Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 6

Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 6
e MORGUNBLAÐ1B Fimmfudagur 29. sepf. 1960 r Ausiur- strœti 1 ALLMIKLAR framkvæmdir standa nú fyrir dyrum við vestanvert Austurstræti. Munu nokkur vestustu húsin við strætið fjarlægð á næst- unni og Aðalstræti breikkað svo það verður 44 metra, eða helmingi breiðara en Lækjar- gata. Á fundi bæjarráðs i fyrradag var samþykkt heim- ild til að semja við Ágúst ís- feld Sigurðsson og Sigurð Kristjánsson um niðurrif og brottflutning hússins nr. 1 við Austurstræti. Fréttamenn Mbl. fóru á vett vang og gengu inn í þetta gamla hús, sem senn verður fjarlægt. Þar er Verzlun As geirs Gunnlaugssonar til húsa og inni í verzluninni hittum við Gunnlaug Ásgeirsson að máli. — Það var faðir yðar, sem | reisti þetta hús? — Já, hann stofnsetti hér verzlun árið 1907, svo verzl- unin hefur verið hér til húsa í 53 ár. Nú erum við sem óðast að flytja. — Hvert farið þið? — Við flytjum í Stórholt 1. — Hve lengi hafið þér unn- ið við verzlunina, Gunnlaug- ur — Um það bil 35 ár held ég. — Er ekki viðbrigði að flytja úr miðbænum eftir svo langan tíma? — Það er það að vísu. En nú er borgin orðin svo breytt að viðskiptavinina er víðar að finna en í Austurstræti. Og maður venst þessu sjálfsagt fyrr en varir. Nú kom kona með ungt barn inn í verzlunina. Gunnlaugur sneri sér að henni til að af- greiða hana, en við Markús gengum út. Þegar við vorum komnir út tók Markús aðra mynd af húsinu að utan. Sjö klst. á árum Borgarfirði eystra, 22. sept. SL. mánudag fóru 3—4 trill- ur héðan í sinn síðasta róður á þessu sumri. Reru þær suð- ur fyrir Glettingsnesröst, sumar mjög djúpt, en fiskur hefur oft verið langt sóttur héðan í sumar. Straumur var mikill og fljótt gerði norðan- strekking og hleypti upp sjó á skammri stundu. ★ Þegar á leið daginn, fóru bát- arnir að tínast að landi, og höfðu línubátarnir ekki náð allri lóð- inni. Einn bátanna, Léttir, for- maður á honum er Björn Þórar insson, Hjallhól — kom þó ekki. Þegar menn fór að lengja eftir honum, tók báturinn Njörður, formaður Vigfús Helgason, að leita, en er hann kom út í fjarðar. mynnið var kominn haugasjór og myfkur skollið á, og var því ekki um leik að bátnum að ræða héðan. ★ Var nú leitað til Slysavarnar félagsins og varðskip fengið til leitar. Einnig voru menn sendir urri nóttina á landi á víkurnar hér fyrir sunnan, því líklegast þótti að Léttir hefði náð landi í Breiðuvík. Komu leitarmennirn ir aftur um kl. 6 um morguninn með þær fréttir að báturinn hefði náð landi innanvert við Stóranes við Breiðuvík. Var hann þar inni á Klettavog á kyrrum sjó. ★ I.eitarmenn höfðu samband við mennina, en með Birni var Rúnar Geirsson, og leið þeim vel eftir atvikum. Vél Léttis hafði bilað, þegar hann var að draga línuna, sem hann náði ekki allri, og tókst þeim að ná landi á áður nefndum stað eftir 7 klst. barn- ing á árum. • Knattspyrnulýsing á lélegri íslenzku Maður skrifar: „Ég var að hlusta á knatt- spyrnulýsingu í útvarpinu í dag, á úrslitakappleik þeirra Akurnesinga og KR-inga. Oft hafa útlenzku-slettur sært mig í sambandi við jínatt spyrnulýsingu sem að Öðru leyti mátti þó teljast ágæt, — en nú valt alveg um þver- bak. Ég skrifaði upp nokkur af helztu málblómunum, og hér eru þau: „ . . . gefur hann á“ (Ingvar, Þórð Jónsson eða einhvern annan tilgreindan), — „ . . . gefur hann til . . „ . . . gefur hann fram‘\ í stað inn fyrir t. d. sendir hann (knöttinn) til eða fyrir N. N., — „spilar" í stað leikur, — „tekur það rólega“ (eftiröp- un á dönsku eða ensku), — „Sveinn Jónsson sentrar", — „kemur honum i snertingu". — „dekka upp“ (Akurnesing- ar), — „sentringin ekki nógu nákvæm“, — „Sveinn Teits- son“, — Á emum stað orðaði lýsandinn atburði í leiknum þannig: „spyrnir fyrir mark, en enginn til taks. Það var snilldarlega gert“H Þó var þetta sagt í ákaíans og alvör- unnar tón. Þetta eru hörmuleg dæmi um íslenzkt „málfar". Má ég þá heldur biðja um Sigurð. 25. september 1960. Knattspyrnunnandi‘“. ^MálvillurJJbréfi ^Jknattspymu- unnanda“ Velvakandi þakkar bréfið og vill af alhug styðja þá við leitni „Knattspyrnunnanda" að vemda tunguna. En það verður að kallast kaldhæðni örlaganna þegar málvöndun- armennirnir geta ekki skrifað málvöndunarbréfin villulaus. Bréfritarinn skrifar, að „oltið hafi um þverbak“. Hér ruglar hann saman tveimur góðum og gildum taisháttum íslenzk- um, „að keyra um þverbak" og „að velta um hrygg'. Það er nauðsynlegt að umvöndun armennimir gæti þess, að falla ekki í sömu synd og þeir sjálfir eru að fordæma, þvi annars er hætt við að enginn taki þá alvarlega. Þá er „málblóm“ nýyrði, sem bréfritari virðist hafa gert eða ekki minnist Velvak- andi þess að hafa sé það eða heyrt áður. Munu skiptar skoðanir um hvernig þetta orð fellur að tungu feðranna. — Að öðru leyti vill Velvakandi styðja þennan bréfritara og barningur Morguninn eftir var orðíð betra í sjó og sótti Njörður mennina og komu þeir hingað laust eftir hádegi á þriðjudag. — I. I. Eldur í Elísabetu SOUTHAMPTON, 26. sept. Reut- er: — Hið 83.000 smálesta far- þegaskip „Queen Elisabeth“ var stöðvað um stund á Ermasundi í gær, vegna elds, sem upp kom í farþegarými skipsins. Urðu far- þegar að yfirgefa tvær káetur á 1. farrými, en nokkurt tjón varð einnig á fárangri. Þá urðu skemmdir á rafleiðslum í skipinu og voru því um tíma ljósatrufl- anir á þrem þilförum skipsins. Skipstjórinn, Donald Maclean, höfuðsmaður, ávarpaði farþegana tvívegis og fullvissaði þá um, að þeim væri engin hætta búin Með skipinu voru um 1000 farþegar. Njassamenn látnir lausir ZOMBA, 27. sept. (Reuter). —. Allir innfæddir menn, sem setið hafa í varðhaldi hér í Njassalandi á grundvelli yfirlýsingar brezkra stjórnarvalda um neyðarástand I landinu, voru látnir lausir hér I dag. Talsmaður stjórnarinnar lýsti ennfremur yfir því, að all- ar tilskipanir, sem gefnar hefðu verið út í þessu sambandi, væru afturkallaðar. Neyðarástandi var lýst yfir í landinu hinn 3. marz 1959, vegna ókyrrðar meðal inn- fæddra, en í kjölfarið fylgdu víð- tækar óeirðir. Alls voru um 1400 manns fangelsaðir - hvern þann annan, sem vinn- ur áð verndur. tungunnar. Af umræddri knattspyrnu- lýsingu, sem Velvakandi hlustaði einnig á, er það að segja að hún var mjög lifandí og skemmtileg. Höfðu menn orð á því við Velvakanda, að sá maður, sem lýsti knatt- spyrnunni, ætti framtíð fvnr sér sem slíkur. • Fastar ferðir á flugvöllinn Á hverjum degi fer fjöldi manna með flugvélum um landið og til útlanda og frá. Ferðamaður einn kom að máli við Velvakanda nýlega og talaði um þann skort á þjón- ustu, að engar fastar ferðir skyldu vera frá flugvellinum og inn í borgina. — Það er drjúgur skildmgur, sem bæt- ist við fargjaldið, ef menn eru skyldaðir tli að kaupa leigu- bíl að og frá flugvelli í hvert sinn sem þeir taka sér far með flugvélum, sagði hann. — Ef strætisvagnar eða aðrar sam bærilegar ferðir væru á flug völlinn mundi ferðin þangað kosta um tvær til fjórar krónur, en með þeirri skip- an, sem nú er, kostar fjórtán til fimmtíu krónur að kom- ast þetta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.