Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 9
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORCVHBl 4 B1B
9
Ólafur Sigurðsson, Hellulandi
Búhnykkur
ÞAÐ VAR í gamla daga talinn
búhnykkur, ef bóndj varð fyrir
happi eða gerði eitthvað sérstakt
til framdráttar búrekstri sínum,
t. d. ef hann ’keypti kú, sem
reyndist úrvals gripur eða
hreppti hest, er reyndist afbragð
til brúkunar — reglulegt bú-
inanns-þing.
Aftur á móti þótti það illa'
borga sig „að svelta hjúin eóa
svíkja þau um kaupið“.
.Nú hefir það talizt vera góður
búhnykkur, að eiga þessa dag-
ena 4—5 mánaða gamla minka-
hvolpa í búrum inni og geta selí
úr íandi grávöru fyrir 100 til
200 milljónir króna, svo ekki sé
jneira sagt. Varla hefði það
skemmt gjaldeyrisaðstöðuna
súoná rétt fyrir jólin. Það mundi
vissulega vera kallað að eiga sitt
á þurru. Og til þess hefði þurft
10—12 minkabú með 3000 kven-
dýrum hvert. ‘
Segja má úm minkinn, að hánn
sé til þrifnaðar, því hann étur
mest það sem úrgangur er tai-
Inn og verðlítið efni: Þar er bezt-
'iir fiskúrgangur ýmiskonar sem
lil fellur frá öllum frystihúsum
kringum landið og úrgangur fra
siáturhúsunum. Þetta kaupa nú
búmenn á hinum Norðurlöndun-
um af okkur og munar ekki um
að bæta skipsfraktinni við verð-
ið, sem þeir gefa okkur fyrir og
sumir segja einnig drjúgum um-
boðslaunum til þeirra sem ann-
ast útvegunina. Ýmislegt fleira
væri hægt að nýta til fóðurs
minkum, sem nú er aigjörlega
kastað. Nokkur hundruð þúsund
lítrar af dýraþlóði renna út um
skolpleiðslur sláturhúsanna, frá
ipjólkurbúunum gæti fengist ým-
iskonar affall og úrgangur, sem
væri ákjósanlegt fóður fyrir
minka og svo mætti lengur telja
í sveitinni er stundum sagt um
þá sem heyrandi heyra ekki og
sjáandi sjá ekki, að þeir hafi
ekki meðal kindarvit. Ég held að
nágrannaþjóðir okkar geti sagt
það sama um okkur, þegar minka
eldi ber á góma.
Alþingi verður að leysa úr á-
lögum þessa öruggu atvinnugrein
nu strax og það kemur saman.
Þá gætu nokkur bú, sem full-
nægðu settum skilyrðum byrjað
Uþþbýggirtgu þegar í haust. Eft-
ir engu er að bíða nema skað-
anum. Þjóðinni veitir ekkert af
því að geta framleitt sem fyrsi
örugga útflutningsvöru, til þess
að brýna verstu skörðin úr mis-
heppnaðri síldarvertíð og vega
upp á móti þverrandi fiskafla við
landið, sem maður vonar þó að
ekki verði til lengdar.
Tíu minkabú með 3000 læðum
hvert gefa af sér um 100 þúsund
hvolpa árlega. Meðalverð á
mínkaskinnum í Danmörku var
árið sem leið um 1450 kr. ísi.
Meðalverð yfir Norðurlöndin öií
ibúðir í smíðum, 3ja, 4ra, 5
og 6 herb.
MARKADIiRINN
Híbýladeild
Hafnarstræti 5 — Sími 10422
Atvinna
Tvær reglusamar stúlkur ut-
an af landi óska eftir góðri
vinnu, vanar símavörzlu og af-
greiðslustörfum. Hafa bílpróf.
Tilb. merkt: „Reglusamar —
1848“, sendist Mbl. fyrir mánu
dag.
var um 1300 kr. fyrir stykkið.
Ef við reiknum með. 1200 kr. a
skinn gefa 10 áminnst bú af sér
120 milljóna króna verðmæti. Vel
mætti hugsa sér, að í framtið-
inni yrði rekið myndarlegt
minkabú í tengslum eða í ná-
grenni við hvert einasta frysti-
hús á landinu. En vitanlega þarf
frá fyrstu hendi að beita vis-
indalegri nákvæmni við fóðrun
og hirðingu.
Á gangnasunnudaginn 1960
Ólafur Sigurðsson
-------------------------------ís>
Ketiil Jónsson, bóndi
Minni Ölafsvöllum á Skeiðum
Minning.
Hlnn 16. septemberber síðastlið-
inn andaðist Ketill Jónsson fyrr
bóndi á Minni Ólafsvöllum á
Skeiðum. Hann var jarðsettur26.
september að Ólafsvöllum að við
stöddu fjölmenni.
Ketill var fæddur á Sýrlæk í
Flóa 9. maí 1871 og hefði því
orðið 90 ára á næsta vori.
Ketill á Minni Ólafsvöllum,
eíns og hann var oftast nefndur,
þegar hann bjó þar, var einn
af þeim mönnum, sem maður
gétur ekki alveg gleymt, þó hann
sé horfinn af sjónarsviðinu, sök
um þess persónuleika, sem hann
bar með sér. Hann var mikiu
vexti, fríður sýnum, glaðlynd-
ur, skemmtilegur í viðræðum og
umtalsfrómur um aðra menn.
Hann var afar duglegur vil
vinnu, bæði mikilvirkur og vei
virkur. Hann átti aetíð gott bú
fór mjög vel með skepnur sín-
ar, enda mikill skepnuvinur. —
Hann var góðviljaður og fús til
þess að hjálpa þeim, sem hjálp-
ar þurftu.
Ketill var afkomandi Gott-
sveins gamla í Steinsholti, sem
mjög var umtalaður í sinni tíð.
Hann var karlmenni að burðum
og harðduglegur til allrar vinnu
og ætíð góður smælingjum og
þeim, sem voru minnimáttar. —
Fátæklingar og förumenn áttu
ætíð vísan beina og öruggán
hvíldarstað á heimili hans. Og
hafá þessir kostir Gottsveins,
mikil starfsorka og góðvild við
smælingja tilverunnar mjög
fylgt niðjum hans fram á þenn-
an dag.
★
Ketill á Minni Ólafsvöllum
hlaut þessa kosti áreiðanlega i
ríkum mæli í vöggugjöf, enda
varð honura vel til vina, hvar
sem hann var. Hann var kvænt-
ur ágætri konu, Stefaníu Stef-
ánsdóttur. ættaðri úr Hruna-
mannahreppi. Þau áttu fjögur
börn, sem upp komust, allt prýði
legt fólk og velmegandi.
Eftir að Ketill missti konu
sina bjó hann mörg ár með ráðs-
konu, sem reyndist honum mjög
vel, og átti hann hjá henni mjög
góða elli, enda var hann ágæt-
ur húsfaðir.
Eftir að Ketill fluttist til
Reykjavíkur annaðist hann
margvíslegar útréttingar fyrir
kúnningjana á Skeiðunum, og
var mörgum hin mesta hjálpar
hella. Ég veit, að allir Skeiða-
menn og margir fleiri, taka und
ir það með mér og segja: Vertu
blessaður og sæil Ketill, hafðu
þökk fyrir allt og allt, og gangi
þér vel á óförnum ævibraut-
um.
Sveitungi.
Sendill
óskast hálfan eða allan daginn.
sTÁLSMíÐjAh
1-- H/P .. .-
Sími 24400.
X
fk-sSr
Hólei Borg
Gerið ykkur
dagamun
Borðið á
HÓTEL BORG
★
Dansað frá
kl. 8.
★
BJÖRN R.
EINARSSON
og hljómsveit
SÖNGVARI: VALERIE SNANE
a It
Óskum eftir að ráða
Skrifstofustúlka
með kunnáttu í vélritun og enskri hraðritun
Vinnutími hclzt 4—6 tímar á dag, en getur annars
verið éftir samkomulagi. Góð laun. Lysthafendur
leggi á afgr. Mbl. tilboð merkt: „Áreiðanleg—1846“.
Afvinna
Óska eftir starfi, helzt í heildverzlun við útkeyrslu,
lagerstörf, sólumennsku eða öðru, sem lítur að heild-
verzlun — Hef starfað við verzlunarstörf
í nokkur ár. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi
laugardag, merkt: „Áreiðanlegur—1001—1820“.
Sölumaður
Ungur maðnr, sem getur unnið sjálfstætt, óskast
til starfa sem fyrst hjá stóru innflutningsfyrirtæki.
Tilboð merkt: „Framtíð — 105“, sendist afgr. Mbl.
fyrir 23. þ.m.
Próf f bifvélavirkjun
verður haldið laugardaginn 29. okt. 1960. Umsóknir
ásamt námssamningi fullnaðarprófsskírteini frá
Iðnskóla. og prófgjald, sendist fyrir 26. okt. til
Sigþórs Guðjónssonar co. Ræsir.
Stórt einbýlishús
í Laugarásnum, nýtt og mjög vandað, til sölu.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.
Nýleg íbúð tiJ sölu
Við Álfheima er til sölu góð íbúðarhæð, sem er 117
ferm., 4 herbergi, eldhús, bað og skáli. I kjallara
hússins fy'gir að auki rúmgott íbúðarherbergi, sér-
stök geymsla og eignarhluti í sameign, þar á meðal
í nýtízku þv 'ttavélum. íbúðinni fylgir góð geymsla
í risi. íbúðin er næstum ný og í bezta standi.
ÁRNI STEFÁNSSON, hdll,
Málflutningur. Fasteignasala.
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.
Gróðrastöðin v/ð Miklatorg
Símar: 22-8*22 — 19-7-75.