Morgunblaðið - 20.10.1960, Síða 1

Morgunblaðið - 20.10.1960, Síða 1
24 síður Bonn, Vestur-Þýzkalandi, 19. okt. — (Reuter — NTB) DAGBLAÐIÐ „Der Mittag“ í Dússeldorf skýrði frá því í dag, að Bandaríkin hyggðust láta Atlantshafsbandalaginu í té atómvopn, og væri sú ráðagerð eins konar svar við óætlunum de Gaulle um að Frakkar komi sér upp flug- her búnum atómvopnum. Jafnframt birtist í dag, í Frankfurter Allgemeine, viðtal við landvarnaráðherra V-Þýzka- lands, Franz Josef Strauss, þar em hann staðfestir, að Herter utanríkisráðherra Bandaríkjanna ©g Norstad, yfirhershöfðingi At- lantshafsbandalagsins, séu í grundvallaratriðum sammála um að Atlantshafsbandalagið skuli gert að atómveldi. Hins vegar segir Strauss að þá greini á um einstök framkvæmdaatriði, svo sem hvort atómvopn skuli aðeins fengin í hendur flota, eða hvort þau skuli einnig fengin flug- hernum og landhernum. Strauss ségir í viðtali þessu, að hann hafi skýrt þessa ráða- gerð fyrir flokksmönnum sínum og sé hún fyllilega í samræmi við skoðanir stjórnar Vestur- Þýzkalands. Rætt á næsta NATO-fundi Þá er það haft eftir áreiðan- legum heimildum, að mál þetta hafi verið til umræðu síðan á fundi bandalagsins í desember sl. og muni nú án efa verða til umræðu á fundinum í París er hefst 16 .des. n. k. Der Mittag segir, að Banda- rikin vilji með þessari ráðagerð binda endi á þær fyrirætlanir de Gaulle að Frakkland verði leiðandi hernaðarríki í Evrópu, þar sem enginn önnur þjóð, ut- an Bretlands, hafi í höndum atómvopn. Atlantshafsbandalagið hefur atómvopn í Englandi, en Bretar og Bandaríkjamenn hafa yfirráð yfir þeim vopnum og eftirlit. Vel heppnaðar tilraunir WASHINGTON, 19. okt. (Reut- er) — NTB) — í þessari viku hafa verið gerðar fjórar tilraun ir með að skjóta flugskeytum frá kafbát, sem var á ferð. Var fjór um flugskeytum af Polaris gerð skotið úr hinum kjarnorkuknúða kafbáti „Patrick Henry“ og tók ust öll skotin prýðilega. Skeytin komu öll niður á þeim stað er þeim var ætlað, en tilraunirnar voru gerðar um 500 sjómílur und an strönd Florida. Polaris flugskeyti geta farið 3400 km vegalengd, en ekki hefur verið tilkynnt hvort öll tilrauna skeytin fóru þá vegalengd. i jdnaverðmæti fara forgörðum Flökunarvélar nýla afNnn 10—15% verr en mannshöndin EF NÆGUR mannafli væri fyrir hendi mundi ég leggja flökunarvélarnar til hliðar, enda þótt það þurfi 25 menn til að afkasta jafnmiklu og ein þorsk- eða ýsuflökunar- vél, sagði Sighvatur Bjarna- son, forstjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum í viðtali við Mbl. í gær. Hversu mikið fer í súginn? Ég er ekki í vafa um, að flök- unarvélarnar, sérstakiega þá ýsuvélarnar, fara með mikið af okkar dýrmæta hráefni í súg- inn. Þegar flakað er með hönd- um verður nýting afians allt að 35%, afgangurinn fer til mjöl- vinnslu. Nýtingin verður hins vegar 22—24%, þegar flakað er í vélum og þó eru ýsuvélarnar mun lakari. Eg hef ekki full- rannsakað afköst þeirra og vil því ekkert fullyrða um nýting- una. En hún fer senniiega allt niður í 20%. Þó fer þetta að sjálfsögðu mikið eftir gæðum fisksins. Má ætla, að milljóna- verðmæti hafi á þennan hátt farið forgörðum, þvi flökunar- vélarnar hafa verið í notkun í nokkur ár. Flökunarvélar fyrir tugi milljóna Þess vegna er það ekki vafa- mál, að það mundi borga sig fyr- ir alla aðila að láta flaka fisk- inn í höndunum. Flökuninyrði að vísu dýrari, en slíkt mundi skapa þjóðarbúinu mun meiri verð- mæti. Flökunarvélarnar eru mis- munandi að gerð og verði. Fer það eftir því hvaða tegund af fiski þær eru gerðar fyrir. — Þorskflökunarvélin kostaði eftir gengisfellingu um 2,3 millj. kr., Framh. á bls. 2. Svo sem frá var skýrt fyrir nokkrum dögum réðust nokkrir stuðningsmenn Lumumba á Al. bert Ndele, er hann var að koma af fundi með fréttamönnum fyr- ir skömmu. Hugðust þeir draga hann inn í bifreið, en er hann streittist á móti, slógu þeir hann í andlitið með hnífum. Hér sézt er Ndele er leiddur frá árásar- mönnunum, blóðugur og illa til reika. Jofngildir troust- yfirlýsingu PARÍS, 19. okt.: — Tilkynnt var í París í dag, að litið yrði á það, sem vantraust á stjórn- ina, ef þingið felldi frv. um að búa franska herinn atómvopjn um. Meiri andstöðu hefur gætt í þinginu gegn þessu frv. en búizt var við. Vöruflutningar til Kúbu stöðvaðir VerfturlMATO atómveldi ? Hugh Gaitskell Deilur harðna í brezka verkamannaflokknum LONDON, 19. okt. (Reuter) SENN er talið að til tíðinda dragi dragi i deilum vinstri og hægri arms brezka Verkmannaflokks. ins, þar sem svo virðist, sem ágreiningur flokksmanna sé svo mikill að jaðri við algeran klofning í flokknum. Hugh Gaitskell, formaður flokksins, hélt í dag fund með „skugga ráðuneytinu“, en inn. an þess eru einnig háværar deil. ur um áframhaldandi for- mennsku Gaitskells . Vinstri armur ráðuneytioins krafðist þess í dag, að annaó hvort tæki Gaitskell upp þá stefnu í varnarmálum, sem flokksþingið hefði ákveðið, ell- egar hann segði af sér for- mennsku. Einn vinstri manna, Sydney Silvermann, sem verið hefur í flokknum í 25 ár, hefur ritað Gaitskell’ bréf, þar sem segir, að hyggist Gaitskell standa fast við þá áætlun sína að berjast gegn samþykkt flokksins um að Bret- ar afsali sér einhliða atómvopn- um, mundi þingflokkur brezka Verkamannafiokksins í neðri deild þingsins verða að tveim flokkum. Mótvægi. Hinsvegar hefur Gaitskeil fengið uppörvandi stuðning frá 25 fyrrverandi þingmönnum, fyrrverandi frambjóðendum til þings og starfsmönnum flokksins. Þessir menn hafa sent bréf til Frh. á bls. 2. Washington, og New York, 19. okt. — (NTB Reuten. BANDARÍKJASTJÓRN hefur NATQ-iundur 16.—18. des. PARÍS, 19. okt. — (Reuter — AFP) — Tilkynnt hefur verið í París, að ráðherrafundur At- lantshafsbandalagsins verði haldinn í París 16.—18. des. n.k. Upprunalega var ákveðið, J að fundurinn hæfist 15. des. » en stjórn Belgíu óskaði frest unar til þess að hann rækist ekki á við brúðkaup Baldvins konungs. ákveðið að bannan allan útflutn- ing til Kúbu frá Bandaríkjunum frá og með fimmtudeginum 20. okt. Bann þetta nær þó ekki til lyfja og ýmissa tegunda matvæla, en nær bæði til leigu og sölu bandarískra skipa til Kúbu. í opinberri tilkynningu sem gefin var út um ráðstöfun stjórn- arinnar í dag er skýrt nánar frá ástæðum til þessa. Er þar meðal annars sagt, að stjórn Castros á Kúbu hafi slegið hendi við öll- um tilraunum Bandaríkjamanna í þá átt að finna sanngjarna lausn á deilum þjóðanna. Þá hafi stjórn Kúbu lagt þunga tolla á banda- rískar vörur, auk þess sem hún hafi ekkert tækifæri látið ónotað til að sýna bandarískum innflytj endum svo og stjórnarvötdunum óvirðingu. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.