Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 24

Morgunblaðið - 29.09.1960, Side 24
Nýr Fuhrer Sjá bls. 8. 222. tbl. — Fimmtudagur 29. september 1960 IÞNOTTIR eru á bls. ZZ. Bjarni Benediktsson ræðir landheigismálið á Varðarfundi í Sjálfstæðishúsinu i kvöld LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heidur fund í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld klukkan 8,30. Á fundi þessum verður rætt um landhelgismálið og verður Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, frummæl andi. — Eins og kunnugt er, eru nú að hef jast viðræður við Breta um landhelgisdeiluna. Er því landhelgismálið að vonum mikið á dagskrá hjá öllum almenningi um þessar mund- ir. Hefur Varðarfélaginu þótt rétt að efna til fundar um málið. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, sem landhelgis málið heyrir undir, mun gera grein fyrir ástandi og horfum í þessum efnum. Það má þess Bjarni Benediktsson vegna fastlega gera ráð fyrir fjölmenni í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og er allt Sjálfstæðis- fólk velkomið á fundinn með- an húsrúm leyfir. Arekstralaus löndun í Crimsby Grimsby, 28. sept. Einkaskeyti til Mbl. ÍSLENZKI togarinn Sval- bakur seldi afla sinn í Grims- by í dag og fór löndunin fram án árekstra. Farmurinn var framúrskarandi að gæðum og samsetningu og fyrirmynd þess sem hingað ætti að senda, enda fögnuðu fisk- kaupmenn komu togarans. Aflinn reyndist 104 lestir og seldist fyrir £ 7.533. Fyrirtæki, sem rekur hraðfrystihús, keypti mikinn hluta aflans. Togarinn Gylfi er væntaniegur fyrir föstu dagsmarkað. Framhleypni Fulltrúar fiskiðnaðarins hafa átt viðræður við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar um landhelgis- deiluna við ísland, og hefur síð- an ríkt kyrrð við höfnina í Grimsby. Einu ummælin varð- Sjúkur skipstjórí BREZKI togarinn Coventry City leitaði hafnar hér í Reykjavík síðdegis í gær, en skipstjórinn hafði veikzt er togarinn var á veiðum út af Vestfjörðum. Sjúkra- bíll stóð á bryggjunni er togarinn lagði að. Hinn 57 ára gamli skipstjóri var þá sýnilega mjög veikur. Hjarta hans er tekið að veikjast eftir áratuga sjó- mennsku. Hann hafði verið Iasinn undanfarna daga. Er hann gat ekki lengur ann- ast skipstjórn ákvað hann að fara til Reykjavíkur og komast í sjúkrahús. Var líð- an hans mun betri i gær- kvöldi, en hann mun eiga fyrir höndum nokkurra vikna legu hér. Stýrimaður tók við skipstjórn togarans Coventry City, sem byggður er 1937, en bátsmaður tók við starfi fyrsta stýrimanns. Hélt togarinn aftur til veiða í gærkvöldi. Myndin er tek- in þá er verið var að flytja skipstjórann frá borði í sjúkrabílinn. Ljósm. vig) Tóbaksvörum fyrir 40 þús. kr. stolid í FYRRINÓTT var stolið feikn- miklum tóbaksbirgðum, er geymdar voru í afgreiðslu Akra- borgar, við Tryggvagötu hér í Reykjavík. Innbrotsþjófar sem hér voru að verki stálu 204 lengjum af síga- rettum eða með öðrum arðum 40.800 sígarettum. — 10 dúsínum Nýir flugmenn F.í, FLUGFÉLAG íslands hefir frá 1. okt. n.k. fastráðið fjóra nýja flugmenn sem starfað hafa hjá félaginu til reynslu síðan 1. júní í sumar. Þeir hafa allir lokið prófum atvinnuflugmanna og blindflugsprófum og hafa auk þess reynslu að baki við flug- kennslu og önnur störf varðandi flug. Hinir nýju flugmenn eru: Magnús Jónsson, Geir Garðars- son, Gylfi Jónsson og Gunnar Berg Björnsson. Þeir munu til að byrja með verða aðstoðarflug menn í innanlandsflugi, svo sem venja er. Alls eru þá starfandi þrjátíu flugmenn hjá Flugfélagi íslands. (Frá Flugfél. ísl.). af reyktóbaki „Dills Bezt“ og „Prins Albert", svo og tveim kössum af vindlum. Er saman- lagt verðmæti þessa tóbaksvarn- ings yfir 40.000 krónur. Þessa sömu nótt voru innbrots þjófar víðar á ferðinni hér í bæn um, en hvergi var eins miklu stolið. Að Höfðatúni 2 þar sem eru fyrirtækin Skyrtan og Sögin, var stolið 30 krónum á hvorum stað. í verzluninni Þórsmörk við Laufásveginn var stolið sígarett- um og sælgæti. Sauðfjárslátrun ÞÚFUM, 27. sept. — Göngur og réttir eru búnar hér um slóðir. Hófst slátrun í Vatnsfirði í gær og verður slátrað 150 dilkum á dag. Vænleiki dilka virðist vera í góðu meðallagi. — Á Isafirði hófst slátrun fyrir helgi. Þangað flytur djúpbáturinn daglega fé til slátrunar. Nokkuð fé er flutt úr Nauteyrarhreppi til slátrunar í Króksfjarðarnesi og er það flutt á bílum. Bændur í Nauteyr- arhreppi, sem urðu að lóga öllu fé sínu í fyrra vegna mæðiveiki, kaupa engir fé til lífs í haust. — P. P. andi komu Svalbaks komu frá Denis Welch skipstjóra, form. félags yfirmanna á togurum í Grimsby. Sagði hann það vera framhleypni að senda íslenzkan fisk á markaðinn í Bretlandi meðan landhelgisdeilan væri ó- útkljáð. Hefur fundur verið boð aður nk. föstudag í yfirmanna- félaginu til að ræða hvaða stefnu skuli taka gagnvart lönd- unum frá íslandi Ólíklegt er að gripið verði til alvarlegra úrræða, því ríkis- stjórnin hefur óskað eftir ró meðan viðræður fara fram, en þær hefjast á laugardag og gagnrýnir harðlega árekstra á íslandsmiðum undanfarið. ♦--------------------------♦ AKRANESI, 27. sept. — K1 3,30 í dag varð bílaárekstur hér á vega- mótum Kirkjubrautar og Merki- gerðis. Akranestrukkur var þar á ferð, en eitt hjól hans lenti í holu á veginum, svo að stjórnin geig- aði. í sama bili kom fólksbíll úr Reykjavík aðvífandi, og varð ekki komizt hjá árekstri. Vinstra afturhjólið fór af fólksbílnum, en engan sakaði. Tveir lögregluþjón- ar komu á vettvang og mældu og mældu, en fjölda manns dreif að. Reykjavikurbíllinn mun hafa verið í rétti. — Oddur. ♦-------;-------------------♦ Boða kommar til úti- fundar? KOMMÚNISTAR í Alþýðusam. bandi íslands hyggja á útifund um landhelgismálið hér I Reykja vík n.k. laugardag, þann 1. okt., en þá eiga sem kunnugt er að hefjast viðræður við fulltrúa Breta um friðsamlega lausn á f isk veiðideilunni svo að forðað verði frekari árekstrum á miðunum um hverfis landið. Á fundi, sem miðstjórn A.S.Í, hélt í fyrrakvöld, tilkynnti for- maður sambandsins, Hannibal Valdimarsson, að hann hefði í hyggju að beita sér fyrir því, að A.S.l. héldi útifund um landhelg- ismálið umræddan dag. Lagði hann áherzlu á að reynt yrði að fá önnur samtök til að standa að fundinum líka og helzt menn úr öllum stjórnmálaflokkum til að taia. Alþýðuflokksmenn í miðstjórn- inni töldu ekki sérstakar ástæður til að efna til fundar um málið nú. Slíkt fundarhald mundi ekki svo sjáanlegt væri verða land- helgismálinu til nokkurs gagns — nema síður væri, m. a. þar sem með því væri leitast við að skapa æsing um málið. Að loknum umræðum sam- þykktu kommúnistar með sínum 5 atkvæðum — gegn þrem (einn fjarstaddur), að A.S.Í. skyldi halda fundinn í samvinnu við Farmanna- og fiskimannasam- band íslands — ef þess væri nokk ur kostur — en annars á eigin spýtur. Mbl. aflaði sér síðdegis í gær upplýsinga um undirtektir F. F, S. í., sem voru á þá lund, að sam- bandið hefði ekki séð ástæðu til að eiga aðild að slíkum fyndi — og hefði Hannibal því gengið bón- leiður til búðar. Var enginn þeirra, sem mættir voru á fundi stjórnar F.F.S.Í. í gærmorgun, þegar tekin var afstaða til máls- jns, meðmæltur fundinum. — Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort kommúnistar halda við ákvörðun sína að svo komnu máli, en þeir höfðu gert sér ákveðnar vonir um að geta feng- ið F. F. S. í. til liðs við sig. Verkstjórinn kemur með fullt skip af veiðum TVEIR af togurum Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur: Þormóður goði og Þorkell Máni eru nú á heim- leið af Nýfundnalandsmiðum. Þeir munu báðir vera með lúgu- fullar lestir af karfa. Ekki mun afli hafa glæðzt svo á þessum fjariægu miðum, að mikill afli geti talist vera þar. Skipstjóri á Þormóði goða í þessari veiðiför er Marteinn Jón- assson. Hann er aðalverkstjóri í Fiskiðjuveri Bæjarútgerðarinn- ar. Er Hans Sigurjónsson, sem verið hefur skipstjóri á Þormóði goða, frá því skipið kom til lands ins hættur hjá B.Ú.R. og verður hann skipstjóri á hinum nýja 1000 tonna togara þeirra Akur- nesinga. Marteinn Jónasson hafði verið í frii, er hann „skauzt“ með Þormóð í þessa velheppnuðu veiðiför. Er hann væntanlegur á laugardaginn en Þorkell Máni er væntaniegur á föstudaginn. í gær var verið að losa Marz, sem kom með nær 300 tonn af Grænlandsmiðum. Beina sambandið rofnaði HIZ beina talsímasamband milli Reykjavíkur og Akraness rofn- aði síðdegis í gær og í gærkvöldi var allt símasamband Akurnes- inga við höfuðborgina um eina línu. Símstöðin á Akranesi gat ekki gefið neinar upplýsingar um hvað skeð hefði og ekki tókst að ná í símstöðvarstjórann í gærkvöldi, því hann hafði verið á stúku- fundi. Fréttaritari Mbl. þar sagðist hafa heyrt þess getið, að eitthvað myndi jarðýta eða annað stór- virkt jarðvinnslutæki hafa komið þarna við sögu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.