Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 8
8 MORCVmtJ AÐJÐ Fimmtudagur 29. sept. 1960 haft í frammi persónulegar hót- anir við dr. Adenauer og Willy Brandt. Umfram allt hefur hann með kröfu sinni um innlimun Austur-Berlínar og kröfu sinni til Vestur-Berlínar og með þeim aðgerðum, sem hann hefur beitt til að leggja aukna áherzlu á kröfur sínar, með öllu þessu hefur hann sýnt, að hann vill ná því, sem honum tilheyrir ekki og aðeins getur unnizt með vald- beitingu. Það vekur dálitla undrun að uppgötva Hitler í Ulbricht, sem heimurinn hefur árum saman vanizt að álíta tilþrifalaust, hlýð- ið verkfæri Moskvu. Ulbricht, eins og Hitler á sínum tíma, hef- ur vaxið með völdum og vel- gengni; hann hefur skapað misk- unnarlausa stefnu, ofstækisfull- an einstrengingshátt, og ugg- vekjandi hæfileika til að vera blindur og eyrnarlaus gagnvart öllum sjónarmiðum nema sínum eigin. Minnkandi áhrifavald hans í Moskvu getur einnig hafa vald- ið nokkru um breytingu han§. Hann mun hafa vanizt að líta á Stalín með ótta, virðingu og lotn- ingu, en hann virðist nú líta á Hinn nýi Fuhrer Þýzkalands Observergrein eftir Sebastian Haffner Berlín, 16. september. HERRA Walther Ulbricht hefur lengi verið valdamesti maður í Austur-Þýzkalandi, en það var ekki fyrr en nú í vikunni, sem hann varð • alger einræðisherra, með slíkt ofurvald, sem enginn Þjóðverji hefur haft síðan Hitler týndi lífinu. Ulbricht er orðinn eftirmaður Wilhelm Pieck forseta, en hann er eftirmaður hans í breyttri mynd. Hinn fyrrverandi forseti Austur-Þýzkalands hafði engin völd. Ulbricht, þótt hann sé form lega aðeins forseti Rikisráðsins (þar sem hann er umkringdur 16 mönnum til málamynda), get- ur „tekið ákvarðanir í valdi lag- anna“, og hann getur einnig túlk- að öll núverandi lög eftir vild sinni. Sem formaður þessa alvalda Ríkisráðs er Ulbricht nú jafn valdamikill einræðisherra og Hitler var. Hann hafði fyrr á þessu ári — eins og Hitler á sín- um tíma — gert sig að yfirmanni hersins og fengið alræðisvöld á styrjaldartímum með því að fá formannssætið. í hinu nýstofnaða Varnarráði, en ekki er gert upp- skátt, hverjir eigi sæti í því ráði, en þetta ráð hefur ótak- mörkuð völd á sínu sviði. Ulbricht er sem áður formaður flokksins, en hann hefur sleppt embætti forsætisráðherra, sem hann gegndi hingað til. Hann er nú bæði lagalega og raun- verulega miklu valdameiri en forsætisráðherra, sem er aðeins orðinn verkfæri í höndum hans. Þessi Hitler-líka einskorðun valds í höndum eins manns er áhrifamikil, og það er kannski engin tilviljun, að slíkt skuli gerast á sama tíma og Ulbricht er að taka upp utanríkisstefnu, sem fólgin er í samningabrotum, landvinningum og hótunum. — Kapteinn í austur-þýzka hernum — til skamms tíma pólitískur liðsforingi í fyrstu herdeildinni í Potsdam — sem nýlega flýði land til Vestur-Þýzkalands, hefur lýst því yfir nú í vikunni, að austur- þýzki herinn sé nú undirbúinn og endurskipulagður til að berj- ast í árásar-borgarastyrjöld í Vestur-Þýzkalandi, og hann hef- ur lagt fram allmörg skjöl þess- ari uggvekjandi staðhæfingu sinni til sönnunar. — Samkvæmt því, sem þessi maður heldur fram, hafa hernaðarlegar hug- myndir, sem legið hafa til grund- vallar þjálfun og skipulagningu austur-þýzka hersins fram til síðasta vetrar verið miðaður við varnir, og breytingarnar virðast eiga rætur sínar að rekja til þess, er Ulbricht fékk í sínar hendur æðstu völd í hernum í febrúar. Þótt hugmyndin um hernaðar- árás frá Austur-Þýzkalandi virðist ótrúleg, þá er hún ekki í ósamræmi við margar yfirlýs- ingar Ulbrichts nú í ár. Hann hefur hvað eftir annað lýst því yfir, að Vestur-Þýzkaland væri að búa sig undir Bitzkrieg (leift- urstríð) á hendur Austur-Þýzka- landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Hann hefur einnig opinberlega — þó hingað til að því er virðist án árangurs — krafizt flugskeyta fyrir austur-þýzka herinn. Hann hefur hvað ejtir annað krafizt ofsafenginnar uppreisnar í Vest- ur-Þýzkalandi á svipaðan hátt og var í Kóreu og Japan, og hann hefur, einnig hvað eftir annað, Walther Ulbricht Krúsjeff með nokkurri lítilsvirð- ingu; honum virðist finnast hann ráða við hann. Samband Ulbrichts og Krús- jeffs, sem getur ráðið úrslitum um stríð eða frið í náinni fram- tíð, er furðulegt og flókið. Engir tveir kommúnistaforingjar eru eins ólíkir að iunderni, skapgerð og jafnvel skoðunum. Hinn glað- væri, opinskái, eirðarlausi og stundum bjánalegi umbóta- og tilraunamaður frá Ukraínu og TEKUR ÖLLU ÖÐRU FRAM H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Kominn heim JÓNAS SVEINSSON læknir. HALLÓ! HALLÓ! Slðasta vikan á Víðimelnum Grænlenzkir stakkar á börn og fullorðna. Sundbolir fyrir dömur, einnig stóc númer. Æfingaföt fyrir drengi á 150/— úr alúli. S xkkabuxur. Telpubuxur. Sokkahlífar. Kjólar. Sloppar. Allskonar metravara ótrúlega ódýr. Komið og gcrið góð kaup, notið síðasta tækifærið. VpRKSMIÐJUÚTSALAN, Víðimel 63. Ope/ Caravan smíðaár 1960, ný bifreið til sölu og sýnis að Sjafnar- götu 14 1 dag eftir kl. 4. hinn þrái, smámunasami, ger. manski bindindis- og ofstækis- maður eru undarlegir félagar. Það er einnig alkunna, að með- an stóð á valdastreitunni i Moskvu 1956—’57, þá- studdi Ul- bricht andstöðumenn Krúsjeffs, og það getur vel verið, að póli- tísk og persónuleg andúð hana hafi þá verið endurgoldin. Og samt er það fyrst á valdatíma Krúsjeffs, sem Ulbricht hefur risið til vegs og valda, og að því er virðist, hefur hann aðeins undir stjórn Krúsjeffs fengið nokkurt athafnafrelsi. Ástæðurnar fyrir þessu er ekki hægt að sjá í fljótu bragði. Þó er hægt að gizka á nokkrar þeirra: Ulbriccht fellur betur en nokkur annar þýzkur kommún- isti inn í þá andþýzku stefnu, sem Krúsjeff hefur tekið í utan- ríkismálum Rússlands. Hann er ef til vill einnig ómissandi mót- vægi gegn Gomulka Póllands, og hann kemur að góðum notum, eí tilgangurinn er að koma af stað vandræðum í Evrópu og velgja Vesturveldunum undir uggum. En þó þessu sé þannig varið, þá hefur maður á tilfinningunní, að samkomulag þeirra Krúsjeffs og Ulbrichts sé ekki með fullum heilindum. Og að hvor þeirra um sig geri sér vonir um að geta notað hinn í eigin þágu. Krúsjeff virðist stundum halda, að hann geti notað Ulbrichts sem verk- færi til að neyða Vesturveldin til samfélags með þeim skilyrð- um, sem hann sjálfur setur, — að hann geti búið til úr honum eins konar vandræðagemling gagnvart Vesturveldunum, og síðan sé hægt að ryðja honum úr vegi fyrir sæmilegt verð. Ul- bricht virðist hins vegar halda, að hann geti leikið á Krúsjeff og þannig orðið drottnari Ber- línar og jafnvel alls Þýzkalands, jafnvel þótt það kosti heims- styrjöld. Jafnvel á þessu ári hafa Krúsjeff og Ulbricht greinilega og næstum opinberlega og oft á tíðum haft andstæðar skoðanir; á því er enginn vafi, að ákveðin togstreita hefur átt sér stað þeirra í milli. Hinum opinberu kröfum Ulbrichts til flugskeyta var hafnað, og hann hefndi sín með því að sýna Kínverjum vinahót, meðan stóð á deilunum milli Peking og Moskvu. Krúsjeff fyrir sína parta hefur látið Ul- bricht hafa nóg fyrir stafni í Berlínarmálinu, og sýndi honum næstum því á ruddalegan hátt, hvern sess hann skipaði, er hann kom til Austur-Berlínar, eftir að leiðtogafundurinn fór út um þúf- ur. En nýlega hefur eitthvað þokazt í samkomulagsátt milli þeirra. Á Búkarestfundinum í júní tók Ulbricht algera afstöðu með Rússum gegn Kínverjum, og Krúsjeff hefur nú augsýni- lega veitt honum stuðning og athafnasvæði í sambandi við ó- kunnar fyrirætlanir þeirra í Berlínarmálinu. í ágúst eyddu þessir tveir menn saman meira en fjögurra vikna sumarleyfi á Krímskaga. Það var eftir þetta sumarleyfi er Ulbricht tók að herða sína eigin sókn í Berlínarmálinu og tók sér loks alræðisvöld í Aust- ur-Þýzkalandi. Sem stendur að minnsta kostí virðist hann halda, að hann hafi Krúsjeff í vasanum; og sérhver vinningur ,sem Vest- urveldin leyfa honum að ávinna sér, muni vissulega enn styrkja aðstöðu hans í því undarlega, vafasama og alvarlega hættu- spili, sem hann á i við hinn rúss- neska félaga sinn og húsbónda. (Observer — öll réttindi áskilin). —• KAGNAR JÓNSSON hæstaréttariögmað u' Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 Uögfræðistörf og eignaumsýsla- mAlflutningsstofa Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.