sjómaður, sagði Johansen að lok
um.
Nokkrir urffu strandaglópar
Gram fyllti alla olíugeyma hér
og lét í haf seint í gærkvöldi.
Þetta skip var við ísland í allt
sumar norska síldarflotanum til
aðstoðar. Það kom m. a. við sögu,
þegar norski sjómaðurinn var
dreginn fyrir rétt á Seyðisfirði í
sumar eftir að skipsfélagi hans
hafði látizt af völdum höfuð-
höggs. Tveir sjóliðar af Garm
fóru þá með Sjannö, en svo hét
síldarskipið, til Noregs til að gæta
langans á leiðinni. Þeir voru
aftur komnir um borð í Garm,
þegar skipið kom hingað í gær.
Annars vantaði þó nokkra
menn á skipið. Það var nýkomið
af íslandsmiðum til heimahafnar
og hluta áhafnarinnar hafði ver-
ið gefið frí, er það var sent til
leitarinnar að Rodny í miklum
flýti. Ekki var hægt að bíða
eftir öllum skipsmönnum, vegna
þess hve áríðandi var að halda
þegar af stað.
Ekki beðiff um Rán
Mbl. spurðist fyrir um það hjá
Landhelgisgæzlunni í gærkvöldi,
hvort þess hefði verið farið á
leit, að flugbáturinn Rán tæki
þátt í leitinni að Rodny. Svo var
ekki.
•—oOo—
1 gærkvöldi var væntanlegur
hingað fréttamaður frá norska
útvarpinu. Mun hann fljúga með
norska Katalínubátnum og senda
fréttir jafnóðum af leitinni. Ætl-
ar hann að reyna að senda frétt-
ir sínar á stuttbylgjum til Noregs.
segir Krúsjeff
Eftirlit á Grænlandi
Utanríkisráðherra Danmerkur,
Jens Otto Krag, flutti í dag ræðu
á Allsherjarþinginu. Sagði hann
að aldrei fyrr hefði verið jafn-
hættulegt að ekki skuli finnast
lausn á afvopnunarvandamálinu.
Lagði hann til að komið verði á
fót nefnd sérfræðinga, sem vinni
að því að gera áætlanir um af-
vopnun stig af stigi. Sagði hann
að Danir mundu leyfa eftirlit á
Grænlandi úr lofti. Þá lýsti Krag
fullum stuðningi við aðgerðir
Hammarskjölds í Kongó.
Krag er fyrstur fulltrúa Norð-
urlandanna að taka til máls á
þessu þingi.
Krúsjeff forsætisráðherra kom
óvenju seint til fundarhaldanna
í dag. Þegar formaður búlgörsku
nefndarinnar, Todor Zhivkov,
tók til máls kom Krúsjeff loks til
fundarins ásamt Gromyko, utan-
ríkisráðherra. Hafði Krúsjeff þá
átt tveggja stunda viðtal við
Tító, forseta Júgóslavíu.
Macmillan og Krúsjeff ræffast viff
Zhivkov lýsti í ræðu sinni ein-
dregnum stuðningi við tillögu
Krúsjeffs um þriggja manna
framkvæmdaráð hjá SÞ.
Ákveðið hefur verið að þeir
Macmillan og Krúsjeff ræðist við
á morgun að lokinni ræðu Mac-
millans. En í þeirri ræðu mun
Macmillan svara ásökunum Krús
jeffs í garð SÞ.
ÞESSI mynd var tekin í
Álaborg fyrir nokkrum dög
um. Skipið á myndinni er
Brúarfoss Eimskipafélags
íslands, sem verða mun
systurskip Selfoss. — Smíffi
skipsins miðar vel áfram.
Er langt komið niðursetn-
ingu allra véla í vélarúm-
inu og einnig er unnið við
að gera hinar miklu frysti-
lestir þess. Ráffgert er aff
Brúarfoss fari í reynslu-
för seint í næsta mánuffi og
vonir standa til að hann
geti hafiff siglingar fyrir
jólin. — Skipstjóri verffur
Jónas Böffvarsson, en 1. vél
stjóri Hermann Bærings-
son. —
Togaraeig-
endur ekki
með
EINS og sagt var frá hér í blað-
inu í gær, tóku fulltrúar brezKra
togaraeigenda þátt í samninga-
viðræðum við Norðmenn um
fiskveiðilögsögu Noregs. Morgun
blaðið sneri sér í gær til full-
trúa brezka togaraeigendafélags
ins í London og spurði nann
hvort togaraeigendur sendu full-
trúa til að fylgjast með viðræð-
unum, sem hefjast hér á laugar-
dag.
Fulltrúinn kvað það ekki vera.
Hér væri um viðræður á vegum
ríkisstjórnanna að ræða, og
kæmu brezkir togaraeigendur
þar hvergi nálægt.
Mál Jóns Gunnars-
sonar útgerðarm.
í FRAMHALDI af frásögn blaðs-
ins í gær um að Hólmsteinn
Steingrímsson starfsmaður Lands
bankans hefði verið leystur frá
störfum í sambandi við mál Jóns
Kr. Gunnarssonar í Hafnarfirði,
hefur Mbl. aflað sér nýrra upp-
lýsinga er leiða í ljós að ekki
hafi komið neitt fram í málinu,
er bendi til þess að Hólmsteinn
Steingrímsson fulltrúi afurðar-
lánadeildar bankans, hafi vísvit-
andi brugðizt trausti bankans.
Hinsvegar er hann í fríi frá störf
um sínum í bankanum um stund
arsakir.
Árangurslausar viðrœður
Kaupmannahöfn, 28. sept.
(Reuter)
S AMNIN G AVIÐRÆÐUM
fulltrúa Bandaríkjanna og
Norðurlandanna um réttindi
Norðurlandaflugfélagsins S.
A. S. til flugs yfir Norður-
Atlantshafið til Bandaríkj-
anna, lauk í dag án samkomu-
lags.
í sameiginlegri skýrslu full
trúanna segir að þeir muni
nú skýra ríkisstjórnum sínum
frá viðræðunum, sem lauk
með „verulegu ósamkomu-
lagi“. —
í viðræðunum kröfðust Banda
ríkjamenn þess að takmörkuð
yrðu réttindi S. A. S. til far-
þegaflutnings frá Bandaríkjun-
um við þá sem fara til Kaup-
mannahafnar. Sem stendur fara
margir farþeganna áfram til
annarra borga í Evrópu með vél-
, NA /5 hnúfar SV 50 hnútar Snjókoma 9 06i *** \7 Skúrir K Þrumur Wmz KuUaihÍ ZS' HihskH H Hml L * Laal
um S. A. S. eftir komuna
til Kaupmannahafnar. Fulltrúar
Dana, Svía og Norðmanna segja
að þessi regla hafi verið viður-
kennd sl. 15 ár og eigi fullan
rétt á sér samkvæmt gildandi
loftferðasamningum. Talið er
sennilegt að viðkomandi rík:s-
stjórnir taki upp viðræður uin
málið.
ÁGÆTT veður var um allt
land í gær, þurrt víðast hvar
og víða sólskin. Aðeins á svæð
inu undan Eyjafjöllum voru
skúrir. Þetta loft mun vera
komið hingað skemmstu leið
frá Skotlandi, en þangað blás-
ið austur yfir Noreg frá Dan-
mörku og Suður-Svíþjóð eða
Þýzkaland. Þetta er þurrt loft,
svo að í dag má búast við góðu
veðri, því að litlar breyting-
ar ættu að verða á kortinu eða
veðri á íslandi og næsta ná-
grenni þennan sólarhringinn.
Veðurhorfur á morgun:
SV-mið: Allhvass A, skúrir
austan til.
Suðvesturland, Faxaflói og
Faxaflóamið: A og SA kaldi,
skýjað með köflum.
Breiðafjörður til NA-lands
og miðin: S og SA gola, úr-
komulaust og víða léttskýjað.
Suð-Austurland og miðin:
A-kaldi, skúrir vestan til.
SVR mun fjölga
ferðum sínum
UPP úr næstu mánaðamótum
munu Strætisvagnar Reykjavík-
ur auka verulega þjónustu sína
við bæjarbúa. Næturferðir verða
þá teknar upp á fimm leiðum,
þ. e. a. s. að ekið verður fram
til klukkan 1 á nóttinni fimm
daga vikunnar. Óbreytt verður
fyrirkomulagið á næturferðum
vagnanna á laugardags- og
sunnudagskvöldum. A þessum
sömu fimm leiðum verða ferðir
látnar hefjast klukkan 7 árdegis
á sunnudögum.
Þá mun í ráði að ferðir verði
teknar upp fýrir hádegi á þeim
stórhátíðisdögum, sem vagnarnir
hafa hingað til ekki byrjað ferð-
ir á fyrr en eftir hádegið.
Minkafóður
Innflutt -- útflutt
BREZKA vikublaðið Fisihing
News skýrir frá því í síðustu viku
að mikið sé flutt af fiskúrgangi
til Noregs frá Aberdeen, og noti
Norðmenn það til minkafóðurs.
Tveim dögum eftir að 150 tonna
farmur var sendur frá Aberdeen
nýlega, kom þangað íslenzkt
flutningaskip og lagði þar á land
70 tonn af fiskúrgangi frá íslandi.
Fór fiskúrgangurinn á minkabú i
Perthsihire ,Dalchonzie Farm, sem
G. L. B. Mundell á. Þetta er eitt
stærsta minkabú Bretlands með
mörg þúsund dýr.
Mundell kvaðst hafa keypt ís-
lenzka úrganginn til að bera hann
saman við þann sem hann fær x
Aberdeen. Sagði hann að 70 tonn
væru eins og dropi í hafið handa
10.000 minkum.